Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 B 23 stefnt að því að ferðast víðar inn á lendur þess og nema meira.“ Tónsmíðarnar og Saga Borgarættarinnar Það hijómar kannski einkenni- lega að tónskáld frá Vínarborg geti orðið fyrir áhrifum í tónsköpun sinni frá íslandi. Hvemig stendur á þessu? „Það er beinlínis rangt þegar tal- að er um að íslendingar eigi sér litla tónlistarhefð. Þvert á móti eiga ís- lendingar sér ríka tónlistarhefð. Ég dáist að forníslenskri tónlist, þjóð- lögum, þjóðdönsum og kviðum og hef samið ýmis verk undir áhrifum íslenskrar tónlistar. Ég nýt þess einnig að lesa_ íslensk ljóð og semja við þau lög. íslenskur skáldskapur hefur orðið mér uppspretta í tón- sköpun og þriðjungur verka minna tengist íslandi. Ég hef til að mynda samið tónlist við fjórtán ljóð Davíðs Stefánssonar úr Svörtum fjöðrum og við sjö ljóð eftir Gunnar Dal sem kallast einu nafni Kastið ekki stein- um.“ Og svo hefur þú samið óperu við eitt af öndvegisverkum íslenskra bókmennta, Sögu Borgarættarinn- ar eftir Gunnar Gunnarsson. Hvern- ig vildi það til? „Jú það er rétt og sú óperusmíð átti sér nokkurn aðdraganda því nóttina eftir jarðarför stjúpafa míns dreymdi mig sérkennilegan draum. Þá birtist mér stjúpafi minn nýlátinn og segist vera sendur til mín með þann boðskap að ég eigi að semja óperu. Ég taldi mig alls ekki færan um slíkt en viðbrögð hans urðu á þá lund að ef ég færi ekki eftir því sem hann segði fengi ég aldrei frið. Síðan leiðir hann mig í kirkjuna þar sem hann hafði starfað lengi sem organisti og setur mig niður fýrir framan hljóðfærið og byijar að spila tónlist sem hljómaði einkennilega i mín eyru. Að því loknu sagði ég við hann að ég hefði enga sögu að byggja á. Þá svaraði hann mér að ég myndi fínna efnivið óperunnar í bók sem ég ætti sjálfur í bókaskápn- um mínum og að þeim orðum sleppt- um var hann horfinn. Þegar ég vakn- aði fór ég að bókaskápnum og tók út af handahófi eina bók og var það Saga Borgarættarinnar eftir Gunnar Gunnarsson í þýskri þýðingu. Löngu áður hafði ég lesið þessa skáldsögu en gat engan veginn ímyndað mér hana sem óperuefni. Nokkrum mán- uðum seinna kynntist ég Oskar Willner sem var frægur leikari í Vínarborg og sagði honum frá þess- um draumi. Hann varð forvitinn og vildi fá að lesa sögu Gunnars. Hann hreifst af sögunni og samdi síðan leiktexta upp úr henni og í samein- ingu unnum við óperutextann. Fyrstu uppköst óperunnar eru frá 1975 og ég kláraði hana um 1985. Sagan sjálf er bara bakgrunnur óperunnar því sögu Gunnars er auð- vitað ekki hægt að segja í heilu lagi í óperu. Fyrir mér er Saga Borgar- ættarinnar spursmál um fyrirgefn- ingu syndanna og mannlega samvist og um spennu milli gamalla hefða og nýrra siða. Frásögn Gunnars er alveg stórkostleg og mér finnst mjög freistandi að semja tónlist út frá skáldsögu. Ég myndi hvetja hvern þann útlending sem langar að skilja íslenska lífshætti að lesa Sögu Borg- arættarinnar eftir Gunnar Gunnars- son og íslandsklukkuna eftir Halldór Laxness. Frásögn þessara tveggja bóka er að mínum dómi lykillinn að íslenskri mannsál." En hefur þú samið tónlist undir beinum áhrifum frá landinu og fólk- inu sem hér býr? „í mínum huga er ísland frá náttúrunnar hendi eitt fárra landa í heiminum sem líkja má við sköp- unarverk guðs. í hvert sinn sem ég kem hingað blasir við mér lifandi sköpunarverk, náttúra og veðurfar, mannlíf og menning sem á sér eng- ar hliðstæður. Tónsmíði er hinsveg- ar sköpunarverk mannsins. Ég nýt friðsældarinnar og fegurðarinnar á Islandi til að hlusta eftir mínum innri manni. Náttúran hjálpar mér til þess. Þess vegna kemur tónlistin mín ekki að utan heldur miklu frem- ur að innan en undir áhrif umhverf- isins. Ég væri allt öðruvísi tónskáld ef ég hefði ekki kynnst íslandi. Landið, þjóðin og menningin hefur haft mikil áhrif á tónsmíðar mínar.