Morgunblaðið - 27.11.1996, Síða 42

Morgunblaðið - 27.11.1996, Síða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ IVAR HANNESSON + ívar Hannesson var fæddur í Ananaustum í Reykjavík hinn 15. febrúar 1913. Hann lést á Landspítalan- um hinn 19. nóvem- ber siðastliðinn. Foreldrar hans voru Hannes Signrðsson sjómaður í Ána- naustum, f. 26. mars 1873, og Ingunn ívarsdóttir hús- freyja, f. 13 septem- ber 1876. Hann átti fjóra bræður: Ing- var, Stefán, Valdimar og Ragn- ar sem allir eru látnir, eina systur, Ragnheiði, sem lést barnung, og uppeldissystur, Ágústu Jónasdóttur, sem einnig er látin. Hinn 16. maí 1941 kvæntist Ivar eftirlifandi eiginkonu sinni, Matthildi Jónsdóttur, f. 8. febrúar 1922. Hún er dóttir Jóns Benediktssonar bónda á Krossi í Innri-Akraneshreppi og konu hans Valdísar Ragn- heiðar Jóndóttur. Börn þeirra ívars og Matthildar eru Ingunn, hús- móðir í Reykjavík, f. 29. maí 1942, gift Guðmundi Jónssyni húsasmíðameistara og eiga þau þijú börn; Valdís Ragn- heiður, banka- starfsmaður á Akranesi, f. 20. mars 1948, gift Við- ari Stefánssyni lög- reglufulltrúa, og eiga þau fjögur börn; Herdís, sölu- maður í Mos- fellsbæ, f. 12. janúar 1950, gift Inga Þór Vigfússyni flugvirkja, þau eiga fjögur börn; og ívar vélfræðingur á Selljarnarnesi, f. 1. maí 1958, giftur Árnýju Sigríði Jakobsdóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn. Barna- börn þeirra Ivars og Matthildar eru nú orðin 15 og barnabarna- börn 13. _ Útför ívars verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar _að minnast tengda- föður míns ívars Hannessonar nokkrum orðum. Hann var ekki áberandi maður í þjóðfélaginu og ekki verða gerðar veislur á ríkisins kostnað í minningu hans. Ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna Matthildar Jóndóttur og ívars í Granaskjóli 11 fyrir nær réttum 28 árum og hitti þá fyrir hljóðlátan heimilisföður sem hafði það að sínu helsta áhugamáli að búa fjölskyldu sinni gott og öruggt heimili og honum fórst það vel úr hendi. Mér verður stundum hugsað til þess þegar maður les í minningar- greinum um gengna menn, að þeir hafi búið sér og sínum menningar- heimili. Þá hefur mér skilist að um hafi verið að ræða menningu og listir. Nú að ívari gengnum hugsa ég til baka og minnist stunda á þeirra góða heimiji sem er íburðarlaust, en fallegt. Ég man eftir samræðum þegar vinir og kunningjar voru í heimsókn. Þá voru umræðurnar ekki alltaf það sem flokkast nú undir menningu og listir, heldur um lífsins gagn og nauðsynjar, ís- lenskir þjóðhættir, skáldskapur, ferðalög um landið og að ógleymdri stéttabaráttunni. Oft voru umræðurnar fjörlegar og gott væri ef mörg innlegg tengdaföður míns í þær væru geymd. Nú eru margir þessir vinir og kunningjar þeirra Matthildar og ívars farnir yfír móðuna miklu og efa ég ekki að þar verður nú glatt á góðri stund. Eg kann ekki að segja nægjan- lega vel frá lífshlaupi ívars Hannes- sonar. Hann var Reykvíkingur, en dvaldi í Flóanum sem barn. Þangað var hann sendur vegna veikinda móður sinnar. Ég held að hann hafi litið á Flóann sem sína sveit, enda átti hann þaðan margar minn- ingar. Ivar lærði vélvirkjun í vélsmiðj- + Ástkær systir min og mágkona, KRISTlN H. SIQFÚSDÓTTIR