Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 13
Leikskólinn Sólvellir í
Grundarfirði 20 ára
Grundarfirði - Leikskólinn Sól-
vellir í Grundarfirði átti 20 ára
afmæli 4. janúar sl. Af því tilefni
var haldin veisla í skólanum og
þessum merka áfanga fagnað.
Gömium og nýjum nemendum
skólans var boðið og skólinn fékk
margar góðar gjafir frá sveitarfé-
laginu og ýmsum félagssamtökum
og fyrirtækjum. I veisjunni voru
fluttar margar ræður. Á myndinni
sést Hildur Sæmundsdóttir af-
henda Matthildi Guðmundsdóttur
gjöf en sú síðarnefnda hefur starf-
að við skólann frá upphafi, lengst
af sem skólasljóri.
Morgunblaðið/Hallgrimur Magnússon
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
MARGIR álfar, tröll og aðrar furðuverur tóku þátt í þrettándagleðinni í Eyjum.
Fuglar taldir í
Þingeyjarsýslu
Fjölmenn þrettánda-
gleði ÍBV
Húsavík - Hin árlega vetrartalning
fugla í Þingeyjarsýslu fór fram um
áramótin og í talningunni sástu 42
tegundir, 10.831 einstaklingur, en
við síðustu talningu voru þeir
10.094.
Samkvæmt upplýsingum Gauks
Hjartarsonar voru helstu einkenni
talningarinnar meðal annars þess-
ar:
í talningunni sáust fleiri tegund-
ir eða 42 sem eru fleiri tegundir
en áður hafa sést hér á talningar-
svæðinu. Vepjur sáust á tveimur
svæðum en þær hafa ekki sést áður
hér að vetrarlagi. Stelkur sást nú
en hefur ekki sést við talningu síð-
an 1960. Aðrar sjaldgæfartegundir
voru grágæs, urtund, gargönd,
æðarkóngur og ismáfur.
Fjöldi æðarfugla var í meira lagi.
Fjöldi af stórum máfum, svartbök-
um, silfurmáfum og bjartmáfum
var meiri en sést hefur um langan
tíma. Fáir svartfuglar sáust, enda
hefur tíðarfar undanfarið verið gott
en svartfuglar sjást helst við land
eftir vond veður. Fremur lítið sást
af snjótittlingum og þar mun ráða
tíðarfarið.
Fóðurgjöf forsenda
vetrarsetu þrasta
Enn er talsvert af þröstum með
vetursetu á Húsavík, en haustið
1994 var fóðurgjöf til þrasta í bæn-
um stóraukin og hefur verið mikil
síðan. Fóðurgjöf virðist forsenda
fyrir vetrarsetu þrasta hér um slóð-
ir. Skógarþrestir reyndust heldur
færri en áður en gráþröstum hefur
fjölgað.
Morgunblaðið/Silli
HJÖRTUR Tryggvason við
talningu.
Talningasvæðin voru 10 frá
Laugabóli í Reykjadal í Suður-Þing-
eyjarsýslu að Buðlungahöfn í Núpa-
sveit í Norður-Þingeyjarsýslu og er
virðingarvert hve mikið talninga-
mennirnir leggja á sig því þeir eru
færri en skyldi.
Vestmannaeyjum - Fjöldi fólks
tók þátt í þrettándagleði ÍBV í
Eyjum þar sem jólin voru kvödd
á hefðbundin hátt. Knatt-
spyrnufélagið Týr hefur í ára-
tugi séð um þrettándagleðina í
Eyjum en nú voru hátíðarhöldin
í höndum IBV þar sem Týr og
Þór hafa sameinast í eitt félag
undir merki IBV.
Þrettándagleðin hófst klukk-
an 8 síðdegis með flugeldasýn-
ingu af Hánni. Þá var nafnið
Týr myndað með kyndlum á
Hánni eins og ávallt áður en
síðan var því breytt í ÍBV. Tákn-
ræn athöfn til merkis um að
nýja félagið hefði tekið við
þrettándagleðinni af Tý.
Jólasveinar gengu síðan með
blys niður af Hánni þar sem
Grýla, Leppalúði, tröll og annað
hyski beið þeirra í vagni. Frá
Hánni var gengið um bæinn að
íþróttavellinum þar sem tugir
trölla, álfa og annarra furðu-
vera dönsuðu kringum bálköst.
Margir tóku þátt í blysförinni
og þrettándagleðinni á íþrótta-
vellinum í blíðskaparveðrinu
sem var í Eyjum á þrettándan-
um.
HEILSUDAGAR -
ÆFINGATÆKI
-FRÁBÆRT VERÐ-
ÍÞRÓTTASKÓR og ÆFINGAGALLAR
fyrir aerobic, hlaup.körfubolta og innanhúss
frá Adidas, Nike, Puma, Reebok og fl.
HLAUPABAND
GÖNGUBAND
Fótdrifið með hæðar-
stillingu og fjölvirkum
tölvumæli. Verð aðeins
kr. 17.900, stgr. 16.110.
Rafdrifið með hæðarstillingu
og fjölvirkum tölvumæli, verð
aðeins kr. 65.000, stgr. 58.500.
1. LÆRABANI, Margvíslegar
æfingar fyrir læri, brjóst, hand-
leggi, bak og maga. Æfingaleið-
beiningar fylgja. Þetta vinsæla
og einfalda æfingatæki er mikið
notað á æfingastöðvum. Verð
aðeins kr. 890, stgr. 801.
2. MAGAÞJÁLFI. Ekki síðra
áhald en auglýst er (sjónvarpi,
en verðið miklu hagstæðara,
aðeins kr. 1.690, stgr. 1.521
3. ÞREK/AIR0BIC)PALLUR
Það nýjasta í þjálfun, þrek, þol
og teygjur fyrir fætur, handleggi
og maga. Stööugur á gólfi með
mismunandi hæðarstillingum.
Þrekpallinn má einnig nota
sem magabekk. Verð aðeins
kr. 5.900, stgr. 5.310.
4. TRAMBÓLÍN. Hentugt fyrir
bæði leiki og æfingar, svo sem
skokk og hopp. Hagstætt verö
kr. 4.900, stgr. 4.410.
ÞREKSTIGI
KLIFURSTIGI
Verð aðeins
kr. 19.900,
stgr. 17.910.
Fjöivirkur
tölvumælir
og stillanlegt
ástig.
ÆFINGABEKKIR og LÓÐ
Bekkur með fótaæfingum og lóðasett 50 kg„
tilboð kr. 14.700, stgr. 13.230. Lóðasett 50 kg.
með handlóðum kr. 6.500, stgr. 5.850. HANDLÓÐ
mikið úrval, verð frá kr 690 parið, stgr. 621.
4ft0/ Staðgr.
1 U /0 afslátti
ÞREKSTIGI-MINISTEPPER
Litli þrekstiginn, lítill og nettur
en gerir sitt gagn .
Verð með tölvumæli kr. 6.300,
stgr. 5.670. Verslunin
Einnig eru til stórir þrekstigar,
verðfrákr. 23.900, stgr. 21.510.
Ármúla 40,
símar 553 5320
og 568 8860
ÞREKHJÓL
besta tækiö til
að byggja upp
þrek og styrkja
fætur. Mikið
úrval af vönd-
uðum hjólum
með tölvu-
mælum, með
tima, hraða,
vegalengd og
púls. Verðfrá
kr. 14.500,
stgr. 13.050
ALVÖRU SPORVÖRUVERSLUN - ÓTRÚLEGT VORUURVAL
44RKIÐ
20-50%
afsláttur
aðeins í
stuttann
tíma