Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ mjög á undanförnum árum,“ sagði Natalja Míronova, leiðtogi um- hverfisverndarsamtakanna Hreyf- ing fyrir kjarnorkuöryggi. „Börn baða sig og konur þvo þvott á svæðum þar sem geislavirkni er mikil.“ Elena Joukovskaja, læknir og vísindamaður, sagði að sjúkdómar og vansköpuð börn væru sýnu tíð- ari á menguðu svæðunum, en ann- ars staðar í Rússlandi. Fyrsti kjamakljúfurinn í Sovét- ríkjunum var smíðaður í Majak árið 1949. Valerí Mensjikov, sem situr í rússneska öryggisráðinu, sagði að þá hefði lítill skilningur verið á hættunni af kjamorku. Markmið hersins var að framleiða sem mest plútóníum til vopnaframleiðslu. Geislavirkum úrgangi var fleygt í litla á sem rennur skammt frá. „Á bökkum árinnar stóðu mörg þorp, en sérfræðingamir sögðu að geislavirknin mundi dreifast," sagði Mensjikov. „Þeir höfðu rangt fyrir sér. Að þremur ámm liðnum var fólkið flutt á brott, en tvö þorp vom skilin eftir. í öðm þeirra búa 2.500 manns, fiestir tatarar að uppruna. Þar giftast stúlkur ungar, yfirleitt um 14 ára aldur. Þijátíu árum síðar vom því komnar þijár kynslóðir og vísindamenn gátu rannsakað erfðafræðílegar breyt- ingar. í fyrra kom fram skýrsla þar sem sýnt var fram á að rof hefði komið í litninga og kjamsýmr. Nið- urstaðan var sú að stökkbreytingar hefðu orðið vegna geislavirkni og þær hefðu gengið í erfðir." Geislavirknin á heima í heimsmetabók Guinness Mensjikov sagði að geislavirknin við Majak væri slík að það ætti heima í heimsmetabók Guinness og megnið af henni væri á yfirborð- inu. Geislavirkur vökvi hefði verið settur í vatn eitt. Þegar það fyllt- ist var búið til nýtt vatn og þannig I Sakaður um landráð vegna umhverfisskýrslu NORSKU umhverfisverndarsam- tökin Bellona, sem voru stofnuð fyrir tíu árum vegna kjarnorku- slyssins i Tsjernóbýl, gáfu í upp- hafi árs út skýrslu um ástand Norðurflota sjóhersins. Þegar skýrslan kom út var ráðist inn í höfuðstöðvar Bellona í Múrmansk og sá hluti upplagsins, sem þar var, gerður upptækur. Einnig var einn höfunda skýrslunnar, Alex- ander Nikítín, handtekinn fyrir njósnir. Níkítín, sem hafði gegnt stöðu höfuðsmanns í Norðurflotanum til ársins 1985 og starfað í kjarnorku- máladeild vamarmálaráðuneytis- ins frá 1985 til 1992, var varpað í fangelsi í febrúar i fyrra og á næstu mánuðum voru 60 menn, sem tengdust Bellona með ein- hveijum hætti, kallaðir til yfir- heyrslu. Níkítín hefur verið sakaður um að fremja landráð með því að njósna og ljóstra upp um hernað- arleyndarmál. Sagði í yfirlýsingu rússnesku leyniþjónustunnar FSB, arftaka KGB, að Níkitín hefði far- ið út fyrir umhverfisverndarhags- muni í starfi sínu fyrir Bellona og skaðað varnargetu Rússlands svo um munaði. Mál þetta er allt hið undarleg- asta og hefur verið haldið fram að vinnubrögðin minni á Sovétrík- in. Ákærurnar gegn Níkítín eru reistar á tveimur óbirtum tilskip- unum varnarmálaráðuneytisins frá 1992 og 1993. FSB hefur sagt að tilskipanirnar séu leyndarmál. Ljóst þykir að Níkítín hafi notað skilríki sín frá hernum til að kom- ast inn á svæði, sem hann hefði ekki átt að hafa aðgang að. Skýrsla Amnesty International Mannréttindasam- tökin Amnesty Int- ernational hafa kann- að málið og komist að þeirri niðurstöðu að skýrsla Bellona sé reist á birtum heim- ildum eins og Níkítín og lögfræðingur hans, Júrí Schmidt, hafa haldið fram. Níkítín vann að ein- um kafla skýrslunn- ar. Sá kafli fjallar um kjarnorku- slys um borð í skipum og kafbát- um Norðurflotans og kemur þar meðal annars fram að fjórir rúss- neskir kafbátar liggi á hafsbotni. John Swahn, sænskur sérfræð- ingur, sem hefur átt þátt í að