frá Seyðisfirði, Bólstaðarhlíð 68, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 26. nóvember. Ragnheiður Sigfúsdóttir, Guðmundur Guðjónsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR J. GUNNARSSON, Efstaleiti 10, Reykjavik, sem lést fimmtudaginn 21. nóvember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélags- :ns. Guðrún fsberg, Nína Þórðardóttir, Tómas Ingi Olrich, Gunnar Þórðarson, Sunneva Hafsteinsdóttir og barnabörn. Lokað Afgreiðsla ökunámsdeildar og skrifstofa Umferð- arráðs verða lokaðar eftir klukkan 12.00 miðviku- daginn 27. nóvember nk. vegna útfarar GUÐJÓNS GUÐMUNDSSONAR, prófdómara. Umferðarráð. MIIMNINGAR unni Héðni og fór síðan í Vélskól- ann og lauk þar námi. Hann stund- aði sjómennsku sem vélstjóri og síðast á skipum Eimskipafélags íslands. Hann kom í land á stríðsár- unum og starfaði í áratugi hjá Mjólkursamsölu Reykjavíkur, uns hann hætti störfum sakir aldurs. Þegar ég settist niður til þess að skrifa þessi fátæklegu minn- ingarorð leitaði hugurinn til baka og maður spyr sig hvað það sé sem gerir hvern einstakling svo mikil- vægan. Við því er ekkert einhlítt svar, en ég veit hvað gerði tengda- föður minn svo mikilvægan í mín- um augum. Það voru lífsskoðanir hans og hversu hann var þeim trúr. Hann trúði á mikilvægi samhjálpar og réttlátrar skiptingar. Svoleiðis skoðanir voru kallaðar ýmsum nöfnum, en hann lét það sem vind um eyrun þjóta, enda festist hann aldrei í neinum kreddukenningum. Hann fékk aldrei nokkurn skapað- an hlut fyrir ekki neitt, en komst vel af og miðlaði af sínu. Nú er þessi heiðursmaður búinn að yfirgefa þetta tilverustig. Ég veit að hann trúði á eitthvert fram- hald og gerði nokkuð í að kynna sér það. Hann var víðlesinn á þeim sviðum sem og mörgum öðrum. Hann lauk jarðvist sinni eftir nokkuð erfiða sjúkdómslegu, en náði að þrauka þar til ívar sonur hans kom í land. Hann hefur fetað í fótspor föður síns og er nú vél- stjóri til sjós. Á milli þeirra var sérlega gott samband. Matthildur tengdamóðir mín stóð fast við hlið hans í veikindunum sem endranær og vék ekki frá hon- um nokkra stund og voru dæturnar og tengdadóttir henni við hlið. Það verður ekki á neinn hallað þó Ing- unni, elstu dótturinni, verði þakkað sérstaklega fyrir að vera sem klett- ur við hlið móður sinnar. Ég veit að söknuðurinn verður mikill enda veit ég engin dæmi um samrýndari og samþentari hjón en þau Matthildi og Ivar. Þau voru ávallt saman og gerðu allt saman. Ég vil að lokum segja þetta: Það er sælt að fá að yfirgefa þessa jarð- vist sáttur við allt og alla og sadd- ur lífdaga. Blessuð sé minning Ivars Hann- essonar. Viðar Stefánsson. ÁSTA JÚLÍA ANDRÉSDÓTTIR + Ásta Júlía Andrésdóttir fæddist 16. desem- ber 1913. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 20. nóvember. Ásta Júlía Andrés- dóttir fæddist i Reykjavík. Hún ólst upp, ásamt bræðrum sínum, með foreldrum þeirra, Andr- ési Pálssyni kaupmanni, og Ágústu Pétursdóttur, en þau reistu sér hús við Framnesveg 2, við Vesturgöt- una, og þar rak Andrés verslun til æviloka. Andrés lést 1951, tæplega 76 ára, en Ágústa 1954, 69 ára. Ásta hlaut hefðbundna menntun ungra stúlkna þess tíma, sótti nám við Kvennaskólann í Reykjavík og