Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
kjarnakljúfunum inn í einhver
þessara ganga og loka þeim. Skil-
yrði fyrir því að það gangi upp er
að takist að þurrka göngin.
Einnig hefur verið lagt til að
geyma kjarnakljúfana í gömlum
námum í Nikel. Sú lausn krefðist
þess að lögð yrði járnbraut frá
ströndinni að námunum.
Síðasti kosturinn er að draga
kjarnakljúfana að eyjunni Novaja
Semlja, sem Sovétmenn notuðu til
að gera kjarnorkutilraunir. Stung-
ið hefur verið upp á að sprengdir
verði tveggja til þriggja km langir
skurðir inn frá ströndinni og
kjarnakljúfarnir dregnir eftir þeim.
Þegar skurðirnir hefðu verið fylltir
af kjarnakljúfum yrðu smíðaðar
stíflur og vatni dælt úr þeim. Yfir
þetta yrði .mokað sandi og gijóti.
Rússnesk yfirvöld eru þeirrar
hyggju að engin geislavirkni muni
sleppa út vegna þess að þarna er
frost allan ársins hring.
Fljótandi dauðagildra
Sama tillaga hefur verið sett
fram um skipið Lepse, sem borg-
aralegi Kjarnorkuflotinn notaði til
þess að sækja geislavirkan úrgang
og notað eldsneyti í þrjá kjarnorku-
knúna ísbijóta, Lenín, Artíka og
Síbír. Kjarnorkuflotinn eða Atom-
flot rekur nú átta kjarnorkuknúin
fley, sjö ísbqota og eitt flutninga-
skip. Skipið Lepse var einnig notað
til að flytja fljótandi geislavirkan
úrgang að Novaja Semlja og varpa
í hafið.
Um borð í Lepse eru 645 elds-
neytisstangir úr kjarnakljúfum.
Helmingur þeirra var settur um
borð þegar slys varð um borð í
ísbijótnum Lenín árið 1966. Um
500 stangir eru ónýtar. Þær þönd-
ust út vegna ónógrar kælingar
þannig að ekki var hægt að koma
þeim fyrir í tilætluðum hólfum.
Var þá gripið til þess bragðs að
beija þær niður í hólfin með sleggj-
um með þeim afleiðingum að þær
brotnuðu og urðu hættulegri en
áður. Það verður erfitt að ná stöng-
unum út, ef ekki útilokað. Rúss-
neskir sérfræðingar telja að eigi
að ná stöngunum muni þurfa ekki
færri en fimm þúsund verkamenn,
LEPSE liggur við bryggju í höfn Atomflot. Á skiltinu er varað við
geislavirkni. Sökkvi Lepse er spáð stórslysi.
INNGANGURINN að höfuðstöðv-
um rússnesku leyniþjónustunnar
FSB, arftaka KGB í Múrmansk,
sem handtók Alexander Níkítín
fyrir njósnir. Yfir dyrunum má enn
sjá hamar og sigð.
sem muni fá mestu leyfilega geisl-
un.
Lepse er í slæmu ásigkomulagi
og er efast um að skipið þoli að
verða dregið alla leiðina til Novaja
Semlja. Það var nýlega fært til í
höfn Kjarnorkuflotans og þótti
ýmsum að þar hefði verið tekin
full mikil áhætta. í Washington
Post var gengið svo langt að segja
að ekki mætti snerta skipsskrokk
Lepse næstu 200 þúsund árin
vegna geislavirkni. Sökkvi Lepse
eða velti á hliðina gæti orðið
keðjuverkun í notaða eldsneytinu,
sem mundi leiða til sprengingar
og leysa mikla geislavirkni úr
læðingi.
„Þá fer sjórinn að krauma og
460 þúsund íbúar Múrmansk
verða fluttir brott allir með tölu,“
sagði Gunnar Sætro, blaðamaður
á norska blaðinu Nordlys, sem
búið hefur í Múrmansk.
Ekkert stórslys hefur orðið á
Kólaskaga. En hætturnar leynast
víða og eftir því sem lengur er
látið reka á reiðanum aukast lík-
urnar á að eitthvað fari úrskeiðis.
