Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 9
__________FRÉTTIR______
Verslunarháskóli
hefur starfsemi 1998
Dragtir, blússur,
stakir jakkar og pils
Tískuskemman
Bankastræti 14, sími 561 4118
FYRIRHUGAÐ er að verslun-
arháskóli taki til starfa haustið
1998 í nýjum húsakynnum við
Ofanleiti í Reykjavík. Þá verður
lokið 4.000 fm byggingu, fyrsta
áfanga af þremur sem áætlað er
að hýsi starfsemi háskólans svo
og Tölvuháskólans, að sögn Þor-
varðar Elíassonar, skólastjóra
Verzlunarskóla íslands.
Fullgerður verður háskólinn
um 12.000 fermetrar, forhönnun
liggur fyrir á hinum áföngunum
tveimur en ekki hefur verið tekin
ákvörðun um hvenær þeir munu
rísa. Allri hönnun á fyrsta áfanga
mun Ijúka fyrir áramót og segir
Þorvarður að framkvæmdir hefj-
ist líklega í byrjun næsta árs.
Háskólinn verður sjálfstæður en
með sameiginlegri yfirstjórn
Verzlunarskólans. „Verslunarráð
íslands skipar skólastjórn sem
mun stýra báðum skólunum en að
öðru leyti verður reksturinn aðskil-
inn frá rekstri Verzlunarskólans,"
segir Þoi-varður.
Heildarfjöldi nemenda í fyrsta
áfanga nýja hússins er áætlaður
um 500 en auk verslunarháskóla
verður þar starfræktur Tölvuhá-
skóli Verzlunarskólans með um
180 nemendum.
Kostnaður um 500 millj. króna
Að sögn Þorvarðar er áætlaður
heildarkostnaður við fyrsta áfanga
um 500 millj. króna. Framkvæmd-
ir verða fjármagnaðar með fjár-
framlögum úr húsbyggingasjóði
Verzlunarskólans, með ijársöfnun
meðal fyrirtækja og einstaklinga
og með lántökum. „Verið er að
ræða við fjármálastofnanir um
með hvaða hætti ijármögninni
verði best fyrir komið,“ segir Þor-
varður.
Viðræður standa yfir við
menntamálaráðuneytið um þátt-
töku í rekstri háskólans. „Gert er
ráð fyrir að samningar verði með
svipuðu sniði og tíðkast hafa í
samningum um Verzlunarskólann
þannig að ríkið greiðir ákveðna
upphæð á hvern nemenda. Ef
samningar nást munu fram-
kvæmdir hefjast í byrjun næsta
árs.“ Að sögn Þorvarðar verður
verkið ekki boðið út fyrr en eftir
áramót þar sem nauðsynlegt er
að ljúka hönnuninni fyrst og
tryggja nægilegt fjármagn.
30 metra há turnbygging
Arkitektastofa Ormars Þórs
Guðmundssonar og Örnólfs Hall
teiknar húsin sem verða byggð úr
steinsteypu með hvítum og svört-
um marmarasalla að utan. Bygg-
ingarnar þtjár verða samtengdar
og sameiginlega mynda þær
ramma um torg mót suðvestri. Þá
er gert ráð fyrir að byggingarnar
tengist Verzlunarskólanum með
brú yfir Ofanleiti. Fyrsta bygging-
in sem mun snúa að Listabraut
verður á fimm hæðum, þar verða
fimmtán almennar kennslustofur
þ.ám. sérhæfðar tölvustofur og
stórt bókasafn. Að auki er gert
ráð fyrir tveimur fyrirlestrasölum,
mötuneyti og góðri vinnuaðstöðu
nemenda og kennara.
Seinni áfangarnir eru annars
vegar álma upp með Ofanleiti um
3.000 fm og hins vegar áframhald
álmu meðfram Listabraut sem
endar í níu hæða turni, alls um
5.000 fermetrar. Turnbyggingin
er 30 metra há og kemur til með
að standa fyrir enda Kringlunnar
og blasa við frá Kringlumýrar-
braut.
Borgarleikhús
tfSTARBm&T
Verslunarskólinn
\
\
\
\
\
fy, Verslunárháskóli
OFANLEITI
# Vió erum áb fara í jólabúninginn
Athugiö 20% afsláttur af haust- og vetrardömu-
fatnaði í st. 44-54 til 6. desember.
Sjáumst hressar -
hressing á sta&num
'di
FATAPRYDl
GLÆSIBÆ,S. 5532347
Uppsetningabúðin 20 ára
Sérverslun með borðdúka
Gefum 20% afsiátt af okkar fallegu silkidamask-
dúkum og einnig damaskdúkum með servíettum
í stórglæsilegum gjafakössum.
Aðeins næstu daga
Uppsetningabúðin,
Hverfisgötu 74, sími 552 5270. Póstsendum.
Smáskór
Full búð af barnaskóin
Moonboots í st. 19-30.
Verð 1.995
Smáskór í bláu húsi við Fákafen.
5!
HUGBÚNAÐUR
FYRIR WIND0WS
BYLTINGARKENND
NÝJUNG
KERFISÞRÓUN HF.
Fákateni 11 - Sími 568 8055
Attaius
plasthúðun
• Fjölbreytt vandaö úrval af efnum
• Fullkomnar plasthúöunarvélar
• Vönduö vara - betra verö
j.nsivniDssoNHf.
Skipholti 33,105 Reykjavík, sími 533 3535,
Fjölbreytt úrval ríkisverðbréfa
Sniðin að mismunandi þörfum sparifjáreigenda
• Fjölbreytt úrval ríkisverðbréfa sem uppfylla óskir fjárfesta um ávöxtun, lánstíma, öryggi, verðtryggingu o.fl.
• Ríkisverðbréf eru markaðsverðbréf, skráð á Verðbréfaþingi íslands, og eru því auðseljanleg hvenær sem er á lánstímanum.
• Ríkisverðbréf eru boðin útvikulega.
Ríkisvíxlar
Ríkisvíxlar
Ríkisvíxlar
Ríkisbréf
Ríkisbréf
ECU-tengd
Árgrei&sluskírteini
Spariskírteini
Spariskírteini
Spariskírteini
3 mánubir
N ómánuðir
12 mánuðir
3 ár
5 ár
I Óverötryggö ríkisveröbréf
1 Verötryggö ríkisveröbréf
20 ár
Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustu-
miðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu nánari
upplýsingar. Sími 562 6040.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6,2. hæð, sími 562 6040, fax 562 6068.
Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum