Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 51 MIIMIMINGAR i l i i i : i i i .1 : f i I i i i I é i 1 -I- Daníelína ' Sveinbjörns- dóttir fæddist á Isafirði 16. mars 1913. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 13. nóvem- ber siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Daníelína Brandsdóttir og Sveinbjörn Krist- jánsson, bæði ætt- uð úr Reykhóla- sveit. Daníelína átti fjórar systur: Onnu, Þórunni, Sólveigu og Maríu. Lifir Sól- veig systur sínar. Daníelína var gift Ólafi Ófeigssyni skip- stjóra, sem lést 1987. Þau eign- uðust eina dóttur, Hrafnhildi Grace, og á hún tvo syni, Ólaf og Stefán. Útför Daníelínu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukk- an 13.30. Kær móðursystir mín kveður í dag þessa jarðvist. Lína frænka mín, sem var búin að lifa í 83 ár, naut áranna vel þar til í byijun ágúst sl. að hún fékk heilablæð- ingu er dró hana til hinstu hvíldar. Lína fæddist á ísafirði. Var hún næstyngst 5 systra er komust allar til langs ævidags. Móðir mín Sólveig, næstelst, er ein eftirlif- andL Þótt þær systur kenndu sig við ísafjörð, sem var þeirra helg- asti staður á landinu, fluttu þær ungar suður og hafa búið þar upp frá því. Lína var fjörmikil og skemmti- leg kona. í kringum hana var ein- hver stemmningarfullur blær, því hún fylgdist svo vel með því sem var að gerast í kringum hana, jafnt innanlands sem utan. Hún var mjög ljóðelsk, las mikið sögur og Ijóð. Hún var sérstakur unn- andi Tómasar Guðmundssonar, svo eitthvað sé nefnt, og kunni mikið af ljóðum. Var ég oft undr- andi á því hvað hún kunni af fal- legum ljóðum, og það brá fyrir skömmustusvip hjá mér, þegar ég sat og hlustaði á ljóðin með framsetningu sem hjá leikara væri, en kunni þau ekki sjálf. Hún hafði yndi af tónlist, enda átti hún gott safn af geisladisk- um og hlustaði á þá sér til ánægju í Aust- urbrúninni, en þangað flutti hún fyrir nokkr- um árum. Eitt af henn- ar uppáhaldsverkum var Aufschwung eftir Schumann og verður það leikið við útför hennar í dag. Það var ekki alltaf hægt að átta sig á því hve aldur hennar var í raun orðinn hár, því hnyttin svör hennar og tungumálakunnátta voru einstök. Til marks um það má geta þess að eitt sinn var Lína spurð af dönskum menntamanni hvaðan í Danmörku hún væri ættuð. Þegar Lína var ung og fiuttist til Reykjavíkur vann hún við ýmis afgreiðslustörf, s.s. í Lauga- vegsapóteki og síðar í Pennanum og var hún gjarnan þekkt sem „hún Lína í Pennanum“. Einnig rak hún, ásamt yngstu systur sinni Maríu, verslun á Skólavörðustígn- um_ sem hét Gjafabúðin. Árið 1945 giftist hún Ólafi Ófeigssyni skipstjóra og bjuggu þau á Ægissíðu 109. Ólafur lést 1987. Þau eignuðust eina dóttur, Hrafnhildi Grace, og á hún tvo syni, Ólaf og Stefán, sem voru sannkallaðir augasteinar afa síns og ömmu. Mega þau nú sjá á eft- ir elskulegri móður og ömmu. Þegar Lína var komin á miðjan aldur hóf hún störf utan heimilis- ins á ný og vann um árabil við gestamóttöku á Hótel Holti og síð- an á Hótel Sögu. Var þetta starf henni mjög kærkomið þar sem málakunnátta hennar og félags- lyndi fékk notið sín. Þegar litið er um öxl kemur upp í hugann, þegar þær mæðgur Lína og Habba komu að sumarlagi til okkar í Hvalfjörðinn og dvöldu hjá okkur nokkra daga í senn. Þá var farið í fjallgöngur, sullað í læknum svo ekki sé minnst á beijaferðirn- ar. Svo voru kvöldvökur þar sem Lína var hrókur alls fagnaðar og fór gjarnan með aðalhlutverkið. Þá var kátt á