“ En er hægt að segja að þú legg- ir sérstaka áherslu á nútímann í verkum þínum eða hvert sækir þú áhrifin? „Ekki endilega því í mínurn huga skiptir það ekki meginmáli hvort tónlist séu nútímaleg eða ekki held- ur hvort hún sé góð eða slæm. Ég held að mín tónlist sé blanda af for- tíð og nútíð og vonandi einhveiju af framtíð og áhrifin koma víða: frá gamalli kirkjutónlist, frá Vínarklass- íkinni, Hugo Wolf og Anton Bruckn- er, Othmar Steinbauer og Hindemith og auðvitað íslenskri tónlist. Kannski mætti bæta við frönskum áhrifum frá Debussy og Ravel. Með hliðsjón af tæknilegri meðferð tónmálsins er Bach mín stóra fyrirmynd. Bach er þvílíkur áhrifavaldur að ég held að það tónskáld sé ekki til sem segir: hann kemur mér ekki við. Ég hef gert nokkuð af tilraunum í tónsmíði minni en margar þeirra hefa lent í ruslafötunni. Elsta varðveitta verkið eftir mig er síðan ég var tólf ára gamall og það eru til nokkur verk eftir mig í varðveislu Bókasafns Hafnarfjarðar og Landsbókasafns íslands." Samskipti Austurríkis og íslands Helmut hefur unnið mikið að samskiptum Austurríkis og íslands einkum á menningarsviðinu. í fjöldamörg ár kom hann hingað til lands með austurríska ferðahópa og stóð framarlega í hópi þeirra sem unnu að endurreisn Austurrísk- Þaó er afar mik- ilvægt aó læra ís- lenskt tungumál til að geta skilió is- lendinga og ís- lenskt hugarfar. íslenska félagsins árið 1979. En hver er saga þessa félags og í hvaða farvegi eru samskipti íslands og Austurríkis núna? „Félagið var stofnað á fyrsta áratug þessarar aldar og stendur því á gömlum merg. Því var einkum stýrt af Barón von Jarden og eigin- konu hans Ástu Pétursdþttur Jard- en. Margir nafnkunnir íslendingar hafa komið við sögu þess og má þar nefna Jón Sveinsson - Nonna, Gunnar Gunnarsson og Björn Ólafs- son fiðluleikara en við innrás þjóð- veija í Austurríki árið 1938 var starfsemin bönnuð. Árið 1964 var félagið endurreist en starfsemin fjaraði fljótlega út. Svo þegar skipu- lagðar ferðir mínar með ferðahópa til íslands hefjast í byijun áttunda áratugarins má segja að þriðja end- urvakningin eigi sér stað og hefur félagið starfað óslitið síðap árið 1979. Menningarsamskipti Islands og Austurríkis eru í góðu jafnvægi en það er stefnt að því að auka þau. Austurrísk listaverk settu sterkan svip á Listahátíð í Reykja- vík að þessu sinni og margir íslensk- ir söngvarar hafa spreytt sig í tón- leikasölum Vínarborgar. Fyrr á öld- inni dvaldi Halldór Laxness við skriftir í Austurríki og í málaralist- inni má minna á hlut austurríska myndlistarmannsins Theo Henn- ings sem dvaldi á íslandi áriðl929 og málaði yfir eitt hundrað og fjöru- tíu myndir af íslendingum og ís- lensku landslagi. Þessar myndir voru síðan til sýnis í Vínarborg árið 1930 í tilefni af þúsund ára af- mæli Alþingis en því miður voru flestar þeirra eyðilagðar í stríðinu. Einnig má nefna að margir íslend- ingar stunda nám við Vínarháskól- ann og Tónlistarháskólann og núna eigum við von á því að íslendingur taki við stöðu prófessors í tækni- legri stærðfræði við Vínarháskól- ann. Á hinn bóginn þarf að auka viðskiptatengsl þjóðanna enda tel ég að menning og viðskipti geti átt vel saman í samskiptum þjóða. Það er til að mynda athyglisvert að hvergi er hægt að fá austurrísk léttvín á ísiandi og að sama skapi er ekki hægt að kaupa íslenskan fisk í Vínarborg. Laxinn og silung- urinn kemur frá Noregi og rækjurn- ar frá Grænlandi. íslendingar ættu jöfnum höndum að selja menningu sína og fisk til annarra ianda enda er hvort tveggja er í mjög háum gæðaflokki. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi áunnist er margt ógert í sam- skiptum þjóðanna. Samskipti þjóða snúast um peninga, kunnáttu og fagmennsku en síðast en ekki síst náin og persónuleg samskipti ráða- manna. Heimsókn austurríska menntamálaráðherrans á Listahátíð í Reykjavík var mikilvægur liður í því að koma á þessu persónulega sambandi." Tengdasonur Islands Sama dag og Listahátíð í Reykjavík var formlega sett síðast- liðið sumar afhenti austurrísk- íslenska félagið Landsbókasafni ís- lands til varðveislu bækur, tónverk og tónlist á geisladiskum. Við það tækifæri hélt Einar Sigurðsson landsbókavörður ræðu þar sem hann ávarpaði Helmut og kallaði hann tengdason Islands. Nokkrum dögum síðar var Helmut sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og við þá athöfn ávarpaði forseti íslands hann með sömu orð- um. En hvernig tilfinning er þ_að að vera kallaður tengdasonur ís- lands? „Það er afskaplega góð tilfinning og ekki er síðri sá hugur sem býr að baki slíkri nafngift." En hvaða mynd dregur þú upp af Islendingum í huga þér? „Mér finnst íslendingar vera eins og íslensk náttúra. Á yfirborð- inu sjáum við jökla en undir niðri kraumar eldurinn. Við getum síðan haldið þessari mannlýsingu áfram og sagt að á milli megi finna fal- lega dali, ár fullar af fiski, vötn og heiðar, fossa og fjöll og sólsetur sem er engu líkt. Svo langar mig að bæta því við að þróunin í íslensku menningarlífi á undanförnum ára- tugum er stórmerkileg. Islenskt listalíf hefur tekið stórstígum fram- förum og ég held að það sé ekki nema á færi fárra þjóða að þróa með sér viðlíka listalíf og er stund- að hér á landi nú. Allt virðist vera í menningarlegum blónia." En er þetta ekki dálítið róman- tísk lýsing? „Nei, alls ekki. Þetta blasir við mér í hvert sinn er ég kem til ís- lands. Mér finnst þetta vera raunsæ lýsing." En íslendingurinn í sjálfum þér. Er hægt að draga upp einhveija mynd af honum? „Ég er auðvitað Austurríkismað- ur en kvæntur íslenskri konu. Mér finnst ég vera hálfur Austurríkis- maður og hálfur íslendingur. Hér á landi Iifi ég eins og íslendingur en í Austurríki lifi ég eins og Aust- urríkismaður. Kannski hef ég svona góða aðlögunarhæfni. Mér finnst nafngiftin tengdasonur íslands passa mér ágætlega. Þetta er í senn einföld og góð lýsing.“ En að lokum Helmut, hvaða framtíðaráform á tengdasonur ís- lands sér? „í framtíðinni langar mig til að eyða meiri tíma á Islandi og vinna að tónsköpun. Ég og fjölskylda mín keyptum okkur sumarbústað í ná- grenni Laugarvatns meðal annars til að láta þann draum rætast. Áform okkar Marínar miðast við það að vera á íslandi sumarmánuð- ina þijá júní, júlí og ágúst. Ég er ekki að flýja Áusturríki heldur má segja að ég sé að rækta samskipti þjóðanna í sjálfum mér. Börnin mín og barnabarn eru auðvitað af ís- lensku bergi brotin. Ég lít á tengda- fjölskyldu mína á Islandi sömu aug- um og fjölskyldu mína í Austurríki. Sterk fjölskyldu- og vináttubönd stuðla að betra og friðsamara ástandi í heiminum og í þeim efnum eru íslendingar fyrirmyndarþjóð.“ Nýju 6anyo símarnir eru meira en þráðlausir, það er innbyggður hátalari í handsettinu. bannig er ha?gt að eiga samtal með báðar hendur frjálsar. Frábær lausn fyrir þá sem þurfa hvorutveggja að klára símtal og vinna báðum höndum samtímis. PÓSTUR OG SIMI söludeildir. Leitið upplýsinga - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.