Morgunblaðið - 10.01.1997, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 39
ekki um það en kvartaði aldrei og
naut ferðarinnar út í ystu æsar eins
og við hin. Ég vil svo sannarlega
þakka almættinu það að hafa fengið
að fara með henni í þessa ferð og
eiga nú þær góðu minningar sem
eftir sitja.
Að lokum vil ég þakka Þóreyju
systur minni fyrir allt sem hún gerði
fyrir mig og mína. Telpumar hennar
hafa líka ævinlega verið boðnar og
búnar til að gæta bama minna og
hjálpa mér. Þær standa nú þétt sam-
an eins og þær hafa alltaf gert en
móðir þeirra hélt vel utan um þær
allt frá upphafi og ekki síður eftir
að hún og faðir þeirra skildu. Hún
hélt þétt utan um hópinn sinn og lifði
fyrir dætur sínar. Missirinn er því
mikill fyrir þær og fjölskyldur þeirra
nú þegar móðirin er horfín. En í
minningunni lifir hún áfram með
þeim og með okkur öllum. Guð styrki
ykkur öll í ykkar miklu sorg.
Hrefna systir.
Mig langar að minnast Þóreyjar
mágkonu minnar í fáeinum orðum.
Minningarnar koma upp í hugann
hver af annarri, enda em rúmlega
37 ár síðan við kynntumst, þegar
bróðir hennar Jón Sturla bauð mér
að koma með sér að hitta eldri syst-
ur sína, Þóreyju, sem bjó þá á Hring-
braut 47, ásamt eiginmanni sfnum
Steingrími og dætrum.
Þau kynni urðu strax góð og héld-
ust fram á hennar síðasta dag. Árin
liðu, við kynntumst betur, börnin
okkar uxu úr grasi, frænkumar fóru
að umganst hver aðra, urðu jafn-
framt bestu vinkonur.
Ég dáðist oft að dugnaði mágkonu
minnar, hún var heimavinnandi hús-
móðir, eins og það kallast í dag,
enda urðu dætur þeirra hjóna sjö
talsins, og hún eiginkona sjómanns,
sívinnandi, dugleg og myndarleg
húsmóðir, góð móðir, síðast en ekki
síst frábær amma og traustur vinur.
Oft var komið við á Hringbraut-
inni, ef skroppið var niður í bæ,
dætur mínar að hitta frænkur sínar
og leika sér, við mágkonurnar að
ræða saman. Þórey var oftast að
vinna eitthvað á heimilinu þegar í
heimsókn var komið. Hún hafði þann
eiginleika að gera margt í einu. Eitt
sinn þegar ég kom þar var hún að
strauja þvott, hélt á lítilli dóttur á
vinstri handlegg. Ég bauðst til að
taka bamið, en hún afþakkaði það,
en bað mig frekar að hella á kaffi-
könnuna.
Árin liðu, við hjónin fengum stund-
um eldri frænku til bamapíustarfa.
Kom þá á tímabili ekki neitt annað
til greina en að einhver systranna
af Hringbraut kæmi og var það auð-
fengið. Þær vom svo bamgóðar og
skemmtilegar.
Einn fastur liður í tilverunni var
að þegar Svava dóttir okkar átti af-
mæli 22. des. var öllum frænkunum
af Hringbrautinni að sjálfsögðu boð-
ið. Komu þær allar í nýjum jólakjól-
um, eins klæddar, fínar og fallegar,
og allir kjólamir saumaðir af móður
þeirra.
Þórey var mikið náttúmbarn, þótti
mjög gaman að skreppa út úr bæn-
um, þegar tími gafst til, hvíla sig frá
borginni og njóta íslenskrar nátt-
úmfegurðar. Oft var farið norður í
Snartartungu, dvalið þar yfir sumar-
tíma heima hjá foreldmm sínum,
vom dætumar að sjálfsögðu með.
Þegar vetur gekk í garð brá mág-
kona mín sér stundum á gömlu dans-
ana, hafði mikla skemmtun af, enda
létt og frá á fæti.
