Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR8. DESEMBER1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR Nýr leikstjóri hefur verið fundinn til að stýra nýjustu Bond-myndinni í höfn. Hann heitir Roger Spottiswoode og er fæddur og alinn upp í Bretlandi en spennumyndafíklar þekkja vel mynd hans „Shoot to Kill“; aðrir munu þekkja „Under Fire“ með Gene Hackman. Bond-mynd þessi er sú átjánda í röðinni og Pierce Brosnan mun fara með hlutverk vodkam- artínísvelgsins í annað sinn. MKapphlaup um endurgerð sænskrar spennumyndar millum nokkurra Holly- wood-fyrirtækja lauk með því að framleiðslufyrirtækið Trilogy hreppti hnossið. Myndin heitir Yeiðimenn- irnir eða „Jagarna" og er eftir Kjell Sundwall. Munu nú standa yfir samningavið- ræður við hann um að hann taki að sér ieikstjórn endur- gerðarinnar. ULeikstjóri myndarinnar Ævintýri eyðimerkur- drottningarinnar Prisc- illu, sem ijallaði á ákaflega gamansaman hátt um klæð- skiptinga, heitir Stephan Elliott. Hann er nú kominn af stað með nýja bíómynd sem heitir „The Big Red“ og segir af amerískum svikahrappi sem neyðist til að fela sig í óbyggðum Ástr- alíu. MÁstralski leikstjórinn Bruce Beresford stýrir nýrri mynd sem gerð er eft- ir sögu ástralska rithöfund- arins Thomas Keneally er skrifaði Lista Schindlers. Hún heitir „The Playma- ker“. MARSBÚAR; úr innrásarmynd Tim Burtons. Innrásin föstudaginn 13. ÞANN ágætisdag, föstu- daginn 13. desember, verður nýjasta mynd Tim Burtons, Innrásin frá Mars eða „Mars Attacks!" frum- sýnd í Bandaríkjunum. Hún kemur í kjölfar met- •sölumyndar ársins, geiminn- rásarmyndarinnar „Inde- pendence Day“ en mun vera mjög öðruvísi enda Burton frumlegasti leikstjórinn í Hollywood og þótt víðar væri leitað. Jack Nicholson leikur for- seta Bandaríkjanna (hann er í öðru hlutverki líka í mynd- inni) og Glenn Close forseta- frúna en þau taka á móti marsbúum er lenda á jörð- inni, ekki í svo friðsamlegum tilgangi; sprengja upp Was- hington D. C. og Las Vegas. Sagt er að með myndinni sé Burton að uppfylla drauma átrúnaðargoðs síns númer eitt, ömurlegasta leikstjóra kvikmyndasögunnar, Ed Wood, sem var viðfangsefni síðustu myndar Burtons. Inn- rásin frá Mars er sögð gerð undir áhrifum gamalla tyggjókúlumynda sem sýna marsbúana í vígahug. Myndin kemur í Sambíóin áður en langt um líður. 67.000 á Djöflaeyjuna ALLS höfðu um 67.000 manns séð Djöflaeyna eftir Friðrik Þór Friðriksson í Reykjavík og úti á landi eftir síðustu sýningarheigi. Þá höfðu tæp 3.000 manns séð spennumyndina Hættu- spil með Jean-Claude van Damme í Stjörnubíói. Næstu myndir Stjörnubíós eru m.a. Matthildur með Danny DeVito, leikna fjöi- skyldumyndin Gullbrá og birnirnir þrír og um áramótin verður sýnd myndin „High School High“ sem David Zuc- ker framleiðir. Á nýju ári kennir margra grasa í bíóinu. I lok janúar kemur mynd Barbra Strei- sands, „The Mirror Has Two Faces“, þá Ríkið gegn Larry Flynt með Woody Harrelsson, „Devil’s Own“ með Harrison Ford og BradPitt,„Fly Away Home“ með Jeff Daniels, „No Way Home“ með Tim Roth og loks í mars að líkind- um, Jerry Maguire með Tom Cruise. SÝND að líkindum í mars; Cruise og Renee Zellweg- er í Jerry Maguire. Eldgos í Kaliforníu STÓRSLYSAMYNDIR streyma fljótlega í bíóin eftir gott gengi „Independence Day“. Tvær þær fyrstu fjalla mikið til um sama efni, þ.e. eldgos. Önnur heitir einfaldlega Eld- Ijall eða „Volcano” og er með Tommy Lee Jones en hin heitir Dantetindur eða „Dante’s Peak“ og er með Pierce Brosnan. Báðar munu væntanlegar í bíóin næsta vor en spurningin er hvor verður á undan. Mick Jackson („The Bodyguard”) stýrir Eldfjallinu sem segir frá ger- eyðingu Los Ange- les í hraunflóði. Jo- nes ieikur fram- kvæmdastjóra al- mannavarna en Anne Heche leikur j arðskálftafræðing. Bill Pullman var boðið hlutverk í myndinni en hann sagðist nýbúinn að bjarga heiminum frá eyðileggingu og þyrfti ekki á því að halda að bjarga Los Angeles. Dantetindur verður frumsýnd 7. mars nk., en myndin fór í framleiðslu mánuði á undan Eldfjallinu. Ekki hafði leikstjórinn Jackson miklar áhyggjur af