Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST ÆVINTÝRIÐ um Botnleðju hófst í Hafn- arfirði þar sem þeir Heiðar Örn Krist- (ánsson, Ragnar Páll Steinsson og Haraldur Freyr Gíslason, Heiðar, Raggi og Halli, ólust upp saman. Þeir léku sér saman og skemmtu sér saman og hlustuðu á sömu tónlist þegar fram liðu stundír. Síðan ákváðu þeir að stofna hljómsveit með Unnari, ákváðu hver ætti að spila hvað og fyrsta hljómsveitin varð til, Blend. Þær urðu reyndar fleiri, Utopia hét ein og síðan fóru þeir Heiðar og Raggi í hljómsveitina Rusl og síðar i Dive og stefndu á frægð og frama með þátttöku í Músíktilraunum. Áður en af þvi varð puttabrotnaði Raggi þegar hann var að liðsinna Halla i slagsmál- um, sem betur fer, segja þeir, enda ólíklegt að Botnleðja hefði orðið til ef þeir hefðu höndlað frægð og frama með Díve. í óupplýstum og óhituðum bílskúr Um tíma gáfust þeir Heiðar og Raggi upp á músíkinni, en Halli safnaði sér líka reynslu, var í hljómsveitinni Ömmu rúsínu. Á endanum varð Botn- leðja tíl, en þá voru þeir orðnir þrír aftur vinirnir, í óupplýstum og óhituðum bílskúr i Hafnarfirði. Eina hitann var að fá úr rafmagnshitablásara og rafmagn- ið fyrir hann og hljóðfærin fengið með framlenging- arsnúru i næsta hús, en þar bjó amma hans Halla. Reyndar var húsið þar sem Halli átti heima nær, en bróðir hans Halla tók alltaf úr sambandi, honum fannst þeir félagar eyða of miklu rafmagni, þeir voru alltaf úti í skúr að æfa, og svo fannst honum tónlistin sem þeir voru að spila, leiðinleg, hálfgert pönk. Ömmu hans Halla fannst aftur á móti gaman að tónlistinni og henni fannst líka betra að hafa þá félaga úti í skúr en fulla niðri í Strandgötu. Þar æfði Botnleðja öllum stundum, æfði á kvöldin og í hádeginu, og stefndi á að spila í Músíktilraunum Tónabæjar, kom þar, sá og sigraði. Sigurinn i Músíktilraununum kom þeim félögum ekki ýkja á óvart, sérstaklega segist Heiðar hafa verið þess fullviss að þeir myndu vinna, „ég hafði það á tilfinningunni að við myndum vinna", segir hann ákveðinn og Halli tekur undir það: „Hann var alltaf að tuða um það að við myndum vinna, hann hefði það á tilfinningunni," segir hann og hlær að minningunni. Músíktilraunirnar voru vítamínsprauta og eftir viðeigandi gleðskap fóru þeir upp í skúr hjá ömmu aftur, en fluttu sig síðan um set í betra húsnæði, sömdu lög og æfðu af kappi. Sigurlaunin ÍTilraun- unum voru 25 hljóðverstímar og vel nýttir, „við vorum ákveðnir í að gefa út plötu og fórum að taka upp án þess að tala við nokkurn mann. Við vorum Helsta ungmennasveit landsins er hafnfírska rokksveitin Botn- leðja sem leikur kraftmikið og hressilegt rokk. Arni Matthías- son hitti Botnleðjuliða á heima- slóð í Hafnarfirði og þeir sögðu honum ævintýrið um Botnleðju. á að svara spurningunni um hvenær platan kæmi út fyrir síðustu jól; þegar hún loks kom var stemmn- ingin í kringum hana farin að dofna. Hún seldist þó vel og þeir félagar gera ekki mikið úr því að hún hafi tafist, þetta hafi verið svik í útlöndum. Drullu- mall er barn síns tíma, tekin upp á mettíma, en á henni er ungæðislegur sprengikraftur sem gerði plötuna að einni af ferskustu og skemmti- legustu plötum síðasta árs. Þeirfélagar segjast ekki hlusta á hana í dag, hljómurinn á henni stingi í eyru, en tónlístin sé góð og rétta platan til að gera á þeim tíma. „Við hefðum bara farið út í eitthvert bull ef við hefðum ætlað okkur að fara að út í fínni vinnu, vissum ekkert hvað við vorum að gera." Aðdáendur Botnleðju eru að mestu ungmenni, „yngri hópurinn", eins og þeir segja, en bæta við að hópurinn sé breiður, þeir eigi ekki síður gott með að ná til fólks sem komið er um og undir tví- tugt, en krakkarnir kaupi plöturnar og það sé mest frá í júní fram í ágúst, en í byrjun ágúst fóru þeir félagartil Lundúna að skemmta sérsaman. „Við fengum borgað fyrir Drullumall í ágúst," segja þeir og skellihlæja, „24.500 kr. á mann og það dugði akkúrat fyrir miða fram og til baka." í október fóru þeir félagar aftur í hljóðver, tóku upp tvö lög og endurgerðu eitt til. Þrátt fyrir það að platan væri tilbúin í október leið enn og beið að hún kæmi út, og það var ekki fyrr en fyrir rúmri viku að fyrstu eintökin bárust til landsins. Að þessu sinni var það umslagið sem allt tafði, því sá sem átti að sjá um það sprakk á limminu og þeir félagar þurftu að taka til