Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 59 I DAG Árnað heilla OftÁRA afmæli. A Ov/morgun, laugardag- inn 23. nóvember, verður Margeir Jónsson, Heiðar- brún 9, Keflavík, áttræð- ur. Eiginkona hans er Asta Guðmundsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á afmælisdaginn í skála Golfklúbbs Suðurnesja frá kl. 16-19. 60 ÁRA afmæli. í dag, föstudaginn 22. nóv- ember, er sextug Sesselja Ásgeirsdóttir, starfsmað- ur Neytendasamtakanna, Tunguvegi 23, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Sig- urður B. Magnússon, húsasmíðameistari. Þau taka á móti gestum í félags- heimili Rafveitunnar í Ell- iðaárdal kl. 18 í dag, afmæl- isdaginn. H'rkÁRA afmæli. Á I Umorgun, laugardag- inn 23. nóvember, verður sjötug Guðrún Ó. Svein- jónsdóttir. Eiginmaður hennar er Jóhannes Árna- son og verða þau að heiman á afmælisdaginn. {TOÁRA afmæli. Ov/Sunnudaginn 24. nóvember nk. verður fimm- tug Ásrún Davíðsdóttir, söngkennari og skrif- stofustjóri í Söngskólan- um í Reykjavík. Eiginmað- ur hennar er Haraldur Friðriksson, bakara- meistari í Kópavogi. Þau hjón taka á móti gestum ( félagsheimili Lionsmanna og kvenna í Auðbrekku 25, Kópavogi, á morgun, laug- ardaginn 23. nóvember frá kl. 17-20. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælis- bams þarf að fylgja afmælistilkynningum og eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329 sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SKAK ilmsjón Margeir Pclursson Þetta endatafl kom upp á opnu móti í Haarlem í Hol- landi í sumar. Marek Mic- halczyk, Póllandi, var með hvítt en hollenski alþjóðlegi meistarinn Albert Blees (2.415) hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 57. Ke3-d2? en nauðsynlegt var 57. Bf3 í staðinn. 57. - Bb3! (nú verður svarta b peðið að drottn- ingu) 58. Hb6+ - Kg7 59. Bd3 - Hxd3+! og hvítur gafst upp. Albert Biees sigraði á alþjóðlega Guðmund- ar Arasonar mótinu í Hafnarfirði í fyrra ásamt Þresti Þór- hallssyni. Blees verð- ur aftur með í ár, en mótið fer fram frá 13.-21. desember. íslandsmótið i drengja- og telpna- flokki (fædd 1981 og síðar) fer fram nú um helgina í Skákm- iðstöðinni Faxafeni 12. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad kerfi og er umhugs- unartíminn hálftími á skák- ina. Fyrstu fímm umferð- irnar verða tefldar á laugar- daginn frá kl. 13-19 og hinar ijórar á sunndaginn kl. 13-17. Þátttökugjald er 800 krónur og skráning er á mótsstað hálfri klukku- stund áður en taflið hefst. SVARTUR leikur og vinnur. ^ JAÁRA afmæli. Á I V/morgun, laugardag- inn 23. nóvember, verður sjötugur Jónas Gíslason, vígslubiskup. Eiginkona hans er Arnfríður Arn- mundsdóttir. I tiiefni af- mælisins verður honum til heiðurs haldinn konsert í Skálholtskirkju á afmæiis- daginn kl. 15. Athöfninni í kirkjunni lýkur með stuttri helgistund í umsjá afmæl- isbamsins. Að athöfn lokinni er kirkjugestum boðið til kaffidrykkju í Oddsstofu. Það skal tekið fram að séra Jónas biðst undan persónu- legum afmælisgjöfum en bendir á að fólk geti ef það óskar styrkt Vídalínssjóð Skálholtskirkju eða KFUM. Rútuferð verður frá Breið- holtskirkju kl. 13 á morgun. BRIPS llinsjón Guómundur Páll Arnarson SUÐUR spilar fjóra spaða. Ekki er að sjá að neitt geti ógnað þeim samningi og þegar spilið kom upp sá enginn ástæðu til að hafa um það mörg orð. Bara eitt af þessum hversdagslegu spilum. Austur gefur; AV á hættu Norður ♦ DG87 V ÁD108 ♦ KD5 ♦ 53 Vestur Austur ♦ 10962 ♦ 4 f G9 11 V 6532 ♦ 943 illlll ♦ Á10876 ♦ Á764 * K82 Suður í ÁK53 I K74 I G2 DG109 Vestur Norður Austur Suður - - Pass 1 grand* Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass 12-14. Vestur kom út með tígul- þrist. Sagnhafi lét lítið úr borði og austur tók á ásinn. Austur sá að vörnin yrði að fá einhveija slagi á lauf og skipti yfir í lauftvist. AV tóku þar tvo slagi og skömmu síðar lagði sagn- hafi upp. Næst spil. „Þetta voru dauf spil í kvöld,“ sagði austur þegar menn stóðu upp frá græna borðinu síðla kvölds. „Mað- ur gerði lítið annað en fylgja lit.