Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís ROK og rigning var í Reykjavík og voru það mikil viðbrigði fyrir höfuðborgarbúa. Tveir langir kuldakaflar í óvenju hörðum mánuði Frostið í nóvember mæld- ist mest tæp þrjátíu stig NÓVEMBER hefur verið óvenju frostharður hér á landi en frost mældist mest tæp 30 stig fyrir helgi við Mývatn. I Reykjavík var frost að meðaltali um 2,8 stig sem er um þremur stigum kald- ara en vanalega á þessum árs- tíma, að sögn Eiríks Sigurðar- sonar veðurfræðings á Veður- stofu íslands. Horfur eru á að veðrabrigði séu í lofti en næstu daga verður umhleypingasamt og hiti nálægt frostmarki fram á laugardag. Veðurfar í nóvember hefur ein- kennst af tveimur kuldaskeiðum, öðru sem hófst í lok október og stóð í 14 daga, þá voru hlýindi í þijá daga en síðan kom annar kuldakafli sem stóð í tólf daga. Eiríkur segir kuldann hafa verið mestan á Norðausturlandi og inni á hálendinu. „í nýrri veðurathugunarstöð á Mývatni mældist tæplega 30 stiga frost og í Möðrudal á Fjöllum var frostið um 26,9 stig sem er met frá árinu 1973.“ Urkoma hefur verið með minnsta móti í nóvem- ber að sögn Eiríks. „Éljagangur var að vísu um tíma í útsveitum fyrir norðan en þurrt var inn til landsins og mjög bjart. Nokkrum sinnum varð ekki vart úrkomu á neinni veðurskeytastöð á land- inu.“ Samningur kirkna Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Bretlands Gagukvæm virðing fyrir helgisiðum og sakramentum BISKUP íslands sækir guðsþjónustu í Westminster Abbey í London á morgun, fimmtu- dag, þar sem jafn- framt er ritað undir samkomulag lút- ersku kirknanna á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjun- um og ensku bisk- upakirkjunnar. Samkomuiagið kveður á um gagn- kvæma virðingu fyrir vígslum, helgi- siðum og sakra- mentum kirknanna. Elísabet II Breta- drottning og Filippus prins sitja messuna. Hr. Ólafur Skúlason, biskup íslands, sagði að samningur kirknanna í þessum löndum yrði nú í raun undirritaður í þriðja og síðasta skipti, því áður hefði hann verið undirritaður í Þránd- heimi í Noregi og í Tallin í Eist- landi. „Til messu í Westminster Abbey koma höfuðbiskupar landanna, erkibiskuparnir í Eng- landi, Wales, Norður-írlandi og Skotlandi. Þá verður einnig hald- in mikil veisla,“ sagði biskup í samtali við Morgunblaðið. „Samningur kirknanna kveður á um aukið samstarf og er jafn- framt staðfesting á umburðar- lyndi. Nú er litið til þess sem sameinar kirkjurnar, en ekki þess sem aðskilur, eins og ólíkir helgisiðir." Biskup sagði að danska kirkj- an ætti ekki aðild að samningnum, en fulltrúar hennar hefðu setið alla fundi um málið og hann ætti von á virkri þátttöku Dana fyrr en síðar. Danska þingið þyrfti hins vegar að samþykkja slíkt og það væri því ytri rammi sem gerði dönsku kirkjunni erfiðara fyrir en öðr- um norrænum kii'kj- um. Embættisgengi presta virt Eitt af því sem samningurinn tryggir er að enska biskupakirkj- an viðurkennir vígslu biskupa norrænu landanna og biskupa Eystrasaltsianda. „Enska bisk- upakirkjan hefur viðurkennt vígslu sænsku og finnsku bisk- upanna, þar sem vígsluröð þeirra er óslitin og hana má rekja allt aftur til Páls postula í Róm,“ sagði Ólafur Skúlason. „Þá hefur samningurinn í för með sér að embættisgengi presta er virt jafnt alls staðar. Islenskur prest- ur gæti því sótt um brauð í Eng- landi.“ Biskup sagði að fyrir íslenskan leikmann þýddi samningurinn meðal annars, að íslendingur gæti orðið viðurkenndur fulltrúi í enskum söfnuði án nokkurra fyrirvara, líkt og gilt hefði milli Norðurlanda. Á sama hátt yrði Englendingur boðinn velkominn í íslenska söfnuði. Hr. Ólafur Skúlason biskup. Framsóknarflokkurinn og hugmyndir um endurskoðun fiskveiðistjórnunar Umræðan á fullt skríð iiinaii flokksins Hjálmar Siv Guðni Árnason Friðleifsdóttir Ágústsson UMRÆÐUR um hugsanlega end- urskoðun á ýmsum þáttum gildandi fískveiðistjórnunarkerfis eru nú komnar í fullan gang innan Fram- sóknarflokksins, að mati þriggja þingmanna flokksins sem Morgun- blaðið ræddi við. Nýjar hugmyndir í þessa veru, sem fram komu í setningarræðu Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins á flokksþingi framsóknarmanna sl. föstudag, auk umræðna á flokksþinginu og þeirra niðurstaðna sem