Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ f i r Breytingar á barnaverndarlögum Nauðsyn að breyta vistunarákvæðum ÞEGAR barn á aðild að alvarleg- um verknaði, svo sem ofbeldi eða afbrotum, hefur barnaverndar- nefnd ekki lagaheimild til að vista það til rannsóknar á viðeigandi stofnun nema til komi samþykki foreldra. Barnavemdarlögin eru í endur- skoðun hjá félagsmálaráðuneyti og segir Bragi Guðbrandsson, for- stjóri Barnaverndarstofu, að stofnunin hafi óskað sérstaklega eftir að sá þáttur sem snýr að málum ósakhæfra einstaklinga svo og vistunarkafli barnaverndar- laganna verði tekinn til endurskoð- unar. Nauðsynlegt að grípa inn í Bragi rökstyður mál sitt með því að oft séu mál þess eðlis að nauðsynlegt sé að taka barn úr umferð þann tíma sem taki að upplýsa málið að fullu. í öðru lagi eigi barn rétt á því að fá viðeig- andi rannsókn og meðferð strax, svo tryggt sé t.d. að því sé ekki sleppt aftur til að endurtaka verknað af þessu tagi. í þriðja lagi eigi samfélagið rétt því að barnið fari ekki á nýjan leik út í samfélag- ið þannig að öðrum börnum stafi áframhaldandi hætta af viðkom- andi einstaklingi. Bragi segir ekki hægt að gera þær kröfur til foreldra eftir alvar- legan atburð, að þeir séu í því ástandi eða jafnvægi að geta axlað þá ábyrgð að ákveða að senda barnið frá sér. Koma ætti þeirri ábyrgð yfir á barnaverndaryfir- völd. Hann segist ekki gagnrýna foreldra fyrir að vilja sjálfír halda utan um málin meðan þeir eru að átta sig á hvað hafi gerst. Það sé eðlileg verndartilfínning foreldra. „En það er ekki þar með sagt að hún sé þar með skynsamlegasta afstaðan,“ sagði hann. Foreldrar og barn lögð inn Bragi er hlynntur því að í tilvik- um sem þessum sé hægt að leggja bæði barnið og foreldrana inn. Með meðferðarstöðinni Tindum sem opnuð var fyrir tveimur mán- uðum sé þessi möguleiki fyrir hendi. „Ég mundi vilja sjá slíka lausn, því ég tel dýrmætt að fjöl- skyldan fái tækifæri til að átta sig á hvað hefur gerst og foreldrunum sé ekki ýtt út í horn.“ Hann segir ennfremur að al- mennt varðandi afbrot unglinga taki lögin afskaplega illa á málum og veiti litla leiðsögn um það hvernig fást eigi við þau. Það sé algjörlega undir barnaverndar- nefnd á hveijum stað hvernig tek- ið sé á málum. Engin ákvæði í lögum um skyldur lögreglu „í öðru lagi fela lögin ekki í sér nein ákvæði um skyldur lögreglu varðandi rannsókn máls, eins og t.d. að upplýsa það að fullu né heldur hvaða heimildir lögreglan hefur viðvíkjandi barninu sjálfu sem liggur undir grun,“ segir Bragi. Hann bendir á að nú gildi óformlegar starfsvenjur lögregl- unnar sem geti verið breytilegar frá einu lögregluumdæmi til ann- ars. 1Ö ára apíMeKsihlaölbDrD Cafe Ópeni Jólalilaðbordid svignar undan krœsingum öll kvöld og jólaandinn svífur um í húsi med sál. Jörrénir Hefðbundnir og óhefðbundnir réttir. 'ýlðalréttir AJlt það besta sem tilheyrir alvöru jólahlaðborði. Sflirréttir Hver öðrum girnilegri Hluli af 'Oeröi jólahlaðborðsins rennur til krabbameinssjúkra bama. aÆtíd spennandi, alltafbest. SémarS52 9«i SS24M5 ■:> ■ -r * ; •: Ijfandi veilingahú81 rniðborginni, Lækjargötu 2. Ráðstefna um grindarlos á meðgöngu Fyrirbyg§jandi aðgerðir brýn nauðsyn Arnar Hauksson RÁÐSTEFNA um grindarlos á með- göngu verður hald- in að Hótel Grand í Reykja- vík á föstudag klukkan þrettán. Þar heldur fyrir- lestur Birthe Cartensen sjúkraþjálfari en hún hefur sérhæft sig í aðferð til að losa um vöðva og sinaslíð- ur. Auk hennar eru íslensk- ir fyrirlesarar, m.a. Arnar Hauksson dr. med yfir- læknir Mæðradeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Um hvað skyldi hans fyrirlestur fjalla? - Ég ætla að kynna grindarlos, hvað það er og hvað það þýðir fyrir sjúkl- inginn, fjölskyldu hans og nánasta umhverfi. Þessi sjúkdómur er ævaforn og á Norðurlöndum er talið að allt að 20% þungaðra kvenna fái ein- kenni grindarloss og 2-3% kvenna eru með alvarleg einkenni. Hvað þýðir þetta fyrír sjúklinginn? - Yfirleitt er þarna um að ræða konur sem hafa verið heilbrigðar á meðgöngu og oftast í