Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 53 I fc 1 ) I ) I ) I 1 i I i i í : í : ; 4 i i i i 4 i i i Frökkum tókst að verja Olympíu- titilinn í brids Vestur Norður Austur Suður LD ZY GG GL 1 lauf pass 1 tígull 3 spaðar dobl pass 4 lauf pass 4 hjörtu pass 5 lauf pass 5 tíglar pass 6 lauf pass pass dobl/ BRIDS R ð d o s ÓLYMPÍUMÓTIÐ Ólympíumótíð fór fram 19. októ- ber til 2. nóvember. Frakkland vann Ólympíumótið í opnum flokki og Bandarikin unnu í kvennaflokki. ÞAÐ veðjuðu ekki margir fyrirfram á að Frökkum tækist að veija Ólympíutitilinn í sveitakeppni á Ródos. Akkerispar Frakka í mörg ár, Paul Chemla og Michel Perron, var ekki í liðinu og þótt það væri skipað þekktum bridsatvinnumönn- um voru pörin ekki með langa sam- æfingu, utan þeir Alaín Levy og Herve Mouiel, sem einnig voru í sigurliðinu árið 1992. Hin pörin tvö voru Christian Mari og Marc Bompis, og Henri Szwarc og Frank Multon. Mari, sem er menntaður stærðfræðingur, er í hópi kunnustu spilara Frakka en Bompis var að spila í fyrsta sinn í frönsku landsliði. Szwarc hefur hins vegar verið fastamaður í frönskum Iandsliðum í 42 ár (!) og Multon hefur verið mjög sigursæll á evr- ópskum bridsmótum en þeir Szwarc byijuðu ekki að spila saman fyrr en skömmu fyrir Ólympíumótið. En þetta var mót Frakkanna. Þeir unnu sinn riðil í undankeppn- inni og í úrslitakeppninni byijuðu þeir á að vinna Rússa auðveldlega. Þeir lentu síðan í nokkrum vand- ræðum með Tævan í undanúrslitum en niðurstaða úrslitaleiksins gegn Indónesíu virtist aldrei í vafa. Sagntækni er ekki sterkasta hlið Indónesíumannanna en þeim gekk allt í haginn í leiknum gegn íslandi í 8 liða úrslitum mótsins. En þótt Frakkamir noti ekki flókin sagn- kerfi er sagntilfinning þeirra mjög næm og í 128 spila úrslitaleik komu yfirburðirnir í ljós. Þeir Levy og Mouiel voru senni- lega besta par Frakka í mótinu. Þeir stálu m.a. þessu geimi af Indó- nesunum: Norður ♦ D10765 ¥ D73 ♦ G6 *D87 Austur ♦ KG93 VG ♦ D9874 *ÁK4 Suður ♦ Á2 VÁK98 ♦ ÁK5 ♦ G965 Við annað borðið lentu Danny Sacul og Franky Karwur í ógöngum í sögnum og spiluðu 4 spaða í NS Vestur ♦ 84 ♦ 106542 ♦ 1032 ♦ 1032 Morgunblaðið/Björn Eysteinsson KAMPAKÁTIR Frakkar á verðlaunapalli. Frá vinstri eru Jean Claude Beineix varaformaður skipulagsnefndar mótsins, Alaín Levy, óþekktur, Henri Szwarc, Franc Multon, Christian Mari, Marc Bompis, Herve Mouiel, Jean-Louis Stoppa fyrirliði, Pierre Schemeil ráðgjafi liðsins og Jose Daminani forseti Alþjóðabridssambandsins. Eftir að norður hafði opnað á sterku laufi og suður afmeldað setti hindrunarsögn vesturs allt úr skorð- um. Norður doblaði til úttektar en afgangur sagna er illskiljanlegur enda doblaði Greenberg lokasamn- inginn og uppskar 800 og 12 impa. Guðm. Sv. Hermannsson BANDARÍSKU Ólympíumeistararnir í kvennaflokki. Frá vinsti eru Juanita Chambers, Lynn Deas, Shawn Quinn, Irina Levitina, Jill Blanchard og Gail Greenberg. sem fóru 2 niður, 200 til Frakka. Við hitt borðið komust Lévy