Morgunblaðið - 27.11.1996, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 1996 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kirkjustarf
í Hafnar-
fjarðarsókn
Lottóið 10 ára -
Afmæliskveðja
Haf narfjarðarkirly a
Frá Öryrkjabandalagi íslands:
UM ÞESSAR mundir eru tíu ár
síðan íslensk getspá hóf starfsemi
sína en starfsemin er fyrst og
fremst fólgin í rekstri lottósins -
hins eina og sanna - hér á landi.
Alþingi hafði áður með lagasetn-
ingu veitt þrennum félagasamtök-
um leyfi til starfseminnar, íþrótta-
sambandi íslands, Ungmennafélagi
íslands og Öryrkjabandalagi ís-
lands. Allt eru þetta risar á íslensk-
an kvarða fyrir félagastarfsemi.
Það má með fullum sanni segja að
íslenska lottóið og það sem síðar
bættist við, Víkingalottóið og Kínó-
ið, er rekið ótvírætt í þágu lands-
manna allra, í þágu íþróttaiðkunar,
í þágu ungmenna og síðast en ekki
síst í þágu fatlaðra hér á landi.
Málefni gerast tæpast háleitari en
einmitt þau sem standa að baki
lottóinu og koma þau málefni mjög
víða við sögu í íslensku samfélagi.
Þessi sannindi voru landsmönnum
vel ljós strax í upphafí þegar lottó-
inu var hleypt af stökkunum og þau
eru það enn því að það eru einmitt
málefnin að baki lottóinu sem m.a.
valda hinum góðu undirtektum
landsmanna undanfarin 10 ár.
Öryrkjabandalag íslands var
stofnað árið 1961 af sex félögum
og styrktarfélögum fatlaðra. í dag
eru aðildarfélögin 24 talsins. Bú-
setumál fatlaðra hafa verið ofar-
lega á verkefnaskrá bandalagsins
allt frá stofnun þess og komið var
á fót sérstökum hússjóði Öryrkja-
bandalagsins. Fyrstu íbúðarbygg-
ingar Öryrkjabandalagsins risu á
árunum 1969-1974 við Hátún í
Reykjavík og síðan bættust fleiri
við. Hins vegar voru fjárráð Ör-
yrkjabandalagsins mjög naum til
þessara viðamiklu framkvæmda og
aðallega var byggt fyrir lánsfé.
Öryrkjabandalagið var af þeim sök-
um skuldum vafið ef svo má segja.
A þessu urðu geipileg umskipti við
tilkomu lottósins. Nú á Öryrkja-
bandalagið og rekur alls 540 íbúðir
um land allt og hafa 259 þeirra
komið til eftir að íslensk getspá
hóf starfsemi sína. Á Reykjavíkur-
svæðinu eru 482 íbúðir en utan
þess 68. í þessum íbúðum búa alls
um 740 manns, þar af 575 fatlað-
ir. Aðrir íbúar eru sambýlisfólk
fatlaðra, börn og foreldrar. 21%
íbúanna telst til þroskaheftra, 18%
til geðfatlaðra og 12% búa í íbúðum
Öryrkjabandalagsins vegna hreyfi-
hömlunar. Þarna er um að ræða
um það bil helming skjólstæðing-
anna. Hinn helmingurinn saman-
stendur af fólki með ýmsar aðrar
fatlanir. Reiknað á núvirði hefur
íslensk getspá skilað Öryrkja-
bandalagi íslands u.þ.b. 260 millj-
ónum króna á þessum tíu árum.
En það eru ekki eingöngu bú-
setumál fatlaðra sem hafa notið
góðs af lottóinu. Vegna tilveru þess
hefur Öryrkjabandalagið getað
haldið uppi ýmislegri félagslegri
þjónustu, stórum víðtækari en
hægt var fyrir tilkomu þess. M.a.
hafa aðildarfélögin verið styrkt til
ýmissa afmarkaðra verkefna sem
unnin eru á þeirra eigin vegum.
Þá gefur bandalagið út metnaðar-
fullt blað, Fréttabréf Öryrkja-
bandalags íslands, sem kemur út
íjórum sinnum á ári í meira en 15
þúsund eintökum og er það sent
ókeypis öllum félagsmönnum aðild-
arfélaganna en auk þess dreifíst
það á ýmsa aðra staði. Svo að eitt-
hvað sé nefnt af annarri félags-
legri þjónustu á vegum Öryrkja-
bandalagsins má benda á vinnu-
stofur þess fyrir öryrkja og al-
menna lögfræðiþjónustu sem er
skjólstæðingum bandalagsins að
kostnaðarlausu.
