Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 27.11.1996, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Ferdinand Smáfólk Hafnirnar eru fullar aftur og Hvað heldurðu þá? Við lifum á erfiðum ennþá er enginn úti... tímum ... BREF ITL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Agi og hegðun Frá Þuríði J. Kristjánsdóttur: AGI OG HEGÐUN - umhugs- unarefni og vandi allra foreldra, allra kennara, allra uppalenda. Hvað skal gera, hvernig, hvers vegna? Út er komið lítið kver í Ritröð uppeldis og menntunar, Agi og hegðun eftir Helgu Hannesdóttur barnageðlækni, þar sem hún byggir m.a. á eigin rannsóknum auk reynslu og þekkingar. Hug- myndir manna um aga hafa sveifl- ast frá því að vöndurinn þótti sjálf- sagt heimilisgagn yfir í hik gagn- vart öllum aga, hvort tveggja gat haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. í þessari litlu bók, á 47 lesmálssíðum, er fjallað um aga, nauðsyn hans, hvernig honum skal beitt á jákvæðan hátt og hve nauðsynlegt er að uppalendur leiti faglegrar aðstoðar þegar um al- varlegan hegðunarvanda er að ræða. Helga ræðir á faglegan en auð- skilinn hátt um aga og hegðun, um einkenni alvarlegra frávika, um meðferð fagfólks og síðast en ekki síst um umgengni við og ögun á börnum og ungmennum á heimili og í skóla. Hún varar við því aga- leysi sem hér virðist því miður of algengt, en einnig við hinum skiln- ingslausa aga sem bælir neikvætt atferli um stundarsakir en bætir ekki og getur valdið skaða. Þá minnir hún á að það eru ekki síður gjörðir uppalandans en orð sem móta barnið og hve nauðsynlegt er að vera sjálfum sér samkvæm- ur. Þess ber að minnast að barnið ræður ekki við að setja sér mörk, setji uppalandinn þau ekki gerir hann sig sekan um alvarlega yfir- sjón eins og Helga bendir réttilega á, yfirsjón sem getur kostað mikið og bilið milli umburðarlyndis og vanrækslu er ekki stórt. Þetta kver er svo stutt og svo læsilegt að það er engum ofætlun að lesa það sér til gagns, þegar það er að auki fullt af faglegum ábendingum og greinargróðri um- ræðu um mál sem snertir alla uppalendur hlýt ég að hvetja þá til að eignast það og lesa. ÞURÍÐUR J. KRISTJÁNSDÓTTIR, fyrrverandi prófessor, Hjarðarhaga 54, Reykjavík. Rangfærslur Thors Frá Ragnari Lár: SUNNUDAGINN 10. nóvember sl. birti Morgunblaðið kafla úr nýrri bók Thors Vilhjálmssonar, • „Fley og fagrar árar“. Þess var getið í inngangi að bókin sé einskonar minningaspuni í svipuðum anda og bók hans um bernskuna, „Raddir í garðinum“. Ef vinnubrögð höfundar eru ekki vandaðri en upphaf fyrmefnds úrdrátts ber vitni tel ég að verr hafi verið af stað farið en heima setið. Úrdrátturinn hefst á kafla um Ása í Bæ. Þar rekur hver rang- færslan aðra. Thor segir að Ási hafi fengið berkla í fót sem ungl- ingur. Asi var barn þegar hann fékk beinátu í fótinn. Thor segir að þegar Ási hafi verið orðinn ein- fættur hafi hann orðið aflakóngur í Eyjuni. Þetta er hvort tveggja rangt. Ási hafði báða fætur fram á efri ár þegar hann loks gekk undir þá aðgerð að láta taka af sér fótinn fyrir neðan hné. Eftir það gekk hann við gervifót. Ási var semsagt flest ár ævinnar á „eigin“ fótum, þó annar væri hon- um löngum til baga þar sem sjúk- dómurinn tók sig upp hvað eftir annað. Thor segir að Ási hefði átt sér draumkonu sem litið hafði til með honum. Ég var til sjós með Ása og samferða honum á lífsleiðinni löngum síðar, en aldrei heyrði ég hann minnast á draumkonu. Einn- ig segir Thor frá því að Ási hefði látið strákana vekja sig og síðan sagt þeim kúrsinn. Aldrei gerðist það í róðri svo ég vissi til að Ási legði sig á útstími. Hann var sjálf- ur í „hólnum“ og ákvað stefnuna. Ekki verður fleira tínt til hér, en furðulegt má það vera að svo virtur höfundur, sem Thor Vil- hjálmsson er, skuli kasta svo til höndum við minningaspuna sinn. Það var hægur vandi fyrir Thor að lesa um bernskuár Ása, en um þau skrifaði Ási sjálfur, sem og ýmsan annan tíma ævi sinnar. RAGNAR LÁR, Vesturbergi 102, Reykjavík. Hvað skal segja? 75 Væri rétt að segja: Hann sagðist ekki þora því? Rétt væri: Hann sagðist ekki þora það. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.