Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C 7. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter ÍSRAELSKIR sjúkraliðar flytja slasaða konu á sjúkrahús. Talið er víst, að einhver arabískur skæru- liðahópur hafi komið sprengjunum fyrir en þær sprungu með 10 mínútna millibili. Tyrkir una ekki flugskeytum á Kýpur Sagðir íhuga loftárásir Ankara. Reuter. TYRKIR hafa til athugunar að gera loftárásir á gríska hluta Kýpur ef staðið verður við áætlan- ir um að koma þar upp rússnesk- um flugskeytum. Skýrði Anatol- ian, hin opinbera fréttastofa Tyrklands, frá því í gær. Banda- ríkjastjórn hefur varað Tyrk- landsstjórn við vangaveltum af þessu tagi. Stjórnin í Ankara hefur sakað Kýpurstjórn um að ætla að breyta valdahlutföllum á eyjunni með kaupum á rússneskum S-300-flug- skeytum en með þeim væri unnt að draga verulega úr yfirburðum Tyrkja á eyjunni hvað varðar her- flugvélar. Varaðir við ævintýramennsku Aleeos Michaelides, utanríkis- ráðherra Kýpur, sagði í gær, að hótanir Tyrkja væru ekki nýjar af nálinni og gríska stjórnin gerði líka lítið úr þeim. Nicholas Burns, talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, sagði í gær, að það væri illa til fundið hjá Tyrkjum að vera með vangaveltur um loft- árásir á Kýpur og varaði þá við ævintýramennsku. Jeltsín sagður fær um að stjórna Moskvu, London. Reuter. EMBÆTTISMENN í Kreml reyndu í gær að kveða niður vangaveltur um að Borís Jeltsín Rússlandsforseti væri ekki fær um að stjórna land- inu vegna heilsubrests. Forsetinn var lagður inn á sjúkrahús á miðvikudag með byijunareinkenni lungna- bólgu, aðeins tveimur mánuð- um eftir að hafa gengist und- ir hjartaskurðaðgerð. Læknar hans sögðu að honum hefðu verið gefin sýklalyf og líkams- hitinn væri eðlilegur. Renat Aktsjúrín, sem skar Jeltsín upp, hafði eftir lækn- um forsetans að ástand hans væri „skaplegt", lungnabólg- an tengdist ekki skurðaðgerð- inni og forsetinn gæti gegnt skyldustörfum sínum áfram. Nokkrir hjartasérfræðing- ar á Vesturlöndum sögðu þó hugsanlegt að Jeltsín væri veikari en embættismennirnir vildu viðurkenna. Hann kynni að hafa orðið fyrir einhvers konar hjartabilun sem hefði valdið lungnabólgueinkenn- um. „Liklegt virðist að hann hafi orðið fyrir blöndu af bijóstholssmiti og hjartabil- un, “ sagði Brian Pentecost, prófessor og yfirmaður læknadeildar Bresku hjarta- stofnunarinnar. Bandaríski skurðlæknirinn Michael DeBakey, sem var Aktsjúrín til ráðgjafar við uppskurðinn, sagði hins vegar að Jeltsín hefði náð sér eftir uppskurðinn fyrir mánuði og hjartastarfsemin væri „orðin nánast eðlileg". ■ Hættaá valdabaráttu/18 Þrjátíu fórust í flugslysi Þrettán manns slasast í tveimur sprengingum í Tel Aviv Ovissa um framhald á friðarviðræðunum Jerúsalem. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 13 manns slösuðust þegar tvær sprengjur sprungu rétt við strætisvagnamið- stöð í Tel Aviv í ísrael í gær. Eru arabískir skæruliðar grunaðir um verknaðinn en hann er framinn á sama tíma og svo virðist sem við- ræður ísraela og Palestínumanna um frið og brottflutning ísraelsks herliðs frá Hebron séu að fara út um þúfur. Assaf Hefetz, yfirmaður ísra- elsku lögreglunnar, sagði að í sprengjunum, sem sprungu í rusla- tunnum við aðalstrætisvagnastöð- ina, hefði verið mikið af nöglum og benti það til þess að arabískir skæruliðar hefðu verið að verki. Engir höfðu þó lýst ábyrgðinni á hendur