Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FLUGVÉL íslandsflugs hef- ur sig á loft frá Reykjavík- urflugvelli síðdegis 2. október. Förinni er heitið til Þingeyrar með millilendingu á Bíldudal. Framundan er rúmlega mánaðartúr með frystitogaranum Sléttanesi ÍS. Nú skyldi kanna í fyrsta sinn hvemig líf sjómanna er í raun og veru á frystitogara, fjar- vera frá fjölskyldu, ættingjum og vinum. Skyldi vera eitthvað til í sögusögnum um eymdarlíf á úthöf- unum? Hér á eftir lýsir greinarhöf- undur tæplega 50 daga túr norður í Smuguna, mannlífi um borð, afla- brögðum, samskiptum við norsku strandgæslunna, aðstoð við önnur skip, vinnuslysum og hvernig líf það er að vera um borð í skipi með 24 skipverjum í svo langan tíma. Til að byija með fóru átta skip- veijar til Bíldudals með flugi, sem síðan átti að halda áfram til ísa- fjarðar og þaðan skyldi ekið til Þingeyrar. En bilun kom upp í raf- hlöðu flugvélarinnar og varð hún því stopp á Bíldudalsflugvelli. Rúta frá Tálknafirði var kölluð til og því næst var hossast í rútukálfinum yfir mjög svo óslétta fjallvegi, yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar til Þingeyrar þar sem Sléttanesið lá í höfn. Ekki byijaði ferðin vel. Ég segi við bróður minn við hlið mér, þegar rútan skröltir niður Hrafnseyrarslaufumar, þetta er eins og maður sé fangi og á leið í gijótið! Bróðir minn leit á mig og sagði með yfirvegaðri röddu „við erum á leiðinni í fangelsi“. Þetta hljómaði ekki vel. Jú, líklega má líkja tveggja mánaða útivist um borð í skipi við fljótandi fangelsi. Hann ætti að vita það, búinn að fara ófáa túrana þangað norður eftir. Mín sjómennska er talsverð, búinn að fara á ísfisktogara, línu, net og dragnótaveiðar, en ekki í lengri sjóferðir en 14 daga. Vel birgur af lesefni, teiknidóti og hlýj- um fatnaði horfði ég út í sortann og hugsaði með mér: kannski mað- ur ætti bara að sleppa þessu ævin- týri og skella sér í beitingu á Þing- eyri í staðinn? En áður en langt um leið var allur mannskapurinn byrj- aður að hífa flottrollið frá borði og um miðnætti var haldið úr höfn. Haldið í Smuguna I fyrstu voru menn að velta því fyrir sér hvert yrði haldið á veiðar. Síðasti túr í Smuguna var lélegur og fréttir af aflabrögðum voru af- leitar. Flestir héldu að veitt yrði á heimamiðum en svo kom svarið: í Smuguna, drengir. Þessar fregnir slógu marga en þó tóku menn þessu furðuvel. Fréttirnar fengu menn tveimur tímum fyrir brottför. Skip- veijar funduðu með útgerðarstjór- anum í setustofunni og vildu fá vikulega greidda tryggingu til þess að eiginkonur þeirra gætu náð end- um saman heima og voru menn hvassir í orðum og ákveðnir. Þeir vissu vel hvað konurnar þurftu að glíma við í landi að þeim fjarstödd- um í tvo mánuði. Krafan gekk upp og mönnum leið strax betur. Marg- ir um borð voru að fara aftur í Smuguna eftir vikustopp. Síðasti túr var 50 dagar. Þessi yrði sjálf- sagt svipaður! Siglingin í Smuguna tók fimm sólarhringa og fyrstu þrír fóru í brælu með norð-austan 8-9 vindstigum. Ekki voru allir á fótum, margir héldu sig í kojum eða voru á sífellu rápi á klóið. Sjóveikin sótti stíft á menn, sérstaklega þá sem voru að koma um borð eftir langan tíma frá sjómennsku. Sumir aldrei farið á sjó eins og tveir 18 ára drengir frá Þingeyri, þetta átti að vera hrein tekjulind fyrir þá, að þeirra sögn. Nýliði flengdur Á leiðinni norður eftir horfðu menn mikið á myndbönd. Sjón- varpsdagskrá beggja stöðva hafði verið tekin upp og allt efnið og líka dagblöð voru frá ágústbyijun fram að októberbyijun. Sem sagt; hund- SIGMUNDUR Sigurbjörns- son, sá yngsti um borð (17 ára), heldur hér á all vænum golþorski á heimamiðum. Hann vó 26 kg og mældist 1 metri og 46 cm. SKIPVERJAR Sléttaness í víra- slag. gamalt efni fyrir þá sem ekki voru í síðasta túr. Setustofurnar eru tvær, ein uppi við matsalinn þar sem reyklausu skipveijarnir héldu sig og svo önnur niðri þar sem reykj- armökkurinn réði ríkjum. Þar var einnig bókakassi og sjoppan sem starfsmannafélagið sér um. Dag- blöð voru menn með fyrstu vikurnar inni hjá sér en þegar leið á túrinn hrúguðust blaðastaflarnir um öll borð. Fyrir nýliða var þetta nokkuð spennandi. Gossjálfsali frammi í stakkageymslu, ljósabekkur og góð aðstaða fyrir gufubaðsunnendur. Eitt þrekhjól á efri gangi og svo tölvan í brúnni, hún var talsvert brúkuð til tímastyttingar. Þeir sjó- veiku fóru nú loks að ná réttum lit og farnir að standa í báðar, nokk- urn veginn, eftir þriggja daga sigl- ingu í bræluskít. Erfiðlega gekk að finna jafnvægið, þá sérstaklega við matarborðið. En allt kom þetta með tímanum. Simmi, 17 ára drengur, var um borð, kom með pabba sínum sem er yfirvélstjóri. Simmi leit ekki út fyrir að endast nema í fimm til sex daga, grindhoraður með gler- augu og hálfslappur. En eftir nokkra daga fór Simmi að bjóða mönnum birginn. Innanundir leynd- ist harðduglegur drengur, fullur áhuga og atorkusamur með ein- dæmum. Simmi varð síðan vinsæl- 15 TONNA karfa- hal á heimamiðum í blíðskaparveðri 30 mílur út af Kögri. SMUGULIF Veiðum íslenskra togara í Smugunni lauk nú nýverið, og reyndist hún ekki eins gjöful að þessu sinni og stundum áður. Sjómenn hafa boríð vistinni þama í norðurhöfum misjafna sögu, en Róbert Schmidt kynnti sér þessar veiðar af eigin raun og segir hér frá í máli og myndum. UM 30 smáhá- karlar veiddust á Smugumið- unum og voru þeir allir hor- aðir og það smáir að engin not voru af þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.