Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 47 Lýst eftir bíl- um og vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir bifreiðum sem stolið hefur verið undanfarnar vikur og hafa ekki enn komið fram. Milli jóla og nýárs var bifreiðinni R-16463 stolið frá Bílahöllinni-Bíla- ryðvörn á Bíldshöfða 5. Um er að ræða Saab 900 turbo, bláan að lit, árgerð 1984. Hinn 27. desember sl. var bifreið- inni í-2049 stolið frá Bjargarstíg 5. Um er að ræða Toyota Carina bifreið, árgerð 1988. Hinn 4. janúar sl. var bifreiðinni G-9704 stolið frá húsi við Barma- hlíð. Um er að ræða Ford Sierra bifreið, dökkbláa að lit, árgerð 1986. Hinn 5. janúar sl. var snjósleðan- um OG-089 stolið af palli vörubif- reiðar við hús í Stórhöfða. Þetta er sleði af gerðinni Ski Doo Safari, grænn að lit. Einnig er lýst eftir bifreiðinni R-63197, sem er Nissan Cherry árgerð 1985, grá að lit en svört að neðan eftir bifreiðinni endilangri beggja vegna og er vinstri fram- hurð dælduð. Bifreið þessari var stolið frá húsi við Reynimel 2. des- ember síðastliðinn. Ósammála um stöðu Ijósa Lögreglan lýsir einnig eftir vitn- um að árekstri sem varð föstudag- inn 3. janúar síðastliðinn og til- kynntur lögreglu um korter fyrir sjö um kvöldið. Þar var bifreiðinni TZ-170, fólksbíll af gerðinni Ford, ekið austur Bústaðaveg og Toyota bifreið, A-1239, ekið norður aðrein frá Kringlumýrarbraut til norðurs. Ökumenn greinir á um stöðu ljós- anna. Athugasemd frá sportköfurum SPORTKAFARAFÉLAG íslands vill koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttar blaðsins þriðjudaginn 7. janúar 1997 um köfunaróhappið á Þingvöllum: Rangt er að Silfra eða Silfurgjá sé Nikulásargjá sem í daglegu máli er kölluð Peningagjá. Silfurgjá er önnur gjá er liggur út í Þingvalla- vatn og er lítið eitt úr vegi al- mennra vegfarenda og hefur verið sú gjá sem köfurum hefur verið bent á að æskilegt_ væri að kafa í af Þingvallanefnd. Á þetta sérstak- lega um yfir sumarmánuðina. Sportkafarafélagi íslands hefur LEIÐRÉTT Röng dagsetning í FORMÁLA minningargreinar um Hönnu Stellu Sigurðardóttur á blaðsíðu 52 í Morgunblaðinu í gær, 9. janúar, urðu þau mistök, að sagt var að útför Stellu færi fram þann sama dag. Það er rangt, því að útförin fór fram 4. janúar. Hlutað- eigendur eru innilega beðnir afsök- unar á þessum mistökum. ekki borist ábending eða tilmæli um að köfun sé óheimil á Þingvöllum yfir vetrarmánuðina. Aðeins er til ein samþykkt Þingvallanefndar staðfest af forsætisráðuneytinu sem varðar köfun og fjallar hún einung- is um köfunargjald á Þingvöllum. Þjónustumiðstöðin á Þingvöllum er lokuð yfir vetrarmánuðina og því ekki hægt að inna af hendi köfunar- gjaid þar nema yfir sumarmánuð- ina, en benda má á að árskort voru og hafa einnig verið seld. Gott sam- starf hefur verið við Þingvallanefnd hingað til og standa til úrbætur fyrir aðstöðu til köfunar á Þingvöll- um. Köfun er ekki hættulegt sport en benda verður á að köfun á Þing- völlum krefst góðs búnaðar og reynslu. Hitastig gjánna helst óbreytt allt árið eða 2,8 gráður á Celsíus og er heldur heitara en sjór- inn verður í kringum landið um köldustu vetrarmánuðina. Fólk er hvatt til að kynna sér köfun, en opið hús er í félagsheim- ili Sportkafarafélags íslands öll fimmtudagskvöld kl. 20-22 í Naut- hólsvík, Flugvallarvegi 0. FRETTIR FRÁ afhendingu viðurkenningarinnar. Óskar H. Gunnarsson for- stjóri, dr. Þorsteinn Karlsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs og gæðastjóri, ásamt Rögnvaldi Ingólfssyni, fulltrúa Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkur. Alþjóðlegt gæðakerfi hjá Osta- og smjörsölunni HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur staðfesti 3. janúar sl. að Osta- og smjörsalan sf. og verslanir hennar á Bitruháisi og Skólavörðustíg 8 uppfylltu ákvæði 3. og 4. gr. reglugerðar