í stuttu máli sagt hefur lottóið
gerbreytt stöðu Öryrkjabandalags-
ins til að veita fötluðum þjónustu
á ótalmörgum sviðum. Á þessum
tímamótum er við hæfi að þakka
landsmönnum stuðning við Is-
lenska getspá með fullvissu um að
sá stuðningur heldur áfram. Það
er einnig vel við hæfi að þakka
stjórnarmönnum og starfsmönnum
Íslenskrar getspár fyrir frábæra
frammistöðu við rekstur lottósins.
Að lokum: Bestu afmæliskveðjur
til íslenskrar getspár frá Öryrkja-
bandalagi íslands með ósk um
áframhaldandi farsælt starf í þágu
íþrótta, ungmenna og öryrkja.
F.H. FRAMKVÆMDASTJÓRNAR
ÖBÍ,
Helgi Seljan.
Frá Gunnþóri Ingasyni, Þórhalli
Heimissyni og Þórhildi Olafs:
FJÖLBREYTT safnaðarstarf fer
nú fram í Hafnarfjarðarkirkju og
fögru safnaðarheimili hennar,
Strandbergi, sem nýtist vel þó enn
eigi eftir að innrétta meginsalar-
kynni þess.
Opin kirkja og
safnaðarheimili
Hafnarfjarðarkirkja er nú að
jafnaði opin mánudaga til fimmtu-
daga frá kl. 10 að morgni til kl.
22 að kvöldi en á föstudögum til
kl. 18. Safnaðarheimilið Strand-
berg er einnig opið á sama tíma.
Kvöldbænastundir
Mánudaga, þriðjudaga, mið-
vikudaga og fimmtudaga leiða
prestar kirkjunnar til skiptis stutt-
ar kvöldbænastundir í kirkjunni á
jólaföstu og hefjast þær kl. 18.
Kyrrðar- og bænastundir í
hádegi á miðvikudögum
Kyrrðarstundir fara fram í kirkj-
unni í hádeginu á miðvikudögum.
Þær hefjast á orgelleik kl 12. Síð-
an er Guðs orð íhugað í kyrrð og
boðið til altaris og fyrirbæna. Eft-
ir kyrrðarstundina gefst þátttak-
endum kostur á því að neyta sam-
an léttrar máltíðar í Strandbergi
sér að kostnaðarlausu.
Guðsþjónustur á
helgidögum
Guðsþjónustur fara fram í
Hafnarfjarðarkirkju hvern helgan
dag og hefjast þær kl. 14. Eftir
guðsþjónustuna kl. 14 er að jafn-
aði boðið upp á kirkjukaffi í
Strandbergi. Annan hvern sunnu-
dag eru einnig tónlistarguðsþjón-
ustur kl 18. Þar er lögð áhersla á
tónlistarflutning, leikið á ýmis
hljóðfæri og þá haft náið samstarf
við tón'istarfólk í Hafnarfirði.
Öðru hveiju verður einnig boðið
upp á kvöldguðsþjónustur sem
hefjast kl. 20.30 og verða þær
með fornu gregoriönsku tóni eða
gospeltónlist flutt þar, „Taize“ og
popptónlist.
Kór Hafnar-
fjarðarkirkju
Natalia Chow tók við sem organ-
isti og kórstjóri Hafnarfjarðar-
kirkju 1. september sl. Hún hefur
þegar sett mark sitt á kórinn og
tengt hann nýju og framsæknu
starfi kirkjunnar. Kórinn æfir á
þriðjudagskvöldum kl. 20-22 og
eru nýir félagar velkomnir í kórinn.
Tveir
sunnudagaskólar
Á vegum H afn arfj arð arki rkj u
eru nú í gangi tveir sunnudagaskól-
ar, í Hafnarfjarðar-
kirkju og í Hvaleyrar-
skóla og hefjast báðir
kl. 11.
Foreldradagur
Opið hús, samvera
fyrir mæður og feður,
sem koma með ung
börn sín er nú að hefj-
ast í Strandbergi og
fer fram kl. 13.30-
15.30 á fimmtudögum.
Þau hittast í sam-
komusalnum, Vonar-
höfn, sem gengið er inn í frá Suð-
urgötu.
Barnastarf
virka daga
Þriðjudaga frá kl. 17-18.30 er
opið hús í samkomusalnum, Vonar-
höfn í Strandbergi, fyrir börn á
aldrinum 10-12 ára. Fimmtudaga
frá kl. 17-18.30 er opið hús á
sama stað fyrir börn á aldrinum 8
og 9 ára.
