Morgunblaðið - 27.11.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 13
_________FRÉTTIR______
Dregið úr framlögum
til menningarmála
RAMMA- og starfsáætlun Reykja-
víkurborgar gerir ráð fyrir 4,7%
samdrætti í framlögum til menn-
ingarmála á næsta ári. Ramma-
áætlunin var kynnt á fundi í menn-
ingarmálanefnd í síðustu viku og
segir Guðrún Jónsdóttir, formaður
menningarmálanefndar, að sumt í
áætluninni þurfi breytinga við.
Meðal þeirra ráðstafana sem
rætt var um að grípa til á fundi
menningarmálanefndar í síðustu
viku var að loka Seljaútibúi Borg-
arbókasafns Reykjavíkur, lækka
styrki til menningarmála úr 31,5
í 21,7 milljón króna og loka Ljós-
myndasafni borgarinnar tíma-
bundið eða stytta opnunartíma
þess. Ennfremur að fækka sýning-
um á Kjarvalsstöðum úr 14 í 10
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ANNA Þrúður Þorkelsdóttir,
formaður Rauða kross Is-
lands, í ræðustól á málþingi
Rauðakrosshússins.
Málþing Rauða-
krosshússins um
ungmenni í vanda
Aðsókn að
Rauðakross-
húsinu aldrei
meiri
„STARFSEMI Rauða krossins í þágu
ungmenna í vanda“ var yfirskrift
málþings Rauðakrosshússins, sem
haldið var á Hótel Loftleiðum síðast-
liðinn föstudag.
Rauðakrosshúsið hefur verið starf-
rækt í tæp ellefu ár. Þar er rekið
neyðarathvarf, símaþjónusta og ráð-
gjöf fyrir unglinga í vanda. Athvarf-
ið er opið allan sólarhringinn alla
daga ársins og þar er enginn lagður
inn, heldur koma unglingar þangað
á eigin forsendum í þeim tilgangi að
gera eitthvað í sínum málum, að
sögn Önnu Þrúðar Þorkelsdóttur,
formanns Rauða kross íslands.
Sjö Rauðakrosshús í Finnlandi
að íslenskri fyrirmynd
Anna Þrúður segir að aðsókn að
Rauðakrosshúsinu hafi aldrei verið
jafnmikil og á þessu ári. Hún segir
ennfremur að sér hafi þótt vænt um
að heyra það á máli Braga Guð-
brandssonar, forstjóra Barnavernd-
arstofu, að starfsemi Rauðakross-
hússins myndi hafa sparað mikið fé
og þar hefði verið unnið mjög mikil-
vægt forvarnastarf.
Meðal fyrirlesara á málþinginu var
Meija Hakkala, forstöðumaður
Rauðakrosshússins í Helsinki, en það
var sett á stofn að íslenskri fyrir-
mynd og með aðstoð Rauða krossins
á íslandi. Nú rekur Rauði krossinn
samskonar athvörf á sjö stöðum í
Finnlandi.
á næsta ári, fækka Sjónþingum í
Gerðubergi úr 7 í 4 og Ljóðatón-
leikum úr 6 í 3.
Guðrún Jónsdóttir sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að hún teldi
að samdráttur til menningarmála
væri meiri en sem nemur þeim
meðaltalssparnaði sem stefnt er
að með rammafjárhagsáætlun-
inni. Hún sagðist telja Ijóst að
sumt í áætluninni þarfnist breyt-
inga og borgarráði hafi verið
kynnt hvaða samdrátt þessi
rammi muni hafa í för með sér
að óbreyttu og jafnframt hafi
verið óskað eftir auknum fram-
lögum, þ.á m. til styrkja menning-
armálanefndar en nefndinni ber-
ast árlega yfir 200 umsóknir um
slíka styrki. Hins vegar er ekki
gert ráð fyrir fækkun starfsfólks
hjá þeim stofnunum sem heyra
undir menningarmálanefnd borg-
arinnar.
Fjárhagsramminn
545 milljónir
Jón Björnsson, framkvæmda-
stjóri menningar-, uppeldis- og
félagsmála hjá Reykjavíkurborg,
sagði að fjárhagsrammi menning-
armálanefndar fyrir næsta ár
væri 544,5 milljónir miðað við
núgildandi ráðagerðir og sé um
að ræða 4,7% m.kr. samdrátt frá
fyrra ári. Jón sagði að tölurnar
væru þó ekki að fullu sambærileg-
ar.
Rekstur Viðeyjar heyrði nú
undir menningarmálanefnd og
yrði veitt til hans um 5 m.kr.
minna en á þessu ári. Þá væri í
ár veitt 14,1 m.kr. til viðhalds-
verkefna sem ekki yrði á næsta
ári. Eins hefði Listahátíð verið
haldin í ár og kostað 19 m.kr. en
næsta ár yrði veitt 5,5, m.kr. til
undirbúnings Listahátíðar 1998.
Loks væri ritun sögu Reykjavíkur
að ljúka á yfirstandandi fjárhags-
ári.
nð''1
öH'1”
jjreint
slæm stöo,
- og ókeypis
psefni, og Það
"o miög gott. Þefur
síí-js;
GOÐAR
FRÉTTIR
STÖÐ 3
m
klessu eftir ******
iu i kles , .,,r en hvað
ótrúVega rekstu ,
U”S'3 næst með W ^
'>ar "'oaWta þegar '|e' er
fán"^S3°góða einkunn.
tr M aVrmna tnarga
íar Og oft á tið-
^‘er W* UmvndavaHb «
l betra en á Stoð 2,
TðUmaður taU nú ekki um
Bík aUar g'atWstur
kv^mynUa'ðnaðartns að
því best ttrð v\ð
Auuar slorJu stöðv-
Stðð 3 fvtóa einkum
arnar setn J teUmi-
mSC!,VfVog tónUstarrás-
mvnda- °* ort. þ» er
,mar o* tréttastofa
þa"18 „ “ mitóls virð'
CNN’ ^ l.T eitthvað
fSrir „ttr sO- i enshri
kunna tyrvr
tUngU' r oóð 3 lokast fyr-
pegarStooa þá
ir óborgaU' að hugsa
hlýtur maðU uframbúð-
umþannkosttútr
ar.
Viö þökkum traustiö sem áhorfendur
Stöðvar 3 hafa sýnt okkur frá því við
fórum í loftið. En ballið er rétt að byrja,
því þegar við læsum dagskránni verður
stöðin enn betri og áskrifendur okkar
vonandi enn ánægðari.
Islensk margmiðlun hf. hefur tekið við rekstri
Stöðvar 3, en að baki henni eru mörg af stærstu
og öflugustu fyrirtækjum landsins. Markmið þeirra
er að auka valfrelsi í íslensku sjónvarpi, efla innlenda
dagskrárgerð og bjóða upp á nýjungar í frétta-
þjónustu.
Auk dagskrárrásar verður boðið upp á svokallað
„pay-per-view“. Með því geta áskrifendur Stöövar 3
horft á vandað sjónvarpsefni og kvikmyndir þegar
þeim hentar. Stöð 3 hefur gert framúrskarandi
samninga um kaup á kvikmyndum og öðru úrvalsefni
viö helstu sjónvarps- og kvikmyndaframleiðendur
í Hollywood og víðar.
Þeir áskrifendur, sem hafa staðið með okkur síðustu
misserin og greitt fyrir áskrift, njóta sérstakra kjara
sem kynnt verða síðar. Það getur því borgaö sig
að ganga I lið með okkur strax og huga að áskrift.
STOÐ
Og viö erum rétt aö byrja