FJÖLBRAUTASKÓLINN
BREIÐHOLTI
Getum bætt við
nemendum á
eftirtaldar brautir á
vorönn 1997
Grunnnám rafiðna
Rafvirkjun
Grunnnám tréiðna
Trésmíði
SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 B 5
' pu'Cttdvéídr
• Hreinni þvottur
• Hreinna skol
Minna rafmagn
Mlnna þvotteefnl
2
yj Wsu/iístgr. 78.990 kr.
1600/800/500 sn/mín.
!sl stgr. 64.990 kr.
1100/500 sn/mín.
Suðurlandsbraut 8, sími 581 4670
fyrsta þvottavélin
uppfylla nýja
•staðalinn
Sjúkraliðabraut
SJÓNVARP UH GERVIHNÖTT
* *
Matvælasvið
FB þegar þú
velur starfsnám
-kjarnimálsins!
VERTU ÞINN EIGIN DAGSKRÁRSTJÓRl
Hver notandi hefur sinn eigin móttakara og
aðgang að meiri en 40 sjónvarpsrásum.
Dæmi: 4 íbúða sambýli - sameiginlegur diskur.
Stereo móttakari með innbyggðum SKY
afruglara innifalinn.
Verð frá kr. 39.000,- stgr.
Dæmi: Diskur og 5 rása
forritanleg móttökustöð
á hverja íbúð.
Verð frá kr. 198.000,- stgr.
VAChannelMaster' 0lw*£>t
Gervihnattadiskar wmw C/ C'
Auðbrekka 16,200 Kópavogur
Sími 554 - 2727
KYNNINGARMIÐSTÖÐ EVRÓPURANNSÓKNA
Dagur Fjarvirkni og Margmiðlunar verður haldinn
í Þjóðarbókhlöðunni þann 13. desember kl. 9.00-15.00.
Kynntar verða tvær rannsóknaráætlanir Evrópusambandsins,
Fjarvirkniáætlunin (Telematics) og Upplýsingatækniáætlunin
(Esprit) og fyrirhugaðir umsóknarfrestir.
9.00-9.15 Á Fjarvirkni erindi á íslandi: Þorgeir Pásson, Landspítalanum og fulltrúi
íslands í Fjarvirkniáætlun Evrópusambandsns.
9.15- 10.00 Fjarvirkniáætlun Evrópusambandsins (Telematics): Barry O’Shea,
framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
10.00-10.15 Kaffihlé.
10.15- 10.45 Fiarvirkniverkefni á írlandi: Dr. John O’Flaherty, The National
Micoreloctronics Applications Centre -
Erindið fer fram í gegnum myndsímakerfi.
10.45-11.00 Matsferlið innan 4 rammaáætlunar Evrópusambandsins:
Stefanía Júlíusdóttir, Háskóla íslands og matsmaður hjá
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.
11.00-11.20 Tunaumálaverkfræði: markaðstækifæri, Þorgeir Sigurðsson, Skýrr hf.
11.20- 11.45 Fvrirspurnir.
Hádeaisverðarhlé
13.00-13.15 Maramiðlun oa menntamál: Ágúst Ingþórsson,
Rannóknaþjónustu Háskóla íslands.
13.15- 14.20 Maramiðlun: kynnt verður fyrirhugað útboð á sviði margmiðlunar á sviði
mennta- og kennslumála innan 4. rammaáætlunar Evrópusambandsins,
hr. Philippe Aigrain, frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins,
upplýsingatæknisviði.
14.20- 14.40 Huabúnaður fyrir kennara til nota við aaanvirka fjarkennslu:
Adam Óskarsson, Verkmenntaskólanum á Akureyri.
14.40-15.00 Fyrirspurnir.
Aðilar, sem hafa áhugaverð verkefni, hafa möguleika á að ræða
við fulltrúa Framkvæmdastjórnarinnar.
Skráning er hjá Rannsóknarráði íslands í síma 562 1320.