Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Jóhanna Þor- steinsdóttir fæddist á Fáskrúðs- firði 11. júlí 1914. Hún lést á dvalar- heimilinu Uppsöl- um 2. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Þorkelsdótt- ir húsmóðir, f. 26.2. 1886, og Þorsteinn Ogmundsson verk- sljóri, f. 12.3. 1880. Systkini Jóhönnu voru Þorkell, f. 15.3. 1909, og fóst- ursystir Ágústa Sigurðardóttir, f. 20.8. 1907. Eru þau bæði lát- in. Hinn 14. maí 1938 kvæntist Jóhanna eftirlifandi eigin- manni sínum, Bjarna Sigurðs- í dag kveðjum við móður okkar í síðasta sinn. Kallið kom svo snöggt að það var ekki tími til að kveðj- ast. Við áttum ekki von á að nýja árið byrjaði með brottför þinni. Árið 1938 14. maí giftist mamma pabba, Bjarna Sigurðssyni frá Fá- skrúðsfirði, og voru þau búin að vera í 58 ára farsælu og góðu hjóna- bandi enda mjög samrýnd hjón. Mamma og pabbi stofnuðu heimili í sama húsi og amma og afi. Alltaf var gott samband á milli þeirra. Síðan byggðu þau sér hús sem fékk nafnið Birkihlíð. Þegar amma gat ekki hugsað um sig sjálf flutti hún til þeirra og mamma hugsaði vel um hana, enda var alltaf opið hús í Birkihlíð. Minningarnar um móður okkar eru fallegar og góðar. Hún var allt- af til staðar ef einhver þurfti að- stoð. Við systkinin fengum að alast upp með þig heima, alltaf á þínum stað þegar við komum heim. Henn- ar aðalstarf var að hugsa um heim- syni, f. 4.1. 1913, sjómanni og verka- manni frá Fá- skrúðsfirði. Þau eignuðust fimm börn, son sem fædd- ist andvana 11.9. 1938; Helgu, f. 29.6. 1940, gift Bergi Hallgrímssyni; Sig- urbjörg, f. 2.4. 1944, gift Jóhannesi Ell- ertsyni; Þorsteinn f. 4.6. 1948, kvæntur Ósk Bragadóttur; Guðný, f. 12.5. 1950, gift Sigurði Ástr- áðssyni. Barnabörnin eru 11 og barnabömin 14. Útför Jóhönnu fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ilið, vera heimavinnandi eins og sagt er í dag og henni féll aldrei verk úr hendi. Hún söng til margra ára í kirkjukómum á Fáskrúðsfirði, og minnumst við aðfangadags- kvöldanna þegar farið var til aftan- söngs þar sem hún söng alltaf með kórnum þá. Mamma var mikil handverkskona og heklunálin var alltaf efst á borð- inu. Þau eru ófá milliverkin og dúk- arnir sem hún er búin að hekla um dagana, og munum við vel eftir því þegar hún var að koma úr þvotta- húsinu þegar þvottadagar voru og fékk sér kaffibolla og tók hekluná- lina á meðan hún hvíldi sig frá þvottinum enda er heklunálin búin að stytta henni stundirnar síðan hún flutti á dvalarheimilið Uppsali. Þegar við vorum vaxin úr grasi fór mamma að vinna við fiskeftirlit hjá Fram og síðan úti í frystihúsi. Var þetta á árunum 1957 til 1962, en þá kom síldin og Birkihlíð varð full aftur af fólki. Barnabörnin sem eru orðin 11 voru alltaf velkomin í Birkihlíð og voru þau þar lengri og skemmri tíma. Síðan komu langömmubörnin sem eru orðin 14. Hún hafði gaman að fylgjast með og þau að spila ólsen-ólsen við langömmu eða lönguvitlausu. Minningarnar eru margar en hún var fálát um sín verk, en vann þau í hljóði. Elsku mamma, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og að vera þú sjálf. Við vonum að þú hafir átt góða heimkomu á nýja heimilinu. Elsku pabbi, megi góður Guð styðja þig í þinni miklu sorg. Helga, Sigurbjörg, Þor- steinn og Guðný. Elsku amma, þótt þú hafir verið komin á niræðisaldur hvarflaði ekki að okkur að þinn tími væri kominn. Þegar við fengum þá fregn að kvöldi annars í nýári að þú hefðir kvatt þennan heim urðum við agndofa, þú sem hafðir verið svo likamlega hraust og í fullu fjöri síðast daginn áður þegar