Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Friðfinnur Haukur Halldór Hermannsson Haraldsson Kr. Júlíusson Frekari lækkun kostnaðar í heil- brigðismálum HÉR verður sett fram sú djarfa kenning að hægt sé að ná enn meiri sparnaði í heilbrigðiskerfmu en orðið er! Að hægt sé á sama tíma að minnka álag á starfsfólki heilbrigðismála! Og síðast en ekki síst að hægt sé um leið að bæta heilsufar almennings í landinu! Aðferðin felst í því að minnka eftirspurn eftir þjónustu heilbrigð- iskerfísins í stað núverandi aðferð- ar við að krefjast sömu þjónustu fyrir minni peninga. Aðferðirnar eru vel þekktar og hægt að hefj- ast handa nú þegar. Á síðustu misserum hefur gífur- legur sparnaður verið knúinn fram í heilbrigðiskerfinu. Framlög til sjúkrahúsa hafa lækkað og starfs- fólki hefur fækkað en kröfur um þjónustu hafa á sama tíma aukist. Þessi sparnaður hefur fyrir löngu farið fram úr því sem hægt er að hagræða. Þjónustan hefur ýmist versnað eða kostnaður verið milli- færður. Þetta þýðir að heilbrigðis- stofnanir hafa verið blóðmjólkaðar og að tímabundinn sparnaður muni reynast innihaldslítill þegar upp verði staðið. Óviðunandi álag ríkir nú á flestum eða öllum heil- brigðisstofnunum og óánægja starfsfólks og stjórnenda fer vax- andi. Afleiðingarnar eru auknar fjarvistir og brotthvarf starfsfólks, að ekki sé minnst á óhemju álag á sjúklinga og aðstandendur þeirra. Markmið Allir, bæði stjórnendur og starfsfólk heilbrigðisstofnana, svo og fulltrúar kjósenda í hlutverki fjárveitingavaldsins, eru sammála um að því lægri fjárhæð á fjárlög- um sem leggja þarf fram til að viðhalda viðunandi heilbrigðis- þjónustu þeim mun betra. Kostn- aður mun þó alltaf fylgja heilbrigð- isþjónustunni og á meðan innra eftirlit fjárveitingavaldsins getur ekki sýnt fram á óeðlilegan kostn- að getur samdráttur aldrei orðið án þess að þjónustan rýrni. Hefur þjónusta heilbrigðis- kerfisins kannski verið metin á of einhæfan mælikvarða? Umræðan hefur nánast eingöngu snúist um rekstrarhlið starfseminnar. Rekstrarþátturinn er mikilvægur en gera verður þá kröfu að þjón- ustan sinni hlutverki sínu og hafi eðlilegt svigrúm til að þróast í samræmi við breytta samfélags- hætti. Við hljótum að stefna að því að svigrúm verði fyrir nýjung- ar sem alltaf eru dýrar. Leiðir Leiðin til að sameina krafta allra að lækkun kostnaðar felst í því að minnka eftirspurnina eftir þjónustu heilbrigðiskerfísins! I stað þess að markmiðið sé sett á að eyða 25% minna hér og 15% minna þar er skilgreint takmark sett á að minnka þörf fyrir bijó- staðgerðir um 20% á næstu 10 árum, að minnka þörf á meðferð lungnaþembusjúklinga um 15% á næstu 20 árum, að minnka þörf á hjartaþræðingum um 30%, að minnka þörf á bakaðgerðum um 10% o.s.frv. Með markvissum að- gerðum í forvömum minnkar líka þörf á lyijum af sjálfu sér og lyfja- kostnaður lækkar verulega. Stór hluti kostnaðar heilbrigðis- kerfisins felst í aðgerðum vegna sjúkdóma sem koma má í veg fyr- ir. Sjúkdóma sem kosta ómældar þjáningar sjúklinga og aðstand- Stór hluti kostnaðar, segja Friðfinnur Her- mannsson, Haukur Har- aldsson og Halldór Kr. Júlíusson, felst í aðgerð- um vegna sjúkdóma sem koma má í veg fyrir. enda og leiða til langvarandi heilsuleysis og styttri líftíma. Sá spamaður sem ná má með því að koma í veg fyrir þjáningarfulla og kostnaðarsama sjúkdóma er margfalt meiri þegar til lengri tíma er litið en þær upphæðir sem tekist