Morgunblaðið - 15.12.1996, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.12.1996, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ____________LISTIR Tæknilegur og kraftmikill Nýjar plötur • Sanndreymi heitir nýr geisladisk- ur eftir Paul Lydon með 13 lögum án orða. Paul spilar á öll hljóðfæri, m.a. rafmagnsgítar og blokkflautur. Útgefandi er Nano. Paul hefur verið búsettur í Reykjavík síðan 1988 og hefur gefið út margar spólur og vin- ilplötur, bæði sem helmingur dúetts- ins Paul & Laura og sem trúbadora- hljómsveitin Blek Ink. Nánari upp- lýsingar finnast á Nano-vefsíðunni http://www.treknet.is/nano. • Kvartett Kristjönu Stefánsdótt- ur hefur sent frá sér geislaplötu sem ber nafnið „Ég verð heima umjól- in:“Á plötunni eru tíu lög, þar af níu erlend og eitt íslenskt þjóðlag. Gestasöngvarar á plötunni eru Emil- íana Torrini, Páll Oskar Hjálmtýsson og Soffía Stefánsdóttir. Meðlimir kvartettsins auk Kristjönu eru þeir Gunnar Jónsson trommuleikari, Smári Kristjánsson bassaleikari og Vignir Þór Stefánsson píanóleikari. Upptökur fóru fram í hljóðveri FÍH og um upptökur og hljóðblöndun sá Ari Dan. Kvartettinn gefur geisla- plötuna út, en Japis annast dreif- ingu. • Nú er nýkominn út gospelgeisla- diskur sem ber nafnið Söngur til þín. Á þessum geisladiski syngur Anna Júlíana Þórólfsdóttir 11 gospellög. Anna Júlíana er frá Ak- ureyri og hefur stundað þar söng- nám. Hún nýtur aðstoðar úrvals tón- listarfólks á þessum diski. Óskar Einarsson annaðist allar útsetningar og stjórn upptöku auk þess að spila á píanó og hljómborð. Hannes Pét- ursson sló á trommurnar, Páll E. Pálsson lék á bassa og Hjalti Gunn- laugsson á gítar. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu, ásamt fjölda annarra tón- listarmanna, kemur fram á þessum diski. Óskar og Ari Daníelsson sáu um hljóðblöndun. Upptökurfóru fram íhljóðveri FÍH íseptember og október. Lifandi vatngefurút. TÖNLEIKAR Djass THOMASFRANCK Flytjendur: Thomas Franck tenór- saxófónn, Kjartan Valdimarsson hljómborð, Þórður Högnason kontra- bassi og Einar Valur Scheving trommur. Veitingahúsið Jómfrúin. Fimmtudagskvöld 12. desember 1996. SÆNSKI saxófónleikarinn Thomas Franck er af mörgum tal- inn einn fremsti tenórsaxófónleikari á Norðurlöndum - mat sem hann fyllilega stendur undir. Hann hefur um margra ára skeið leikið með stórsveit danska útvarpsins og með hljómsveit danska trompetleikarans Jens Winther. Eftir hann liggja nokkrar sólóplötur, þar á meðal Thomas Franck in New York þar sem hann leikur með Mulgrew Mill- er, Kenny Washington og Billy Drummond. Hann hefur verið áber- andi í dönsku djasslífi um árabil. Franck er hér í boði djassdeildar skóla Félags íslenskra tónlistar- manna og heldur námskeið í tón- smíðum, snarstefjun og saxófón- leik. En á Jómfrúnni lék hann fyrir landann bíbopp og ballöður og frumsamið efni. Það var strax ljóst á fyrstu tónum að Franck kann sitt- hvað fyrir sér og hefur stúderað helstu áhrifavalda í djasstónlist. Á efnisskránni voru standardar og frumsamið efni í bland og hefði I mátt vera öllu meira af frumsömdu efni þann tíma sem rýnir staldraði við. Ekki má skilja það á þann veg að djasslögin gömlu hefðu verið eitthvað til óþurftar. Þvert á móti voru efnistökin nýstárleg. Green Dolphin Street var frísklegt, í hröðu tempói og ágætt upphitunarlag fyr- ir sveitina sem hittist fyrst fjórum tímum fyrir tónleikana. Here’s that rainy Day var í löturhægu tempói sem bauð upp á sérlega fallega spunakafla hjá Franck og Kjartani. Síðan komu tvö frumsamin lög, það fyrra án titils, ballaða með lat- ín rytma og hljómum, mjög per- sónulegt og lagrænt lag með falleg- um millikafla, og síðan Blues in the Basement sem Franck tileinkar Sophie Kælderen í Kaupmannahöfn sem hefur boðið upp á djasstónlist á sunnudagskvöldum um margra ára skeið. Hratt bíbopp og Franck vitnaði óspart í Coltrane og spilaði dálítið fijálst í spunaköflum en tímasetningar pottþéttar svo hann svingaði alltaf. Franck er mikill tenórsaxófónisti, gríðarlega tæknilegur og kraftmikill og ekki síður töluvert frumlegur. Kjartan var síðan í hlutverki hins einleikarans með skemmtilegu rho- des sándi, ljóðrænn og lipur og skipti