“ „Þú fékkst reyndar eitt tækifæri,“ sagði makker hans og rifjaði upp þetta spil. „Ef þú skiptir yfír í laufkóng, en ekki -tvist, verður erfitt fyrir sagnhafa að glíma við þriðja laufið frá mér. Hann býst við að þú hafir byrjað með kóng annan og er vís með að stinga frá með trompgosa. Og þá fæ ég slag á tromp." „Heyrðu, ég verð víst að fara að koma mér heim. Þú tekur bara stætó, er það ekki?“ STJÖRNUSPÁ cf t i r Frnitcs D ra ke BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú gerir miklar kröfur, oghefurgott vit á fjár- málum. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú einbeitir þér að því að ganga frá lausum endum í vinnunni í dag, og tekur mik- ilvæga ákvörðun varðandi fjármálin. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú þarft að beita áhrifum þínum við að greiða götu ættingja í dag. Eitthvað veld- ur þér vonbrigðum í vinnunni síðdegis. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þér gengur vel að afla hug- myndum þínum fylgis í vinn- unni, og helgarferð gæti verið framundan. Varastu deilur um peninga. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Ljúfmennska og þolinmæði reynast þér betur en harka í samskiptum við aðra í dag. Láttu ekkert spilla góða skap- inu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Viðræður um viðskipti ganga vel, og þú nærð góðum ár- angri í dag. Þegar kvöldar átt þú góðar stundir með fjöl- skyldunni. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þér tekst að leysa vandamál, sem vinur á við að stríða. Ættingi kemur þér ánægju- lega á óvart. Ástvinir njóta kvöldsins saman. Vóg (23. sept. - 22. október) Félagslífið hefur upp á margt að bjóða í dag, og þú átt góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Hvíldu þig heima í kvöld. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú hefur verk að vinna heima, og með góðri aðstoð fjölskyld- unnar tekst að ljúka þeim snemma. Svo bíður þín góð skemmtun. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Þú kemur miklu í verk í dag, en siðdegis þarft þú tíma útaf fyrir þig til að sinna einka- málunum. Varastu deilur við ástvin. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Það er betra að eiga góð sam- skipti við ráðamenn, þótt þú sért ekki sammála ákvörðun þeirra. Þú sækir vinafund þegar kvöldar. Vatnsberi (20. janúar- 18. febrúar) Ik Gestgjafahlutverkið fer þér vel, og þú íhugar að bjóða heim félögum úr vinnunni um helgina. Sýndu ástvini um- hyggju í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Með góðri samvinnu við starfsfélaga tekst þér að ná umtalsverðum árangri ! dag, og hefur ástæðu til að fagna með ástvini. Stjörnuspána & að lesa sern dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Jakkaföt: Peter Van Holland Paul Smith Camillo Frá kr. 29.900,- Peysur: Urban Stone Paul Smith Book’s ofl. Frá kr.3.900. Silkibindi Kr 2.900,- Úlpur og jakkar Urban Stone Frá kr. 14.900,- FOT SEM ÞU FÆRÐ EKKI ANNARS STAÐAR Laugavegi 61 551-8001 (við liliðina á Jón & Óskar) RíADTBE MESSAGE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.