er á um í dag. Áð auki eru slík markmið öllum auðskiljanleg. Aðferðin felur í sér samvinnu við starfsfólk heilbrigðisstétta og fulla virðingu fyrir starfsfólki og stjórn- endum, sem því miður verður ekki sagt um sparnaðarumræður heil- brigðismála til þessa. Óbeinn ávinningur þessarar leiðar er einn- ig ómetanlegur, bæði persónuleg- ur og samfélagslegur. Auk lengra lífs og minni þjáninga leiðir hún til aukinna afkasta og lengri starfsaldurs. Fyrirmynd af tannlækningum Sá árangur sem náðst hefur með fyrirbyggjandi aðgerðum á sviði tannlækninga er lýsandi dæmi um árangur forvarna. Með markvissum aðgerðum sem staðið hafa yfir árum og áratugum sam- an hefur tekist að bæta tann- heilsu íslenskra barna og ung- menna verulega. Vellíðan og tannheilsa þeirrar kynslóðar sem nú vex úr grasi er margfalt betri en áður var. Kostnaður, bæði ein- staklinga og hins opinbera, sam- bærilega minni. Sé sparnaður vegna fyrirbyggjandi aðgerða metinn á kr. 5.000 á hvern íslend- ing eldri en 6 ára á hveiju ári, sem er varfærnisleg áætlun, spa- rast nú þegar meira en milljarður á hveiju ári! Engin smá upphæð það. Kostir íslands fyrir forvarnir Kostir sparnaðar í heilbrigðis- kerfinu með fyrirbyggjandi að- gerðum eru stórir og sóknar- möguleikarnir miklir. Veikleikar hennar eru tveir. Hún skilar ekki árangri strax heldur fyrst eftir mánuði og ár eða áratugi. í öðru lagi er flókið að meta ávinninginn þar sem hann kemur hægt fram í fækkun ákveðinna sjúkdómsein- kenna og breytingu á þjónustu heilbrigðisstofnana. Árangur verður því ekki metinn á óyggj- andi hátt nema með gaumgæfi- legri og reglulegri skoðun á heilsu og heilbrigði þeirra sem þjónustan nær til. Það er einmitt á þessu sviði sem aðstæður hér á landi eru einstak- ar og henta betur til langtíma- rannsókna en víðast annars stað- ar. Þetta eru erlendir rannsóknar- aðilar nú þegar farnir að notfæra sér, t.d. með samstarfi við ís- lenska aðila um rannsóknir í læknisfræði. Þjóðin er vel mennt- uð og opin fyrir framförum á sviði heilbrigðismála. Itarlegar upplýs- ingar eru til um fjölskyldusögu, heilsufar og sjúkdómssögu fólks. Þá eru aðstæður og stærð lands- ins með þeim hætti að auðvelt er að fylgjast með einstaklingum þrátt fyrir búferlaflutninga. Tilraunasvæði Áhrif aðgerða væri heppilegast að meta á ákveðnu svæði þar sem fylgst væri sérstaklega með öllum íbúunum. Þingeyjarsýslur eru ákjósanlegt svæði í þessu tilliti. Auk ofangreindra kosta er svæðið vel afmarkað og byggð hæfilega stór eða um 6.000 manns. Þar er bæði dreifbýli og þéttbýliskjarnar og atvinnuvegir eru margþættir (sjávarútvegur, iðnaður, þjónusta, landbúnaður). Hér er því lagt til að Þingeyjar- sýslur verði sérstakt „mannvernd- arsvæði" þar sem markvissar fyrirbyggjandi aðgerðir verði framkvæmdar og metnar og árangur þeirra yfírfærður á heil- brigðiskerfið almennt. Þetta er bæði stórt og stórhuga verkefni, en hagsmunir eru líka miklir og í samræmi við þá er kostnaður hverfandi. Verkefnið krefst samstarfs margra aðila. Auk ráðuneyta heilbrigðismála, félagsmála og menntamála snertir málið embætti landlæknis og Vinnueftirlits ríkisins. Þá tengist svona verkefni óhjákvæmilega Háskóla íslands og rannsóknarað- ilum sem honum tengjast. Verk- efnið yrði svo borið uppi af áhuga og þátttöku heimamanna. Um þessar mundir á Sjúkrahús Þingeyinga (áður Sjúkrahúsið á Húsavík) 60 ára afmæli og á sama tíma eru liðin 30 ár frá opnun heilsugæslustöðvar