Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 41 Merking raffanga Nýjar reglur kveða á um CE-merki DAGLEGA um- gangast flest okkar rafföng. Þegar við kveikjum ljósið á bað- herberginu, hellum upp á fyrsta kaffibolla dagsins, stimplum okkur inn í vinnuna, borum gat á vegginn og tanlæknirinn borar í tönnina. Rafmagns- tæki og sá búnaður sem þeim tilheyrir er allt í kring um okkur, flest okkar alla ársins daga. Reglur um ör- yggi þessa búnaðar, raffanga, eru settar til að auka öryggi við notkun hans. Skylda er að ganga þannig frá rafföngum að við eðlileg- ar aðstæður stafi ekki hætta af þeim. Framleiðendur raffanga þurfa því að hafa yfir að ráða nægi- legri fagþekkingu og að þekkja ör- yggisákvæði viðeigandi staðla. Að- Það eina sem ekki hefur verið reynt að fram- kvæma innan þessa markaðssvæðis, segir — Orn Guðmundsson, er tungumálið. eins þannig geta þeir uppfyllt ákvæði viðeigandi reglugerða og laga um öryggi vöru. CE-merking Með breytingu á reglugerð um raforkuvirki, sem tók gildi 1. janúar 1995 (nr. 674/1994), skal frá næstu áramótum vera CE-samræmis- merki á öllum rafföngum sem sett eru á markað hér á landi. Reglu- gerðarbreytingin er gerð með hlið- sjón af lágspennutilskipun Evrópu- sambandsins sem er hluti af við- auka samningsins um hið evrópska efnahags- svæði (EES). Reglur hér á landi um merk- ingu raffanga verða þannig hliðstæðar því sem gerist í öðrum ríkj- um innan EES. í reglu- gerð um rafsegulsviðssamhæfi (nr. 146/1994) er einnig kveðið á um að ákveðin rafföng skuli bera CE- merki með tilvísum í tilskipun Evr- ópusambandsins um sama efni. Með CE-merkingu raffangs er gefið til kynna að það uppfylli ör- yggisákvæði lágspennutilskipunar Evrópusambandsins og annarra viðeigandi tilskipana. Hafa ber í huga að CE-merkingar eru notaðar mun víðar en á rafföngum. T.d. á leikföng, hjálma og aðrar líkams- hlífar, einföld þrýstihylki og almenn lækningatæki. CE-merki á vöru er staðfesting framleiðanda hennar á að varan uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til hennar um öryggi, heilbrigði og umhverfisvernd í til- skipunum Evrópusambandsins. Akvæðið um CE-merkingu raf- fanga vegna lágspennutilskipunar- innar hefur verið í gildi hér á landi frá 1. janúar 1995, með bráða- birgðaákvæði um að rafföng þurfi ekki að bera merkið fyrr en frá og með 1. janúar 1997. Rafföng sem falla undir tilskipunina um rafsegul- sviðssamhæfi eiga að bera CE- merkið frá 1. janúar 1996. Samræmisyfirlýsing Til staðfestingar á CE-merki þarf framleiðandi raffangs að hafa metið samræmi þess við ákvæði viðeiganda tilskipana. Að loknu samræmismati lýsir framleiðandinn, með staðfestu innan EES, því yfir að kröfum um samræmi sé fullnægt og festir CE-merki á raffangið. I yfirlýsing- unni eru upplýsingar um nafn og póstfang framleiðandans, lýsing á vörunni (raffanginu) og tilvísun í staðla eða tækniákvæði sem við eiga. Að endingu kem- ur fram í yfirlýsingunni árið sem CE-merkið var sett á raffangið. CE-merki, sem sett er á raffang, og til- heyrandi samræmisyfirlýsing eru á ábyrgð framleiðanda innan EES. Merkið gefur til kynna að við fram- leiðslu vörunnar hafi verið stuðst við viðeigandi ákvæði um öryggi vöru og að sá sem gefur út yfirlýs- inguna ábyrgist að svo sé og geti stutt það með tæknigögnum. Tæknigögnin innihalda m.a. lýsingu raffangsins, hönnunarteikningar, skrá yfir staðla sem stuðst var við og á hvern hátt öryggisákvæðum þeirra var fullnægt. Frelsi eða höft? Mikið er rætt og