sam- keppninni, sagðist ekki hafa tíma til þess. GEREYÐING; úr Eldfjallinu með Tommy Lee Jones. eftir Atnold Indrióoson HandritshÖfundur „Starship Troo- pers“ er Ed Neumeier, sem einnig skrifaði fyrir hann „RoboCop". Hann byggir handritið á sam- wmmmmmmmmm nefndri vísinda- skáld- sögu eft- ir einn helsta höfund þeirra bók- mennta, Robert Heinlein, frá ár- inu 1958. Sagan gerist á 23. öldinni. „Mig iangaði til að gera stórfenglega stríðsmynd," er haft eftir Neumeier. En þetta er engin venjuleg stríðs- mynd. Óvinurinn eru risastórar pöddur frá fjarlægum himintungl- um, sem hafa ekkert gott í hyggju varðandi mann- kyn. Amerískir stjörnu- stríðsmenn hefta þó för þeirra nokkuð. Risavaxn- ar pöddur hafa áður kom- ið við sögu Hollywood- mynda. Edmund Gwenn lék aðalhlutverkið í B- myndinni „Them!“ árið 1954, sem sagði frá stökkbreyttum maurum í leit að auðmeltri fæðu. Framleiðslukostnaður Verhoeven myndarinnar nemur tæpum 100 milljónum dollara eða um PÖDDURNAR koma!; úr mynd Verhoevens, „Starship Troopers“. Verhoeven og pöddumar EIN af stóru sumarmyndunum á næsta ári verður nýjasta mynd hollenska leikstjórans Paul Verhoevens, „Starship Troopers" sem kannski má þýða Stjörnustríðsmenn og mun hún keppa við sumarafþreyingu eins og Batman IV eftir Joel Schumacher og nýjustu mynd James Camerons, Tit- anic. Verhoeven er enn að jafna sigeftirþá stórkostlega lélegu mynd „Showgirls“ og eina leiðin til þess hefur verið að flytja sig í annað sólkerfl. Málið með Verhoeven er að fái hann vísindaskáldskap upp í hendurnar standast honum fáir á sporði samanber framtíðartryllana „RoboCop" og „Total Recali”. sex og hálfum milljarði ís- lenskra króna. Mestur hluti peninganna fer í gerð tæknibrellna, sem ku vera ófáar, og eng- inn peningur var eftir til að ráða frægar kvikmynda- stjömur í aðalhlutverk- in. Flestir í myndinni eru gersamlega óþekktir leik- arar en Ca- sper Van Dien heitir sá sem fer með aðalhlutverkið og hefur að sögn sést í sjónvarps- þáttunum Beverly Hills 90210. Sumsé: Enginn Amold Schwarzenegger. Bylgja stjömustríðs- mynda frá Hollywood hefur vakið nokkra at- hygli. Hana má kannski skýra að einhveiju leyti með endalokum kalda stríðsins. Hollywood hef- ur alltaf sýnt stríðsmynd- um mikinn áhuga en á friðartímum er óvinurinn vandfundinn; svipljótir arabar duga ekki að ei- lífu. Hollywood hefur orðið að koma sér upp nýj- um óvini og það er helst að finna hann í geimnum núorðið. Áhorfendur kunna að meta hinn nýja óvin. Metsölumynd ársins um nær allan hinn sið- menntaða heim er „In- dependence Day“ og nýj- asta „Star Trek“ myndin, sú áttunda í röðinni, byrj- aði með látum í miðasöl- unni vestra og hafði ekki önnur Trekkamynd gert betur. Tim Burton frumsýnir innrásarmynd sína núna um jólin og fjórða Alien- myndin fer í tökur í þess- um mánuði. Með þessu áframhaldi megum við eiga von á fjölda útgeims- mynda á næstunni og nægir að benda á að Ge- orge Lucas er að fara af stað með nýja trílógíu sína í Stjörnustríðsbálkn- um á næsta ári. Hvemig Hollendingur- inn Verhoeven stendur sig í þeirri samkeppni á eftir að koma í ljós. Skor- dýr eru kannski ekki sér- lega áhugaverður óvinur en hafa ber í huga að skrýmslið í Alienbálknum var ekkert annað en líf- seig padda. IBIO TALSETTAR myndir verða mjög áberandi í kvikmyndahúsunum um þessi jól og er það vel. Fyrsta ber að nefna Disney- stórmyndina Hringjarann frá Notre Dame, en hún verður sýnd með íslensku tali í Sambíóunum eins og allar aðrar nýjar Disney- teiknimyndir undanfarin ár. Önnur teiknimynd, Svana- prinsessan, verður sýnd í Regnboganum, en hún er frá Columbia-kvikmynda- verinu og búið er að tal- setja hana undir stjórn Þór- halls Sigurðssonar. Og loks verður ný evrópsk mynd um ævintýri Gosa sýnd með ís- lensku tali í Háskólabíói, en hún er leikin nema Gosi sjálfur er gerður með sam- blandi af brúðu- og tölvu- tækni; Martin Landau fer með hlutverk pabba hans. Af þessu má merkja að íslensk talsetning á barna- myndum er mjög að sækja í sig veðrið í kvikmyndahús- unum og er það vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.