Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 B 21 h 9 ; i I 5 u » - ) 9 1 i i i ! Í i J Í i Morgunblaðið/Kristinn TAKA undirbúin. Þórhallur (Laddi) Sigurðsson, lögreglumaður í miðið ásamt unga manninum Steini Ármanni og fornbókasalanum Guðmundi Ólafssyni. HÉR bera þeir Egill Eðvaldsson, upptökustjóri, og Jóhann Sig- urðsson, leikstjóri, saman bækur sínar. JÓN Þór Hannesson hjá Saga Film sem framleiðir myndina fyrir íslenska útvarpsfélagið. sig á einhverju nýju. Mér finnst að Guðmundi og Jóhanni hafi tekist að búa til dálítið mannlegt grín og hófstillt. Ég er spennt fyrir að kynn- ast þessum karakterum í framtíð- inni og sjá hvað á daga þeirra dríf- ur. Þetta hefur þjóðfélagslegar skír- skotanir í allar áttir. Þarna rekst inn fólk sem hefur lent í ýmsu, bæði úr efstu og neðstu stigum þjóðfélagsins. Þetta er dálítið skemmtileg samsetning, undirföt og ævisögur. Það má líta á hlutverkin sem einn lit hvert. Ester er rauði liturinn 1 þessu litrófi, þetta kvenlega ele- ment. Út frá femenísku sjónarmiði hefur hún sjálfsagt margt til að bera sem femenistar myndu telja henni til tekna og annað sem þeim þætti miður. Það er undarlegt að þegar verið er að skrifa kómísk hlutverk fyrir konur eru þær alltaf hafðar svolítið vitgrannar. Karlar vilja eigna sér gáfurnar og skilja kynþokkann eftir handa konunum. Tæknilega er stór munur á að leika fyrir framan sjónvarpsmynda- vél eða á sviði. Samt sem áður er þetta stílfærður leikur, sterkir kar- akterar og maður getur treyst því hvernig hver og einn bregst við. Karakterarnir bregðast manni ekki. Þetta verkefni er krefjandi en um leið mjög skemmtilegt. Það er erfitt að sofna á kvöldin því maður er kominn með svo mikið adrenalín- púst í kroppinn að það er erfitt að leggjast niður, loka augunum og verða rólegur." Gaman að vinna mig í gegnum persónuna Ingvar Sigurðsson leikur annan eiganda fornbókabúðarinnar, Rögn- vald Hjördal. „Rögnvaldi er mikið í mun að hafa allt í röð og reglu,“ segir Ing- var. „Kannski vegna þess að hann veit að hann er á hálum ís ef hann hefur óreiðu í kringum sig, hann á fortíð, þótt það komi ekki upp á yfirborðið fyrst um sinn. Hann er akkúrat maður. Mér finnst gaman að vinna mig í gegnum persónuna og vona að hann sé að skila sér. Ég er ánægður með handritið sem á fyrst og fremst að vera fyndið og skemmtilegt en er samt ekkert yfirgengilegur farsi. Það er gaman að taka þátt í þessu verkefni. Ég er mjög ánægður með að fá að prófa eitthvað nýtt. Einhvers konar Bogart Þórhallur Sigurðsson leikur leynilögregluna Steingrím sem lifir í dálítið öðru vísi heimi en við hin. „í augum hans eru hversdagsleg- ustu fyrirbæri grunsamleg og dul- arfull," segir Þórhallur Sigurðsson. „Hann er skreytinn og minnstu at- vik verða í frásögn hans stórkostleg ævintýri eða hasarsögur þar sem hann er miðpunkturinn. Hann segir endalaust hetjusögur af sjálfum sér í anda þess sem gerist í leynilög- reglumyndum hvíta tjaldsins; er einhvers konar Bogart. í sögunum skarar Steingrímur alltaf fram úr, er alltaf bestur og ef hann slasast er hann rosalega mikið slasaður. Mér fínnst hann skemmtileg týpa. Umhverfið sem þættirnir gerast í býður upp á gott andrúmsloft. Mað- ur veit að í fornbókaverslunum á íslandi er andrúmsloftið með þess- um sérstaka hætti. Það eru alltaf sömu mennirnir sem koma inn, glugga í bækur og drekka jafnvel kaffi með eigendunum. Þetta er gott og sérstakt efni. Að leika í þáttum eins og þessum er með því skemmtilegasta sem ég geri. Það er gaman að þessu fram- taki. Loksins er verið að fram- kvæma eitthvað sem menn hafa verið að rövla um að gera lengi. Það hafa verið framleiddir gaman- þættir en langt er orðið síðan svona þáttaröð hefur verið gerð.