Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 Tommi og Jenni Ferdinand BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylqavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Forseta Islands afhent 250.000. Nýja testamentið Frá Sigurbirni Þorkelssyni: EINS og venja hefur verið heimsóttu liðsmenn Gídeonfélagsins grunn- skóla landsins í haust og gáfu nem- endum 5. bekkjar Nýja testamentið að gjöf. Því ættu nú flestir íslending- ar á aldrinum 10-54 ára að hafa fengið Nýja testamentið að gjöf frá félaginu. 250.000 eintök Sigurbjörn Þorkelsson Gídeonfélagið á íslandi, sem var stofnað árið 1945, hefur m.a. haft þau verkefni önnur en að gefa æsku landsins Nýja testamentið, að koma eintökum af Biblíunni eða NT fyrir á hótel- erbergjum, her- bergjum gisti- húsa, í náttborð sjúkrahúsanna, í fangelsi og skip auk þess sem NT með sérstaklega stóru og aðgengi- legu letri er komið fyrir við rúm þeirra sem dvelja á dvalarheimilum aldraðra. Þá er öllum nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum einnig gefið eintak af Nýja testa- mentinu. Skrifstofa félagsins hefur reynt að fylgjast með því hversu mörgum eintökum er úthlutað árlega allt frá fyrstu tíð. Það varð því staðreynd sl. haust að eintak nr. 250.000 fór í umferð og var forseti íslands svo vænn að heiðra félagið með því að taka við eintaki af Nýja testamentinu eins og öll 10 ára börn í landinu fá á hverju hausti. Var eintakið áritað og tölusett. Einnig var hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, afhent Nýja testamenti með stóru letri sem hann stakk upp á að fengi að liggja frammi í móttökusal emb- ættisbústaðarins á Bessastöðum. Forseti íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, var í öðrum árgangi Ís- lendinga sem fengu Nýja testament- ið að gjöf frá Gídeonfélaginu á sínum tíma, þá sem nemandi í Miðbæjarskó- lanum í Reykjavík og sagðist forseti muna vel eftir þeim atburði og sagð- ist hann eiga bókina ennþá. Gídeonfélagar þakka forseta ís- lands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, kærlega fyrir góðar móttökur og fyrir að vilja veita viðtöku 250.000. Nýja testamentinu sem gefið er af Gídeonfélaginu á íslandi. Gídeonfélagið, alþjóðasamtök Gídeonfélagið er alþjóðasamtök, sem starfa nú í 172 löndum að út- breiðslu Heilagrar ritningar með sama hætti og gert er hér á landi. Þess má til gamans geta að ísland er þriðja landið þar sem Gídeonfélag var stofnað, árið 1945. Framlengdur armur kirkjunnar Gídeonfélagið er eins og fram- lengdur armur kirkjunnar. í félaginu eru eingöngu menn og konur sem tilheyra kristinni kirkju og vilja að boðskapur hennar, kærleiksboðskap- ur Guðs, sem birtist okkur svo skýrt í Jesú Kristi nái til allra manna. Ekki endilega með hávaða og látum heldur í kyrrð og með þeim ólýsanlega friði sem Guð einn getur veitt. „Því að Guðs orð er lifandi og kröft- ugt og beittara hveiju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans." (Hebreabréfið 4:12) Það er hjartans von og bæn liðs- manna Gídeonfélagsins að þau 250.000 eintök af Nýja testamentinu sem félagið hefur gefið landsmönnum mættu nýtast mönnum sem mest og best svo við fáum teygað af þeim kærleikans og hjálpræðislindum sem þar er að finna og á uppsprettu sína í höfundi lífsins og frelsaranum okkar Jesú Kristi, okkar eilífa lífgjafa. Guð blessi forseta vorn og lands- menn alla. SIGURBJÖRN ÞORKELSSON, framkvæmdastjóri Gíeon- félagsins á íslandi. Hellna ekki getið Frá Sæbirni Valdimarssyni: Á DAGSKRÁ Stöðvar 2 á nýársdag var þáttur um náttúrufegurð sem nefndist „Snæfellsnes - á mörkum hins jarðneska". Að flestu leyti hinn ágætasti þáttur, t.d. voru myndskeið tekin á lágflugi yfír strandlengjuna falleg, einkar forvitnileg sjónarhom og vel heppnuð. Þegar á að kvikmynda jafnfjöl- breytt og ægifagurt landslag þar sem sagan að auki minnir á sig við hvert fótmál, er úr vöndu að ráða. Verður að velja og hafna. Þó er mér spurn; Hvemig í ósköpunum tókst kvik- myndargerðarmönnunum að gera slíka mynd án þess að koma við á Hellnum? (Utan eitt skot af strönd- inni á milli Stapa og Hellna.) Að margra dómi einum fegursta staðnum undir Jökli og þó víðar sé leitað. Mál manna að óvíða sé Jökullinn og Stapa- fellið jafntilkomumikið, eisog allt umhverfíð, sama hvert er litið. Hér er náttúruperlan „Baðstofa", einstakur sjávarhellir sem við rétt samspil ljóss og sjávar býður uppá þvílík litbrigði að þau eiga tæpast sinn líka í náttúm landsins. Sjávar- klettamir, plássið litla með kirkjuna kúrandi í því miðju, og ekki síst höfn- in, skapa friðsæla en um ieið stór- brotna fegurð sem er engri lík. Ekki er sagan ómerkari, talar til manns úr hveijum hól og hleðslubroti. Hér var í aldanna rás einn mestur útgerð- arstaður, ekki aðeins undir Jökli, held- ur landinu öllu. Hellnum er ekki hægt að hlaupa framhjá. SÆBJÖRN VALDIMARSSON, Bergstaðastræti 71, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.