Á 100 ára afmælisdegi Ásmundar
föður hennar, þ. 5. ágúst sl., kom
fjölskyldan saman, í Snartartungu,
og var þá gist hjá Sigurkarli og
Gunnhildi. Sfðar reis myndar tjald-
borg í túninu heima. Höfðu allir
mikla ánægju af að dveljaþar. Fórum
við í góða gönguferð, Þórey í for-
ustu. Ég og Hrefna systir hennar á
eftir. Gengið var upp í Húsadal, um
mela og móa, Þórey hress og kát,
sagði frá gömlum álagabletti, nefndi
undirritaðri öll kennileiti, naut þess
að vera í fallegu sumarveðri á æsku-
slóðum sínum.
Þannig ætla ég að geyma hana í
minningu minni.
Þórey var búin að vinna í mörg ár
á taugalækningadeild Landspítalans,
32-A. Undi hún sér þar vel, rómaði
starfsfólk deildarinnar fyrir frábært
samstarf og vináttu í sinn garð.
í september sl. fór Þórey til
Kanada með Hrefnu systur sinni og
Gissuri mági sínum. Eyddu þau þar
saman sumarfríinu sínu og ferðuðust
um með Snorra bróður þeirra systra,
sem er búsettur þar.
Var víða farið. Hittu þau böm
Snorra, og Gunnvöru mágkonu sína.
Urðu þar miklir fagnaðarfundir.
Voru þau afar ángæð með þetta
skemmtilega sumarleyfí.
Ég votta elskulegum dætrum
hennar, tengdasonum, barnabörnum
og systkinum einlæga samúð mína.
Við söknum hennar öll.
Það er komið að kveðjustund. Við
hjónin, dætur okkar og fjölskyldur
þeirra vottum Þóreyju virðingu okkar
og þakklæti fyrir hugljúfar samveru-
stundir í lífí okkar. Að lokum bið ég
algóðan Guð að blessa minningu
Þóreyjar mágkonu minnar.
Guðrún Erna Narfadóttir.
Elsku amma okkar. í minningu
þína langar okkur að skrifa þér nokk-
ur kveðjuorð. Það var alltaf svo gott
að koma í heimsókn til þín, alltaf
tókst þú jafnvel á móti okkur. Það
kom svo mikil hlýja frá þér, og ef
einhverjar deilur komu upp á milli
bamabarnanna var það alltaf þú sem
laumaðir að okkur sætindunum og
við gæddum okkur á því og spöruðum
ekki brosið. Þú varst alltaf jafnhjálp-
söm við að setja skraut í hárið á
okkur stelpunum og bæta fötin ef
þess þurfti. Ég (Þórey) mun aldrei
gleyma þvf er ég og Elva Dögg rif-
umst um það hvor okkar væri nú
meiri ömmustelpa. En þá gerðir þú
okkur ljóst að ekki var hægt að
dæma þar á milli.
Bros þitt mun ávallt tifa í hjarta
okkar.
Þórey Birgisdóttir, Sigrún
Sigurðardóttir.
Með þessum orðum langar okkur
systkinin að minnast elskulegrar
ömmu okkar Þóreyjar Ásmundsdótt-
ur. Margs er að minnast frá þeim
samverustundum sem við áttum með
þér. Ógleymanlegar eru verslunar-
mannahelgarnar, réttirnar og árlegu
jólaboðin, þú varst ailtaf til í að taka
þátt í öllum leikjum og uppákomum
sem okkur barnabörnunum datt í
hug. Ailtaf tókst þú vel á móti okk-
ur og helst með einhveijum kræsing-
um og þótti okkur best heimabökuðu
vínarbrauðin þín.
Þegar við vorum yngri fóru for-
eldrar okkur til útlanda og við feng-
um að vera hjá þér þann tíma sem
þau voru úti. Eitthvað held ég að
við höfum verið erfíð þegar mamma
og pabbi komu heim, því þú lést
allt eftir okkur sama hvað það var.
Engan grunaði hvað þú varst orð-
in veik eftir komuna frá Kanada í
endaðan september og núna ertu
farin frá okkur. Ég fór og kvaddi
þig þann 24. desember sl. því ég var
á leiðinni til Kanaríeyja með vinum
mínum sama dag. Þú sagðist hlakka
til að sjá mig aftur, brúna og ánægða
eftir vel heppnaða ferð, en það varð
aldrei neitt úr því.
