Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 2
FRETTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996
MORÓUNBLAÐIÐ
Ketilsig við
suðaustur-
enda Bárð-
arbungu
KETILSIG hefur orðið í Vatnajökli
á suðausturhorni Bárðarbungu, um
6-7 kílómetra norðan við gos-
sprunguna. Að sögn Magnúsar
Tuma Guðmundssonar jarðeðlis-
fræðings er ekki ljóst hvenær sigið
myndaðist en skýringin er annað-
hvort að þar sé jarðhiti eða að lítið
gos hafi orðið á svæðinu á sama
tíma og stærra gosið varð norðan
við Grímsvötn. „Þetta eru grunnar
dældir sem ekki sjást auðveldlega.
Vísbendingar höfðu sést um þær á
gervitunglamyndum og í framhaldi
af því flugum við yfir svæðið og
könnuðum það nákvæmlega."
Magnús segir að hugsanlega sé
komin skýringin á óvenjulegri efna-
samsetningu Jökulsár á Fjöllum
meðan á gosinu stóð, en ef vatn
hefur runnið frá siginu hefur það
farið í ána.
Enn bráðnar ís á gosstöðvunum
norðan við Grímsvötn og eru þau
nú um 24 metrum hærri en við lok
Skeiðarárhlaups. Magnús segir að
næsta hlaup komi mjög líklega inn-
an árs, og jafnvel eftir aðeins
nokkra mánuði.
♦ ♦ ♦-----
Aðgerðir franskra
vörubílstjóra
Engin áhrif
hjá Eimskipi
og Samskipum
EIMSKIP og Samskip hafa ekki
lent í neinum erfiðleikum í Frakk-
landi vegna aðgerða um tlu þúsund
vöruflutningabílstjóra þar í landi
sem hindrað hafa flutninga við tugi
borga og bæja undanfama níu
daga.
Með aðgerðunum vilja frönsku
bílstjórarnir leggja áherslu á kröfur
um lækkun eftirlaunaaldurs úr 60
árum í 55, hækkun launa og breyt-
ingar á vinnutíma.
Samkvæmt upplýsingum utan-
landsdeildar Eimskips höfðu engar
fregnir borist þangað um erfiðleika
vegna aðgerða frönsku bílstjór-
anna. Eimskip flytur vöru, þar á
meðal frosinn fisk, til Rotterdam
og þaðan er honum ekið til Frakk-
lands og fer hann mest til Boulogne
sur Mer.
Fer mest með lestum
Hjá Samskipum fengust svipaðar
upplýsingar síðdegis í gær. Þar
varð Ólafur Matthíasson sölufulltrúi
fyrir svörum og sagði hann starfs-
menn ekkert hafa orðið vara við
erfíðleika. Hann sagði að Samskip
notuðu vissulega vöruflutningabíla
til að aka vöru um Frakkland, en
algengara væri þó að nota lestir.
Þannig væm frystigámar með fiski
t.d. fluttir með lestum.
BYKO ( lyiÐiÐ
i 1 ^ ^ Af»U *'
\*kM ú
MEÐ blaðinu í dag fylgir fjög-
urra síðna auglýsingablað frá
BYKO.
Tillaga að stefnumótun um málefni hæfileikaríkra barna
„Fagleg og pólitísk
umræða mikilvæg“
TILLAGA að stefnumótun um
málefni hæfileikaríkra barna var
lögð fram á fundi fræðsluráðs
Reykjavíkur 4. nóvember síðastlið-
inn. Þar er hvatt til þess að
fræðslustjóra verði falið að gera
áætlun um hvernig koma megi til
móts við þarfir barna með sérstaka
hæfíleika á einhveiju sviði.
Umræðu um tillöguna var frest-
að sökum tímaskorts en til stendur
að taka hana til umfjöllunar á
fundi fræðsluráðs næstkomandi
mánudag. Að sögn Huldu Ólafs-
dóttur, fulltrúa Reykjavíkurlistans
í fræðsluráði, sem lagði tillöguna
fram, staðfesta niðurstöður ný-
birtrar fjölþjóðlegrar rannsóknar á
stöðu grunnskólanemenda í stærð-
fræði og náttúrufræðigreinum
þörfina á að skoða aðstöðu þess-
ara barna sérstaklega.
Fræðslustjóra
verði falið að
gera áætlun
um úrbætur
„Það sem er mikilvægast nú er
að koma af stað faglegri og póli-
tískri umræðu um málið og fá
fræðslustjóra til að skilgreina
hvaða nemendur myndu falla und-
ir þetta. Þegar sú skilgreining er
komin á hreint getum við séð um
hversu stóran hóp er að ræða.
Maður hefur heyrt tölur allt frá 5
og upp í 15 prósent af heildinni.
Þegar við höfum fengið faglegt
mat á stærðargráðunni og hug-
myndir um úrbætur og lausnir,
þá er komið að því að taka póli-
tíska ákvörðun. Það er mjög mikil-
vægt að yfírvöld skólamála,
menntamálaráðuneyti og sveitar-
stjórnir móti stefnu í þessum mál-
um,“ segir Hulda.
Hugsunarháttur
meðalmennskunnar
í greinargerð með tillögunni er
talað um þær auknu kröfur sem
nú eru gerðar um bætta menntun
og meiri árangur í vísinda- og rann-
sóknastarfsemi og að því hljóti það
að vera hverri þjóð metnaðarmál
að nýta sem best hugvit, hæfíleika
og sköpunargáfu ungu kynslóðar-
innar. „Því að ef við komumst ekki
upp úr hugsunarhætti meðal-
mennskunnar þá tekst okkur ekki
að fóstra upp hæfileikaríkt fólk,“
segir Hulda að lokum.
