Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Greiðsluáætlun
bílasamnings
Lýsingar hf.
Verðbólga á ári 2%
Seðilgjald 275
Mánaðrleg greiðsla 7.044
Fjöldi greiðslna <i-36) 36
Verðtr. samn. (já/nei) JÁ
Kaupverð bifreiöar 1.000.000
Greitt m. peningum 300.000
Greitt m. bifreíð 200.000
Höfuðstóll bílasamn. 500.000
Lokaafborgun 373.895
Útborgunardagur 20/11997
Fyrsti gjalddagi (5., is„ 25) 5/31997
Vextir frá útb. til 1. vaxtadags 1.496
Stofngjald 2,25% 11.250
Samtals samningsfjárh. 512.746
Vextir 7,80%
Heildarkostnaður 127.465
Árleg hlutfallstala kostn. 12,22%
Lýsing haslar sér völl á bílalánamarkaði
Einkabílar boðn-
ir á kaupleigu
EIGNALEIGUFYRIRTÆKIÐ
Lýsing hf. hefur ákveðið að bjóða
einstaklingum fjármögnun einka-
bíla á kaupleigusamningum sem
fengið hafa heitið bílasamningar.
Þessi fjármögnun verður heldur
ódýrari en þau bílalán sem hingað
til hafa verið í boði fyrir einstakl-
inga, þar sem ekkert stimpilgjald
er lagt á kaupleigusamninga. Slíkt
gjald er aftur á móti lagt á hefð-
bundin bílalán á sama hátt og önn-
ur skuldabréfalán.
Jafnframt er hin nýja íjármögn-
un Lýsingar mun sveigjanlegri en
hefðbundin bílalán, þar sem kaup-
andinn getur bæði valið upphæð
mánaðarlegra greiðslna og annað-
hvort samið um eftirstöðar eða
greitt þær upp í lok lánstímans.
Ólafur Helgi Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Lýsingar hf. segir að
það sé e.t.v. ástæðulaust fyrir ein-
staklinga að greiða upp kaupverð
bíls á 2-3 árum ef fyrirsjáanlegt
sé að þeir ætli að skipta eftir þann
tíma. „Við munum bjóða bflasamn-
inga þar sem menn geta valið um
verðflokk, útborgun, lánstíma
o.s.frv., eins og venja er, en nú
verður einnig hægt að velja lokaaf-
borgun. Eina krafan sem við gerum
er sú að lokaafborgunin sé a.m.k.
15-18% lægri en markaðsverð bfls-
ins að samningstímanum liðnum.
Kaupandinn getur annaðhvort
greitt upp eftirstöðvamar í lok láns-
tímans, samið um framlengingu í
eitt og hálft ár eða sett bflinn upp
í nýjan og gert nýjan bílasamning
um eftirstöðvamar við viðkomandi
bílaumboð. Með þessu móti geta
einstaklingar lækkað greiðslubyrði
sína verulega. Að öðru leyti er þessi
fjármögnun hliðstæð venjulegum
bflalánum því prentuð eru út
greiðsluyfirlit, reiknuð út hlutfalls-
tala kostnaðar o.s.frv."
Hægt að fjármagna 80%
af kaupverðinu
Hægt er að fjármagna allt að
80% af kaupverði bifreiða sem
ekki eru eldri en 12 mánaða, en
gert að skilyrði að leigutaki sé eldri
en 25 ára. Vextir eru 7,8-8,8% af
verðtryggðum samningum og
10,9-11,9% af óverðtryggðum
samningum, eftir lánshlutfalli. Þá
leggst við stofngjald á bilinu
1,5-2,25% eftir lánstíma. Hin nýja
fjármögnun verður fyrst kynnt í
dag hjá Brimborg hf., en ætlunin
er að hún verði í boði hjá öllum
bílaumboðunum eftir helgina.
Lýsing hefur hingað til eingöngu
annast þjónustu við fyrirtæki og
einstaklinga með rekstur og því
ekki boðið svokölluð bílalán til ein-
staklinga. Ólafur Helgi segir að
reksturinn hafi gengið mjög vel á
síðasta ári og nýir samningar og
lán numið yfir 3 milljörðum til at-
vinnurekstrarins.
Húsbréf
Utdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
4. flokki 1992 -13. útdráttur
4. flokki 1994 - 6. útdráttur
2. flokki 1995 - 4. útdráttur
Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 1997.
Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði.
Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis-
stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á
Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa-
fyrirtækjum.
CSd húsnæðisstofnun ríkisins
II HÚSBRfFADEILD • SUÐURlANDSBRAUT 24 • lOS REYKJAVÍK • SlMI 569 6900
Malbikunarstöð og grjótnámi borgarinnar breytt í hlutafélag
Kemur til greina að
fara á útboðsmarkað
MALBIKUNARSTÖÐ Reykja-
víkurborgar og Grjótnámi Reykja-
víkurborgar var breytt í eitt hluta-
félag 1. janúar sl. Nýja hlutafélag-
ið heitir Malbikunarstöðin Höfði
hf. og er í eigu borgarsjóðs og
Aflavaka hf.
Fyrirtækið mun hafa aðsetur á
Sævarhöfða 6-10, þar sem starf-
semi borgarfyrirtækjanna var
áður til húsa. Verið er að byggja
skrifstofuhúsnæði í tengslum við
núverandi húsakost, þannig að
næsta sumar mun öll starfsemin
verða komin á sama stað.
Allir starfsmenn borgarfyrir-
tækjanna, sem eru um 30 talsins,
hafa verið ráðnir hjá nýja félaginu
og auk þess hefur það fest kaup
á vélum og tækjum til útlagningar
á malbiki frá Vélamiðstöð borgar-
innar. Hlutafé er nálægt 190 millj-
ónum króna og velta fyrirtækj-
anna beggja á síðasta ári var á
bilinu 450-500 milljónir króna.
Framkvæmdastjóri nýja fyrir-
tækisins er Valur Guðmundsson,
en hann hefur verið forstöðumaður
borgarfyrirtækjanna undanfarin
15 ár. Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið að sameining og
breyting fyrirtækjanna í hlutafé-
lag nú um áramótin væri í sam-
ræmi við tillögur nefndar sem
skoðað hefði rekstur borgarfyrir-
tækja og gert tillögur um breyt-
ingar á þeim. Aðspurður hvort til
stæði að selja fyrirtækið eða hluta
þess sagði hann að niðurstaðan í
borgarráði hefði orðið sú að selja
ekki fyrirtækið að svo stöddu.
Starfsemin verður eins og áður,
m.a. á sviði framleiðslu og útlagn-
ingar á malbiki, vinnslu og sölu á
gijótmulningi og öðru muldu efni
og auk þess verktakastarfsemi
þessu tengd. Valur sagði að hing-
að til hefði fyrirtækið ekki boðið
í verk í samkeppni við aðra, heldur
einungis verið í efnissölu til þeirra
sem þess óskuðu. Nú kæmi til
greina að fyrirtækið færði út
kvíarnar og byði í verk í sam-
keppni við aðra.
Framkvæmdastjóri SÍV
Mikill munur á við-
skiptalánatrygg-
ingu og ábyrgðum
FINNUR Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra við-
skiptabanka, segir að grundvallarmunur sé á bankaábyrgðum og svo-
kölluðum viðskiptalánatryggingum sem Sjóvá-Almennar hófu nýlega
að bjóða útflytjendum. Eins og fram kom á viðskiptasíðu á miðvikudag
telja Sjóvá-Almennar að viðskiptalánatryggingar geti komið í stað
bankaábyrgða og benda á að ábyrgðirnar séu tvöfalt til þrefalt dýrari
en slíkar tryggingar.
Domino’s
opnað í
Danmörku
FYRSTI Domino’s-pizzastaður-
inn verður opnaður í miðborg
Kaupmannahafnar í dag. Eig-
endur staðarins eru hópur ís-
lenskra fjárfesta sem á helm-
ingshlut og Scandinavian pizza
company, sem er í eigu Birgis
Bieltvedts, Jóns Pálmasonar,
Sigurðar Gísla Pálmasonar og
Skúla Þorvaldssonar.
Að sögn Skúla Þorvaldsson-
ar ætlar sami hópur að opna
25-30 Domino’s-pizzastaði til
viðbótar í Danmörku. Auk þess
eru þeir með samninga um að
opna sambærilega staði í Sví-
þjóð og Noregi.