við heyrðum í þér og afa til að óska ykkur gleðilegs árs. Á stundum sem þessum renna í gegnum hugann minningar um allar þær stundir sem við áttum með þér. Borðkrókurinn í Birkihlíð þar sem þú sast við handavinnuna líður okk- ur ekki úr minni. Þrátt fyrir að allt léki í höndunum á þér, pijónar eða útsaumur var heklunálin uppáhaldið. í okkar huga er hún þó meira en bara heklunál, í höndunum á þér varð hún verkfæri sem skapaði lista- verk ekki síður en penni skáldsins eða pensill málarans. Mikil Guðs blessun að sjónin og höndin entust þér allt til loka þannig að þú gast sinnt áhugamálinu alla tíð. En hekl- unálin er okkur ekki síst minnisstæð sem sproti stjómandans sem leiddi okkur í gegnum Gagn og gaman þegar við lærðum að lesa hjá þér. Það er satt að segja ótrúlegt hvað dúkum og milliverkum miðaði þrátt fyrir að heklunálin væri sífellt að benda á stafí og orð okkur til aðstoð- ar við lesturinn. Það verður seint metið eða þakk- að sem vert er að alltaf var tími JÓHANNA ÞORSTEINSDÓTTIR fyrir okkur. Alltaf varst þú tilbúin að kenna okkur að hekla, sauma eða spila. Þær era ófáar stundimar sem við eyddum saman við Lönguvit- leysu, Hjónasæng, Veiðimann, Manna eða Olsen, Olsen. Nú þegar við eram sjálf komin með fjölskyldu og böm geram við okkur betur grein fyrir því hversu mikils virði það er að hafa átt þig að. Þrátt fyrir ágæti skóla og dagheimila fara böm í dag á mis við mikið ef þau eiga þess ekki kost að vera hjá ömmu sem segir þeim sögu, fer með þulur, spil- ar við þau og gefur sér tíma til að taka þau í kjöltu sér og ylja kalda fíngur og tær eftir leiki úti í snjón- um. Ekki var nú amalegt að koma við á leiðinni heim úr skólanum og fá heitt kaffi og „rebba“ svo ekki sé talað um stafla af heimsins bestu pönnukökum. Það lýsir vel þinni hlýju og gæsku að á vorin þegar þrestir verptu í tijánum þínum hafðir þú ávallt auga með að kettir nágrannanna kæmust ekki of nálægt. Við munum tárvot augun þegar ungi datt úr hreiðri og kötturinn náði honum. Þá skynjuðum við að allt líf skiptir máli og við eigum að bera virðingu fyrir því öllu stóru sem smáu. Það er okkar hlutverk að reyna að skila til barnanna okkar þeirri blíðu, visku og gæsku sem þú miðlaðir til okkar þannig að þau geti betur fótað sig í erfíðum heimi. Elsku afí, þótt okkur fínnist við hafa misst mikið vitum við að þú hefur misst enn meira og svona snöggt fráfall ömmu gerir það jafn- vel enn erfíðara. Við viljum trúa því að það að fá að sitja við hlið elsku- legs lífsföranautar og hníga út af í fang hans eftir tæplega 59 ára hjónaband séu laun hins æðsta fyrir hlýju, ást og tryggð í lifanda lífi. Nú þegar við kveðjum elskulega ömmu með söknuði er okkur efst í huga innilegt þakklæti frá dýpstu rótum hjarta okkar fyrir allar góðu stundirnar sem eru stór hluti af æsku okkar og hafa mótað okkur á margan hátt. Hvíl í friði, ljúfa sál. Hallgrímur, Bjarni, Salome og Bergur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þegar mér var tilkynnt lát Jó- hönnu Þorsteinsdóttur var sem ský drægi fyrir sólu. Minningarnar streymdu fram í hugann. Vinátta fjölskyldnanna í Bæ og Birkihlíð var einstök og í veikindum ömmu minnar var hjálpsemi þeirra Jó- hönnu og Bjarna ómetanleg. Eftir að fjölskylda mín fluttist suður varð Birkihlíð mitt annað heimili í fjölda sumra. Það var allt- af tilhlökkunarefni að komast aust- ur til Jóhönnu og Bjarna og systkin- anna Helgu, Sigurbjargar, Þor- steins og Guðnýjar. Þau tóku mér alltaf sem einni af fjölskyldunni og mæður þeirra Jóhönnu og Bjarna, Helga og Ingibjörg, voru mér