það náði sam- komulagi um í ályktun sinni um sjávarútvegsmál, eru sagðar til marks um þetta. Formaðurinn gaf upp boltann „Það sem mér finnst standa upp úr,“ segir Hjálmar Árnason alþing- ismaður, „er að flokksþingið ákvað að fara út í þessa umræðu, þótt það væri vitað að hún yrði erfið. Formaðurinn gaf upp boltann, og síðan leiddu menn saman hesta sína - mjög ólíka - og það náðist alveg sameiginleg niðurstaða." Hana segir Hjálmar ekki hægt að túlka nema á einn veg: „í fyrsta lagi að flokksþingið hafnar auð- lindaskatti að óbreyttu, enda ekki svigrúm til þess [að leggja hann á]. En flokkurinn vill ekki útiloka neitt. Ég tel að flokksþingið sé að segja, að í fyllingu tímans, þegar greinin hefur jafnað sig, skuli skoða með hvaða hætti við nálg- umst þann ágóða sem greinin von- andi fer að skila á næstu misser- um,“ segir Hjálmar Árnason. Siv Friðleifsdóttir segist túlka setningarræðu Halldórs þannig, að hann sé „að opna á gjörsamlega nýjar hugmyndir," og á þar við orð formannsins um að verð á kvótan- um sé of hátt og að hann vilji skoða þann möguleika að setja þá aukn- ingu sem kann að verða á úthlutun aflaheimilda á markað í þeim til- gangi að reyna að lækka verð heimildanna. „Sumir hafa túlkað þetta sem veiðileyfagjald, en það er ekki hægt að mínu mati,“ segir Siv, veiðileyfagjald sé frekar al- mennur skattur sem settur sé á greinina. Pólitísk stórtíðindi Annað atriði í hugmyndum Hall- dórs segir Siv allt of lítið hafa ver- ið fjallað um, en það er að end- urskoða skuli þær reglur sem eiga við þá aðila sem fá úthlutað kvóta en nýta hann ekki sjálfir ár eftir ár. Aimenning í landinu svíði mjög sárt að horfa upp á það, að þessir menn fái heimildunum úthlutað ár eftir ár og leigi þær fyrir stórfé án þess að nýta þær sjálfir. Hall- dór vilji endurskoða gildandi reglur um skerðingu á úthlutun kvóta til þessara aðila. „Ég met það svo, að það séu pólitísk stórtíðindi, að Halldór opni á að endurmeta þess- ar reglur og lækka verð á kvóta með því að ríkið komi inn á mark- aðinn með viðbótarafla," segir Siv. Þetta sýni, að mikil umræða sé komin af stað í flokknum um þessi mál. Svigrúm til auðlindaskatts ekki í sjónmáli Siv bendir á, að í ályktun fram- sóknarmanna á Reykjanesi um sjávarútvegsmál, sem gefin var út fyrir flokksþingið, segir að ekki sé tímabært „að óbreyttu" að taka upp veiðileyfagjald. í ályktun flokksþingsins sjálfs var komizt að þeirri niðurstöðu að „sjávarútveg- urinn hafi ekki svigrúm til að greiða auðlindaskatt,“ en túlkun á þýðingu þess orðalags er mismun- andi. Siv segist vera mjög sátt við niðurstöðu flokksþingsins. „Þetta svigrúm er ekki í sjónmáli á næst- unni,“ segir Siv, og bætir við að hún telji það muni koma illa út fyrir landsbyggðina, ef auðlinda- gjald yrði lagt á núna. „Við hins vegar opnum á það að rétt sé að endurskoða þetta þegar greinin hefur náð að laga sig að breyttum aðstæðum," segir hún. Agnúar sniðnir af kerfinu Guðni Ágústsson segir Halldór Ásgrímsson hafa sýnt þor með því að opna umræðu um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, „með það að markmiði að sníða af agnúa sem nú hrekkja þjóðarsálina mest.“ Vissulega hafi verið tekizt á um þetta á flokksþinginu, en „niður- staðan er sú, að menn lokuðu eng- um hurðum,“ segir Guðni. Það eru fjögur atriði, sem særa réttlætisvitund almennings mest í þessu sambandi, segir Guðni. Það fyrsta sé salan á veiðiheimildum, sem er í formi afnotaréttar, því lög- um samkvæmt eigi þjóðin auðlind- ina sameiginlega. Síðan sé það leiga kvótans. „Sumir menn eru að hirða svo gríðarlegar upphæðir, að manni blöskrar," segir Guðni um þetta atriði. í þriðja lagi liggi kerfið und- ‘ir þeim grun, að það leiði sjálft til þess að fiski sé hent í sjóinn. Síð- asta atriðið sé svo staða byggðanna gagnvart kerfinu. Spáir breytingum í réttlætisátt Með ályktun flokksþingsins segir Guðni að formanni flokksins sé gefið færi á því „að ganga til þess verks í ríkisstjórninni og stjórnar- flokkunum að sníða stærstu van- kantana af sjávarútvegskerfinu og ná sátt um það.“ Sú vinna muni leiða til breytinga. „Ég spái breyt- ingum á næstu tveimur árum - í réttlætisátt,“ segir Guðni Ágústs- son. i I \ I > > i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.