og Mouiel 3 grönd í suður, sem virtist raunar ekki vera gæfulegur samn- ingur heldur. Tígull er besta útspilið en Henky Lasut spilaði þess í stað út hjarta sem Mouiel drap heima. Hann spil- aði laufi á drottningu og ás og nú var Eddy Manoppo í vandræðum með útspil. Hann valdi loks tígul, en Mouiel hleypti heim á gosann. Hann spilaði laufi og svínaði níunni þegar vestur gaf. Austur fékk á tíuna og skipti í spaða. En það drap Mouiel á ás og spilaði hjarta- níunni og svínaði. Þegar hún hélt átti sagnhafi 9 slagi með því að fría laufið. 600 til Frakka og 13 impar. Bandaríkin unnu kvennaflokk I kvennaflokki var sigur banda- rísku kvennanna aldrei í hættu og þær unnu Kínveija í úrslitaleiknum með yfirburðum. Það kom nokkuð á óvart því þær kínversku höfðu áður valtað yfir bæði ísrael og Kanada í úrslitakeppninni. Bandaríska liðið var skipað þekktum spilakonum sem flestar eru atvinnumenn í íþróttinni. Sú þekktasta er sjálfsagt Gail Green- berg (hét áður Gail Moss), sem hefur tvívegis áður orðið Ólympíu- meistari kvenna og hefur einnig tvívegis orðið heimsmeistari kvenna. Dóttir hennar, Jill Blanch- ard, var einnig í liðinu, og Lynn Deas, sem þrívegis hefur unnið heimsmeistaramót kvenna og Juan- ita Chambers sem sömuleiðis skart- ar nokkrum heimsmeistaratitlum. Þá eru ótaldir tveir nýliðar, Shawn Quinn og Irina Levitina. Levitina er rússnesk að uppruna og keppti áður með kvennalandsliði Sovétríkjanna í skák. Þetta var hennar fyrsta heimsmeistaramót í brids og að vonum þótti henni sem hún væri að upplifa ameríska drauminn. Eins og áður sagði sáu kínversku stúlkurnar aldrei til sólar og þetta spil er gott dæmi um hvernig leikur- inn þróaðist: Norður gefur, enginn á hættu Norður ♦ 1043 ¥ KDG7 ♦ ÁD6 ♦ ÁK7 Vestur ♦ ÁKDG985 ¥53 ♦ 972 ♦ 3 Austur ♦ 7 ¥ 108642 ♦ KG3 ♦ DG102 Suður ♦ 62 ¥ Á9 ♦ 10854 + 98654 Við annað borðið opnaði Chamb- ers í norður á 1 laufi og Quinn í suður stökk í 3 lauf til hindrunar. Wang Wen Fei í vestur sagði 3 spaða og fékk að spila þá. Þegar tígullinn gaf sagnhafa tvo slagi vannst þessi bútur siétt og Kína fékk 140. Við hitt borðið sátu Zhang Yalan og Gu Ling NS og Deas og Green- berg AV: BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Föstudagsbrids BSÍ Föstudaginn 15. nóvember var spil- aður eins kvölds tölvureiknaður Monrad-barómeter með þátttöku 30 para. Bestum árangri náðu: Eðvarð Hallgrímsson - Magnús Sverrisson +104 Dúa Ólafsdóttir - Þórir Leifsson +91 Sturla Snæbjömsson - Cecil Haraldsson +63 EggertBergsson-BaldurBjartmarsson +46 Vilhj. Sigurðsson yugri - Daníel M. Sigurðsson +33 Að tvímenningnum loknum byrj- aði miðnætur útsláttarsveitakeppni. 9 sveitir tóku þátt. Til úrslita spil- uðu sveitir Jökuls Kristjánssonar og Hrafnhildar Skúladóttur. Sveit Jökuls vann með 22 impum gegn 10. Auk Jökuis spiluðu Jón Arna- son, Björn Arnarson og Hermann Friðriksson og með Hrafnhildi spil- uðu: Jörundur Þórðarson, Eyþór Hauksson og Helgi Samúelson. Föstudagsbrids BSÍ er spilaður öll föstudagskvöld. Spilaðir eru eins kvölds tölvureiknaður tvímenningar með forgefnum spilum. Eftir að tví- menningnum lýkur er boðið upp á miðnætur útsláttarsveitakeppni fyrir þá sem hafa áhuga á að bæta nokkr- um spilum við sig áður en heim er haldið. Tvímenningurinn byijar kl. 19 og sveitakeppnin laust fyrir 11. Bridsfélag Hafnarfjarðar A Hansen aðaltvímenningur fé- lagsins kláraðist mánudaginn 18. nóvember. Sigurvegarar voru Dröfn Guðmundsdóttir og Ásgeir Ás- björnsson eftir harða baráttu við Jón Hjaltason og Gylfa Baldursson sem höfðu leitt mótið frá fyrsta kvöldi. Lokastaðan varð þessi: Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjörnsson 182 Jón Hjaltason - Gylfi Baldursson 156 Halldór Þórólfsson/Hulda Hjálmarsdóttir -AndrésÞórarinsson 134 Friþjófur Einarss. - Guðbrandur Sigubergss. 115 Sigurður Siguijónsson - Jón Páll Siguijónsson 108 ÁmiÞorvaldsson-SævarMagnússon 85 Hæstu skor kvöldsins náðu: Sigurður Siguijónsson - Jón Páll Sigiiijónsson 143 Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjörnsson 80 Friðþjófur Einarss. - Guðbrandur Siprbergss. 69 Næsta keppni félagsins er Aðal- sveitakeppnin. Hún byijar mánu- daginn 25. nóvember. Þeir sem hafa áhuga á að mæta geta haft samband við Ásgeir Ásbjörnsson eða Erlu Siguijónsdóttur og munu þau hjálpa til við sveitamyndun ef spilarar eiga í vandræðum með hana. Þeir sem þegar hafa myndað sveitir geta tilkynnt þær til ofan- greindra eða mætt fyrsta spila- kvöldið. Spilamennska fer fram í félagsálmu Haukahússins með inn- keyrslu frá Flatahrauni. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Eftir 18 umferðir í Butler Tví- menning er staða efstu para eftir- farandi: EðvatðHallgrimsson-MapúsSverrisson 114 Sigurður Ámundason - Jón Þór Karlsson 62 Guðm. Guðmundsson - Gísli Sveinsson 62 Friðjón Magnússon - V aldimar Sveinsson 61 Friðgerður Friðgeirsd. - Friðgerður Benediktsd. 56 Bestu skor þ. 18. nóv. sl.: SigurðurÁmundas.-JónÞórKarlsson 57 Guðm. Guðmundss. - Gísli Sveinsson 54 AldaHansen-Júlíanalsebam 48 Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 45 Bridsfélag Suðurnesja Minningarmótið um Guðmund Ingólfsson hófst sl. mánudag með þátttöku 18 para. Karl Hermanns- son og Arnór Ragnarsson byijuðu best, hlutu 49 stig yfir meðalskor í fyrstu fjórum umferðunum. Næstu pör: Gísli R. ísleifss. - Hafsteinn Ögmundss. 44 Eyþór Jónsson - Bjöm Dúason 36 RandverRagnarsson-GuðjónJenssen 30 Sigurður Davíðsson - Þorvaldur Finnsson 20 Næstu fjórar umferðir verða spil- aðar á mánudaginn kemur. Keppnisstjóri er ísleifur Gíslason. • aSCOm Hasler • Frímerkjavél framtíðarinnar • Stílhrein, falleg hönnun • Svissnesk tækni og nákvæmni KYNNING f APÓTEKIGARÐABÆJAR ídag kl.14-18 MIKILL AFSLÁTTUR 2 fyrir 1 í krem- og hreinsilínunni Vandamálalausnir: Slæm húð - bólur - baugar - augnpokar - hrukkur - glansandi húð - varaliturinn helst illa á - rauð húð. Við ráðleggjum og lögum það sem hægt er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.