skrifað nú á dögum um frelsi einstaklingsins. Á sama tíma hafa aldrei verið í gildi fleiri regiur um það sem snýr að daglegu lífi. Sameiginlegt markmið reglnanna er að tryggja frelsið svo sem kostur er og að stuðla að auknu öryggi því samfara. Með niðurfellingu landamæra og fjórfrelsinu svokallaða innan evr- ópska efnahagssvæðisins (hafta- lausan flutning vöru, fólks, þjón- ustu og fjármagns) hefur verið stig- ið stórt skref í opnun Evrópu. Með sameiginlegum reglum er reynt að tryggja fijálsa samkeppni innan svæðisins. Á þessu byggjast reglur um markaðssetningu raffanga og fleiri vöruflokka. Vara framleidd á ís- landi og sett á markað eftir framangreindum leikreglum er hæf til markaðssetningar hvar sem er innan EES. Því er ekki rétt að líta svo á að krafan um CE- merkingu vöru sé til að torvelda viðskipti heldur opnar hún innlend- um framleiðendum einn stærsta markað heimsins. Það eina sem enn hefur ekki verið rætt um að sam- ræma innan þessa markaðssvæðis er tungumálið. Rétt er að viðvaran- ir og leiðbeiningar er varða rétta og örugga notkun vöru séu á viðeig- andi tungumáli, þ.e. íslensku þegar vara er seld hér á landi. Markaðseftirlit Til að hindra að á markaði sé hættuleg vara er á vegum stjóm- valda stunduð markaðsgæsla. Hluti þeirrar gæslu er markaðseftirlit og er hlutverk þess að skoða þá vöru sem er á markaði og sinna ábend- ingum um vöru sem talin er vafi á að uppfylli settar kröfur. Markaðseftirlit með rafföngum hefur verið starfrækt í nokkur ár. Á þeim árum hafa farið fram víð- tækar skoðanir á markaði og sinnt hefur verið fjölda ábendinga sem hafa borist eftirlitinu. Ábendingum um rafföng, sem ekki eru talin ör- ugg eða rétt merkt, má að koma til Aðalskoðunar hf. sem annast markaðseftirlit raffanga hér á landi, en stjórnsýslan er í höndum Rafmagnseftirlits ríkisins. Höfundur er verkfræðingur bjá Aðalskoðun hf. Örn Guðmundsson Jafnrétti ÉG HEF oft velt því fyrir mér hvað jafnrétti sé í raun miðað við það sem heyrist frá kven- réttindakonum. Kvenaréttindakonur kvarta yfirleitt yfir því að karlar séu í meiri- hluta í stjórnunarstöð- um og öðrum áhrifa- stöðum í þjóðfélaginu, s.s. á þingi og í ríki- stjórn. Hver kannast ekki við talið um kvennaskort í ríkis- stjórn Davíð Oddsson- ar eða öðrum ábyrgða- stöðum er tengjast þingstörfum eða Sjálf- stæðisflokknum. Það má ekki orðið ráða karlmenn í stjórnunarstöðu eða aðrar ábyrgðastöðu án þess að einhvers staðar sé minnst á jafn- rétti kynjanna. En ég heyri aldrei minnst á jafnréttismál þegar ráðið er í stöður sem ekki krefjast spari- fatnaðar, s.s. vinnu í álveri, á bif- reiðaverkstæði, á hjólbarðaverk- stæði, á sjónum, við vegavinnu o.s.frv. Kvartanir nokkurra kvenna í þjóðfélaginu um kynjamisrétti heyrist nær eingöngu þegar verið er að velja fólk í störf þar sem kraf- ist er snyrtilegs fatnaðar. Fyrir nokkrum árum voru kvennalistakonur alfarið á móti byggingu nýs álvers. Ástæðan var meðal annars sú að slík verksmiðja bauð ekki upp á kvennastörf. Bera kvennalistakonur ekki heldur hag þjóðfélagsins fyrir bijósti? Eru þær eingöngu að hugsa um sig? Því vil ég ekki trúa og álít að þessi ummæi hafi stafað af vanhugsun. Því aukin störf í þjóðfélaginu hljóta að vera allra hagur, einnig kvenna. Því auk- in vinna, jafnvel þótt karlmaður vinni hana, eykur Qárstreymi í þjóðfélaginu og veitir hugsanlega konu starf einhvers^ staðar annar staðar. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna kvennalistakon- ur vilji ekki að konur vinni í álveri. Er það út af klæðnaðinum sem notaður er þar eða óhreinindunum á vinnustaðnurh? Ekki er það vegna þess að krafist sé líkamlegs styrks þar sem flest er unnið með vélum og tækjum. Hefði ekki verið nær í stað þess að vera móti álveri að beijast fýrir því að konur yrðu ráðnar í Sjaldan er talað um jafnrétti, segir Jón Arnar Siguijónsson, þegar um er að ræða störf sem ekki kreff ast sparifatnaðar. störfín jafnt og karlar þegar nýja álverið væri risið? Ég tel að ráða eigi í störf hvort sem um er að ræða stjórnunarstörf eða aðrar stöður út frá getu og hæfileikum þeirra sem gefa kost á sér en ekki út frá fáranlegum ástæðum, s.s. kynferði, húðlit eða hvað maður borðaði i hádeginu sl. þriðjudag. Hitt er svo aftur annað mál að Jón Arnar Sigurjónsson ' Afmælis- tilboð á BK kjúklingi í tilefni 2ja ára afmælis Boston kjúklings bjóðum við eftirfarandi dúndur kjúklingatilboð: Kjúklingabifinn á aðeins Grillaður kjúklingur m/stárum frönskum kr.- kr. Yfir 500 þúsund kjúklingabitar seldir < 2 árum. Tilboðið gildir frð 18.11 - 81.11 1996. /BKh KJÚKLINGUR Grensásvegl 5 • S: 588 8585 Essó Blönduósi OG SKINANDI DEMANTUR DIMMRAUÐURGRANAT GULLSMIÐJAN PYRIT-G15 SKOLAVÖRÐUSTlG 15 • SlMI 5511505 baráttan sem felst í sömu launum fyrir sömu vinnu, sem m.a. kven- réttindakonur hafa barist fyrir, á fullan rétt á sér. Hvað hefur áunnist í kvennabar- áttunni síðustu ár? Jú, fleiri konur hafa farið út á vinnumarkaðinn sem er í sjálfu sér gott mál. Fleiri dag- heimili hefur þurft að byggja til að taka við börnum hinna vinnandi foreldra. Er hugsanlega hægt að tengja saman minni tíma foreldra með börnum sínum við aukna of- beldishneigð barna og unglinga? Ég lít á það að ég hafi notið tölu- verðra forréttinda að móðir mín var heimavinnandi þegar ég var barn. Það var alltaf hægt að leita til henn- ar ef eitthvað bjátaði á sem jók öryggiskenndina. Hvað gerir barn sem getur ekki leitað til foreldra sinna á raunastund? Bítur það ekki á jaxlinn og geymir raunina innra með sér? Safnar þeim síðan upp í nokkur ár og fær síðan útrás síðar þegar mælirinn er fullur? Þótt mað- ur geti skilið ósk kvenna að komast út á vinnumarkaðinn má ekki skilja þannig við heimilið og börnin að ekki sé vissa fyrir því að þau séu í góðum höndum. Skipstjóri yfir- gæfi aldrei brúna án þess að fela það í hendur öðrum sem hann gæti fullkomlega treyst. Ef það er fram- tíðin að börn alist að stórum hluta upp á stofnunum verður að tryggja að slíkar stofnanir séu starft sínu vaxnar. Því annars fáum við ábyrgðarleysið í andlitið síðar, eins og við höfum orðið vör við úr frétt- um undanfarið. Ef þróunin verður í þessa átt munum við þurfa að fjölga sálfræðingum, félagsráðgjöf- um og læknum sem eru eflaust störf sem jafnréttiskonur gætu hugsað sér að starfa við. Allavega er kraf- ist snyrtilegs klæðnaðar í þeim störfum. Höfundur er tæknifræðingur og rekstrmfræðingur. Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi fyrir vélvædd vörugeymsluhús sem minni lagera. Innkeyrslurekkar sem rúllurekkar. Aðeins vönduð vara úr sænsku gæðastáli. Mjög gott verð. Bjóðum einnig sérhæfð lyftitæki. Leitið ráða við skipulagningu og byggingu lagerrýma. Þjonusta - þekking - raðgjöl. Aratuga reynsla. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SSrssanssr SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725 DISEfY) EN CSIAMICA T L n j' íe a! W 1? StórhtiRJa 17 vt8 CulUnbrú, síml 567 4*44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.