Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HANDRITSHÖFUNDAR þessarar nýju íslensku gamanþáttaraðar eru gamalreyndir, leikar- arnir Guðmundur Olafsson og Jó- hann Sigurðarson en hann er jafn- framt leikstjóri meðan Guðmundur fer með annað aðalhlutverkið. Leik- myndahönnuður er Þór Vigfússon, um búninga sér Dóra Einarsdóttir en förðun og hárgreiðsla er í hönd- um Rögnu Fossberg. Okkur fannst sögoisviðið tilvalið „Þetta er gamanleikur með þjóð- legu ívafi og gerist að stærstum hluta í fornbókaverslun sem tveir menn eiga; þeir Rögnvaldur Hjördal og Bjöm Isleifsson. Við hlið versl- unarinnar hefur Ester Ákadóttir * starfsemi sína en hún selur undir- fatnað og er innangengt á milli verslananna,“ segir Jóhann Sigurð- arson, handritshöfundur og leik- stjóri. „Félagarnir reka fyrirtækið af miklum metnaði en baráttan er hörð þar sem þessi tegund verslana á undir högg að sækja. Ester er tíðum hjá þeim en einnig sækja þá heim ýmsir fastagestir til að mynda Jón eilífðarstúdent (Hjálmar Hjálm- arsson) en hann er alltaf að skrifa stóru ritgerðina, er mikill grúskari og hafsjór af fróðleik. Rannsóknar- lögreglumaðurinn Steingrímur ven- ur komur sínar til þeirra félaga en einnig ungur piltur Daníel (Steinn ^ Ármann) sem hefur verið svolítið óheppinn í lífinu. Félagarnir eru nokkurs konar sálgæslumenn, þykja úrræðagóðir og menn sækja til þeirra ákveðna andlega næringu. Okkur fannst sögusviðið tilvalið þar sem það býður upp á marga möguleika, ólíkar persónur hittast og allar bókmenntirnar rúmast inn- an veggja verslunarinnar allt frá Hómer niður í smæstu, auvirðileg- ustu dægurlagatexta. Persónur verksins lúta lögmáli þessa verkefnis sem við erum að glíma við. Vonandi eru þetta per- sónur sem áhorfendur kannast við þó þær eigi sér engar beinar fyrir- myndir. Boðskapur er engin þungamiðja í þessu verki. Þættirnir eru skrifað- ir með það fyrir augum að vera skemmtilegir. Að sjálfsögðu koma ýmsar skoðanir á tiiverunni fram í gegnum persónurnar. Það er í anda gamanþátta á borð við þennan að undir niðri er viss alvara.“ -Hvernig stóð á því að þið skrif- uðuð þetta verk? „Ég var búinn að velta þessu fyrir mér í nokkurn tíma þegar ég bar hugmyndina undir Guðmund. Fyrir um það bil tveimur árum var handrit okkar orðið það heillegt að við höfðum samband við Jón Þór Hannesson hjá Saga Film. Hann tók okkur vel og kom hugmyndinni á framfæri yið Pál Baldvin Baldvins- son hjá íslenska útvarpsfélaginu. Við vorum það heppnir að fá til liðs við okkur Egil Eðvardsson en hann hefur annast stjórn upptöku. Hug- myndin að þáttunum hefur þróast og efnið tekið ýmsum breytingum í stúdíóinu." Þættirnir eru hugsaðir sem afþreying „Ég leik Björn ísleifsson, forn- bókasala. Hann er andstæða með- eiganda síns Rögnvaldar Hjördal á þann hátt að hann er meira í dag- legu basli, á mörg börn og skuldar mikið“, segir Guðmundur Ólafsson, leikari og hinn handritshöfundur- inn. „Rögnvaldur hefur hins vegar fengið allt upp í hendurnar. Til dæmis erfði hann sinn hlut í versl- uninni eftir frænda sinn. Björn er ekki eins vel klæddur, ekki eins stífur á meiningu sinni og kæru- lausari. Við Jóhann gerum þá að ólíkum persónuleikum til að fá fram skoð- * anaágreining, sterkari samskipti og meiri átök. Eitt eiga þeir sameigin- legt og það er dálæti á bókmenntum og íslensku máli. Þeir kunna mikið fyrir sér. Oft reyna þeir með sér með þeim hætti að annar þeirra hendir til dæmis fram upphafi að ljóði og þá kemur í hlut hins að vera snöggur til að svara því hver er höfundurinn og hvar verkið er Sálgæslu- menní fornbóka- búðinni í