Skeiðarár-
sandur opn-
aður í dag
FRAMKVÆMDUM við bráða-
birgðaviðgerð á veginum yfir
Skeiðarársand er að ljúka og
verður sandurinn opnaður um-
ferð í dag. Uppbygging vega
og brúa hefur gengið hraðar
fyrir sig en reiknað var með í
upphafi, en þijár vikur eru síðan
hlaup úr Grímsvötnum eyði-
lagði veginn.
í gær voru vegagerðarmenn
að ljúka við vegarslóðann við
Gígju og klára að setja upp
umferðarskilti. Áætlað var í
upphafi að bráðabirgðaviðgerð
myndi kosta um 200 milljónir
króna. Reynir Gunnarsson,
verkstjóri hjá Vegagerðinni á
Höfn, sagði að kostnaður við
framkvæmdimar hefði ekki
verið reiknaður út en líklegt
væri að upphafleg kostnaðar-
áætlun stæðist. Hann sagði að
áfram yrði unnið við endurbæt-
ur á vamargörðum, en nauð-
synlegt væri að gera ráðstafan-
ir til að veija mannvirkin ef
nýtt hlaup kæmi úr Grímsvötn-
um.
Vindhviða feykti vöruflutningabíl á hliðina undir Hafnarfjalli í gær
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
VÖRUFLUTNINGABÍ LLINN hafnaði þvert á þjóðveginum skammt norður frá Hafnará undir Hafnarfjalli í gærdag.
„Klár á því að bílbelt
in björguðu okkur“
STERK vindhviða feykti vöru-
flutningabíl með tengivagni frá
Siglufjarðarleið á hliðina á þjóð-
veginum undir Hafnarfjalli,
skammt norðan við Hafnará,
um kl. 15 í gærdag. „Ég er klár
á því að bílbeltin björguðu okk-
ur,“ sagði Ásmundur Einarsson
bílstjóri en hann og farþegi
hans sluppu heilir úr óhappinu.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reghmnar í Borgarnesi mældist
stöðugur vindur á slysstað 8
vindstig. Ásmundur sagði að af
því mætti álykta að vindhviðan
hefði verið minnst 12 vindstig.
Ásmundur sagði að vindur
hefði ekki verið tiltakanlega
mikill, allt þar til vindhviðan
skall á bílinn. Við höggið hefði
tengivagninn fokið út af vegin-
um og líklega dregið bilinn nið-
ur með sér sem lenti með mikl-
um þunga á þjóðveginn.
„Framrúðan fór heil úr og allt
lauslegt hentist út. Þannig hefði
líklega farið fyrir okkur, ef við
hefðum ekki verið í beltum,“
sagði Ásmundur. Hann kveðst
alltaf nota belti og telur hann
að notkun bílbelta hafi aukist
verulega meðal bílstjóra flutn-
ingabíla undanfarin tvö ár.
Vegurinn lokaðist í 5 tíma
Nokkur umferð var um veg-
inn þegar óhappið varð og
kvaðst Ásmundur hafa óttast
mest að lenda framan á aðvíf-
andi bílum úr gagnstæðri átt.
Bíllinn stöðvaðist þvert á þjóð-
veginum og af þeim sökum lok-
aðist vegurinn fyrir umferð
langferðabíla og flutningabíla í
rúma fimm tíma en ekki tókst
að fjarlægja vöruflutningabíl-
inn af slysstað fyrr en klukkan
rúmlega átta í gærkvöldi.
Nokkrir stórir bílar urðu af
þessum sökum að bíða þar til
vegurinn opnaðist. Fólksbílar
komust á hinn bóginn leiðar
sinnar með aðstoð lögreglunnar
sem stýrði umferð á staðnum.
Viðræður um norsk-íslenzka síldarstofninn
ESB krefst
um 200.000
tonna kvóta
EVRÓPU S AMB ANDIÐ krafðist
um 200.000 tonna kvóta úr norsk-
íslenzka síldarstofninum á fundi
ESB og fjögurra strandríkja í
London í síðustu viku, samkvæmt
upglýsingum Morgunblaðsins.
Áætlaður síldarafli í ár er um
1,3 milljónir tonna. Þar af hafa
strandríkin ísland, Noregur, Rúss-
land og Færeyjar, veitt tæplega
1,1 milljón og ESB um 200.000
tonn, en sambandið tók sér ein-
hliða 150.000 t kvóta. Vísinda-
menn telja hins vegar svigrúm til
að auka heildarveiðina næstu tvö
árin, e.t.v. upp í um 1,5 milljónir
tonna, samkvæmt upplýsingum
Að sögn norsku NTfí-fréttastof-
unnar hefur aðalsamningamaður
Noregs í síldarviðræðunum, Dag
Erling Stai, staðfest að ESB hafi
krafizt ' 15% heildarkvótans.
Strandríkin telja sambandinu hins
vegar bera í allra mesta lagi um
2% af heildarkvótanum og vísuðu
þau kröfum ESB algerlega á bug.
NTB greinir jafnframt frá því
að Noregur og Rússland hafi sam-
mælzt um að ákveða eigin síldar-
kvóta, leiði viðræður við ísland,
Færeyjar og ESB ekki fljótlega til
niðurstöðu. Næsti fundur ríkjanna
um síldarstofninn er boðaður í
Ósló 12.-13. desember næstkom-
andí. Síldarvertíð Norðmanna og
Rússa hefst hins vegar 2. janúar.