Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Leiðtogafundurinn í Höfða ÞAÐ ER samdóma álit flestra þeirra sem sóttu málþing vegna 10 ára afmælis leiðtogafundarins í Höfða, að hann hefði skipt sköpum í þróun afvopnunarmála og jafnvel markað tímamót í sögu 20. aldar- innar. Einkum kom þetta fram í máii Kenneth L. Adelmans sem hafði verið einn helsti samninga- maður Bandaríkjanna í afvopnunar- málum á þeim tíma. Hann taldi að þetta hefði verið einn mikilvægasti fundur aldarinnar, ef ekki sá mikil- vægasti, og þetta kom einnig fram í sjónvarpsviðtali við hann. Þegar ummæli leiðtoganna beggja eru skoðuð kemur hið sama í ljós. Ronald Reagan sagði í bók sinni „Ævi Bandaríkja- manns", sem kom út árið 1990, að í Reykja- vík hafi vonir hans um kjamorkuvopnalausan heim fengið meðbyr í örstutta stund, en það hafi síðan leitt til þess að hann og Gorbatsjov hafi náð samkomulagi um afvopnun, sem „enn í dag veldur undr- un“. Jafnframt segir hann: „Þrátt fyrir þann skilning sumra að leið- togafundurinn í Reykjavík hafi mistek- ist held ég að sagan Guðmundur Rafn Geirdal muni sýna að hann markaði tímamót í leit- inni að öruggum og skjólsælum heimi.“ Gorbatsjov sendi ávarp í tilefni afmælis- ins og þar segir meðal annars: „Það er sann- arlega ástæða til að allar þjóðir muni þenn- an atburð. Án fundar- ins, sem jafnt blaða- menn sem fræðimenn kenna nú með gagn- orðum og auðskildum hætti við Reykjavík, hefði síðastliðinn ára- tugur orðið allt öðru- vísi, ef hann hefði átt sér stað yfir höfuð.“ Af orðum hans má skilja að jafnvel hefði orðið gereyðingar- stríð fyrir lok síðasta áratugar ef ekki hefði verið gert eitthvað rót- tækt til að sporna gegn því, sem hefði þýtt að mannkynið hefði dáið Ég legg til, segir Guðmundur Rafn Geirdal, að Höfði sé gerður að safni. út ög engin tímamæling í formi áratuga ætti sér lengur stað ... og við sem þjóð værum ekki lengur til! Ennfremur segir hann: .... á þessum tveimur dögum í Reykjavík nálguðumst við oft, eftir þreytandi L Lapdsbanki íslands Banki allra Irndsmanna Undankeppni heimsmeistaramótsins Miðvikudaginn 27 nóvember, kl. 20:40 kemur að úrslitastund í íslenskum handknattleik iLaugardalshöll Miðaverð: Fullorönir 1000 kr. / Börn 300 kr. Frítt fyrirfélaga í sportklúbbi Landsbankans Svona kemst þú í sportklúbb Landsbankans Þú leggur inn 1000 kr. á SPORTreikning í Landsbankanum og færð þá að gjöf íþróttasekk meó merki klúbbsins og félagskort meó mynd en myndina leggur þú til sjálfur.með. wm Frímiðar eru afhentir föstudaginn 22. og mánudaginn 25 nóv. í eftirfarandi útibúum Landsbanka íslands: Grafarvogi, Fjallkonuvegi 1 Breióholti, Álfabakka 10 Hafnarfirói, Strandgötu 33 Vesturbæ, við Hagatorg Suðurlandsbraut, Suðurlandsbraut 18 og lýjandi rökræður, það lykil- augnablik þegar svo virtist sem aðeins vantaði lítið skref til að við næðum samkomulagi og undirrituð- um það ... En 20 mínútum eftir að forseti Bandaríkjanna og ég, báðir í uppnámi, höfðum kvaðst fyrir utan húsið, sagði ég á blaðamannafundi að fundurinn hefði markað tíma- mót, ekki mistekist. Og ég reyndist hafa rétt fyrir mér. Reykjavík markaði vissulega tímamót. Eftir fundinn færðust viðræður um að binda endi á kalda stríðið og fjar- lægja kjarnorkuógnina úr heimin- um á svið hefðbundinna sam- skipta ... Svo virðist að með hjálp Reykjavíkurfundarins hafi okkur á næstu árum eftir hann tekist að klífa tinda sem veittu okkur sýn yfir nýtt tímabil friðar í mannkyns- sögunni." Ef þið skoðið textann vel, þá er hér um geysimiklar yfirlýsingar að ræða. Báðir leiðtogarnir eru í raun og veru að gefa mjög sterklega í skyn að þáttaskilin í heimssögunni hafi verið hér í Reykjavík! Þeir sem voru þeim næstir að völdum, utan- ríkisráðherrarnir, hafa svipaða sögu að segja. Þáverandi utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Shevardnadze, sendi orðsendingu vegna afmælis- ins. Þar segir m.a.: „Þegar hann var haldinn var þegar ljóst að leið- togafundurinn mundi marka sögu- leg tímamót í þróun kjarnorkuaf- vopnunar ... Vegna alls þessa má Ííta á Reykjavíkurfundinn sem einn mikilvægasta atburð aldarinnar." George Shultz, sem var utanrík- isráðherra Bandaríkjanna á þessum tíma, segir í viðtali við Morgunblað- ið að leiðtogafundurinn „markaði án nokkurs vafa tímamót. Mér 'veittist sú ánægja að taka á móti Gorbatsjov á heimili mínu í Stan- ford-háskóla í Kaliforníu eftir að við höfðum báðir látið af embætti og ég sagði við hann: „Þegar þú tókst við embætti var kalda stríðið enn undir frostmarki eins og í mínu tilfelli, en þegar við hættum var því lokið. Hvað iítur þú á sem vendi- punktinn," spurði ég og hann sagði án þess að hika eitt augnablik: „Reykjavík." Ég spurði hann hvers vegna og hann svaraði: „Vegna þess að á hæstu stigum áttum við í djúpum viðræðum um mikilvæg- ustu máiin og við sýndum að við gátum rætt þau með árangri, þótt við næðum ekki samkomulagi þegar upp var staðið." Þetta fundust mér athyglisverð ummæli og ég held að þau séu sönn.“ í ljósi þessa legg ég til að lögð sé áhersla á að auka vægi fundar- ins í íslandssögunni einnig. Ég get ekki ímyndað mér annað en að at- burður, sem hefur gerst á eylandi okkar sem hefur gjörbreytt sögu mannkynsins frá 40 ára köldu stríði yfir í hlýjan frið síðastliðinna 10 ára, sé mikilvægari en nokkur ann- ar atburður í sögu lands og þjóðar. Þannig væri þjóðþrifamál að vel menntaðir sagnfræðingar og stjórn- málafræðingar þessa lands færu yfir málið og gæfu frá sér einhvers konar álitsgerð um áætlað mikil- vægi fundarins. Einnig legg ég til að Höfði sé gerður að safni til minn- ingar um þennan atburð og sé op- inn til sýnis fyrir innlenda sem er- lenda ferðamenn allt árið um kring. Höfundur er sjúkranuddari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.