„Pizzamarkaðurinn í Dan-
mörku er ólíkur þeim íslenska
hvað varðar gæði og stendur
sá danski langt að baki hinum
íslenska en við gerum ráð fyrir
að það T.aki tvö ár að ná fót-
festu í Danmörku. Ef vel geng-
ur þar ætlum við að opna Dom-
ino’s í Svíþjóð síðar á þessu ári.“
Nýi staðurinn er við Falckon-
er Allé-götu í Fredriksberg og
verður byijað að selja pizzur
þar í dag en áætlað er að form-
leg opnun fari fram að viku lið-
inni.
„Svonefndar viðskiptalánatrygg-
ingar eða greiðslufallstryggingar
fela í sér að ef kaupandi stendur
ekki við sitt, þá greiðir tryggingafé-
lagið reikninginn að frádreginni
ákveðinni sjálfsáhættu sem oft er
15%. Hins vegar þarf að eiga sér
stað ákveðið ferli. Útflytjandi þarf
að reyna að innheimta greiðsluna
með ákveðnum hætti og ákveðinn
tími verður að líða áður en vátrygg-
ingin kemur til skjalanna. Þegar um
bankaábyrgðir er að ræða eru útbúin
skjöl með vissum skilyrðum, þannig
að ef þau eru uppfyllt þá verður
reikningurinn greiddur af bankanum
óháð öllu öðru,“ sagði Finnur.
Hann telur það af hinu góða að
viðskiptaskiptalánatryggingar standi
útflytjendum til boða á landi og þær
geti hentað í sumum tilvikum, en í
öðrum tilvikum henti bankaábyrgðir.
„Þetta eykur fi'ölbreytnina á mark-
aðnum og það kemur útflytjendum
til góða.“
-----♦ ♦ ♦-----
Athugasemd
fráLÍ
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Lands-
banka íslands:
„í framhaldi af frétt í gær um
ávöxtun innlánsforma vill Lands-
banki íslands koma á framfæri upp-
lýsingum um raunávöxtun Afmælis-
bréfa. Afmælisbréfín voru gefín út í
tilefni af 110 ára afmæli bankans
1. júií sl. Raunávöxtun þeirra fram
til áramóta var 8,75%.
Sala í hlutabréfasjóðum í desember 1996 saja Hiut- millj.kr. deild
Landsbréf ísl. fjársj. ísl. hlbrsj. 582 336
Alls: 918 33,0%
Kaupþing Auðlind 570
Kaupþ. Hlbrsj.Norðurf. 55
Norðurlands Siáv.ísl. 75
Alls: 700 25,1%
Verðbréfa- Hsjóður 361
rnarkaður Vaxtarsi. 86
Islandsbanka ^us. 447 16,1%
Hlbrsj. Búnaðarbanka 400 14,4%
Fjárvangur Almenni 320 11,5%
Samtals: 2.785 100%
Hlutabréfa-
sjóðir seldu
fyrir 2,8
milljarða
HLUT ABRÉFASJ ÓÐIRNIR seldu
hlutabréf fyrir samtals tæplega 2,8
milljarða króna í desember. Þetta er
rösklega tvöfalt hærri fjárhæð en á
sama tíma í fyrra, en þá er áætlað
að bréf hafi selst fyrir um 1-200
milljónir. Engar nákvæmar tölur
liggja fyrir um stærð hlutabréfasjóð-
anna nú um áramótin, en samkvæmt
upplýsingum Landsbréfa má ætla að
heildarstærð þeirra nemi um 11,3
milljörðum.
Landsbréf virðist hafa orðið hlut-
skarpasta fyrirtækið í samkeppni
verðbréfafyrirtækja um þessi við-
skipti nú fyrir áramótin því alls voru
seld þar bréf fyrir 918 milljónir, en
þar af voru seld bréf fyrir 582 millj-
ónir í íslenska fjársjóðnum. Þar á bæ
þakka menn víðfeðmu útibúaneti
Landsbankans þennan árangur, góðn
ávöxtun Fjársjóðsins, vel heppnaðri
markaðssetningu og breyttu viðhorfi
almennings til hlutabréfa. Ennfremur
hafí það ýtt verulega undir söluna
að lengi vel hafi litið út fyrir að þetta
yrði í síðasta sinn sem unnt væri að
tryggja sér skattaafslátt með hluta-
bréfakaupum.