á Húsavík, þeirri fyrstu á landinu. Það væri vel við hæfi að minnast þessara tímamóta með því að Þingeyjar- sýslur væru valdar til að bijóta blað í heilbrigðissögu landsins. Ofangreint verkefni færði áherslu af því að lækna sjúkdóma yfir á að draga úr þeim og fyrirbyggja það að þeir spilli heilsu fólks. Hér reynir á áræðni stjórnmála- manna og vilja til að fylgja hug- sjónum eftir. Hér reynir á hæfni vísindamanna og skipulagsgáfu. Hér reynir á framsýni og sveigjan- leika embættismanna. En fyrst og síðast reynir hér á trú fólks á fram- tíðina og að við getum sjálf skap- að okkur betri skilyrði en við búum við í dag. Friðfinnur er framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Þingeyinga, Haukur og Halldór framkvæmdastjórar hjá Mannhcimum ehf. ÞEGAR börnum gengur illa í skóla er oft gripið til þess ráðs að beina þeim í „eitt- hvað verklegt" og er þá gjarnan undir hæl- inn lagt hvort barnið hefur sérstaka hæfí- leika á því sviði eða ekki. Áratuga starf mitt við kennslu og ráð- gjöf hefur fært mér heim sanninn um að þetta sé varhugaverð stefna. Lítum á tvö dæmi. Nöfnum er breytt. Þóra er með Tou- rette-sjúkdóm, arf- gengan taugasjúkdóm sem hefur áhrif á námsgetu, en er greind óviðkomandi. „Hún er ekki fallin til framhaldsnáms," sagði skólastjórinn við foreldra hennar þegar hún kvaddi skólann sinn fyrir tveimur árum. „Hún getur í hæsta lagi unnið eitthvað í höndunum," bætti hann við. Guðmundur er „dyslexískur,“ hann var í níunda Öll heilbrigð börn geta náð góðum árangri, segir Helga Sigurjóns- dóttir, fái þau góða kennslu. bekk í fyrra. Hann hafði flust oftar en einu sinni milli landa vegna starfa foreldra sinna. Móðurmálið lék hon- um því ekki á tungu en honum gekk vonum framar í skólanum með dyggri hjálp foreldranna. Reynt var að beina honum í nýstofnaða verk- námsdeild við einn grunnskólann í Reykjavík sl. vor. „Eitthvað verk- legt“ var talið henta honum best, þrátt fyrir að ekki væri fullreynt hvort hann næði sér á strik í hefð- bundnu bóknámi. Sem betur fer tóku foreldrar Þóru ekki mark á skólastjóranum en um- mælin særðu þá. Þeir vissu að dótt- ir þeirra var greind stúlka og skyn- söm, dómur skólans gat ekki verið réttur. Þeir efuðust líka um að tillag- an um „eitthvað verklegj;" væri á rökum reist þar sem Þóra átti oft erfitt með að vinna í höndunum sök- um pirrings í fingrum. Foreldrarnir leituðu ráða hjá undirritaðri. Saga Þóru kom mér ekki á óvart, hún var samhljóða sögum ótal margra skjól- stæðinga minna, sem eiga við svo- kölluð sértæk námsvandamál að glíma. Flestir þeirra eru „dyslexísk- ir,“ (lesblindir), en áhrif „dyslexíu“ á nám eru oft svipuð og hjá þeim sem þjást af Tourette-sjúkdómi. í báðum tilfellum er um líffræðilegan ágalla að ræða, sem hefur í för með sér frávik frá því þroskamynstri, sem telst eðlilegt hjá börnum og almenn kennsla er miðuð við. Þroskafrávikin eru óháð greind og hvorki „dyslex- ísk“ börn né Tourette-börn hafa hæfileika til verknáms umfram önn- ur börn. En hvernig reiddi söguhetjunum mínum af í skólakerfinu? Þóra fór í fornámsdeild Menntaskólans í Kópa- vogi, stóð sig þar með ágætum og er nú á öðru ári á málabraut í skólan- um. Henni vegnar mjög vel í öllum námsgreinum og lýkur stúdentsprófi eftir tvö og hálft ár. Stærðfræði, sem áður var lélegasta námsgrein henn- ar, er nú sú besta. Guðmundur var kominn á fremsta hlunn með að fara í verkn- ámsdeildina enda lagði