Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐ LAGAIMEMA TIL LANDSINS HELGA er lagabálkur sem geymir grund- vallarlög gyðinga - Halakha. Avextir og grænmeti (Genesis 1:29) og „hrein“ dýr (Genesis 7:2) eru dæmi um mat sem telst kos- her. í grundvallaratriðum teljast öll klaufdýr með alklofnar klaufir sem jórtra fæðu sína vera hrein. Svína- og hérakjöt eru t.d. ekki kosher, því svín hafa klaufir en jórtra ekki fæðu sína og hérinn jórtrar en hefir ekki klaufir (Le- viticus 11). Skv. Mishnah verða „hreinir" fuglar að hafa sarp, inn- yfli sem auðvelt er að ijarlægja og klær. Allt kjöt ránfugla er bann- að að leggja sér til munns. í dag er strangtrúuðum gyðingum heim- ilt að snæða allt fuglakjöt sem er „hefðbundið“, en deilur hafa risið um hvað telst vera hefðbundið í þessum efnum. T.d. er heimilt að borða fasanakjöt í sumum gyð- ingasamfélögum en ekki öðrum. Kalkúnakjöt er dæmi um fuglakjöt sem almennt telst vera kosher. Loks mætti geta að þeir fiskar ein- ir teljast „hreinir" sem hafa a.m.k. einn sundugga og hreistur. Sem dæmi um kashrut-reglu mætti geta reglunnar í 5. Mósebók (Deuteronomium 14:21), en þar segir að ekki megi sjóða kið í mjólk móður sinnar. Rabbínar hafa túlk- að þessa reglu mjög strangt, þann- ig að ekki megi matreiða eða borða í bland kjöt og mjólk. Þetta hefir haft í för með sér að strangtrúað- ir gyðingar verða að nota séráhöld í kjöt og séráhöld í mjólkurvörur þegar matreitt er, geyma verður hvora matartegund um sig aðskilið og nota verður mismunandi diska og hnífapör þegar þeirra er neytt. Þvo og þurrka verður öll áhöld sem notuð hafa verið til að matbúa og borða annars vegar kjöt og hins vegar mjólkurvörur í sitthvoru lagi. Sé farið strangt eftir Talmud þá vera 6 tímar að líða milli neyslu á mjólk og kjöti. Kosher-veitinga- staðir skiptast í staði þar sem kjöt er framreitt og staði þar sem rétt- ir úr mjólkurvörum eru á boðstól- um. Strangtrúaðir gyðingar geta því t.d. aldrei borðað ost-hamborg- ara eða kjötrétti með ijómasósu. En látum þetta gott heita um ísraelskan mat. Eftir.að hafa sofið út og snætt fyrstu ísraelsku máltíðina, hittist tæpur helmingurinn af íslending- unum í miðbæ Tel Aviv. Hýslarnir okkar ætluðu að sýna okkur torgið þar sem Yitzhak Rabin var ráðinn af dögum tæpum tveimur mánuð- um áður. Torgið ber nú nafn þessa fyrrverandi forsætisráðherra ísra- els, Kikkar Rabin (Rabinstorg). Þegar við komum að torginu var enn mikið af vaxi á götunum vegna þess mikla fjölda kerta sem fólk skildi eftir á þessum sorgarstað. Á veggjum hússins, þar sem Yitzhak Rabin flutti hinstu ræðu sína, höfðu hundruð manna skrifað minningarorð eða kvæði, þannig að allir veggir voru þaktir. Alls staðar blasti við kveðjan „Far vel vinur“, en þau orð voru tekin úr minningarræðu Clintons Banda- ríkjaforseta um Rabin _ og urðu táknræn fyrir samhug ísraela og sorg vegna þessa mikla missis. Á staðnum þar sem Rabin féll fyrir kúlum tilræðismanns síns, Yigal Amin, voru enn logandi kerti og stór blómakrans. Við stöldruðum við í stutta stund á Rabinstorgi en settumst síðan inn á kaffihús á Sheinkinstræti, sem er í lista- mannahverfi Tel Aviv. Þaðan fylgdumst við með skrautlegu mannlífi, en alls kyns manngerðir gengu framhjá, arabar, klæðskipt- ingar, hermenn, listamenn, ferða- menn, fjölskyldufólk o.fl. Okkur var sagt að á föstudögum væri oft mikið af