Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SIINNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 B 13 FRÉTTIR Fornleifar í Reykholti Göng við Snorralaug lagfærð í vor í SVARI við fyrirspurn Svavars Gestssonar um fornleifarannsóknir í Reykholti greindi Björn Bjamason menntamálaráðherra frá því á Al- þingi, að ráðist yrði í viðgerðir á hinum fornu bæjargöngum við Snorralaug í Reykholti næsta vor. Ekki mun hins vegar vera á dag- skrá að ráðast í frekari fornieifa- rannsóknir á staðnum. Tilefni fyrirspurnar Svavars voru upplýsingar um ástand fornminja í Reykholti, sem fram komu í viðtali við staðarhaldarann í Reykholti, séra Geir Waage, í Morgunblaðinu 10. nóvember sl. Þar greindi Geir frá því, að göng sem talið er að legið hafí frá Snorralaug inn í kjall- ara bæjar Snorra Sturlusonar á fyrri hluta þrettándu aldar, sem grafin voru upp á um tveggja metra kafla á fjórða áratugnum, væru nú að hruni komin og ágangur ferða- manna stefndi í að spilla minjunum. Lýst eftir stefnumótun Ráðherra vitnaði í bréf sem þjóð- minjavörður, sem samkvæmt þjóð- minjalögum fer með yfírstjórn og annast eftirlit fomleifarannsókna í landinu, skrifaði í tilefni fyrirspum- arinnar. Þar kemur fram, að engar fomleifarannsóknir eru fyrirhugaðar á næsta ári í Reykholti né á næstu árum, en þjóðminjavörður segir að mikil þörf sé á að lagfæra umhverfi Snorralaugar. Forgangsverkefni sé að lagfæra göngin við laugina, og sé þess að vænta að ráðist verði í framkvæmdir næsta vor. Kristín Ástgeirsdóttir notaði umræðuna sem tilefni til að lýsa eftir opinberri stefnumótun í um- gengni við fornleifar. Hún sagðist „efast um að nokkur sjálfstæð þjóð sé eins skammt á veg komin með rannsóknir á fornleifum í sínu landi og íslendingar". Sagði hún opinbera stefnumótun vanta sárlega á þessu sviði, og lagði áherzlu á mikilvægi þess, að helztu sögustaðir landsins verði kannaðir betur. Menntamálaráðherra vísaði því á bug að stefnuleysi ríkti í fomleifa- rannsóknum. Hjálmar Jónsson sagði vandann ekki vera stefnuleysi heldur peningaskort, þar sem „þröngt sé um fé á þessum liðum í útgjöldum ríkisins". Sturla Böð- varsson sagði fornleifaskráningu vera efst á forgangslista verkefna Þjóðminjasafns á þessu sviði. Almennt um hvaða stefnu skyldi fylgja varðandi fornminjarnar í Reykholti sagði menntamálaráð- herra, að hann teldi eðlilegt, að Snorrastofa, sem nýlega hóf störf, hafí daglegt eftirlit með fornleifum á staðnum, undir yfírumsjón Þjóð- minjasafns íslands. Að sögn Björns myndu e.t.v. gefast til þess tæki- færi á næsta ári að endurskoða hlutverk Reykholts almennt og hvaða starfsemi eigi að fara þar fram. Sagði hann sinn hug standa til þess að sú starfsemi verði betur tengd fornri menningu staðarins og nafni Snorra Sturlusonar „og þá liggur í augum uppi að menn munu leggja aukna rækt við fornleifarnar og það sem í jörðinni er,“ sagði Björn Bjarnason. LAT i á//i Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígræn eðaltré, í hæsta gæðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. 10 ára ábyrgð Eidtraust 10 stœrðir, 90-370 cm » Þarfekki að vökva »• Stálfótur fylgir t*. íslenskar leiðbeiningar ;■* Ekkert barr að ryksuga » Traustur söluaðili Truflar ekki stofublómin f*. Skynsamleg fjárfesting . bandalag íslenskra skáta — il i ra saman m gæði, þjónusta og gott ver Opið hús í dag kl. 13-17 Sófasett - sófar - stakir sófar í leðri, alkantara- og teflonáklæði Öðruvtsi húsgögn Suðurlandsbraut 54, síml 568 2866 SIEMENS Heimilistækin þín og mín og okkar allra! r&r&- r^r^ r*. Þaö margborgar sig að kaupa gæða-raftæki - hjá fyrirtæki sem er þekkt fyrir faglegan metnaö p og góða þjónustu. Og þú átt okkur að í framtíðinni - þú getur treyst því. (Spurðu bara búálfana - þetta vita þeir!) á 10.900 kr.J DJUPSTEIKINGARPOTTUR frá 4.900 kr. frá 2.900 kr.) íi á 3.570 kr. á 9.900 kr. a 3.900 kr. I I mSf UMBOÐSMENN OKKAR ERU: "Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs •Borgarnes: Glitnir •Borgarfjörður. Raístbfan Hvftárskála •Snœfellsbœr Blómsturvellir •Grundarfjörður Guðni y.j-. - _ _ ___ Hallgrfmsson •Stykkishólmur. Skipavík •BúðardalurÁsubúð •ísafjörður Póllinn •Hvammstangi: Skjanni •Sauðárkrókur Rafsjá •SiglufjörðurTorgið •Akureyri: Ljósgjafinn •Húsavík: B\ll »RW ||\ BtiB || öryggi •Vopnafjörður: Rafmagnsv. Árna M. •Neskaupstaður: Rafalda •Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. •Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson • Breíðdalsvík: Stefán N. Stefánsson * *Höfn í Hornafirði: Króm og hvltt *Vik I Mýrdal: Klakkur •Vestmannaeyjar Tréverk •Hvolsvöllur Rafmagnsverkst. KR *Hella: Gilsá •Selfoss: Árvirkinn •Grindavík: Rafborg •Garður: Nóatúni 4 • Sími 511 3000 Raftækjav. Sig. Ingvarss. •Keflavík: Ljósboginn •Hafnarfjörður. Rafbúð Skúla, Álfaskeiði *Reykjavik: Byggt og búið, Kringlunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.