Morgunblaðið - 27.11.1996, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HERTRUKKAR fluttu vængina frá Sauðanesi í Fljótshlíðina. Reynt verður að flytja flugvélarskrokkinn yfir Kjöl næsta sumar.
Fj árhúsi aftur
breytt í fiugvél
í TÆPLEGA 30 ár hefur flug-
vél af gerðinni Douglas DC-3
staðið óhreyfð á flugvellinum
við Sauðanes norðan við Þórs-
höfn. I lendingu í sinni síðustu
flugferð rak hún annan væng-
inn í flugbrautina sem leiddi til
þess að vængurinn og hjólabún-
aðurinn skemmdust. Nú hefur
Hermann Sigurðsson, flugmað-
ur hjá Landhelgisgæslunni,
ásamt fleirum ákveðið að flytja
vélina suður og gera hana upp.
Hermann sagði að af ýmsum
ástæðum hefði aldrei verið lokið
við að gera við flugvélina eftir
óhappið. Þegar útséð þótti um
að henni yrði flogið meir hefði
varnarliðið á Keflavíkurflug-
velli hirt varahluti úr henni og
síðar hefði Landhelgisgæslan
fengið að taka taka úr henni
varahluti, en vélin er af sömu
gerð og landgræsluvélin Páll
Sveinsson.
I mörg ár hafa kindur bónd-
ans á Sauðanesi leitað skjóls í
flugvélarflakinu í vondum veðr-
um. Á vorin notaði bóndinn flak-
ið sem skjól fyrir ærnar og
lömbin meðan ánum var enn
gefið úti. Hermann sagði að
Ágústi Guðröðarsyni, bónda á
Sauðanesi, væri umhugað um
að varðveita flugvélina og því
hefði það verið auðsótt mál af
hans hálfu þegar Hermann ósk-
aði eftir að fá vélina til varð-
veislu.
Douglas DC-3 voru á árum
áður með mest notuðu farþega-
vélum í heimi. Hér á landi voru
vélar af þessari gerð notaðar í
innanlandsflugi í fjölmörg ár
eða allt þangað til Fokkervél-
arnar voru teknar í notkun.
Sauðanesvélin er ein fjögurra
véla af þessari gerð sem til eru
hér á landi. Landhelgisgæslan
á eina, Flugleiðir aðra og varn-
arliðið þá þriðju.
Skrokkurinn fluttur
yfir Kjöl
Hermann sagði að ekki stæði
til að gera við flugvélina þannig
að hægt yrði að fljúga henni.
Megináherslan yrði lögð á að
koma ytri umbúnaði hennar í
upprunalegt horf. Vængir
vélarinnar eru núna í Fljótshlíð
en Hermann sagði ekki endan-
lega ákveðið hvar vélin yrði til
frambúðar. Sinn draumur væri
að koma henni fyrir á fallegu
svæði við hliðina á litlum flug-
turni. Svæðið yrði útbúið þannig
að minnti á gamlan tíma.
Hermann sagði að það væri
ekki auðvelt verk að flytja flug-
vélina frá Sauðanesi. í haust
voru vængirnir fluttir suður,
en þeir eru 12 metra langir.
Flugvélarskrokkurinn er 7,2
metrar á breidd og þess vegna
er ekki hægt að komast með
hann yfir býr á hringveginum.
Hermann sagði að áformað
hefði verið að flytja vélina yfir
hálendið, en hætt hefði verið
við það í haust vegna hættu á
hlaupi úr Vatnajökli. Stefnt
væri að því að flytja vélina
næsta sumar.
Hertrukkar úr
Persaflóastríðinu
Vængirnir voru fluttir á
tveimur hertrukkum, sem Her-
mann og tengdafaðir hans,
Gestur Bjarnason, og Sigurgeir
Sigurðsson flugmaður keyptu
af varnarliðinu, en þeir standa
einnig saman að viðgerð á
Sauðanesvélinni. Trukkarnir
voru á sínum tíma notaðir í
Persaflóastríðinu. Eftir stríðið
voru þeir fluttir til Þýskalands
og síðan til ísiands.
Hermann sagði að hertrukk-
ar af þessari gerð hefðu á sinum
tíma verið notaðir í mörg ár til
flutninga yfir Skeiðarársand
áður en sandurinn var brúaður.
Hermann sagðist hafa keypt
trukkana í þeim tilgangi að
varðveita þá enda ættu þeir sér
merkilega sögu, ekki síst fyrir
Island. Hermann sagðist ekki
eiga von á að nota þá í vega-
gerð. Kunningi sinn hefði hins
vegar fengið þá lánaða við gerð
myndbands við lag með hinni
vinsælu hljómsveit Blur.
Góð tíð
eftir jól
sam-
kvæmt
garnaspá
Hnausum í Meðallandi. Morgnnblaðið.
FYRSTA vetrardag sagði helsti
gamaspámaður hér í Skaftár-
hreppi fyrir um vetrarveðrátt-
una. Sagði hann að harðindi og
snjókoma byijuðu með vetri og
næði sú veðrátta til jóla. Yrði
góð tíð eftir jólin og þegar liðið
yrði á góu gerði vonda veðráttu
en með einmánuði batnaði. Þó
gerði stutta harðindakafla og
ekki var frítt við að vorkuldi
legðist í spámanninn.
Þannig hljóðaði sá spádómur
og vomm við ellefu sem fylgd-
ust með athöfninni þar af tveir
þjóðfræðingar. Þeim bauð spá-
maður heim ásamt tveimur
helstu aðstoðarmönnum sínum
og fréttaritara. Skyldi hver taka
koníaksstaup fyrir kaffíð og
skola niður spádómnum. Þar fór
í verra því annar þjóðfræðing-
anna hafði ekki náð því að heyj-
ast slíka drykki. Fór að lokum
niður úr staupinu fyrir slysni?