sótti hússtjórnarnámskeið í Dan- mörku. Hún kynntist rúmlega tví- tug ungum lögfræðingi, Valdimar Stefánssyni frá Fagraskógi, og gift- ust þau 17. október 1936. Voruþau hin glæsilegustu hjón og stóð Ásta alla tíð með miklum sóma við hlið hans á hans framabraut. Valdimar var fulltrúi við saka- máladeild lögreglustjóraembættis- ins í Reykjavík þar til stofnað var sakadómaraembætti 1940, þá varð hann fulltrúi við það embætti en varð síðan sakadómari er fyrirrenn- ari hans, Jónatan Hallvarðsson, varð hæstaréttardómari 1945. Loks kom til þess að Bjarni Benediktsson fékk framgengt endurbótum á rétt- arfarskerfinu í sakamálum um að fjölgað yrði sakadómurum, þannig aðekki yrðu dómar kveðnir upp af fulltrúum heldur af sakadómurum í eigin nafni og á eigin ábyrgð. Jafnframt var stofnað embætti rík- issaksóknara, en fram að þeim tíma, á miðju ári 1961, hafði embætti dómsmálaráðherra farið með ákæruvaldið. Svo skipaðist til, að nánast samtímis því, að Valdimar Stefánsson tók við embætti ríkissaksókn- ara tók sá er þetta ritar við embætti ráðuneyt- isstjóra í dómsmála- ráðuneytinu og hélt þannig áfram sam- starfi við Valdimar Stefánsson, en með breyttum formerkjum. En mannleg sam- skipti ganga oft í takt við samskipti í starfi. Mörgum árum áður hafði ég orðið íhlaupa- maður í „bridge“-liði Valdimars, sem aðal- lega var úr Akureyrarskóla, en samstarfsmaður minn í ráðuneytinu og bekkjarbróðir Valdimars, Ragn- ar Bjarkan, var í því liði og ég varð varamaður hans og allsheijar stað- gengill og kom síðar í hans stað. Þetta leiddi, eins og „bridge“- klúbbar gjarnan gera, til aukinna samskipta makanna og það leið ekki langur tími þar til Ásta kona Valdimars og Sigrún kona mín voru komnar með „bridge“-klúbb ásamt Guðrúnu, mágkonu minni, og Karen Agnete Þórarinsson, listmálar, vin- konu þeirra, og svo liðu árin að ég varð einnig varamaður í þeirri sveit og svo kom, að við þijú, Ásta, Sig- rún og ég vorum ein eftir, en Valdi- mar var þá löngu fallinn frá, langt fyrir aldur fram, 62 ára að aldri, 1973. Eftir stóð nú síðustu árin „þrí- hyrningur" af sérstakri gerð, sem trúlega engir aðrir spila, en kynnin við Ástu héldust og við fengum enn ljósari mynd af Ástu, og vissum þó fyrir um persónuleika hennar, bæði glæsileika hennar og ástúð. Ásta var með afbrigðum barnelsk og þess nutu fleiri en hennar börn og barnabörn. Ásta naut mikils barnaláns og var elskuð af börnum og barnabörnum og jafnframt mik- ill vinur vina sinna. Hún var höfð- ingi í lund og glaðsinna, og reisn hennar og hlýja mun ekki gleymast þeim er hana þekktu Veri hún kært kvödd. Baldur Möller. ENGILBERT GUÐMUNDSSON + Engilbert Guðmundsson, bóndi frá Hallsstöðum við ísafjarðardjúp, fæddist á Lónseyri við Kaldalón 16. des- ember 1912. Hann lést á Land- spítalanum föstudaginn 15. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá kapellu Fossvogskirkju 26. nóvember. Nú þegar Engilbert Guðmunds- son, fyrrverandi bóndi á Hallsstöð- um við ísafjarðardjúp, er búinn að kveðja þennan heim þá langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. Engilbert var sveitungi minn og góður vinur. Hann var fæddur og uppalinn hjá foreldrum sínum á Lónseyri í Kaldalóni á Snæfjallaströnd. Heimili hans hefur verið honum góður skóli sem hefur sýnt sig á hans æviferli. Á hans uppvaxtará- rum var mönnum kennt að bjarga sér á sem flestum sviðum. Greini- legt er að vinur minn Engilbert hefur tileinkað sér þetta, því hann var mjög fær til hugar og handar. Börn sem ólust upp við þetta þurftu í flestum tilvikum að taka sjálfstæðar ákvarðanir sem að sjálfsögðu jók á þroska þeirra. Á uppvaxtarárum Engilberts stunduðu menn á Snæfjallaströnd bæði landbúnað og fiskveiðar. Þetta byggðarlag var gjöfult bæði til sjós og lands. Jörðin kom alltaf græn og frostlaus undan snjónum, þannig að gras spratt þar fljótlega eftir að snjór var farinn af túnum og engjum. Sama var það með sjóinn því á þessum tíma voru nokkuð örugg fiskimið undan Snæfjallaströnd og komu menn víða að af landinu til að vera þar á vertíðum. Á þessum tímum var umhverfi fisksins óskemmt. Af- koma fólks á Snæfjallaströnd hef- ur verið þokkaleg þegar litið er á hve heimilin á mörgum bæjum þar voru barnmörg og komust vel af. Á flestum bæjum var stundaður talsverður iðnaður, t.d. úrvinnsla á ull og fleiru til að gera fatnað á fólkið. Auk þess voru þarna hagleiksmenn til að smíða bæði hús og báta, svo og fleira. Greini- legt er að allt þetta tileinkaði Engilbert sér. Engilbert flutti frá Lónseyri að Hallsstöðum 1945 og þar bjó hann með systur sinni Ólafíu fram á sl. ár, þegar þau systkinin fluttu í Kópavog. Meðan þau bjuggu á Hallsstöðum ráku þau myndarbú. Þau stækkuðu túnið þar mikið, byggðu ný hús fyrir búpening bæði sauðfé og nautgripi, svo og fallegt og notalegt íbúðarhús. Við þessar framkvæmdir var Engilbert fagmaðurinn. Engilbert var snill- ingur bæði við smíði úr tré og járni. Sama var að segja um véla- viðgerðir, þær fóru honum vel úr hendi. Af þessu sést að vinur minn Engilbert hafði mjög góða verk- lega þekkingu á mörgum sviðum. Bústofninn hjá. þeim systkinum Engilbert og Ólafíu var mjög fallegur og hraustur, sem sýnir góða hirðusemi þeirra. Ljóst er að sérhæfing var ekki það sem fylgdi Engilbert á Hallsstöðum, enda al- inn upp við það á Lónseyri að þurfa að kunna að gera allt, það var grundvallaratriði þess tíma. Engilbert var góður hagyrðing- ur og átti auðvelt með að setja fram sögur í bundnu máli. Hann orti vísur um alla bæi í Nauteyrar- hreppi, þar sem fram kemur lýsing á bæjunum og nokkrum ábúendum þeirra. Þar kom fram mikil góð- vild og vinátta hans til nágranna sinna, sem hann hefur alltaf sýnt sveitungum sínum. Engilbert var góður söngmaður og tók af þeim sökum þátt í kirkjukórum sveita sinna. Hann hafði og unun af að leika á hljóðfæri. Þetta undirstrik- ar fjölhæfni Engilberts til hugar og handar. Því fylgir mikil ánægja að hafa kynnst Engilbert á Hallsstöðum. Kynni af honum verða manni ógleymanleg. Hér er um að ræða íslending sem kunni að aðlaga sig íslenskum aðstæðum sér og öðrum til hagsbóta. _ Ég sendi Ólafíu, systur Engil- berts, fósturbömum þeirra svo og öðrum vandamönnum þeirra inni- legar samúðarkveðjur með von um að minningar um Engilbert frá Hallsstöðum muni bregða hlýrri birtu í huga þeirra. Blessuð sé minning Engilberts Guðmundssonar frá Hallsstöðum. Jóhann Þórðarson frá Laugalandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.