sem bestu ömmur. Það var oft glatt á hjalla í Birki- hlíð en oft hefur sjálfsagt reynt á þolinmæðina hjá Jóhönnu minni eins og þegar við krakkarnir vorum að stelast á sjóinn á árabátunum og Jóhanna kom niður á bryggju til að sækja okkur, þá var nú róið hægt að landi. En það var sama upp á hvetju við tókum alltaf var Jóhanna eins og klettur í hafinu; eitthvað traust og óhagganlegt. I minningunum koma fram svo margar myndir sem yrði of langt að telja upp en efst er minningin um hlýjuna og öryggið sem ég fann í nærveru Jóhönnu. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast svo góðri manneskju og dýrmætt að eiga svo góðar minn- ingar frá Birkihlíð. Elsku Jóhanna, ég kveð þig með söknuði og þakklæti fyrir allt. Elsku Bjarni, Helga, Sigurbjörg, Þorsteinn og Guðný, ég votta ykk- ur og fjölskyldum ykkar mína dýpstu samúð. Megi guð blessa ykkur öll. Sigurborg Garðarsdóttir. + Ólafur Skúla- son fæddist í Reykjavík 4. sept- ember 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Skúli Skúla- son og Ingibjörg Stefánsdóttir. Olaf- ur átti sjö systkini og eru þrjú þeirra enn á Iífi. Ólafur kvæntist Valborgu Eiríks- dóttur 7. mars 1959 og eiga þau tvær dætur: 1) Guðbjörg, dætur hennar eru María Ösk og Ólöf Valborg Marí. 2) Ingibjörg Laufey, dæt- Mig langar til að minnast Ólafs Skúlasonar nokkrum orðum. Ólafur var mjög vinnusamur og heiðarlegur maður. Hann skilaði dagsverki sínu vel, vann hjá Eim- skip yfir 50 ár eða þar til hann varð sjötugur. Ekki man ég eftir að hann vantaði nokkru sinni í vinnu allan þann tíma frá því ég kom í fjölskylduna en það var árið 1960. Ólafur var góður skákmaður og vora strákarnir mínir ekki gamlir þegar hann var búinn að kenna þeim mannganginn og hann hafði mikla þolinmæði þegar hann tefldi við þá. Þegar hann gat leikið svolít- ið á þá í skákinni sagði hann: „Amma gamla steinlá í því.“ Og þetta höfðu strákarnir mínir eftir honum þegar þeir voru að tefla við pabba sinn. Ólafur var mikill KR- ingur og spilaði hann knattspyrnu á sínum yngri árum með meistara- ur hennar eru Ást- rós Rún og Aníta Lára. Sambýlismað- ur Ingibjargar er Guðmundur Lárus Guðmundsson. Frá fyrra hjónabandi átti Valborg tvo syni, Þór Guð- mundsson, kvæntur Ágústu Þyrí And- ersen og eiga þau þijá syni, Willum Þór, Órn og Val; og Karl Guðmundsson, börn hans eru Brynjólfur, Valborg og sonur búsettur í Ameríku. Ólafur verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. flokki KR og oft sagði hann okkur frá því þegar hann fór til Færeyja með KR-liðinu árið 1938. Ólafur gaf okkur vísur um KR-liðið úr þessari för og læt ég fylgja eina vísu um KR-liðið og vísuna um Ólaf. KR-ingar kunna rétta sparkið, í kappleikjum þeir jafnan sigur fá. Þeir boltann senda beina leið í markið og bugast aldrei, hvað sem gengur á. Já, það eru nú karlar, sem kunna á slíku skil. Um KR-inga þess vegna ég syngja vil. Ólafur Skúlason, vinstribakvörður: Á Ólafi ég ætla nú að byija, í Eyjunum hann átti á góðu von. Oft hann þurfti eyjaskeggja að spyija, hvort ei þeir þekktu Kristmann Guðmundsson. Því hann er einn af sonum mínum, sagði hann. En söguna um bakariið einn hann kann. Ólafur fylgdist með KR-ingum og með knattspyrnu meðan heilsan leyfði. Seinustu árin var Ólafur mikill sjúklingur og var rúmliggj- andi heima og hugsaði Valborg mjög vel um hann. Ég og fjölskylda mín viljum þakka Ólafi samfylgdina í gegnum árin. Genginn er góður maður. Blessuð sé minning hans. Ágústa Þyrí Andersen. Elsku besti afi. Nú hefur þú yfir- gefið þennan heim eftir erfið veik- indi. Það var ekki