Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 49 MAGNÚS I.S. G UÐMUNDSSON + Magnús I.S. Guðmundsson fæddist á Gerðhöm- rum í Dýrafirði 23. ágúst 1909. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 17. nóv- ember síðastliðinn. Magnús var yngstur fimm barna hjón- anna Guðmundar Bjarnasonar og Karólínu Friðriks- dóttur. Systkini Magnúsar voru Kristján, Vilborg, Bjarni og Ingveldur, sem öll eru látin. Eina fóstursyst- ur átti Magnús, Jenný Sigmunds- dóttur, og býr hún í Hafnar- firði. Magnús ólst upp í foreldra- húsum, lengst af á Ketilseyri. Hann réð sig fyrst í skiprúm 14 ára gamall og hófst þá tímabil í ævi hans sem stóð í 30 ár. Árið 1934 kvæntist Magnús eftirlifandi eiginkonu sinni Önnu Margréti Elíasdóttur. Anna fæddist í Litlaholti í Saurbæ í Dalasýslu 6.12. 1913. Magnúsi og Önnu varð fjögurra barna auðið og eru þrjú þeirra á lífi: 1) Ragnar Stefán, f. 11.9. 1936, hans kona er Guðlaug P. Wium, f. 15.10. 1937, þeirra börn eru, Sigrún, f. 7.7. 1963, hennar sonur er Atli Bent Þorsteinsson, f. 30.7. 1984; Þór, f. 9.7. 1964, d. 19.5. 1986, Magnús Páll, f. 22.11. 1968, hans sambýliskona er Guðrún Bjarnfinns- dóttir, f. 3.11. 1964, þeirra dóttir er Þur- íður, f. 16.5. 1993. 2) Svanhvít, f. 16.2. 1941, hennar maður er Krislján E. Hall- dórsson, f. 24.2. 1938, þeirra synir Magnús Eðvald, f. 9.3. 1963, hans kona er Jónína Kristjánsdóttir, f. 29.8. 1963, þeirra dóttir er Svanhvít Helga, f. 5.7. 1992; Halldór, f. 11.9. 1968, hans sambýliskona er Ingi- björg Herta Magnúsdóttir, f. 8.5. 1965, þeirra sonur er Magnús Eðvald, f. 26.6. 1996. 3) Elín Guðmunda, f. 23.4.1953, hennar maður er Agúst V. Oddsson, f. 3.4. 1945, þeirra sonur er Ragn- ar Eggert, f. 30.3. 1978. Soninn Elías Guðmund misstu þau Magnús og Anna í frumbernsku, hann fæddist 21.6. 1951 og lést 27.4. 1952. Utför Magnúsar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. í nokkrum orðum vil ég minnast tengdaföður rníns, Magnúsar Guð- mundssonar matsveins er lést 17. nóvember sl. Nú eru 40 ár síðan ég hitti hann fyrst og margs er að minnast. Magnús er af þeirri kyn- slóð er fór snemma að vinna fullan vinnudag. Hann sagði mér eitt sinn, að hann hefði verið níu ára gamall er hann fór að vinna og fékk eitt- hvað fyrir. Hann var 14 ára er hann ráð sig sem háseti á togara og var hann til sjós í um 30 ár. Þegar Magnús hætti sjómennsku hóf hann störf á Keflavíkurflug- velli, en var ekki lengi þar. Hann tók að sér að sjá um mötuney^i vegna byggingar Borgarspítalans hér í Reykjavík. En síðla árs 1957 hefur hann störf hjá Hrafnistu í Reykjavík og veitir forstöðu eldhúsi Hrafnistu hátt á þriðja áratug. Tengdafaðir minn hafði brenn- andi áhuga á félagsmálum sjó- manna og var einn af þeim sem beittu sér fyrir því, að matsveinar á fiskiskipum yrðu sérdeild í Mat- sveina- og veitingaþjónafélagi Is- lands, en á þeim tíma voru mat- sveinar í félagi með hásetum og smyijurum. Um þátttöku Magnúsar í félagsmálum væri hægt að rita langt mál, en þetta læt ég nægja. Eg vil þakka tengdaföður mínum samveruna, allar góðu stundirnar. Margs er að minnast. Mér er minn- isstæð ferð er við fórum, ég og Ragnar með Magnúsi og Önnu á þeirra æskustöðvar. Eg mun aldrei gleyma er við dvöldum í Dýrafirði og gengum um í fjörunni. Tengda- faðir minn var eins og táningur og sagði við mig er hann horfði út á fjörðinn sinn; Það er verst að ég er aðeins farinn að gleyma, en hún Anna mín man þetta allt saman. Og svo brosti hann og hélt áfram að ganga um í fjörunni sinni. Ég mun heldur ekki gleyma faðminum hans hlýja á sorgarstundu og orðun- um góðu er eldri sonur okkar Ragn- ars lést. Ekki heldur viðmóti hans við böm okkar og barnabörn. Og nú er stundin komin. Síðasta siglingin fyrir þöndum seglum að ströndinni þar sem foreldrar og systkin, ættingjar og kærir vinir bíða míns elskulega tengdaföður. Já, sem reyndar voru komnir til hans, að dánarbeði hans, tilbúnir að fylgja honum. Sunnudagsmorg- unninn 17. nóvember sl. verður skýr í minningunni, þá er tengda- faðir minn kvaddi þennan heim, hægt og hljóðlega, saddur lífdaga, en minning um góðan föður mun lifa. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn Iátna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Anna mín. Megi góður Guð styrkja þig á þessari stundu. Mág- konum mínum og fjölskyldum þeirra bið ég Guðs blessunar. Guðlaug P. Wium. Lífið er fljótt, líkt er það elding, sem glampar um nótt, ljósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum. (M. Joch.) Síminn hringir um miðja nótt á hótemerbergi í útlöndum. Hann afí þinn er dáinn. Það kom kannski ekki á óvart, en það var samt sárt að heyra það að nafni minn og afi væri dáinn. Ótal minningarbrot komu upp í hugann og birtust mér eins og kvikmynd. Þegar afi kom stoltur úr veiði með alla stóru lax- ana. Þegar hann stóð niðri í grunn- inum á Reynilundi 2. Þegar hann tæplega sjötugur hljóp prakkarann hann bróður minn uppi. Þegar ég fékk að fara með honum og ömmu inn á Hrafnistu og „hjálpa“ þeim í stóra eldhúsinu. Þegar afi og amma voru við útskrift okkar Jónínu í Skotlandi og þegar hann spurði: „Jæja, nafni minn, hvað er að frétta úr pólitíkinni?“ Það var ávallt notalegt að koma til ömmu og afa. Einhvern veginn var það svo að óróleiki nútímans vogaði sér ekki inn á heimili þeirra. Þar var alltaf meiri ró en annars staðar, alltaf þessi innilega um- hyggja sem litlum dreng þótti gott að fela sig í. Þau mörgu kvöld þar sem við spiluðum manna, horfðum á sjónvarp eða þegar ég fór með vísuna sem amma hjálpaði mér að semja. Hvergi hefur mér þótt ég vera eins velkominn eins og á heim- ili afa og ömmu. Afa þótti vænt um sitt fólk og vildi því allt hið besta. Hann var hlýr og innilegur, en hafði líka ákveðnar skoðanir á því hvernig ætti að bera sig að hlutunum og hvað væri rétt og rangt. Hann vildi vita hvað strákurinn hugsaði. „Hvað ætlar þú þér að verða, nafni minn?“ Og hann vildi leiðbeina nafna sínum og sagði þá oftast: „Nafni minn, á ég að segja þér nokkuð?" Hann var ósérhlífinn og vinnusamur, var stöð- ugt að og frekar hljóp en gekk um eldhúsið á Hrafnistu. Ég býst við að margir minnist hans þannig að sjaldnast hafi hann verið kyrr. Hraustur og hreyfði sig eins og unglingur fram undir það síðsta. Yfir honum fannst mér þó alltaf vera ákveðin ró, ákveðin vissa. Ég veit að hann átti sína trú. Hann sagði mér að sér þætti gott að fara í kirkju, honum fyndist hann alltaf betri maður á eftir. „Föðurland vort er á himni,“ sagði Páll postuli. Og nú ert þú, elsku afi minn, lagður í langferð til þíns föðurlands á himnum, til okkar eilífu heimkynna. Þar bíður þín fjöldi vina og ættingja, ný viðfangsefni, ný störf. Því fylgir sársauki að sjá á eftir þér í slíka langferð og að vita að við sjáumst ekki um sinn. Söknuðurinn er í sjálfum sér eigin- gjarn því við vitum að þar sem þú ert nú háir þér ekki þreyttur lík- ami, heldur getur þú fullkomlega óhindað gengið að þínum verkefn- um, léttur í spori eins og þú átt að þér. Við Jónína og Svahvít Helga sendum þér bestu óskir um góða ferð og ánægjulega heimkomu og biðjum góðan Guð að styrkja Önnu ömmu og allt fólkið ykkar í söknuði og sorg. Guð blessi minningu Magn- úsar Guðmundssonar, afa míns og nafna. Magnús Eðvald Kristjánsson Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem.) Svanhvít Helga. Kæri frændi. Nú, þegar leiðir okkar skilja um sinn, er mér ljúft að þakka þér öll