Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 55 1 FRETTIR Söguhelgi á Alftanesi i Fyrirlestur um nýmæli í mannrétt- , indastarfi | DR. GUÐMUNDUR Alfreðsson, a prófessor SÞ og forstöðumaður " Raoul Wallenbergstofnunarinnar í Lundi flytur fyrir- lestur á vegum Mannréttinda- stofnunar Háskóla íslands föstudag- inn 22. nóvember kl. 12.15 í stofu 103 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist Nýmæli í | mannréttindastarfi Sameinuðu þjóðanna. Guðmundur starfaði í um 15 ár hjá mannréttindadeild Sameinuðu þjóðanna í Genf og hefur haldið fjölda námskeiða um mannréttindi. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Foreldrar fatl- < aðra funda um framhaldsskóla SVELTUR sitjandi kráka er heiti fundar sem Foreldrasamtök fatl- aðra standa fyrir um framhalds- skólann á Suðurlandsbraut 22 mánudaginn 25. nóvember kl. | 20.30-23. Markmið fundarins er að ræða ’ nýju framhaldsskólalögin og hvaða I möguleika þau veita fötluðum nemendum. Fundurinn er haldinn í framhaldi af áskorun Landssam- takanna Þroskahjálpar í október til menntamálaráðherra að tryggja öllum fötluðum fjögurra ára fram- haldsskólanám að loknum grunn- skóla, eins og lög kveða á um. Á fundinum á mánudag verða I flutt fimm erindi þar sem fram- I haldsnámið verður skoðað frá ýms- um hliðum. Fyrst greinir Ásta B. Þorsteinsdóttir, fyrrverandi for- maður Landssamtakanna Þroska- hjálpar, frá tillögum um fram- haldsnám fatlaðra á höfuðborgar- svæðinu en hún sat í nefnd sem fjallaði um það efni. Þá mun Sigríð- ur Anna Þórðardóttir, alþingis- maður og formaður menntamála- nefndar Alþingis, greina frá hug- myndum löggjafans. Síðan mun Hörður Lárusson deildarstjóri greina frá því sem er á döfinni í menntamálaráðuneytinu. Enn- fremur segir Björg Kjartansdóttir frá hugmyndum sínum um fram- haldsskóla en dóttir hennar hefur sótt um skólavist í Borgarholts- skóla. Landssamtökin Þroskahjálp hafa sérstaklega skorað á mennta- málaráðherra að sjá til þess að fyrirhugað framhaldsnám fatlaðra í Borgarholtsskóla í Grafarvogi heijist um áramótin. Að lokum mun Eygló Eyjólfsdóttir skóla- meistari greina frá námi í Borgar- holtsskóla. Fundurinn er öllum opinn. Borgarafundur í Perlunni ÁHUGAFÓLK um lýðréttindi á sviði lækninga og einstaklings- bundinnar heilsuverndar efnir til opins borgarafundar í fundarsal Perlunnar laugardaginn 23. nóv- ember kl. 15. Tilefnið er reglugerð sem nú á að löggilda hér á landi þar sem öll heilsubætandi efni, innlend og erlend, eins og ijallagrös og lýsi á að gera að svokölluðum náttúru- lyijum, þ.e. vinna í pilluform og selja eingöngu í lyijaverslunum, segir í fundarboði. Basar Kristni- boðsfélags kvenna í Reykjavík KRISTNIBOÐSFÉLAG kvenna í Reykjavík heldur basar sinn á morgun laugardag á Haaleitisbraut 58, 3. hæð ki. 14-18. Á sama tíma verður á staðnum flóamarkaður og kaffisala. Öflugt kristniboðsstarf hefur til ijölda ára verið rekið á vegum Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga sem lýtur nú yfirumsjón evangel- isku lúthersku kirkjunnar í Eþíópíu. Nýjasta greinin á íslenska kristni- boðstrénu er útvarpskristniboð í Kína. Allur ágóði af basardegi kristni- boðskvennanna rennur til kristni- boðsins. Hátíðarsam- koma Sam- hjálpar Hvíta- sunnumanna SAMHJÁLP Hvítasunnumanna heldur sína árlegu hátíðarsamkomu i Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 24. nóvember nk. Þar verður fjölbreytt dagskrá og vandað til hennar á allan hátt. Mik- ið verður um söng. Samhjálparkór- inn, sem skipaður er ijölmörgum Samhjálarvinum tekur lagið og leið- ir almennan söng. Hljómsveit Sam- hjálpar leikur undir. Þá verður í samkomunni skírnar- athöfn. Ræðumaður er Gunnbjörg Óladóttir og lokaorð hefur Óli Ág- ústsson, forstöðumaður Samhjálp- ar. Samkoman hefst kl. 16.30 og eru allir vinir og velunnarar Sam- hjálpar velkomnir. T-Vertigo á The Dubliner TRÍÓIÐ T-Vertigo leikur á veit- ingahúsinu The Dubliner föstudag- inn 22. nóvember frá kl. 17-20. Tríóið skipa þeir Sváfnir Sigurðs- son, kassagítar, Hlynur Guðjóns- son, kassagítar, og Tóti Freys sem leikur á kontrabassa. Sænsk teikni- mynd 1 Nor- ræna húsinu SÆNSK teiknimynd, „Resan tiil Melonia" sem er mynd fyrir alla ijölskylduna verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudag kl. 14. Myndin segir frá tröllkarlinum Prospero, dóttur hans Miranda, mávinum Ariel og fleiri vinum þeirra. Ekki langt undan á svörtu eynni Plutonia, búa svo hinir gráð- ugu verksmiðjueigendur Slug og Slagg. Myndin snýst um baráttu góðs og ills eins og öll spennandi ævintýri. Sýningin tekur rúmlega eina og hálfa klukkustund og er með sænsku tali. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Leitin hafin að fegurstu stúlkunum LEIT er nú hafin að keppendum fyrir Fegurðarsamkeppni Reykja- víkur 1997 sem er liður í undan- keppni fyrir Fegurðarsamkeppni íslands og Ford Models 1997 sem haldin verður á Hótel íslandi í maí nk. Óskað er eftir ábendingum og liggja eyðublöð víða frammi s.s. í skólum, á líkamsræktarstöðvum og víðar. Þeim má einnig koma á fram- færi á Hótel íslandi alla virka daga milli kl. 13 og 17. Ráðstefna um kolefnabúskap Islands LÍFFRÆÐIFÉLAG íslands stendur fyrir ráðstefnu um kolefnisbúskap íslands í Borgartúni 8. Ráðstefnan hefst föstudaginn 22. nóvember kl. 17. Fjallað verður um kolefnisbúskap íslands frá víðu sjónarhorni. Megin- áhersla verður lögð á rannsóknir íslenskra vísindamanna á kolefnis- hringrásinni svo sem í hafinu um- hverfis landið, í gróðri og jarðvegi sem og streymi koltvíoxíðs frá jarð- hitasvæðum og stórum eldsumbrot- um. Jafnframt verður íjallað um áhrif mannsins á hringrásina, al- þjóðlegar skuldbindingar íslendinga og framtíðarhorfur. Ráðstefnan er öllum opin. Að- gangseyrir er 1000 kr. en 500 kr. fyrir námsmenn. Kaffi alla ráð- stefnuna og útdráttarhefti er inni- falið í aðgangseyri. Ljóshærður piltur tali við lögreglu LÖGREGLAN óskar eftir að hafa tal af Ijóshærðum pilti, um 19 ára, sem ók á kyrrstæðan bíl á Rauða- læk að morgni sl. laugardags, 16. nóvember. Pilturinn, sem ók rauðri Toyotu, ók bíl sínum á dökkgráan Suzuki Swift. Hann ræddi við fólk í næsta húsi til að freista þess að finna eig- anda bílsins, en tókst það ekki. Þá ók hann á brott. Rannsóknardeild lögreglunnar biður piltinn að hafa samband. ■ FUNDUR með foreldrum nememda í Víðistaðaskóla sem haldinn var 20. nóvember sl. send- ir frá sér eftirfarandi ályktun: „Víðistaðaskóli er safnskóli fyrir Norðurbæ Hafnarfjarðar en hefur á undanförnum árum fengið lítið fjármagn til viðhalds og uppbygg- ingar. í skýrslu undirbúnings- nefndar vegna flutnings grunn- skóla frá ríki til sveitarfélaga, sem kom út