Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ NIKKELVERKSMIÐJURNAR á Kólaskaga spúa eitri dag og nótt. Myndin er tekin í niðamyrkri seint um kvöld. Morgunblaðið/Karl Blöndal Umhverfismál í molum IVEGARKANTI á leið- inni frá Múrmansk til Nikel standa tvö rauð hús og skera sig úr í hvítum snjónum. Við húsin er ekki hræðu að sjá, en einn hundur stendur tjóðraður við vegg og geltir án afláts. Á húsun- um eru lítil skilti, gul og rauð, sem á er skrifað kyrillísku letri á rúss- nesku: Bannsvæði - lífshætta. Við eftirgrennslan kemur í Ijós að þarna er um að ræða geymslustað fyrir kjarnorkuúrgang. Gæslan er engin og geymsluskúm- um veitti ekki af viðhaldi þótt þar væri geymd grásleppa. Hinn geisla- virki úrgangur á þessum stað stendur þó ekki undir bemm himni eins og úra- níum-brúsarnir í Andrejeva-flóa, sem hafa verið á berangri frá því i upphafi sjöunda áratugarins. Hylkin em farin að láta á sjá. Þau eru sprungin og lokin farin að losna. Vatn rennur hindmnarlaust í þau og úr. Hvergi í heiminum er jafn marga kjamakljúfa að finna og á Kóla- skaga. Samkvæmt Bellona eru þar 18% af kjarnakljúfum heimsins, 182 í notkun og 135 sem hafa verið teknir úr umferð. Sérfróðir menn segja að það sé ekki spum- ing um það hvort þama verði stór- slys heldur hvenær, verði ekkert að gert. Rússar hafa hins vegar ekki efni á að ganga frá kjamorku- úrgangi og geislavirkum efnum og á meðan þeir fá enga hjálp að utan verður ástandið óbreytt. Vandl Noróurflotans Stór hluti vandans er vegna Norðurflota rússneska sjóhersins, sem hefur þurft að leggja kjarn- orkukafbátum án þess að geta gengið almenni- lega frá þeim. í Rússlandi em hins vegar margir þeirrar hyggju að það sé ekki aðeins í verkahring Rússa að leysa þennan vanda, Vesturlönd beri einnig ábyrgð. „Vandi Norðurflotans hófst í kalda stríðinu," sagði Sergei Filipov, fulltrúi norsku umhverfis- verndarsamtakanna Bellona, á blaðamannafundi í Múrmansk. „Vestrið átti einnig þátt í að skapa vandann og nú er kalda stríðinu lokið þannig að það er sameigin- legt verkefni að finna sameiginlega lausn." Fyrir um fimm árum var ákveð- ið að hefja aftur samvinnu, sem UMHVERFISMÁL í Rússlandi eru í molum. Valerí Mensjikov, sem situr í öryggisráði Rússlands, hef- ur umhverfismál á sinni könnu og er ómyrkur í máli þegar hann talar um ástandið. Hann sagði á blaða- mannafundi í Múr- mansk að lífríki væri í hættu á 14% rússnesks landsvæðis. 50 milljónir manna byggju á þessu svæði. „í Rússlandi er nú svo komið að lífslíkur drengs, sem fæðist í dag, eru ekki nema 59 ár,“ sagði Mensjikov. „Þetta þýðir að hann deyr áður en hann nær eftirlaunaaldri. Það er hægt að lýsa þessu ástandi sem ögrun eða ógnun, en eitt er víst: hörmungar blasa við Rússlandi." Ágangur á náttúruauðlindlr Mensjikov sagði að ein helsta ógnin við lífrikið væri ágangur á náttúruauðlindir. „Við héldum í upphafi markaðs- búskapar að með því að láta meng- unarvaldana borga gjöld væri hægt að vernda auðlindirnar," sagði Mensjikov. „Fimm árum síð- ar leikur kapítalismi lausum hala í Rússlandi. Auðlindir eru ekki nýttar heldur rændar.“ Samkvæmt opinberum tölum eru tré felld á tveimur milljónum hektara árlega og jafnstórt svæði ræktað upp á ný á sama tíma. Mensjikov sagði að þegar sann- leiksgildi þessara talna hefði verið kannað hefði komið í Ijós að sýnu meiri skógur var felldur en gefið var upp. „Ástand skóglendis í Karelíu er háskalegt og það, sem þar hefur gerst, glæpsamlegt," sagði Mensj- ikov. En þetta eru ekki einu umhverf- isspjöllin. Olía er unnin úr jörðu með gamaldags aðferðum og rennur óheyrilegt magn utan við leiðslur. Sjálfar leiðslurnar valda einnig miklum vand- ræðum. 