okkar kynni. I fyrstu minningum mínum ert þú stóri frændinn, sem farinn er úr föðurhúsunum til þess að sækja gull í greipar Ægis, - svo afla megi fjár og frama. Ég minnist þess, hversu gaman var, þegar þú komst í heimsókn heim að Litla-Holti. Þá var sonurinn að heimsækja mömmu og pabba, bróðirinn systurnar sínar, stóri frændi litla frænda, - frækinn full- hugi alla æskuvinina sína. Og ég man, þegar þið Anna kom- uð fyrst heim að Litla-Holti, svo hugljúf og sæl. Og svo kom Ragnar líka. Þá var Andrés yngri bróðir minn þar einnig. Síðar var litla barnið, hún Svana, líka með í för. En hún Ella kom ekki í heiminn fyrr en við vorum farin frá Þingeyri. Ég minnist þess enn, þegar þið Anna fóruð „út á Pláss“ og keyptuð slöngu til þess að gefa mér í hjólið mitt, þegar ég gat ekki bætt gömlu slönguna meira. ég man líka, þegar jólapakkamir frá ykkur voru að koma. Þegar þið voruð í heimsókn var alltaf sólskin á Litla-Holti. Ég minnist hlýjunnar á Skúlaskeiðinu, sem ég naut hjá ykur Önnu í ríkum mæli, þegar ég var að koma í helgarheimsóknirnar mínar til ykkar á fyrstu Reykjavík- urárunum mínum. Ég man ánægjulegar heimsóknir ykkar til okkar Sigrúnar í Mjólkár- virkjun, Borgarnes og Andakílsár- virkjun, - og hversu elskulegur þú varst alltaf við börnin okkar. Ég man þig í fyrstu minningum mínum sem ljúfa, góða og stóra frændann, - og þannig varstu alla tíð mér og Sigrúnu og börnunum okkar, og Andrési og börnunum hans. Já, ég hef margs að minnast og margt að þakka þér. Þú varst mér mikill og góður frændi. Anna mín, við Sigrún sendum þér og fjölskyldunni okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Bjarni Skarphéðinsson. Nú, þegar Magnús Guðmundsson er fallinn frá, vil ég minnast hans nokkrum orðum. Við kynntumst fyrir 36 árum þegar ég kom til starfa í Garða- hreppi, sem nú er Garðabær. Magnús var þá búsettur þar og var raunar með fyrstu íbúum þétt- býlisins sem síðar varð í sveitarfé- laginu, bjó ásamt fjölskyldu sinni í Breiðási. Síðar byggði hann í Lunda- hverfí en síðustu árin bjuggu þau hjónin í Boðahlein við Hrafnistu. Magnús kom mér fyrir sjónir sem glaðvær og félagslyndur maður, þó fastur fyrir og sagði skoðanir sínar á mönnum og málefnum umbúða- laust og óhikað. Þegar ég svo kynnt- ist honum betur sannfærðist ég um að þessir væru eiginleikar hans. Magnús tók virkan þátt í starfi sjálf- stæðismanna. Hann var meðal stofnenda Sjálfstæðisfélags Garða- og Bessastaðahrepps, nú Sjálfstæð- isfélag Garðabæjar, og gegndi þar formennsku um skeið. Á fyrstu árum þess félags voru spilakvöld haldin reglulega yfir vetr- armánuðina. Þar var Magnús lengi við stjórn. Hann tók einnig virkan þátt í starfi Sjálfstæðismanna í Reykja- neskjördæmi og var fulltrúi síns félags á fundum kjördæmisráðsins • um árabil. Fyrir þessi störf hans í þágu málstaðar okkar sjálfstæðismanna eru nú færðar hugheilar þakkir. Persónulega þakka ég dyggan stuðning og vináttu á liðnum ára- tugum. Hér er góður maður genginn. Hann náði háum aldri en hélt heilsu sinni fram á síðustu ár. Hans er sárt saknað af öllum þeim mörgu sem höfðu af honum kynni á langri vegferð. Eftirlifandi eiginkonu og niðjum eru færðar innilegar samúðarkveðj- ur vegna fráfalls þessa mæta manns. Ólafur G. Einarsson. Þegar ég á skólaárum mínum um 1950 var til sjós heyrði ég fljótt getið Magnúsar Guðmundssonar matsveins á togaranum Röðli frá Hafnarfirði. Mjög góður rómur var gerður að störfum Magnúsar og allir þeir sem notið höfðu matreiðslu hans luku upp einum munni um ágæti hans ekki aðeins sem kokks heldur einnig sem manns. Nokkrum árum síðar kynntist ég Magnúsi Guðmundssyni og átti eftir að sann- reyna það sem ég hafði heyrt um manninn og ekkert það