hjalla. Um leið og ég kveð þig, elsku Lína mín, og þakka þér fyrir allar góðar samverustundir, sendi ég saknaðarkveðjur frá móður minni og börnum mínum, Sólveigu og Lofti, Kristjáni bróður mínum og hans fjölskyldu. Megi Guð styrkja Höbbu, Óla og Stebba í sorg þeirra á þessari stundu. Birna Loftsdóttir. Elsku Lína. Leitt þykir mér að þurfa að kveðja þig núna því stutt- ur tími er liðinn frá því ég kynnt- ist þér. Ég er mjög glöð með það að hafa fengið að kynnast þér og því góða og skemmtilega sem þú hafðir fram að færa. Eg held að okkar stuttu kynni hafi verið skemmtileg og góð, þau voru það fyrir mig og þau áhrif sem þú hafðir á mig og það sem þú kennd- ir mér mun koma sér vel fyrir mig í mínu lífshlaupi. Það á eftir að vera tómlegt án þín, en minningin lifir. Guðrún Jónsdóttir. Miðvikudaginn 13. nóvember kvaddi amma mín þennan heim. Þá hafði hún barist hetjulega við veikindi sín í rúma tvo mánuði. Amma bjó lengstan hluta ævi sinnar á hæðinni fyrir ofan mig á Ægisíðunni þannig að ég kynnt- ist ömmu minni betur en margir kynnast ömmum sínum og er ég mjög þakklátur fyrir þau kynni. Amma var mér alltaf góð og hún vildi öllum vel. Hún var ákveðin, fyndin og var aldrei hrædd við framfarir. Hún tók öllum nýjung- um með jákvæðum huga og var alltaf tilbúin að tileinka sér þær. Það má segja að hún hafi verið heimskona því hún ferðaðist mik- ið og tungumál vöfðust ekki fyrir henni og fannst henni lítið mál að bregða fyrir sig ensku, dönsku, þýsku og frönsku ef svo bar við. Amma hafði alla tíð gaman af ljóðum og kunni mörg falleg ljóð utanbókar og las mikið af þeim þegar árin færðust yfir. Þrátt fyrir veikindi sín sýndi hún þess ekki merki að hún hefði tapað húmornum og gleðinni, hún gerði að gamni sínu allt fram á síðustu stundu. Ég kveð þig nú í bili, amma mín, og veit að þú ert á góðum stað og ert komin til hans afa aftur. Þinn Ólafur. DANÍELÍNA SVEIN- BJÖRNSDÓTTIR SIGRÍÐUR WAAGE + Sigríður Waage fæddist í Hafnarfirði 6. nóvember 1971. Hún lést á heimili sínu í Frustrup á Jótlandi 24. október síðastliðinn. Útför Sigríðar hef- ur þegar farið fram. „Þú leitar að leyndardómi dauð- ans. En hvernig ættir þú að finna hann, ef þú leitar hans ekki í æða- slögum lífsins? Uglan, sem sér í myrkri, en blindast af dagsbirt- unni, ræður ekki gátu ljóssins. Hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ (Kahlil Gibran.) Við vorum 12, nú erum við 11 systkinabörnin. Þegar ég hugsa til þín, Ninní mín, þá hefur það alltaf minnt mig á prakkarastrikin okkar. Þau voru ófá og foreldrar okkar supu hveljur þegar önnur hvor okkar vildi sofa hjá hinni. Prakkarastrikin voru for- eldrum okkar yfirleitt til mikillar armæðu. Ég man eftir atvikinu á Siglu- firði þegar við vorum að flýja undan krökkunum og kjallaraglugginn hjá ömmu var opinn og ég hentist inn um hann og ákafinn var svo mikill hjá okkur að þú dast niður hann og fullt af kössum og dóti hrundi niður á þig og þú þurftir að láta sauma þig á slysó. Síðan bundum við allt saman í eldhúsinu heima hjá mömmu þinni og pabba þannig að öll hnífapör og skápar voru föst saman, og svona má lengi telja. Þú hefðir orðið 25 ára núna 6.X' nóvember. Þessi síðustu ár hef ég misst samand við þig þar sem við báðar höfum verið erlendis. Þú stundaðir nám í listaskóla í Dan- mörku og ég var í fluginu í Saudi- Arabíu. Mínar minningar um þig, Ninní mín, eru mér mjög kærar og munu lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Elsku