vinnu og með fjölskyldu og áhugamál. Grindarlosið getur komið á hvaða tímabili meðgöngu sem er en al- gengast er hjá frumbyrjum að það komi ekki fyrr en síðustu 12 til 14 vikurnar. Hjá fjölbyrjum getur grindarlosið komið fram strax á þriðja mánuði meðgöngu. Grind- arlos greinist oft óljóst í byrjun frá almennum verkjum sem geta komið og farið hjá öllum konum, en fljótlega myndast hópur með ákveðið verkjamynstur, það eru konurnar sem eiga á hættu að fá alvarlegt grindarlos og lenda jafn- vel í hjólastól fram að fæðingunni og eiga eftir það í höggi við þenn- an sjúkdóm og verki af hans völd- um til langs tíma. Hvað er hægt að gera? - í fyrsta lagi þarf nauðsynlega að finna þessar konur og greina þær snemma. Mikilvægt er að geta greint þennan sjúkdóm strax við skoðun í mæðravemd. Ég er að berjast fyrir að fá stöðugildi fyrir sjúkraþjálfara við Mæðravernd Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Stjórn Heilsugæslu í Reykjavík hefur á þessu fullan skilning. Einn- ig er nauðsynlegt að þjálfa sjúkra- þjálfara til þess að meðhöndla sjúklinga með þennan sjúkdóm og endurmenntunarstjórn Félags sjúkraþjálfara tók það vel í þetta erindi að hún hefur kostað hingað til landsins þá konu sem fremst þykir standa meðal sjúkraþjálfara á Norðurlöndum i með- höndlun grindarloss til þess að halda fyrirlestur um þennan sjúkdóm, meðferð hans og bata- horfur á ráðstefnunni á föstudag. Hvaða ávinningur er að þessarí meðferð? - Þær konur sem hafa farið illa út úr grindarlosi á meðgöngu eru margar öryrkjar á eftir og aðrar geta ekki lifað venjulegu lífi. Um þetta skrifaði Þóra Bryndís Þórs- dóttir í Morgunblaðið þann 14. nóv. sl., en hún á ásamt Margréti Zophóníasdóttur heiðurinn af því að hafa haft milligöngu um að fá Birthe Cartensen hingað til lands- ins. Þess má geta að hún kemur hingað sem sjálfboðaliði. Þannig hefur samvinna sjúklinga, sjúkra- þjálfara og lækna stuðlað að því ► ARNAR Hauksson er fæddur 9. nóvember 1947 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1968 og læknaprófi frá Læknadeild HI 1975. Fór í framhaldsnám í fæðingar- og kvensjúkdómum til Háskólasjúkrahússins í Lundi í Svíþjóð 1979 og varði þar doktorsritgerð 1988. Hann starfar nú sem yfirlæknir við Mæðradeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur. Hann er m.a. ritari í stjórn Félags ís- lenskra kvensjúkdómalækna og formaður í Kynfræðingafélagi íslands. Þá er hann formaður í fagráði norrænna kvensjúk- dómalækna og situr í forsætis- nefnd fyrir næsta heimsþing kvensjúkdómalækna sem haldið verður í Kaupmannahöfn 1997. Arnar er kvæntur Elinborgu J. Björnsdóttur lögfræðingi og eiga þau fjögur börn. að skapa betri framtíðarhorfur fyrir konur með þennan sjúkdóm án þess að neinn kostnaður falli á ríkið. Innan Tryggingastofnunar ríkisins er skilningur á vanda þessara sjúklinga en ekki er til nein löggjöf á Islandi sem gefur þessum sjúklingum neinn rétt umfram aðra. Tíu ár eru liðin síð- an löggjöf var sett um réttindi kvenna með grindarlos í sumum nágrannalöndum. Er eitlhvað fleira íráðihvað snert- ir þennan sjúkdóm? - Fyrir tilstuðlan áhugafólks er í bígerð stofnun félags innan Landssamtakanna Sjálfsbjargar. Það félag ætlar að vinna að aukn- um réttindum fyrir konur með grindarlos og finna leiðir til að hjálpa þeim til að hjálpa sér sjálfar. Engin lækning er til við þessum sjúkdómi og þess vegna er svo mikil- vægt að fá sjúkraþjálf- ara til þess að meðhöndla sjúkling- ana strax eftir greiningu og að þeim verði fylgt eftir. Hingað til hefur gengið erfiðlega að greina °g fylgja þessum sjúklingum eftir svo þær hafa ekki hlotið þann stuðning og þá meðferð sem þeim er nauðsynleg. Vegna aukins fjölda kvenna með grindarlos er ekki lengur stætt á að sitja hjá aðgerðarlaus. Með fyrirbyggjandi aðgerðum og meðferð má spara mikið fé af opinberum framlögum, að ekki sé talað um þær kvalir og erfiðleika sem koma má í veg fyrir hjá þessum sjúklingum og nánasta umhverfi. Með fyrir- byggjandi að- gerðum má spara mikið fé

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.