svo yfir í hraðari spuna og var þá stutt í fönkið. Meira jafnvægi hefði mátt vera milli Kjartans og Franck í lengd í einleiksköflum því Kjartan er hreint ekki afleitur píanisti. Einar Valur og Þórður voru þéttir í rytma og héldu öllu vel gangandi. Guðjón Guðmundsson TEPPAMARKAÐUR Glæsileg handunnin persnesk teppi á frábæru verði. Opnum í dag kl. 14.00 í Aðalstræti 6. KARÓLÍNA LÁRUSDÓTTIR DRAUMURINN UM GULLFOSS Sýningunni lýkur í dag, opið kl. 14-18. Athugið! Þrjú veggspjöld með myndum Karólínu, kr. 2000. Ómar Einarsson og Tómas R. Einarsson flytja ljúfa tóna - Léttar veitingar. ANTIKVERSLUNIN í Kringlunni er opin í dag kl. 13-18. Troðfull verslun af húsgögnum, gjafavöru, myndlist og handunnum munum. Morgunblaðið/Þorkell THOMAS Franck og Þórður Högnason. Lokasýning MYNPLIST Gallerí Cmbra LEIRLIST, MÁLVERK O.FL. Samsýning. Opið þriðjud.-laugard. kl. 13-18 og sunnud. kl. 14-18 til 30. desember; aðgangur ókeypis. ÞAU voru þung sporin að lyklaborðinu í þetta skiptið, enda tilefnið ákveðin endalok í sýning- arhaldi í höfuðbprginni fremur en sýningin sjálf. í raun má segja að þessi grein sé á röngum stað í blaðinu; hún ætti með réttu heima meðal minningargrein- anna, því hér er verið að minn- ast fimm ára starfsemi á sýn- ingarvettvangi myndlistarinnar, sem nú er að leggjast af. Hvort það er tímabundið hlé eða endan- leg lokun getur tíminn einn leitt í ljós. Guðný Magpúsdóttir hefur rekið Gallerí Úmbru samhliða eigin vinnustofu undangengin fimm ár í Turnhúsinu á Bern- höftstorfunni, á besta stað í bæn- um, en þar var Gallerí Langbrók rekið á árum áður. I Úmbru hef- ur verið hægt að ganga að ýms- um áhugaverðum sýningum, en alls munu þær telja sjötíu á þess- um fimm árum, og á þeim hefur mátt líta verk rúmlega áttatíu listamanna og kvenna. Það er umtalsvert úrval á ekki lengri tíma. Á þessari lokasýningu er að finna nokkuð sýnishorn af því sem hluti þessa stóra hóps er að fást við, en hér eru verk rúmlega tíu listakvenna, sem hafa sýnt í Úmbru gegnum árin ásamt verk- um Guðnýjar sjálfrar. Þessi lokasýning minnir óþægilega á hversu erfitt hefur reynst fyrir einstaklinga að standa að rekstri sýningarstaða fyrir myndlist hér á landi. Nú hafa þrír slíkir hætt starfsemi á síðustu mánuðum, og kann að vera óvissa með fleiri; með sama framhaldi verður áður en langt um líður aðeins hægt að nálgast myndlistina á opinberum söfnum eða í sölugalleríum, sem hafa takmarkaða möguleika til sér- staks sýningarhalds. En litlir, sjálfstæðir og oftar en ekki afar áhugaverðir sýningarstaðir hafa horfið hver á fætur öðrum hin síðari ár - lotið í lægra haldi fyrir þeim staðreyndum lífsins að fjárhagslegur grundvöllur virðist lítill, opinber áhugi og stuðningur hverfandi, og sölutekjur af mynd- list óvissar þegar best lætur en engar þegar harðnar í ári. Þannig hafa á nokkrum árum horfið staðir eins og Nýhöfn, Gallerí einn einn, Listmunahúsið, Gallerí G 15, Gallerí Birgir Andr- ésson, FÍM-salurinn, sýningarsal- urinn í Listhúsinu í Laugardal, Portið og síðar Við Hamarinn í Hafnarfirði, og nú síðast Gallerí Greip og loks Úmbra, svo nefnd- ir séu helstu staðirnir sem koma upp í hugann. Þessi þróun hlýtur að vera áhyggjuefni þeim sem hafa virk- an áhuga á myndlist hér á landi ekki síður en yfirvöldum sveitar- félaga og ríkis, sem ættu að vita að það er menningin en hvorki hagtölur né aflabrögð, sem gerir okkur að þjóð. í Reykjavík hlýtur að þurfa að huga sérstaklega að þessum málum í ljósi þess að samkvæmt nýlegri könnun eru borgarbúar almennt ánægðir með stöðuna í menningarmálum, og borgin hefur verið valin sem ein af menningarborgum álfunnar árið 2000; ef ekkert verður að gert, eru líkur á að íbúarnir hafi minna til að vera ánægðir með í framtíðinni, og að myndlistarlífið verði mun fátæklegra í menning- arborginni eftir þrjú ár en það er nú. En þakka ber þeim sem þakkir eiga skildar, og um leið og list- unnendur eru hvattir til að líta inni í Úmbru í síðasta sinn er rétt að þakka Guðnýju Magnús- dóttur fyrir það starf sem nú er að taka enda: Takk fyrir mig! Eiríkur Þorláksson Morgunblaðið/Þorkell FRÁ lokasýningunni í Gallerí Úmbru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.