móta áætlanir Svía um að geyma kjarnorkuúrgang, skrifaði í sum- ar að hann fengi sterklega á til- finninguna eftir lestur skýrslunn- ar og kafla Níkítíns „að hann hafi vegið og metið upplýsingarn- ar vandlega í því skyni að komast hjá því að birta atriði, sem gætu skaðað hernaðaröryggi Rússa. Skýrslan fjallar alfarið um um- hverfismál og lífríkið". I samantekt Amnesty Internat- ional er bent á það að FSB hafi vitað hvað Níkítín hafði fyrir stafni og hefði hæglega getað stöðvað hann áður en hann sendi gögn sín til Noregs. „Sú stað- reynd að FSB gerði það ekki og hóf ekki lögsókn fyrir glæpi fyrr en eftir að kaflinn hafði verið skrifaður og afhentur virðist vera i beinni mótsögn við að FSB hafi verið að veija öryggishagsmuni þjóðarinnar," segir í skýrslu mannrétt- indasamtakanna. Níkítín er nú skráð- ur sem samviskufangi þjá Amnesty Int- ernational. Hann á yfir höfði sér 10 til 15 ára fangelsi og jafnvel dauðarefsingu. Mannréttindafrömuðir í Rúss- landi óttast að með því að hand- taka Níkítín vilji rússnesk yfir- völd koma þeim boðum til al- mennings að ekki borgi sig að taka upp náið samstarf við vest- ræn mannréttinda- eða umhverf- isverndarsamtök. Það má telja nokkurn veginn öruggt að rúss- neska hernum er mjög i mun að Níkítín fái að gjalda fyrir sam- starfið við Bellona. Laun í hern- um og opinberu starfi í Rússlandi eru mjög lág. Þau laun, sem vest- ræn samtök á borð við Bellona borga, eru himinhá í samanburði. Níkítín á að verða öðrum sérfræð- ingum, sem gætu hugsað sér gott til glóðarinnar, víti til varnaðar. Innan hersins yrði litið á það sem ósigur ef látið yrði undan alþjóð- legum þrýstingi um að sleppa Níkítín úr haldi. ALEXANDER Nikítín vinna í kjarnorkuverum ekki fara í verkfall. Kjarnorkuverið fullnæg- ir 60% af orkuþörf svæðisins. Það er talið eitt það hættulegasta í heimi, að sögn dagblaðsins The Washington Post. Aflóga kjarnorkukafbátar í allt hafa rúmlega 130 kjarn- orkukafbátar verið teknir úr um- ferð. 88 eru úr Norðurflotanum. Kjarnorkueldsneytið er enn í 52 kafbátum. Kjarnakljúfarnir hafa verið teknir úr skrokkum 15 báta og búnir undir geymslu. í skýrslu Bellona segir að kafbátarnir séu teknir úr umferð af þremur ástæð- um. Þeir séu í fyrsta lagi of gaml- ir (eldri en 25 ára) og um borð í sumum hafi orðið slys. í öðru lagi séu fjárframlög til varnarmála sýnu minni nú en á tímum Sovét- ríkjanna, þannig að ekki sé hægt að reka jafn stóran flota og var á vegum sovéska flotans. I þriðja lagi kveði alþjóðlegir afvopnunar- sáttmálar á um að fækka þurfi kjarnaoddum í hafi og því verði að fækka kafbátum. Víða hefur kafbátum verið lagt við slæman aðbúnað í flotastöðv- um. Bellona hefur eftir Oleg Je- rofejev, yfirmanni Norðurflotans að öryggi minnki stöðugt í þessum stöðvum og mikil hætta sé á að geislavirkni losni úr læðingi vegna þess að kafbátarnir gætu sokkið. Hann telji helsta vandann vera þann að ekki séu til viðunandi geymslur fyrir kjarnakljúfana. Slæmar aðstæður hafa leitt til þess að gripið hefur verið til bráða- birgðaaðgerða. Dæmi eru til þess að reynt hafi verið að halda kafbát- um á floti með því að dæla í þá lofti úr loftþjöppu, innsigla lokur á botni þeirra og draga þá á land af og til. Þá hefur verið notað efni til að innsigla kjarnakljúfana til að koma í veg fyrir að geislavirkni berist út. Þessar aðgerðir draga KJARNAKUÚFUR í ísbrjótnum Síbír. Kjarnorkueldsneytið hefur verið fjarlægt. ÓNÝTUR kafbátur liggur í skipakirkjugarðinum í Múrmansk. koll af kolli. Stífla úr leir og gijóti heldur síðasta vatninu, sem var búið til, að sögn hans: „Hinum megin við stífluna er stór dalur og handan hans áin Ob. Bresti