Barnakór
Barnakór hefur verið við
Hafnarfjarðarkirkju síðustu 6 árin
og sett fagran svip á guðsþjón-
ustur og athafnir í kirkjunni. Hann
æfir á föstudögum, yngri hópur frá
kl. 17-18 en eldri hópur frá kl.
18.-19. Nýir söngfélagar eru vel-
komnir í kórinn.
Æskulýðsstarf
í Safnaðarheimilinu Strandbergi
er opið hús fyrir 13-15 ára ungl-
inga á miðvikudagskvöldum frá
kl. 20-22. Góðir gestir koma í
heimsókn. „Þemakvöld“ , þar“ sem
sérstakt efni verður tekið fyrir
verða haldin og einnig farið i
„óvissuferðir “ og haft samband
við æskulýðsfélög kirkna á höfuð-
borgarsvæðinu.
Starf með
fötluðum
Prestar kirkjunnar hafa reglu-
legt samband við sambýlin í sókn-
inni og stuðla að því að heimilis-
fólk þar geti sótt kirkju.
Starf með
öldruðum
Opið hús, samvera fyrir 65 ára
og eldri er nú að hefjast í Strand-
bergi og fer fram á þriðjudögum
kl. 14-16. Vikulegar helgistundir
eru haldnar á Sólvangi og reglu-
bundnar guðsþjónustur.
Hjónanámskeið
Hjónanámskeið voru haldin í
Vonarhöfn Strandbergs í haust og
voru vel sótt og byrja aftur 14.
janúar á nýju ári. Kirkjuþjónar
veita upplýsingar og skrá þátttak-
endur í þessi námskeið í síma kirkj-
unnar.
Almenn
námskeið
í sumar fóru fram fjölsótt nám-
skeið í Strandbergi um viðhorf
helstu trúarbragða til dauðans.
Námskeið um megineinkenni þess-
ara trúarbragða verða haldin í vet-
ur.
Kristin íhugun -
samræðuhópur
Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup
hélt mjög fjölsótt fræðsluerindi í
Strandbergi og Hafnarfjarðar-
kirkju um guðrækni og kristna
íhugun 3_ laugardagsmorgna nú
nýverið. Áhugasamur hópur, sem
kynnir sér þetta markverða efni
frekar, hittist nú í Strandbergi á
laugardagsmorgnum kl. 11 og er
öllum þeim opinn sem hug hafa á *
að vera með.
Lögmannavakt
Starfandi lögmenn í Hafnarfirði
eru með lögmannavakt í Strand-
bergi annan hvern fimmtudag frá
kl. 17-19 og veita þá ráð og leið-
beiningar um lögfræðileg úrlausn-
arefni án endurgjalds. Kirkjuþjón-
ar skrá fólk til viðtala við lögmenn
í síma kirkjunnar.
AA-starf
Þrír AA-hópar hittast nú í
Vonarhöfn Strandbergs: A. Hópur
karla og kvenna á sunnudögum frá
kl. 11-13. B. Kvennahópur á-
mánudagskvöldum frá kl. 20-22.
C. Sporahópur á miðvikudags-
kvöldum kl. 20-22.
ITC-starf
ITC-deildin íris fundar í
kennslustofunni Odda í Strand-
bergi annað hvert mánudagskvöld
og hefjast fundir kl. 20.
GUNNÞÓRINGASON
sóknarprestur,
ÞÓRHALLUR HEIMISSON
aðstoðarprestur,
ÞÓRHILDUR ÓLAFS
safnaðarprestur.
Þu sparar o i 11 a 5
73% símkostnaðar
Nú getur þú talað í friði án þess að hafa áhyggjur af svimandi háum símareikningum. Ný
tækni og þróun slmamála markar endalok einokunar sfmafyrirtækja. Símkostnaður má
ekki hindra samskipti okkar og framgang (slands sem fyrirmynd friðar og hreinnar náttúru.
Þess vegna býður Friður 2000 allt að 73% ódýrari símaþjónustu.
Þú færð einnig internetið, alþjóðlega neyðartryggingu og ýmis önnur fríðindi þegar þú
gerist félagi Friðar 2000.
Hringdu núna og þú færð geisladiskasett að gjöf meðan birgðir endast
C E >
Friður 2000, Ingólfsstræti 5, Reykjavík, sími 552 2000, www.peace.is/2000