sér en ýmis múslímsk sam- tök hafa hótað að hefna skotárás- ar ísraelsks hermanns á fólk á markaðstorgi í Hebron í síðustu viku. Talsmaður Benjamins Netan- yahus vildi ekkert segja um hvaða áhrif sprengjutilræðin hefðu á viðræður ísraela og Palestínu- manna en talið er, að Dennis Ross, sáttasemjari Bandaríkja- stjórnar, muni snúa heim í dag ef einkafundir hans með Benjam- in Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, bera engan árangur. Krefst trygginga fyrir áframhaldandi brottflutningi Meðalganga hans hefur engu skilað til þessa en Arafat, sem treystir ekki Netanyahu,_ krefst trygginga fyrir því, að ísraelar fari ekki aðeins frá Hebron, held- ur einnig frá öðrum hlutum Vest- urbakkans á ákveðnum tíma. Palestínumenn hafa hafnað til- lögu ísraela um að þeir verði farn- ir frá Vesturbakkanum fyrir árslok 1999 og þeir höfnuðu einnig til- lögu Ross um, að miðað yrði við mitt ár 1998. Segjast þeir ekki geta gefið meira eftir, enda séu tillögurnar brot á samningum ísra- ela og Palestínumanna, sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafi sjálfur undirritað. Andstaða í Israelsstjórn Allt að sjö ráðherrar af 18 í ríkisstjórn Israels hóta Netanya- hu hörðu verði borgin Hebron lát- in af hendi en hann vill fresta brottflutningnum til að styrkja stöðu sína í lokaviðræðunum um frið við Palestínumenn. Arafat krefst þess aftur á móti, að þá verði 90% Vesturbakkans í hönd- um heimastjórnar Palestínu- manna eins og kveðið sé á í Ósló- arsamningunum. Washingfton. Reuter. ÞRJÁTÍU manns fórust þegar áætlunarflugvél frá bandaríska flugfélaginu ComAir hrapaði til jarðar skömmu fyrir lendingu í Detroit í gær. Vélin, sem var tveggja hreyfla af gerðinni Embraer-120, kom nið- ur í skóglendi skammt frá bóndabæ, um 40 km fyrir sunnan Detroit. Fórust allir, sem um borð voru, 25 farþegar, tveir flugmenn og þrír flugliðar. Ömurleg aðkoma ComAir-flugfélagið er með aðal- stöðvar sínar í Cincinnati og flýgur á stuttum flugleiðum fyrir flugfé- lagið Delta Airlines. Roger Weber, talsmaður flug- hafnarinnar í Detroit, sagði, að aðkoman á slysstað hefði verið skelfileg og strax augljóst, að eng- inn hefði átt sér lífsvon. Maður, sem býr skammt frá slysstaðnum, segir, að gífurleg sprenging hafi orðið þegar vélin kom niður. Rússar hóta þvingunum Moskvu. Reuter. JEVGENÍ Prímakov, utanríkis- ráðherra Rússlands, sagði í gær, að Rússar ættu að beita þau ríki efnahagslegum refsiaðgerðum, sem træðu á rétti fólks af rúss- neskum uppruna. Að sögn Itar- Tass-fréttastofunnar nefndi hann sérstaklega Eistland. Prímakov lýsti yfir þessu á ríkisstjórnarfundi í gær og hvatti til að beitt yrði efnahagslegum þvingunum gagnvart Eistlandi. „Við höfum lagt hart að Eist- lendingum í þessu efni og gerum þá lágmarkskröfu, að þeir fari að tillögum ÖSE, Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, um mannréttindi rússneskumælandi fólks í Eistlandi," sagði Prím- akov. Reuter * I snjónum á Spáni MIKIÐ vetrarríki er nú á Norð- ur-Spáni og allt að 250 þorp og bæir eru einangruð, ýmist vegna fannfergis eða flóða. Hafa þau valdið miklum skaða á uppskeru í suðurhluta landsins og er hann metinn á rúmlega 73 milljarða ísl. kr. Þessi öldungur í bænum Castrillo de Polvaranes átti í erfiðleikum með að komast leið- ar sinnar í ófærðinni í gær en veðurfræðingar spá ögn skárra veðri á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.