hafði verið sagt sem hann stóð ekki við. Við alþingiskosningarnar 1956 höguðu atvikin því svo að við Magn- ús urðum samstarfsmenn á kosn- ingaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Það varð ekki aðeins upphaf að nánu samstarfi okkar á vettvangi stjórnmálanna heldur og vináttu sem mér og mínu fólki hefur verið ómetanleg. Áhuga Magnúsar og elju nutu sjálfstæðismenn í ríkum mæli á meðan heilsa hans leyfði. Þegar Magnús Guðmundsson hætti störfum til sjós tók hann við stjóm matreiðslunnar á Hrafnistu í Reykjavík og vann þar þar til starfs- deginum lauk. Þangað fylgdi honum hans góða eiginkona Anna Elías- dóttir. Afar ánægjulegt var að heim- sækja þau hjónin þangað og njóta gestrisni þeirra. Þau voru dáð af öllum þeim sem þar bjuggu og réðu ríkjum. Veit ég að sumir vinir okkar hefðu í dag viljað geta kvatt Magn- ús með þakklæti. í stjórnmálum eins og { eldhúsinu á Hrafnistu og endranær í lífí Magn- úsar naut hann eiginkonu sinnar hennar Önnu. Brennandi áhugi hennar fyrir frelsi einstaklingsins til orðs og athafna og vilji til að efla þá hugsjón var henni í blóð borinn. Hún þekkti það af eigin raun sem eiginkona sjómannsins hvers virði sjálfstæði einstaklingsins er. Vinur minn, Magnús Guðmunds- son, hefur fengið hvíld. Ég veit að sjálfstæðismenn þakka honum óeig- ingjörn störf og persónulega þakka ég honum vináttu og tryggð. Við biðjum honum Guðs blessunar og fjölskylda mín sendir Önnu og börn- unum þeirra og fjölskyldum samúð- arkveðjur. Matthías Á. Mathiesen. Látinn er góður vinur minn, Magnús Guðmundsson, matsveinn og fyrrum bryti mötuneytis Hrafn- istu í Reykjavík, 87 ára að aldri. Árið 1971 lágu leiðir okkar Magn- úsar saman. Eg hafði tekið að mér framkvæmd sjómannadagsins í Reykjavík, en hann var þá starfandi bryti á Hrafnistu. Eldlegur áhugi hans á félagsmálum og pólitík vakti athygli mína á manninum og síðar gott samstarf í hópi sjálfboðaliða við uppbyggingu barnaheimilis sjó- mannadagsins í Hraunkoti í Gríms- nesi þar sem oft gafst tími til fjör- ugra umræðna um lífíð og tilveruna og nálgun við innri mann. Magnús var ungur að árum þegar hann fór að vinna fyrir sér og fjórt- án ára hófst hans sjómannsferill sem háseta á togara, en á togurum starfaði hann samfellt í rúm 30 ár, lengst af sem matsveinn. Hann var einn af stofnendum sérdeildar mat- sveina á fískiskipum innan sam- bands matreiðslu- og framreiðslu- manna þar sem hann gegndi for- mennsku. Matsveinar á fískiskipum með Magnús í fararbroddi stuðluðu að stofnun Sjómannasambands ís- lands 1957 og þar sat hann í stjóm um nokkurra ára skeið og á því ári hóf hann störf sem bryti á Hrafn- istu í Reykjavík. Hann sat í mörg ár í Sjómannadagsráði, í skólanefnd Matsveina- og veitingaþjónaskól- ans, á fjölmörgum þingum Alþýðu- sambandsins, Sjómannasambands- ins og Slysavamafélags íslands. Árið 1983 lét Magnús af störfum eftir 26 ára starf hvar hans spor mörkuðu leiðir til framfara Hrafn- istuheimilanna á miklum umbreyt- ingartímum. Þökk sé honum og hans eftirlifandi eiginkonu, Önnu Elías- dóttur, fyrir áratuga sjálfboðaliða- starf á skemmti- og spilakvöldum fyrir þá öldruðu sem á Hrafnistu- heimilunum hafa búið. Mikið var af sér gefíð til ómældrar ánægju fyrir þá öldmðu er í ríkum mæli nutu. Við kveðjum góðan stuðnings- mann Sjómannasamtakanna, þökk- um samfylgdina og vottum ástvin- um Magnúsar Guðmundssonar okk- ar dýpstu samúð. Fyrir hönd Sjómannasamtakanna í Reykjavík og Hafnarfirði, Guðmundur Hallvarðsson. Gufuneskirkjugarður Leiðalýsingarfrá 1. sunnudegi í aöventu til 13. dags jóla Rafþjónustan Ljós ehf. Klapparberg 17 • 111 Reykjavík Símar 587 4422 587 4423
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.