“ • Heimilistækjadeild Fálkans « Heimiiistækladeild Fálkans » Þjónusta KBNN SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 581 4670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 567 0100 UMBOÐSAÐILAR UM ALLT LAND: Akranes: Versl. Perla • Borgarnes: Kf. Borgfirðinga • Ólafsvík: Litabúðln • Patreksfjörður: Ástubúð • ísafjörður: Þjótur sf.« Drangsnes: Kf. Steingrímsfj. • Hólmavík: Kf. Steingrímsfj* Hvammstangl: Kf. V-Húnv. • Blönduós: Kf. Húnvetninga • Sauðárkrókur: Hegri • Slglufjörður: Apótek Siglufjarðar* Ólafsfjörður: Versl. Valberg • Akureyri: Sportver, Versl. Vaggan (Sunnuhlíð) • Húsavfk: Kf. Þingeyinga • Egilsstaðir: Kf.Héraðsbúa • Neskaupstaður: Lækurinn • Esklfjörður: Esklkjör • Reyðarfjörður: Ámi Elísson* Hvolsvöllur: Kf. Rangæinga • Þorlákshöfn: Rás hf. • Vestmannaeyjar: Tölvubær • Garður: Raflagnavinnust. Sigurðar Ingvarssonar • Keflavfk: Bústoð hf.* Grindavík: Versl. Palóma • Reykjavík: Bamaheimur, Fatabúðin, Versl. Hjólið (Eiðistorgi), Húsgagnahðllin • Heimilisíækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans * Heimilistækjadeild Falkans Ný barnabók - Hugljúf jólagjöf. Sagan segir frá Alla, 10 ára og hvernig honum gengur að aðlagast nyjum aðstæðum í sveitinni. vintýri í sveitinni Hann lendir í ýmsum ævintýrum og óhöppum, en allt fer vel að lokum ,Það er einhver Ijómi yjir þessari sögu " - Helgi Sœmundsson Lv' . j|| ■V .*Í _ i Félag raungreinakennara Verkfræðingafélag fslands Menntun til framtíðar Málþing um stefnu og úrbætur í raungreinakennslu Fundarstaður: Norræna húsið. Fundartími: Þriðjudagur 10. desember kl. 13 -17. Fundarstjóri: Þorsteinn Vilhjálsson forseti raunvísindadeildar HÍ. Dagskrá: 13.00 Setning: Pétur Stefánsson, form. Verkfræðingafélags íslands. Ávarp: Björn Bjarnason, menntamáiaráðherra. Norræn skólastefna, sameiginlegir þættir og áhrif: Doris Jorde, háskólanum í Osló. Að veija léttustu leiðina: Ásta Þorleifsdóttir, form. Féiags raungreinakennara. GreinargerðVerkfræðingafélags íslands um eflingu raungeinakennslu: Dr. Guðleifúr M. Kristmundsson, form. menncamálanefndar VFÍ. Niðurstöður Timss rannsóknarinnar: Dr. Einar Guðmundsson Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála. Áherslur atvinnuiífssins: Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. ÍSAGA og Hugvísir: Geir Þórarinn Zoéga forstjóri ÍSAGA. Eru kröfur verkfræðideiidar of strangar? Júlíus Sólnes, prófessor. Skólastefna á villligötum: Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varaformaður Kf. Náttúrufræðigreinar og grunnskólinn: Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur. Kaffihlé 16.00 Paliborðsumræður. Stjórnandi, Helgi H. Jónsson, fréttamaður. 16.45 Samantekt Hjálmar Árnason, alþingismaður. 17.00 Málþingi slitið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.