fólki í bænum, því næsti dagur, laugardagurinn, Shabbat, hvíldardagur gyðinga, er tekinn mjög hátiðlega og eru allar versl- anir, söfn og skemmtistaðir m.a. lokaðir þá. Tíminn leið fljótt. Fyrr en varði var komið kvöld, en þá hittumst við öll, íslensku laganemarnir, ásamt ísraelskum gestgjöfum okk- OLÍUFJALLIÐ - Allraþjóðakirkjan og kirkja Maríu Magdalenu. Haldið til Israels Ferðalagið til ísraels ÞAÐ VAR á kuldalegum vetrar- degi, fimmtudaginn 4. janúar 1996, sem við, 3 laganemar, greinarhöf- undur og leiðsögumaður okkar, pró- fessor Stefán Már Stefánsson, héld- um áleiðis til landsins helga. Hluti af ísraelshópi okkar hafði farið út viku fyrr til þess að fagna áramót- unum i London og beið okkar þar, en til London var förinni fyrst heit- ið. Alls vorum við ísraelsfaramir 11 talsins: Stefán Már Stefánsson prófessor,_ Arnhildur Guðmunds- dóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Einar Hannesson, Eva Margrét Ævarsdóttir, Kolbeinn _ Ámason, Kristrún Heimisdóttir, Óttar Páls- son, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigur- björg Ásta Jónsdóttir og Sigurður Kári Kristjánsson. í London hittist allur hópurinn fyrst við vegabréfsskoðun hjá ísra- elska flugfélaginu E1 Al. Gífurleg öryggisgæsla var hjá E1 A1 og gættu m.a. tveir vopnaðir lögreglu- menn farþeganna. Okkur var ekki öllum hleypt inn í einu að af- greiðsluborðunum heldur fengum við aðeins eitt og eitt að fara inn í sal þar sem starfsmenn E1 A1 grandskoðuðu vegabréf og „yfir- heyrðu“ alla farþegana af örygg- isástæðum. Allt var þetta heldur svifaseint en skapaði þó ákveðna öryggiskennd. A.m.k. var hryðju- verkamönnum með þessu móti gert erfiðara fyrir að koma sprengju eða öðrum hættuskap- andi hlutum um borð í flugvélina. Spurningar sem starfmenn E1 A1 lögðu fýrir okkur voru m.a. um hvort við hefðum áður komið til lsraels;_ hvort við þekktum ein- hverja ísraela, araba eða aðra að- ila í Mið-Austurlöndum og þá hveija; hver tilgangur ferðarinnar til ísraels væri og hversu lengi við ætluðum að vera. Spurt var um hvort einhver og þá hver borgaði fyrir ferð okkar til ísraels. Síðan voru spurningar um hvort við ætt- um sjálf töskurnar undir farangur okkar, hvort nokkur möguleiki væri á að töskurnar hefðu víxlast við aðrar og hvort við hefðum ný- legum mat væri haldið _að okkur en vel var gert við okkur Islending- anna í þeim efnum og fengum við að kynnast ísraelskri matgerðarlist frá öllum hliðum. ísraelar virðast borða á öllum tímum sólarhrings og mikið í hvert sinn. Eftir á að hyggja er ferðin eftirminnilegust, hvað varðar mat, fyrir það magn af pítubrauðum sem við átum. Inni í pítunum voru til skiptis hafðir þjóðréttir ísraela, Hummus, Te- hina og Felafel. Hummus er þykkt baunamauk, búið til úr bauninni Cicer arietinum, Tehina, mauk, sem búið til úr sesamfræjum og ólívuolíu og Felafel eru litlar djúp- steiktar bollur, búnar til úr krydd- jurtum og sömu baunategund og Hummus. Sum okkar brögðuðu einnig í fyrsta skipti Bourekas, sem eru þunnar kökur úr filoudeigi, fylltar með kartöflumauki, osti eða spínati; Schwarma lambakjöt, sem skorið er í þunnar sneiðar af teini sem snýst og óafvitandi átum við a.m.k. einu sinni kjúklingalifur, auk margra annarra rétta sem ekki var spurt nánar út í. Við vor- um heppin að því leyti að janúar- mánuður er aðaluppskerutími jarð- arbeija í ísrael þannig