sl. vor, kemur skýrt fram að skólinn er aftarlega í fram- kvæmdaröð vegna einsetningar. Ennfremur er vakin athygli á því að ekki er boðið upp á val á skóla- tíma fyrir eða eftir hádegi I 3. og 4. bekk vegna húsnæðisskorts. I ljósi þess krefjast foreldrar nem- enda við skólann þess að skóla- nefnd, bæjarráð og bæjarstjórn Hafnarfjarðar eyrnamerki ijár- magn á fjárhagsáætlun næsta árs þannig að unnt verði að koma fyr- ir 3 færanlegum kennslustofum við Víðistaðaskóla fyrir skólaárið 1997-1998. Einnig samþykkti fundurinn áskorun til bæjaryfirvalda Hafnar- fjarðar að hefja nú þegar undirbún- ing að viðbyggingu við húsnæði Víðistaðaskóla þannig að unnt sé að einsetja skólann sem fyrst. Jafnframt verði hrundið í fram- kvæmd breytingu á kjarna skv. fyrirliggjandi teikningum." ■ HEILSUBÓTASTÖÐ Reykja- víkur, Laugavegi 59, verður með opið hús laugardaginn 23. nóvem- ber frá kl. 11-17. Boðið verður upp á heilsute og sýnt verður sjúkranudd og heilun í notalegu umhverfi. LEIÐRÉTT Rangt nafn MORGUNBLAÐIÐ birti í gær, fimmtudag, grein eftir Brynjólf Jónsson, framkvæmdastjóra Skóg- ræktarfélags íslands: „Skógrækt- arfélag kemst í góða kippilykkju". Nafn höfundar hefur misritast í kynningu með greininni þar sem stendur Sigurður í stað Brynjólfur. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. NÆSTA helgi 23.-24. nóvember verður tileinkuð sögu Álftaness með fjölbreyttri dagskrá í máli og mynd- um á vegum Lista- og menningarfé- lagsins Dægradvalar og ritnefndar um sögu Bessastaðaþrepps. Dagskráin hefst í Álftanesskóla á laugardag kl. 14. Þá flytur Sigurður Bergsteinsson fornleifafræðingur erindi um fornleifauppgröftinn á Bessastöðun undanfarin ár. Fyrir- lesturinn verður haldinn í stofu 6 við suðurinngang Álftanesskóla. Á eftir er fyrirhugað að skoða vettvang rannsóknanna á Bessastöðum ef veður leyfir. Aðgangseyrir er 300 kr. Á sunnudag verður dagskráin „Svipmyndir úr Álftaness sögu“ í Haukshúsum milli kl. 14 og 17. Þá verður meðal annars brugðið upp nokkrum svipmyndum úr nýútkom- inni „Álftaness sögu“ eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson í texta, myndum, hljóð- og kvikmyndaupp- tökum. Einnig verður kaffisala á vegum Dægradvalar. Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 lýkur söguhelginni með bókmennta- og tónlistardagskrá í Haukshúsum. Þar verða flutt verk eftir feðgana Sveinbjörn Egilsson og Benedikt Gröndal. Sveinbjörn Egilsson kenndi við Bessastaðaskóla og bjó á Eyvindarstöðum og sonur hans Benedikt Gröndal bregður upp lýs- ingum á lífinu á Álftanesi I bók sinni Dægradvöl. Á milli bókmenntaatriða verður tónlistarflutningur í anda dagskrár- innar. Guðrún S. Birgisdóttir leikur á flautu og Peter Máté á píanó. Allir eru velkomnir. 3 rdð við frunsum! & > 'Á' -: m - • vf 1 'i % r__________ * hauspoki S,_; * p I á s t u r ★frunsubaninn Irá Delta Varex er lyf við veirusýkingu sem vinnur gegn frunsumyndun með virka efninu acíklóvír. Mikilvægt er að byrja að nota kremið um leið og fyrstu einkenni koma í Ijós, þ.e.a.s. strax og þú finnur sting, fiðring eða kláða. Berið kremið á sýkt svœði fimm sinnum á dag í 5 daga. Varex, krem 2 g, fæst í apótekum án lyfseðils. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. ^eua\ Hafðu varann á með Varex!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.