Elsku amma, við kveðjum þig nú
og vitum að þér líður vel hjá öllum
ástvinum þínum hinum megin. Minn-
ingarnar um þig munu alltaf lifa í
hjörtum okkar.
Elva Dögg, Alfreð og
Steingrímur.
Elsku amma, mig langar í nokkr-
um orðum að minnast þín og í leið-
inni að þakka þér fyrir allt það góða
sem þú skildir eftir. Nú þegar þú
ert farin frá okkur koma fram ótal
minningar.
Einu sinni þegar ég og mamma
heimsóttum ömmu í Þórufellið var
hún svo ánægð að sjá okkur að hún
bakaði pönnukökur og gerði heitt
súkkulaði eins og hún gerði svo oft.
Svo sátum við í stofunni hennar og
skoðuðum gamlar ljósmyndir og
töluðum saman.
Hún reyndi alltaf sitt besta til
þess að gleðja aðra. Hún gaf okkur
bamabörnunum stundum strumpa-
páskaegg og þegar við heimsóttum
hana mátti allt eins búast við ein-
hveiju sætu sem leyndist í skápunum
hjá henni og skálum.
Hún kom stundum heim og sat
inni i eldhúsi á meðan mamma setti
í hana permanent.
Mér þótti svo vænt um að koma
í stofuna hennar og sjá allar mynd-
irnar sem hún var með í hillunum
hjá sér af dætrum sínum og okkur
barnabörnunum.
Amma geymdi alltaf litla sæta
jólatréð sitt með skrautinu og öllu
og notaði það svo ár eftir ár. Hún
vildi alltaf allt fyrir alla gera og með
þessum orðum vil ég kveðja hana
ömmu mína.
Nú legg ég augun aftur,
Ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að taka,
mér yfír láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð S. Egilsson)
Agnes.
Nú er elsku amma mín dáin.
Alltaf þótti mér gott að koma til
hennar ömmu sem ávallt tók mér
opnum örmum. Þegar amma var í
fríi hringdi ég oft til hennar til að
athuga hvort ég mætti koma til henn-
ar og gista. Þegar við vorum saman
gerðum við margt skemmtilegt eins
og að fara saman i kolaportið, hjóla,
þvo bílinn, fara upp í sveit og jafnvel
í sirkus síðastliðið sumar. Alltaf var
amma tilbúin að passa okkur systkin-
in þegar á þurfti að halda og reynd-
ist okkur mjög vel. Það gladdi okkur
öll mjög mikið þegar þú í veikindum
þínum gast komið og eytt með okkur
þínu síðasta aðfangadagskvöldi.
Amma var mér góður vinur og
geymi ég, elsku amma mín, allar
minningarnar um þig í hjarta mínu.
Eirikur Bjarki.
Nú er amma farin til guðs og sit-
ur hjá honum. Hún var svo góð, gaf
okkur nammi og spilaði við okkur.
Við vorum glöð að fá þig til okkar
um jólin, þótt þú værir veik. Við
þökkum fyrir allt sem þú gafst okk-
ur og gleymum þér aldrei.
Blessa amma.
Katrín og Eiías.
t
Eiginmaöur minn, faðir okkar og afi,
HALLUR GUÐMUNDSSON
fyrrv. matsveinn,
Kirkjustíg 4,
Eskifirði,
lést á Landspítalanum þann 6. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 11. janúar
kl. 14.00.
Þóra Ólöf Guðnadóttir,
synir og barnabörn.
t
ÓLAFÍA Þ. REIMARSDÓTTIR,
sem andaðist á Ljósheimum, Selfossi,
4. janúar, verður jarðsungin frá Selfoss-
kirkju laugardaginn 11. janúar kl. 10.30.
Aðstandendur.
t
Elsku móðir okkar, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR,
Hringbraut 50,
áður Höfðatúni 9,
er látin.
Jarðarförin hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð.