að berin sem við snæddum voru alltaf nýtínd og • fersk og af þeirri stærð sem varla sést í verslunum hér. Yfirleitt voru allir ávextir bragðmiklir og góðir í ísrael. ísraelsku laganemarnir, sem við gistum hjá, fóru ekki strangt eftir kashrut-reglum, svo sem strang- trúaðir gyðingar gera. Kashrut- reglur segja til um hvort matur telst vera kosher, en kosher merk- ir í lauslegri þýðingu: „það sem er í samræmi við helgisiðarit. Þegar sagt er að tiltekinn matur sé kos- her þýðir það einfaldlega að gyð- ingum sé heimilt að neyta hans skv. helgisiðaritum. Það rit sem einkum er miðað við í þessum efn- um er Talmud, trúarleg lögbók gyðinga. Talmud, uppistaðan í gyðinga- trú, hefir fólgnar í sér túlkanir rabbína, æstupresta gyðinga, ann- ars vegar á Gamla testamentinu og hins vegar Mishnah, en Mishnah Stuttu síðar hélt hvert okkar út í nóttina í fylgd bláókunnugs ísraela - aðeins lögfræðin tengdi okkur, segir Ragnheiður Jónsdóttir, í 1. grein sinni af fjórum. lega orðið viðskila við töskurnar þannig að unnt hefði verið að lauma einhveiju í þær. Þessar og aðrar spurningar voru síðan endur- teknar uns E1 Al-starfsmennirnir létu sannfærast um að við værum ekki fúlustu fól og fjandmenn gyð- inga heldur einungis á leið í heim- sókn til fagfélaga okkar í ísrael. Eftir „yfirheyrsluna" var gerð á okkur vopnaleit og handfarangur okkur gegnumlýstur en að því loknu fengum við öll brottfarar- spjöld og aðgang að biðsal E1 Al. Við höfðum varla sest og komið okkur fyrir þar þegar kallað var á okkur og okkur bent að fylgja ör- yggisverði niður í kjallara til þess að gangast við töskum okkar og öðrum farangri. Þær töskur sem við bentum á, voru síðan opnaðar og framkvæmd sprengjuleit með þvi að róta nokkuð í þeim. Ekkert stórlega athugavert fannst við þessa leit og að lokum komumst við öll í breiðþotu E1 A1 og nú varð ekki aftur snúið - við vorum á leið til landsins helga, ísraels. Flugið til ísraels tók tæpa 5 tíma frá London og þegar við lentum í Tel Aviv þurftum við að færa tím- ann fram um 2 klukkustundir. Á Ben Gurion-flugvelli var rigningar- úði. Reyndar rigndi næstum því allan tímann meðan á ferð okkar í ísrael stóð, enda hávetur. Eftir að við höfðum náð í farang- ur okkar, héldum við til móts við ísraelska kollega okkar sem komið höfðu til þess að taka á móti okk- ur. í forsvari fyrir ísraelsku mót- tökunefndinni var frú Tamar Gidr- on, prófessor í skaðabótarétti við Stjórnunar- og lögfræðiskóla Tel Aviv (The College of Management Academic Studies Law School). Eftir að hafa heilsað öllum tóku hún og Stefán Már að skipta okk- STAÐURINN þar sem Ytiz- hak Rabin var myrtur. ur íslenska hópnum niður á ísra- elsku laganemana, sem myndu koma til með að hýsa okkur, þ.e. vera hýslarnir okkar, eins og við kölluðum þá, næstu tíu dagana. Tilviljun ein var látin ráða því hver gisti hjá hveijum. Stuttu síðar hélt hvert okkar út í nóttina í fylgd bláókunnugs ísraela - aðeins lög- fræðin tengdi okkur. Ævintýraferð til ísraels var rétt hafín. Fyrsti dagurinn í ísrael Þar sem við vorum dreifð um alla Tel Aviv-borg hjá hýslum okk- ar var nokkuð misjafnt hvað við gerðum fyrsta daginn okkar í ísra- el. Flest okkar sváfu fram yfir hádegi, þreytt eftir hálfs sólar- hrings ferðalag. Þegar við vöknuðum var það reynsla flestra að alls kyns nýstár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.