myndveri Saga Film hafa staðið yfír tökur á íslenskri gamanþátta- röð sem ber heitið Forn- bókabúðin. Þættirnir eru framleiddir fyrir ís- lenska útvarpsfélagið og ætlaðir til sýningar á Stöð 2 væntanlega í janúar á næsta ári. Ein- -----n---------------- ar Orn Gunnarsson leit við í myndverinu og ræddi við höfundana, nokkra leikara og fram- sem styrkur frá þeim getur ýtt svona verkefni úr vör. Við tökum upp fjóra þætti í einni lotu á um það bil einni viku. Ef þáttaröðin fær góðar viðtökur ætl- um við að minnsta kosti að fram- leiða tólf þætti. Æfíngar leikara hafa að mestu leyti farið fram úti í bæ en þeir hafa einnig æft lítil- lega í leikmyndinni. Það segir sig sjálft að þetta er ekki kvikmynd heldur sjónvarpsefni og tökur þurfa því að ganga nokk- uð hratt fyrir sig þar sem við reyn- um að filma þijátíu og fimm mín- útna efni á einum degi. Ég geri ráð fyrir því að dagskrár- stjórar sjónvarpsstöðvanna séu sammála mér um að kostnaður við gerð þátta af þessu tagi hafi staðið þeim fyrir þrifum en einnig sú stað- reynd að engin hefð hefur skapast hérlendis fyrir að skrifa og fram- leiða slíka þætti. Þó hafa verið gerð- ar ýmsar tilraunir eins og Gerða- bæli, Undir sama þaki og Líf í tusk- unum. Það er stór ákvörðun fyrir dag- skrárstjóra að ákveða að ráðast út í þáttagerð af þessu tagi einkum vinnubrögð sem nauðsynleg eru til að semja gamanmyndaseríur af þessu tagi. Islendingar vilja sjá ís- lenskt efni og þá ekki bara fréttir og skemmtiþætti heldur líka góðar heimildamyndir og leikið efni. Það sem okkur fannst helst heill- andi við hugmynd þeirra Jóhanns og Guðmundar voru möguleikarnir sem persónur og ytra umhverfi buðu upp á. Persónurnar eru litrík- ar og við könnumst jafnvel við þær, bæði úr okkar samfélagi og öðrum þjóðfélögum. Í fornbóka- versluninni eru hlutir frá ólíkum tímabilum og það er hægt að spinna heilmikið í kringum þá.“ Að vissu leyti nýnæmi fyrir okkur Páll Baldvin Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri dagskrársviðs ís- lenska Útvarpsfélagsins, er kaup- andi þáttaraðarinnar af hálfu Is- lenska útvarpsfélagsins og á þann hátt lífgjafi hennar. „Við hjá Stöð tvö höfum í tals- vert langan tíma skoðað handrit sem hafa borist okkur frá ýmsum EDDA Heiðrún leikur Ester Ákadóttur, kaupkonu,og nágranna forn- bókasalanna. kvæmdaraðila. PERSÓNUR og leikendur. Steinn Ármann og Þórhallur standandi. Ingvar Sigurðsson, Edda Heiðrún og Guðmundur Ólafsson. Aðeins vantar Hjálmar Hjálmarsson sem leikur bókagrúskarann. höfundum," segir Páll Baldvin. „í mörgum tilfellum hefur verið um hópa höfunda að ræða sem boðið hafa upp á drög að þáttaröðum. Engin hefð er fyrir því að skrifa slíkar þáttaraðir hér á landi og það er náttúrulega skömm og ekki hef- ur heldur verið mikið gert af því að skrifa það sem kallað er á ensku „sit comedy" eða „situation comedy". Þessi hugmynd sem hér er orðin að veruleika er búin að vera í farvatninu núna í eitt og hálft ár. Jóhann og Guðmundur eru báðir hagvanir úr leikhúsi og hafa lagt stund á skriftir, eru góðir sam- starfsmenn og vinir. Hugmynd þeirra bar það í sér að hún gat inni- haldið alls kyns uppákomur og uppátæki. Persónurnar voru mjög skýrar strax í upphafi. Það var al- veg greinilegt að þeir höfðu vald á þessu formi þannig að þeim var falið að skrifa fyrir okkur tiltekinn fjölda af handritum. Við gerðum síðan samning við Saga Film um að taka þættina upp. Við hjá íslenska útvarpsfélaginu höfum ekki verið með framleiðslu á leiknu innlendu efni af þessu tagi í níu ár. Þetta er því að vissu leyti nýnæmi fyrir okkur. Það hefur held- ur ekki verið lögð áhersla á fram- leiðslu svona efnis á öðrum sjón- varpsstöðvum. Ég held að það sé fyrst og fremst vegna þess að menn hafa hvorki veitt fé til þess né gef- ið sér þann tíma sem nauðsynlegur er til að fullvinna handrit. Höfundar verða að hafa góðan tíma til að geta þróað hugmyndir, það er for- senda þess að þeir nái tökum á þessu formi.