Halldór Guðjónsson, Þuriður ída Jónsdóttir,
Jóhann Guðjónsson, Rebekka Guðjónsson,
ömmubörn og langömmubörn.
i
í
i
|
;
Okkur systkinin langar að minnast
Þóreyjar Asmundsdóttir sem bjó á
Hringbraut 47 í fjölda ára. Þar áttum
við systkin einskonar aukaheimili því
öll áttum við vinkonur á fyrstu hæð-
inni. Þórey átti sjö stelpur en við
systkinin á þriðju hæð vorum aðeins
fímm og þarafleiðandi var rúmlega
ein vinkona á hvert okkar. Leikirnir
voru misfjörugir og oftar en ekki
fylgdi töluverður hávaði og ærsla-
gangur svona stórum hóp af krökk-
um en eftir á að hyggja sjáum við
að Þórey var fljót að koma skikk á
hópinn án þess að við'gerðum okkur
alveg grein fyrir því enda var það
ekki gert með neinum fyrirgangi.
Hún sendi einhveija úr hópnum út í
mjólkurbúð og elstu stelpumar með
þær yngstu út í kerrur og vagn.
Þar með höfðu allir um nóg að
hugsa og gauragangurinn í okkur
og orkan fengu útrás í þessum
ábyrgðarstörfum. Þórey var um
margt mjög sérstök kona. Hún var
þvílíkur dugnaðarforkur að í minn-
ingunni fínnst manni að hún hafí
aldrei sofíð. Það var alltaf ijós í
glugganum hjá Þóreyju hún sat við
sauma fram á rauðanætur og sá um
að stelpunar ættu fallegar flíkur á
þeim árum sem ekki var verulegt
úrval af fatnaði í verslunum. Bökun-
arilm lagði fram á gang nánast dag-
lega því mikið þurfti af kaffíbrauði
á stóru heimili. Dæturnar voru ekki
háar í loftinu þegar þær fengu tæki-
færi á að æfa færni sína í heimilis-
verkum, bakstri og barnapössun.
Þórey vissi að æfmgin skapar meist-
arann og dætumar eru allar sönnun
þess að hún hafði rétt fyrir sér. Þó-
rey var grannvaxin 5 meðallagi há,
augun voru dökk, hún virkaði frekar
fálát og dul þeim er ekki kynntust
henni en fjölskyldu, vinum og vensla-
mönnum var hún létt, kát og afskap-
lega trygglynd. Þórey vann utan
heimilis eins og aðstæður leyfðu.
Eftir að börnin voru uppkomin gerði
Þórey Landsspítalann að starfsvett-
vangi sínum. Barnabömin vom henn-
ar líf og yndi. Hennar helsta tilhlökk-
unarefni var að láta af störfum vegna
aldurs og hafa meiri tíma fyrir barna-
börnin sín. Tími hennar er nú liðinn
hér á jörð.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
systurnar sjö og allt þeirra fólk.
Systkinin Hringbraut 47, III t.h.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR BORGÞÓR
MAGNÚSSON
húsasmiðameistari,
Tunguvegi 23,
lést á Landspítalanum að kvöldi
6. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sesselja Ásgeirsdóttir,
Guðrún Sigurðardóttir, Ásmundur R. Richardsson,
Ásgeir Sigurðsson, Gabriela E. Pitterl,
Magnús Sigurðsson, Valborg H. Gestsdóttir,
Ingunn Sigurðardóttir, Þorkell Ágústsson,
Helga Sigurðardóttir, Jóhannes H. Símonarson
og barnabörn.
Systir mín,
INGVELDUR JÓHANNSDÓTTIR
frá Litlu-Þúfu,
Miklaholtshreppi,
verður jörðuð að Fáskrúðarbakkakirkju
laugardaginn 11. janúar 1997 kl. 14.00.
Rútuferð verður fré Umferðarmiðstöð-
inni sama dag kl. 10.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ásta Lára Jóhannsdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
MARGRÉT HARALDSDÓTTIR,
Eyjavöllum 13,
Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju
laugardaginn 11. janúar kl. 13.30.
Magnús Kolbeinsson,
Kristfn Sigurðardóttir Rose, Brian D. Rose,
Kolbrún Sigurðardóttir, Rúnar Sigurbjartarson,
Magnea Brynja Magnúsdóttir,
Konráð Ingvi Sigurðarson,
Robert Thomas Rose, Patrick Brent Rose.