skólastjórinn mjög hart að honum að gera það. Drengurinn sá í svipinn fyrir sér auðveldara líf þar sem minna væri að læra heima. Þegar á átti að herða sá hann þó að sér og valdi gamla bekkinn sinn. Nú hefur hann fengið þar betri aðstoð en í fyrra og er tiltölulega ánægður. Foreldramir hafa þó allan vara á og reyna að fylgjast sem best með kennslunni sem hann fær í skólan- um. Fyrir tveimur ára- tugum voru svokallaðir „tossabekkir“ lagðir niður, sérkennari skyldi hér eftir aðstoða svo- kölluð seinfær börn. Með því móti gerðu menn ráð fyrir að öll böm fengju góða kennslu. Nú hafa þær vonir brugðist og jafn- vel hörðustu talsmenn sérkennslufyrirkomulagsins viður- kenna það. Hvað er þá til ráða? Ein- hver úrræði í anda gömlu nýjung- anna eða kennsla og þjálfun byggð á nýjustu vitneskju í læknisfræði og öðrum fræðigreinum á orsökum námsörðugleika? Því miður bendir margt til þess að ráðamenn ætli sér að velja fyrr- nefndu leiðina og miða aðgerðir sínar við gömlu hugmyndirnar sem mörk- uðu skólastefnuna fyrir meira en 20 árum. Dæmin tvö hér að framan em til marks um það. Auk þess hef ég á hendi mörg dæmi um léleg og ófag- leg vinnubrögð skólayfirvalda, þegar tekin hefur verið ákvörðun í málefn- um þessara barna. Af því dreg ég þá ályktun að enn sé því trúað að sum börn „geti ekki lært,“ eins og margir skólamenn trúðu fyrir daga nýju kennslufræðinnar. Þrátt fyrir að ný vitneskja um þennan hóp ber- ist læknum og öðrum fagmönnum nær daglega er eins og skólakerfið sé ónæmt fyrir henni. Trúi leiðandi menn í skólamálum því enn að ákveð- inn hópur manna „geti ekki lært,“ ýmist af svokölluðum gáfnaskorti, eða vegna stéttaskiptingar eða vegna þess að pabbinn er drykkfelldur eða vegna þess að of fáar bækur eru til á heimilinu o.s.frv. þá er sama hvaða leið er farin. Hún mistekst. Sumir grunnskólar eru um þessar mundir að stofna sérstakar deildir fyrir þessi börn. Það kann að vera góð leið, en þó því aðeins að deildirn- ar séu hugsaðar og skipulagðar með þá allra bestu vitneskju að leiðarljósi sem nú er til um böm sem eiga við erfiðleika að etja í námi. Að því starfi verða að koma taugalæknar, tauga- sálfræðingar og þeir skólamenn sem hafa náð merkjanlegum árangri í kennslu þessara barna. Sé það ekki gert er mikil hætta á ferðum og ef tii vill verr af stað farið en heima setið. Foreldrar verða að vera vak- andi fyrir þessu og krefjast þess að áður en tekin er ákvörðun um að bam fari í sérdeild iiggi fyrir greining hjá taugalækni eða taugasálfræðingi svo og niðurstöður á almennum greindarprófum. Skólinn má ekki lengur ríghalda í gömlu hugmyndirnar um að sum heilbrigð börn „geti ekki lært“. Læknisfræðin hefur leitt í ljós að þetta er villukenning. Þó að gáfna- far manna sé mismunandi eru hinar aldagömlu hugmyndir um tornæmi barna og meintan skort þeirra á gáfum rangar. Öll heilbrigð börn geta náð góðum árangri í venjulegu skólanámi fái þau kennslu. Þau sem af líffræðilegum ástæðum hafa ein- hvers konar þroskafrávik eiga að fá kennslu í samræmi við veikleika sína. Nú þegar er fyrir hendi vitn- eskja um hvaða kennsluaðferðir gagnast þessum börnum best, þess vegna hafa skólayfirvöld ekki lengur ástæðu til að daufheyrast við ákalli þessara barna og foreldra þeirra um góða og árangursríka kennslu. Hana er hægt að veita. Höfundur er kennari og námsráðgjafi. „Eitthvað verklegt“ Helga Siguijónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.