Daginn eftir í góðu veðri fór
fréttaritari út að aka á sumar-
dekkjunum. Lenti í ótíðinni og
út af í hálku á vafasömum stað.
Frestaðist því að birta spádóm-
inn og hefur heyrst að „sumir“
hefðu mátt taka meira mark á
honum.
Hafnarfjarðarbær
Batnandi staða
bæjarsjóðs
í bráðabirgðauppgjöri bæjarsjóðs
Hafnarfjarðar fyrstu níu mánuði árs-
ins kemur fram að rekstrargjöld sem
hlutfall af skatttekjum er nú um 62%
en undanfarin ár hefur hlutfallið ver-
ið um 90%. Jafnframt kemur þar fram
að verulega hefur miðað í niður-
greiðslu langtímalána og vaxtakostn-
aður er mun lægri en ráð var fyrir
gert í fjárhagsáætlun fyrir árið 1996.
Ingvar Viktorsson bæjarstjóri
þakkar árangurinn góðri samvinnu
við starfsfólk og forstöðumenn stofn-
ana við gerð fjárhagsáætlunar.
„Markmiðið var að ná niður rekstri
og greiða skuldir án þess að taka ný
lán og það virðist ætla að takast.
Athyglisvert er að við höfum náð
þessari hagræðingu án þess að skerða
þjónustu við bæjarbúa," segir Ingvar.
Flugráð er mjög harðort í ályktun sinni um fjárveitingar til flugmálaáætlunar
Hraðahíndranír á
Reykjavíkurflugvelli
Morgunblaðið/RAX
AÐ SÖGN Flugráðs reyna flugmenn að forðast „hraðahindran-
ir“ á Reykjavíkurflugvelli þegar þeir fara um völlinn.
í ÁLYKTUN Flugráðs vegna niður-
skurðar á fjárveitingum til flug-
málaáætlunar segir að við vissar veð-
urfarslegar aðstæður, sem ekki séu
óalgengar hér á landi, geti skapast
hætta á flugvellinum vegna vatns-
polla sem safnast fyrir á flugvellin-
um. Vegna missigs hafí skapast
hraðahindranir á flugbrautunum.
Tilefni ályktunar Flugráðs er að
í frumvarpi til fjárlaga er gert ráð
fyrir að framkvæmdafé Flugmála-
stjórnar verði skorið niður í 250
milljónir, en í flugmálaáætlun, sem
samþykkt hefur verið á Alþingi, er
gert ráð fyrir 388 milljónum í fram-
kvæmdir á næsta ári.
„Af eðlilegum ástæðum hafa
hvorki flugrekendur né flugmálayf-
irvöld verið reiðubúin að lýsa ná-
kvæmlega hversu slæmt ástandið
er til að skapa ekki hræðslu við
notkun flugvallarins. Staðreyndin er
sú að við vissar veðurfarslegar að-
stæður, sem eru ekki óalgengar hér
eða þegar vatnsveður eru, getur
skapast hætta á flugvellinum vegna
vatnspolla sem safnast fyrir á flug-
brautum þar sem vatnshalli til af-
vötnunar er enginn (sbr. skýrslu
Almennu verkfræðistofunnar í mars
1995). Á nokkrum stöðum á flug-
brautum eru hreinlega orðnar til
hraðahindranir vegna missigs, sér-
staklega á brautarmótum N-S og
A-V flugbrauta. Þessar ójöfnur gera
það að verkum að flugmenn sem
þekkja brautirnar reyna að forðast
þessa staði á flugbrautunum sem
þýðir að verið er að víkja frá stöðluð-
um vinnubrögðum sem geta boðið
hættu heim.
Það er skoðun Flugráðs að grípa
þurfí til takmarkana á umferð um
flugvöllinn verði ekki þegar hafíst
handa um endurbyggingu."
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra sagðist gera sér grein fyrir að
ástand Reykjavíkurflugvallar væri
slæmt og ekki væri hægt að bíða
lengi með að hefja endurbætur. Nú
væri unnið af krafti við að gera nauð-
synlegar rannsóknir sem þyrftu að
liggja fyrir áður en framkvæmdir
hæfust. Ekki væri hægt að taka
ákvörðun um hvenær framkvæmdir
gætu hafíst fyrr en niðurstaða þess-
ara rannsókna lægju fyrir.
Óhapp varð síðast árið 1986
Jóhann Jónsson, framkvæmda-
stjóri flugvallarsviðs Flugmálastjóm-
ar, sagði að ekki hefðu verið mótaðar
neinar nýjar varúðarreglur vegna
ástands Reykjavíkurflugvallar. Gerð-
ar væru reglulegar bremsumælingar
á vellinum og umferð hagað um völl-
inn m.a. í samræmi við niðurstöður
þeirra. Hann sagði að ekki hefði orð-
ið óhapp á flugvellinum síðan árið
1986 þegar Fokkerflugvél, sem hætti
við flugtak, rann út af brautinni og
endaði á Suðurgötu. Ástæðan var
talin sú að bremsuskilyrði voru slæm
vegna bleytu á flugbrautinni.
Jóhann sagði að ástandið væri
verst á austur-vestur brautinni, sem
liggur frá Öskjuhlíð að Suðurgötu.
Hún væri fremst í framkvæmdaröð-
inni. Ef ákvörðun yrði tekin um að
veita fjármagn í endurbætur á flug-
vellinum ætti að vera hægt að hefja
endurbætur á henni næsta sumar.
Áætlaður kostnaður við lagfæringar
á brautinni er um 300 milljónir króna.
I
§
l
t
L
i
í
C
I
<
(
$