hendinni sjálfir á siðustu stundu. Þeir segjast hafa faríð af stað með allt aðrar hug- myndir um umslagið er varð á endanum, en það var bara ekki tími til að vinna það þegar á reyndi og fyrir vikið er það ekki eins og átti að vera, litafrá- gangur ekki réttur og slæm villa á umslagi þar sem lag er sagt heita Botnleðja en heitir í raun Botn- leysa. „Það skiptir ekki mestu máli, umslagið er ágætt og það vísar á heiti plötunnar, Fólk er fífl, myndirnar eru af draslinu sem fólk er alltaf að kaupa, núna í sjónvarpsmörkuðunum, notar í viku og hend- ir síðan niður í kompu, en við erum ekki síður fífl og kannski mestu fíflin." Hitað upp fyrir Blur Meðal hápunkta þessa árs var þegar Botnleðja hitaði upp fyrir bresku poppsveitina Blur í Laugar- dalshöll og sú saga var ekki síður ævintýri en tilurð sveitarinnar og annar ferill fram að því, eins og þeir félagar segja frá: „Þetta er það eina sem kom gott úr því að taka þátt í Súper 5, sem er það hall- ærislegasta sem við höfum gert um ævina," segja þeir og hrylla sig við tilhugsunina. „Á útgáfutónleik- unum dró Helgi Björnsson Damon Albarn í Blur með sér á tónleikana og honum líkaði vel. Þegar við hittum hann eftir tónleikana, alveg eins og asn- ar og vissum ekkert hvað við áttum að segja, sagði Halli að við myndum spila með Blur þegar þeir spiluðu á íslandi og það fannst honum hið besta mál. Síðan spiluðum við fótbolta við þá þegar þeir voru hérna að taka upp og kynntumst þeim vel. Það var frábært að spila fyrir fulla Laugardals- höll af liði og stemmningin frábær," segja þeir, „það var sérkennilegt að koma inn í búningsklefann eftir tónleika og setjast niður, sérkennilegt ástand og tók tíma að komast niður á jörðina aftur." Botnleðjufélagar eru miklir vinir, hittast reglulega og skemmta sér saman. „Það skiptir miklu að við erum æskuvinir, hefðum haldið sambandi þó að við hefðum ekki verið að spila saman, en fyrir vikið er hljómsveitin miklu sterkari. Tónlistin er helsta áhuga- alveg eins og bjánar í hljóðverinu, höfðum aldrei komið inn á slíkan stað áður, en fljótir að vinna, tókum ekkí einu sinni matarhlé þegar mest gekk á; líklega hefur hljóðmaðurinn sem vann með okkur aldrei lent í öðrum eins hamagangi. Þegar við vorum svo tilbúnir með plötuna fórum við til Rabba og gerðum lélegasta útgáfusamning allra tíma," segja þeir og hlæja, „með fáránlegri kostnaðarskiptíngu. Hann græddi vel á okkur þá, og þess vegna þarf hann aó blæða núna," bæta þeir við en áður en plata númer tvö var tekin upp sömdu þeir upp á nýtt við Rafn. Drullumall Fyrsta platan, Drullumall, var lengi á leiðinni til landsins og afgreiðslufólk plötubúða orðið dauðleitt gaman að spila fyrir þá, „þeir sleppa sér, öskra og æpa, en sitja ekki og eru að dæma okkur fag- lega eins og eldra liðið". Þeir segja að það hafi verið skrýtið að verða allt í einu vinsælir og þeim hafi brugðið við þegar krakkarnir fóru að biðja um eiginhandaráritanir. „Okkurfinnst við ekki vera stjörnur, það verður ekki allt vitlaust í stórmörkuðum og bíóum þegar við komu inn. Páll Óskar er stjarna, en við erum bara venjulegir aular, við erum bara fífl," segja þeir og hlæja. „Það skemmtilegasta við þetta allt er að hitta alla þá sem okkur fannst svo merkilegir og miklar stjörnur og fatta að þeir eru ekkert öðruvísi en við, alveg sömu aularnir." Plata númer tvö, Fólk er fífl, var unnin af meiri skynsemi og á lengri tíma. Botnleðjuliðar fóru í hljóðver snemma í sumar og tóku upp í skorpum málið og við lifum mikið til fyrir hana, hún er það eina sem við viljum gera í framtíðinni, helst vildum ekkert annað gera en spila tónlist og hlusta á tón- list.“ Til þess að það verði mögulegt segjast þeir horfa til útlanda að komast inn á stærri markað, þó varla blasi heimsfrægðin við. „Það er ýmislegt í gangi, ýmsar pælingar sem við eigum eftir að sjá hvort gangi upp, en okkur liggur ekkert á. Við erum i góð- um samböndum í Bretlandi og það verður kannski til þess að við náum þar inn með tíð og tíma." Eftir áramót bregða þeir félagar sér aftur í hljóðver að taka upp enskar útgáfur einhverra laga til að hafa smáskífu á ensku í farteskinu ef þörf krefur. Ævintýr- inu um Botnleðju er þvi fráleitt lokið, það á kannski eftir að halda áfram á öðru máli, en lokaorð þeirra félaga að sinni eru: Heima er best.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.