frænka, ég bið algóðan Guð að leiða þig inn í himnaríki og vernda þig í nýjum heimkynnum. Elsku Dísa, Hákon, Indriði og Inga Þórunn, ég bið Guð að veita ykkur styrk á raunastund. Ykkar frænka, Sigríður Herdís. t Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FINNUR EYDAL tónlistarmaður, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er vin- samlegast bent á Hljóðfærasjóð Tón- listarskólans á Akureyri. Helena Eyjólfsdóttir, Hörður Eydal, Laufey Eydal, Skapti Þórhallsson, Helena Eydal, Sigurður Jörgensson og barnabörn. t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EKHARDT THORSTENSEN, ferfram frá Fossvogskapellu mánudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Sverrir Thorstensen, Þórey Ketilsdóttir, Karl Thorstensen, Ulrika Thorstensen, Sigriður Thorstensen, Hörður Albertsson, barnabörn og barnabarnabörn. JÓHANNA BJARNADÓTTIR + Jóhanna Bjarnadóttir var fædd í Bolungarvík 31. des- ember 1898. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 31. októ- ber siðastliðinn og fór útförin fram í kyrrþey að hennar ósk. Það er með mikilli hlýju sem ég minnist mætrar konu, Jóhönnu Bjarnadóttur, sem lést á Dvalar- heimilinu Skjóli þann 31. október sl. Jóhanna lifði langan ævidag, hún var fædd 31. desember 1898 og hefði því orðið 98 ára um næstu áramót. Ég kynntist Jóhönnu árið 1950 er hún tók að sér ræstingar í verslun móður minnar, verslun- inni Þorsteinsbúð við Snorrabraut í Reykjavík. Með árunum jókst starf hennar þannig að hún sá orð- ið meira eða minna um heimilið og varð með því órjúfanlegur hluti fjölskyldunnar. Það sem einkenndi þessa ljúfu konu mest var glað- værðin og glensið og hvað hún var létt á fæti og óhemju viljug til allra verka. „Ég skal gera það“, sagði hún og svo var hún þotin. Móður minni var Jóhanna afar kær og aldrei minnist ég ósættis milli þeirra. Þar ríkti gagnkvæm vænt- umþykja. Ekki minnist ég þess að Jóhanna hafi misst einn einasta dag úr vinnu öll þessi ár. Alltaf mætti hún glöð og hress. Hnyttin tilsvör hennar og glettni vöktu okkur kátinu og oft var mikið hleg- ið á Snorrabrautinni. Móðir mín lést árið 1981 og versl- unin hætti nokkrum árum síðar. Jóhanna vann þar fram á síðasta dag og hafði þá verið hjá okkur í 34 ár. Ég kom oft til Jóhönnu á Laugaveginn og Skúlagötuna og heimsótti hana á Skjól, síðast rétt áður en hún dó. Þá var hún mikið veik, en áttaði sig samt á því hver ég var og sagði þá „Vertu himnesk" sem var hennar besta gæluorð. Það gladdi mig mikið að ná þessu hinsta sambandi við hana. Það er sjónar- sviptir að persónuleikum eins og Jóhönnu og eitt er víst, við systkin- in munum ekki gleyma henni - hún á sinn sérstaka sess í hjörtum okk- ar. Vertu sæl, elsku Jóhanna, og vegni þér vel í nýjum heimkynnum. Sigríður Gyða Sigurðardóttir. t Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og virðingu við andlát og útför JÓNS EGILSSONAR útvarpsvirkjameistara, Kirkjuteigi 13. Sveinn Þ. Jónsson, Sigríður Stefansdóttir, Þorgeir Jónsson, Dröfn Björgvinsdóttir, Sigriður Jónsdóttir, Svavar Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur, samúð, vináttu og hlýjar kveðjur við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS EYDALS JÓNSSONAR frá Garðsstöðum, Áshamri 59, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður Valdórsdóttir, Borgþór Eydal Pálsson, Októvia Andersen, Guðrún Pálsdóttir, Reynir Arnarsson, Bjarney Pálsdóttir, ívar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.