“ að finna í bókmenntunum. Þar sem ég skrifaði handritið ásamt Jóhanni þekki ég persónuna vel og vissi strax í upphafi að hverju ég gekk. Ég kann mjög vel við hann og fannst bæði gaman að skapa hann og endurskapa í leik mínum. Það er engin tilviljun að sögusvið þáttanna er fornbókaverslun því að við Jóhann erum báðir unnendur bókmennta. Við viljum gjarnan halda þvi aðeins á loft. Þessi íþrótt þeirra félaga að henda á milli sín bókmenntatilvitnunum er til þess fallin að vekja athygli á íslenskum bókmenntum og þá jafnframt andóf gegn öllu því útlenska afþreyingar- efni sem dynur á okkur sjónvarps- áhorfendum. Þættirnir eru hugsaðir sem afþreying og að baki þeim búa engar djúpar, meðvitaðar listrænar pælingar. Mér finnst mjög ánægjulegt að Stöð 2 hefur ákveðið að framleiða að minnsta kosti fjóra þætti til við- bótar sem gefur okkur öllum sem að þessu koma möguleika á að þróa vinnubrögð okkar.“ íslendingar vilja sjá íslenskt efni Jón Þór Hannesson er fram- kvæmdastjóri Saga Film sem vinn- ur þáttaröðina: „Mér leist strax vel á þessa hug- mynd, hún býður upp á marga möguleika og hægt er að prjóna endalaust við hana. Við fengum úthlutað tveimur styrkjum úr Menningarsjóði útvarpsstöðva. Fyrst fengum við handritsstyrk sem gaf okkur heilt ár til að þróa hand- ritið. Síðan fengum við framleiðslu- styrk sem auðveldaði okkur og Stöð 2 að taka þá ákvörðun að hella okkur út í framleiðsluna af fullum krafti. Þetta er gott dæmi um það hversu nauðsynlegur þessi sjóður er fyrir innlenda dagskrárgerð þar og sér í lagi þegar tekið er mið af umfanginu og stærðargráðunni á íslenskan mælikvarða. Þegar verið er að framleiða svona „sit comedy“ erlendis, til dæmis í Bandaríkjun- um, er áhorfun mæld strax eftir fyrstu þætti og ef hún er ekki góð er þáttagerðinni hætt. Eg held að sjónvarpsáhorfendum komi til með að þykja þetta þakkar- vert efni. Við verðum einhvern tíma að byija á því að láta fólk tala ís- lensku í leikritum í sjónvarpi. Mér verður hugsað til þess að lítið barn sagði eitt sinn við föður sinn þegar svo viidi til að íslenskt leikrit var á skjánum: „Pabbi, kallinn, hann tal- ar íslenskué* „Hér á íslandi höfum við allar aðstæður til að framleiða svona þætti, góða leikara, tæknifólk og annað fagfólk. Það er helst að skort- ur sé á góðum handritahöfundum og þá sérstaklega er vöntun á höf- undum sem tamið hafa sér ákveðin Kærkomið tækifæri fyrir leikara Edda Heiðrún Backmann leikur Ester Ákadóttur sem rekur undir- fataverslun við hlið fornbókaversl- unarinnar. „Mér finnst Ester vera máluð sterkum litum í þáttunum," segir Edda Heiðrún. „Hún er röggsöm og dugleg og er alltaf að hitta þann rétta. Það er dálítið tragísk lína í henni sem margar konur kannast ef til vill við. Við leikarar höfum verið að bíða eftir að fá að fást við svona verk- efni, að framleiða íslenska leiklist, annað en stutta brandara í kringum fréttatíma. I Ríkissjónvarpinu er sífellt verið að fjalla um listina og þá aðallega verið að bijóta hana niður. Þeir sem eru í fókus eru fólk- ið sem talar um og gagnrýnir listina en ekki þeir sem framkvæma hana. Þessi þáttagerð er kærkomið tækifæri fyrir leikara til að spreyta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.