nr. 552/1994 um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla varðandi innra eftirlit í matvælafyrirtækjum. Árið 1994 tók fyrirtækið upp alþjóðlega gæðakerfið ISTISO 9002 og varð fyrst íslenskra mat- vælafyrirtækja í landbúnað- argeiranum til að taka upp slíkt alþjóðlegt vottað gæðakerfi, að því er segir í fréttatilkynningu frá Osta- og smjörsölunni. Músíktil- raunir Tóna- bæjar 1997 FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Tónabær mun í mars nk. standa fyrir Músíkt- ilraunum 1997 og er þetta í 15. skiptið sem þær eru haldnar. Þá gefst ungum tónlistarmönnum tækifæri til að koma á framfæri frumsömdu efni og ef vel tekst til að vinna með efni sitt í hljóðveri, segir í tilkynningu frá Tónabæ. Jafnframt segir: „Músíktilraunir eru opnar öllum upprennandi hljómsveitum alls staðar af landinu og veitir innanlandsflug Flugleiða 40% afslátt á flugfari fyrir kepp- endur utan af landi. Tilraunakvöldin verða fjögur eins og undanfarin ár. Það fyrsta verður 6. mars, annað tilrauna- kvöldið verður 13. mars, þriðja 14. mars, fjórða tilraunakvöldið verð- ur 20. mars og úrslitakvöldið verð- ur svo föstudaginn 21. mars. Margvísleg verðlaun eru í boði fyrir sigursveitirnar en þau veg- legustu eru hljóðverstímar frá nokkrum bestu hljóðverum lands- ins.“ Þær hljómsveitir sem hyggja á þátttöku í Músíktilraunum 1997 geta skráð sig í síma Félagsmið- stöðvar Tónabæjar frá 10. janúar til 1. mars alla virka daga frá kl. 10-22. Skákmót til minningar um Arnold J. Eikrem SKÁKMÓT til minningar um Arn- old J. Eikrem verður haldið laug- ardaginn 11. janúarkl. 14. Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótið er haldið af Taflfélaginu Helli fyrir tilstuðlan Skáksambands íslands og munu þátttökugjöld renna í minningar- sjóð um Eikrem. „Fjölmargirt íslenskir skákmenn hafa lagt leið sína til Gausdal í Noregi undanfarna áratugi en þar hafa verið haldnir margir tugir alþjóðlegra skákmóta. Mót þessi hafa verið haldin að frumkvæði og fyrir dugnað eins mans, Arnolds J. Eikrem. Hann bauð alla_ skák- menn velkomna og fengu íslend- ingar svo sannarlega góðan skerf af gestrisni hans. M.a. náðu ís- lenskir skákmenn mörgum áföng- um að alþjóðlegum meistaratitlum á Gausdal-mótunum. Eikrem var mikill íslandsvinur og kom iðulega til landsins sem skákdómari þegar stórmót voru haldin. Arnold J. Eikrem lést snemma á árinu 1996. íslenskir skákmenn eiga honum mikið að þakka. Því hefur verið ákveðið að halda minn- ingarmót um Eikrem. Mótið verður hraðskákmót og mótsstaðurinn er óvenjulegur en teflt verður í göngugötunni í Mjódd. Allir skákmenn og velunn- arar skáklistarinnar eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótinu eða njóta þess einfaldlega að fylgjast með. Þátttökugjöld munu öll renna í sérstakan Minningarsjóð Arnolds J. Eikrems, sem m.a. er ætlaður til a_ð styrkja skáksamstarf Noregs og íslands,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Taflfélaginu Helli. Verðlaun fyrir 1. sæti eru 15.000 kr., 2. sæti 12.000 kr. og 3. sæti 8.000 kr. Ennfremur verða veittar 5.000 kr. fyrir bestan árangur í eftirgreindum flokkum: Flokki undir 2.200 stigum, flokki undir 2.000 stigum og flokki undir 1.800 stigum. Þá verða veittar bækur í verðlaun fyrir bestan árangur undir 1.600 stigumj 1.400 stigum og stigalausra. Visa íslands og Skákprent leggja til verðlaunin. Þátttökugjald er 1.000 krónur. Allt að 70% afsláttur á meðan birgðir endast! Innan skamms lokar verslun Habitat viö Laugaveg og nýja glæsiverslun Habitat í Kringlunni tekur alfarið við. Þess vegna er nú haldin óvenjuleg rýmingarsala í Habitat við Laugaveg og má með sanni segja að betra tækifæri gefist líklega aldrei til að gera frábær kaup á gæðavörum Habitat. Afslátturinn er almennt 35-40% og allt að 70%! habitat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.