sjaldan sem við frænkurnar komum til þín og ömmu og áttum þar yndislegar stundir. Efst er þó í huga er þú kenndir okkur lagið „Fyrir sunnan Fríkirkj- una“ og varst endalaust til í að hjálpa okkur með heimalærdóminn og þó sérstaklega með margföldun- artöfluna frægu. Alltaf vorum við velkomnar heim til ykkar ömmu og þar létu veitingarnar aldrei á sér standa, það var alltaf til nóg af allskonar góðgæti. Það eru ekki allir sem eru svo lánsamir að eiga afa eins og þig, og oft höfum við frænkurnar hugs- að hve lánsamar við vorum að eiga ykkur ömmu að. Svo má auðvitað ekki gleyma skákinni og þegar þú sagðir okkur sögur af þér í fótboltanum hjá KR. Elsku afí, við vonum að þú vitir að þú ert alltaf í huga okkar og að við gleymum aldrei þeim skemmti- lega tíma sem við áttum með þér. Megir þú hvíla í friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku amma, megi guð vera með þér á stundu sem þessari og veita þér allan þann styrk sem þú þarfn- ast. Ástrós Rún og María Ósk. + Hrefna Magnr úsdóttir fæddist á Sandanesi í Með- allandi ll.júlí 1921. Hún lést í Reykja- vík 3. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Magn- ús Oddsson, f. 1882, frá Skálmarbæ, og Kristín Pálsdóttir, f. 1893, frá Hrífu- nesi. Systkini Hrefnu eru: Pálína (látin), Helga, Ing- veldur (látin), og Baldvin. Hálfbróðir þeirra er Tryggvi Gunnarsson. Eftirlifandi eiginmaður Hrefnu er Sigurður Gislason frá Haukfelli í Vestmannaeyj- um. Útför Hrefnu fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Okkur systkinin langar til að minnast Hrefnu Magnúsdóttur með nokkrum fátæklegum orðum. Hrefna var sex ára er faðir henn- ar lést og fór hún þá í fóstur að Breiðabólstað til Snorra Halldórs- sonar læknis. Þar dvaldi hún við góðar aðstæður í u.þ.b. níu ár og var fermd frá því heimili. Síðan fór hún til móður sinnar að Eystri- Ásum og dvaldi með henni til ársins 1940 þegar hún fluttist til Reykja- víkur. Árið 1948 hóf Hrefna búskap með Sigurði Gíslasyni, Sigga Bro eins og við köllum hann móðurbróð- ur okkar. Þau byggðu sér myndar- legt hús í Bakkagerði 14 í Reykja- vík. Á þessum árum var Smáíbúða- hverfíð að byggjast og var oft mik- ið um að vera hjá börn- um og fullorðnum við a.ð byggja sér stór og lítil hús. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þau voru afar barngóð og sýndu okkur systk- inunum mikla um- hyggju og góðvild. Siggi og Hrefna voru ein af fáum hjónum sem áttu bíl á þessum árum og það var ekki lítið sport að fara i bílt- úr með þeim inn í Bakkagerði eða Hvammsgerði þar sem foreldrar okkar byggðu sér eins hús. Hrefna var annáluð fyrir kunn- áttu við saumaskap og vann við hann mestalla starfsævi sína, lengst af í Belgjagerðinni í Reykjavík. Eitt af áhugamálum Hrefnu var garð- rækt og eru víða í görðum úti um allt land afleggjarar af rannum og blómum úr hennar garði. Hún var mikill dýravinur og þeir eru ekki ófáir kettirnir og fuglarnir sem nutu góðs af gjafmildi hennar. Hrefna hætti vinnu utan heimilis fyrir allmörgum árum. Fyrir fjórum til fímm árum veiktist hún af Alz- heimersjúkdómi sem versnaði hratt. Af einstökum dugnaði hjúkraði Siggi henni heima þar til í desember sl. er Hrefna fór á öldranarlækninga- deildina í Hátúni þar sem hún lést þrotin að kröftum 3. janúar sl. Við systkinin viljum þakka þér, Hrefna mín, umhyggjuna og þolin- mæðina við okkur og vitum að þú átt góða heimkomu. Sigga frænda vottum við innilega samúð okkar. Valgerður, Ágúst Ingi, Gísli Hafþór og Ásrún. ÓLAFUR SKÚLASON HREFNA MA GNÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.