700 leiðslur springa árlega. Talið er að margar millj- ónir tonna af olíu tapist og leki út í umhverfið á ári í flutningum. Mensjikov sagði gervihnattamyndir sýna að ekkert svæði í heiminum væri jafn upplýst og Vestur- Síbería. Ástæðan væri olíueldar. Þeg- ar þar við bættist gas, sem slyppi úr leiðslum út í andrúmsloftið, mætti skilja orð A1 Gore, varaforseta Bandaríkjanna, þess efnis að áhri- faríkast í baráttunni gegn gróður- húsaáhrifunum væri að stöðva gaslekana í Síberíu. Hann kvaðst hafa beðið há- skólastúdenta í Moskvu að rann- saka hvort náttúran gæti jafnað sig á næstu 15 árum ef hætt yrði að vinna olíu þar sem vinnslan er mest í Síberíu. Niðurstaðan hefði verið sú að á 80% svæðisins hefði mengun valdið slíkum skaða að lífríkið mundi ekki jafna sig. 70% vatns óhæf til drykkjar Hann sagði að 70% Rússa hefðu drykkjarvatn, sem væri óhæft til drykkjar vegna mengunar frá efnaverksmiðjum. Mengun í and- rúmslofti væri mikil og á 80 helstu iðnaðarsvæðunum væri hún stund- um tífalt meiri en eðlilegt teldist. Vegna mengunar í lofti og jörðu væri helmingur allrar mjólkur, sem framleidd væri í Rússlandi, hættulegur börnum. hafði legið niðri í hálfa öld. 11. janúar 1993 var undirrituð yfirlýs- ing um svæðisbundið samstarf á norðurslóðum, svokölluðu Barents- svæði, milli Norðurlandanna og Rússlands í bænum Kirkenes í Norður-Noregi. Hugmyndin var upprunnin í norska utanríkisráðu- neytinu og tilgangurinn að tryggja frið og stöðugleika í samskiptum við grannríkið í austri. Öryggis- hagsmunir Norðmanna voru einnig í fyrirrúmi, sem og umhverfismál. í upphafi átti að leggja áherslu á smærri verkefni, en metnaðurinn hefur aukist jafnt og þétt. Elturborgln Nikel Stærsta verkefnið er endumýjun nikkelbræðslunnar í borginni Ni- kel, sem er skammt frá norsku landamærunum. Mengunin þar í borg er yfirgengileg. Feiknarlegir skorsteinar spúa eitri dag og nótt. í tíð Sovétríkjanna var Nikel borg uppgripa. Þangað kom fólk, vann í nokkur ár og hélt brott með nægt fé til að geta keypt húsnæði eða komið undir sig fótunum. Nú er öldin önnur. Kaupið hrekkur skammt og þeir sem búa í Nikel eiga ekki undankomu auðið. Nikel og nágrannabærinn Sapoljarní, þar sem nikkelnámurnar er að finna, heyra til þess svæðis sem Valerí Mensjikov, sem sér um umhverfis- mál í rússneska öryggisráðinu, hefur í huga þegar hann talar um menguðustu svæði Rússlands. Það er númer 60 í röðinni yfir helstu mengunarpytti landsins. Petsjenga-nikkelverksmiðjan gefur frá sér sex sinnum meiri brennisteinstvísýring en allur sam- anlagður iðnaður Norðmanna og mikið af úrfellinu berst til Noregs. Talið er að það muni kosta 1,7 milljarða norskra króna (um 17 milljarða íslenskra króna) að gera umbætur í verksmiðjunni og leysa mengunarvandann. Norðmenn hafa heitið 300 milljónum norskra króna (um þremur milljörðum ís- lenskra króna) til þessa verkefnis, en lítið virðist ætla að verða úr framkvæmdum. Eigendur verksmiðjunnar virð- ast ekki hafa á pijónunum að veija miklu fé í Nikel. Fyrirtækið er í vandræðum og skuldar um 700 milljónir dollara (um 46 milljarða króna). Borís Jeltsín Rússlandsfor- í VEGARKANTI stendur geymsla fyrir geislavirkan úrgang. ÍIASKI AKOLASKAGA VALERI Mensjikov

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.