stíflan mun geislavirka vatnið fara í fljót- ið og renna til sjávar." Nlðurlæging sjóhersins Miklar breytingar hafa orðið í rússneska sjóhernum frá því að Sovétríkin hrundu. Árið 1989 hafði sjóherinn 196 kjarnorkukafbáta í umferð og höfðu þeir aldrei verið fleiri, en samkvæmt upplýsingum Bellona eru þeir nú aðeins 109. Þar af eru að mati samtakanna 67 á vegum Norðurflotans, sem hefur höfuðstöðvar á Kólaskaga. Aðrar heimildir benda til þess að 84 kjarnorkukafbátar séu enn í siglingum á vegum Norðurflotans, en í skýrslu Bellona um stöðu hans segir að munurinn sé sprottinn af því að nokkrum kafbátum hafi verið lagt án þess að hafa formlega verið teknir úr umferð. Talið er að Norðurflotinn og Kyrrahafsflot- inn muni ekki hafa nema 80 kaf- báta samanlagt árið 2003. í skýrslu Bellona, sem hefur vakið deilur og verið gerð upptæk í Rússlandi auk þess sem einn höfundanna, Alexander Níkítín, hefur verið handtekinn fyrir njósn- ir, segir að slæmt efna- hagsástand í Rússlandi hafi meðal annars haft í för með sér að Norður- flotinn geti ekki séð um viðgerð- ir og viðhald á kafbátum í umferð. Segir enn fremur að stjórn Norðurflotans hafi komist að þeirri niðurstöðu að flotinn geti ekki gegnt hernað- arhlutverki sínu vegna skorts á viðhaldi kjarnorkukafbátanna og annarra kjarnorkuknúinna fleyja. Fjárskortur Norðurflotans „Árið 1994 voru aðeins 35% þess fjár, sem ætlað var Norður- flotanum, veitt til hans,“ segir í skýrslu Bellona, sem nefnist „Rússneski Norðurflotinn, rætur geislavirkni". Segir að herinn hafi ekki getað greitt laun og margoft hafi yfirmenn neitað að fara I eftir- litsferðir. Oft hafi yfirmenn verið sóttir til nálægra her- stöðva, en einn- ig hafi komið fyrir að kafbátar hafi verið sendir af stað án þess að vera fullmannað- ir. Norðurflotinn skuldar skipa- smíðastöðvum háar upphæðir. Rafmagnsreikningarnir hlaðast einnig upp. í september í fyrra lokaði rafveitan á Kólaskaga, Ko- lenerga, í tvígang fyrir rafmagnið til Norðurflotans vegna skulda að andvirði 4,5 milljóna Bandaríkja- dollara (um 297 milljóna íslenskra króna). í fyrra skiptið var opnað fyrir rafmagnið að nýju eftir 40 mínútur þegar vopnaðir hermenn voru sendir í rafveituna. í annað skiptið áttu vararafstöðvar að fara í gang í herstöðinni til að knýja kælikerfi fyrir kjarnakljúfa kaf- báta í höfn, en hún brást. Hefðu kjarnakljúfarnir ofhitnað hefði voðinn verið vís, en því tókst að afstýra. Það er reyndar ekki aðeins Norðurflotinn, sem skuldar. Kolen- erga er meðal skuldseigustu við- skiptavina kjarnorkuversins Pol- jarní Zorí, sem er skammt frá Múrmansk. Starfsmenn kjarnorku- versins hafa ekki fengið greidd laun í fímm mánuði og búast má við að brátt sjóði upp úr, þótt lög- um samkvæmt megi þeir sem úr hættunni á því að keðjuverkun leiði til kjamorkuslyss sökkvi bát- arnir með þeim afleiðingum að sjór fari í kjamaeldsneytið. Afvopnunarsáttmálar kveða á um að fjarlægja verði hólfin fyrir kjarnorkuvopn úr kafbátunum. Þegar það hefur verið gert er kaf- bátnum lokað á ný með logsuðu. Því næst þarf að losa eldsneytið úr kjamakljúfnum. Það er ekki fyrr en að því loknu, sem kjarna- kljúfamir eru fjarlægðir. Sá hluti kafbátsins, sem kljúfamir em geymdir í, er tekinn brott í heilu lagi. Flotholt eru fest við hlutann og hann fylltur með efni, sem á að halda honum á floti. Ekki er vitað hvað á að gera við kjarnakljúfana. I Araflóa á Kólaskaga eru nokkur 400 metra löng göng, sem upprunalega voru ætluð til að fela og vernda kjam- orkukafbáta með langdrægum kjarnaflaugum. Nú hallast menn helst að því að draga hólfin með IIASKI AKOLASKAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.