Morgunblaðið - 10.01.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 10.01.1997, Síða 1
72 SÍÐUR B/C 7. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter ÍSRAELSKIR sjúkraliðar flytja slasaða konu á sjúkrahús. Talið er víst, að einhver arabískur skæru- liðahópur hafi komið sprengjunum fyrir en þær sprungu með 10 mínútna millibili. Tyrkir una ekki flugskeytum á Kýpur Sagðir íhuga loftárásir Ankara. Reuter. TYRKIR hafa til athugunar að gera loftárásir á gríska hluta Kýpur ef staðið verður við áætlan- ir um að koma þar upp rússnesk- um flugskeytum. Skýrði Anatol- ian, hin opinbera fréttastofa Tyrklands, frá því í gær. Banda- ríkjastjórn hefur varað Tyrk- landsstjórn við vangaveltum af þessu tagi. Stjórnin í Ankara hefur sakað Kýpurstjórn um að ætla að breyta valdahlutföllum á eyjunni með kaupum á rússneskum S-300-flug- skeytum en með þeim væri unnt að draga verulega úr yfirburðum Tyrkja á eyjunni hvað varðar her- flugvélar. Varaðir við ævintýramennsku Aleeos Michaelides, utanríkis- ráðherra Kýpur, sagði í gær, að hótanir Tyrkja væru ekki nýjar af nálinni og gríska stjórnin gerði líka lítið úr þeim. Nicholas Burns, talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, sagði í gær, að það væri illa til fundið hjá Tyrkjum að vera með vangaveltur um loft- árásir á Kýpur og varaði þá við ævintýramennsku. Jeltsín sagður fær um að stjórna Moskvu, London. Reuter. EMBÆTTISMENN í Kreml reyndu í gær að kveða niður vangaveltur um að Borís Jeltsín Rússlandsforseti væri ekki fær um að stjórna land- inu vegna heilsubrests. Forsetinn var lagður inn á sjúkrahús á miðvikudag með byijunareinkenni lungna- bólgu, aðeins tveimur mánuð- um eftir að hafa gengist und- ir hjartaskurðaðgerð. Læknar hans sögðu að honum hefðu verið gefin sýklalyf og líkams- hitinn væri eðlilegur. Renat Aktsjúrín, sem skar Jeltsín upp, hafði eftir lækn- um forsetans að ástand hans væri „skaplegt", lungnabólg- an tengdist ekki skurðaðgerð- inni og forsetinn gæti gegnt skyldustörfum sínum áfram. Nokkrir hjartasérfræðing- ar á Vesturlöndum sögðu þó hugsanlegt að Jeltsín væri veikari en embættismennirnir vildu viðurkenna. Hann kynni að hafa orðið fyrir einhvers konar hjartabilun sem hefði valdið lungnabólgueinkenn- um. „Liklegt virðist að hann hafi orðið fyrir blöndu af bijóstholssmiti og hjartabil- un, “ sagði Brian Pentecost, prófessor og yfirmaður læknadeildar Bresku hjarta- stofnunarinnar. Bandaríski skurðlæknirinn Michael DeBakey, sem var Aktsjúrín til ráðgjafar við uppskurðinn, sagði hins vegar að Jeltsín hefði náð sér eftir uppskurðinn fyrir mánuði og hjartastarfsemin væri „orðin nánast eðlileg". ■ Hættaá valdabaráttu/18 Þrjátíu fórust í flugslysi Þrettán manns slasast í tveimur sprengingum í Tel Aviv Ovissa um framhald á friðarviðræðunum Jerúsalem. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 13 manns slösuðust þegar tvær sprengjur sprungu rétt við strætisvagnamið- stöð í Tel Aviv í ísrael í gær. Eru arabískir skæruliðar grunaðir um verknaðinn en hann er framinn á sama tíma og svo virðist sem við- ræður ísraela og Palestínumanna um frið og brottflutning ísraelsks herliðs frá Hebron séu að fara út um þúfur. Assaf Hefetz, yfirmaður ísra- elsku lögreglunnar, sagði að í sprengjunum, sem sprungu í rusla- tunnum við aðalstrætisvagnastöð- ina, hefði verið mikið af nöglum og benti það til þess að arabískir skæruliðar hefðu verið að verki. Engir höfðu þó lýst ábyrgðinni á hendur sér en ýmis múslímsk sam- tök hafa hótað að hefna skotárás- ar ísraelsks hermanns á fólk á markaðstorgi í Hebron í síðustu viku. Talsmaður Benjamins Netan- yahus vildi ekkert segja um hvaða áhrif sprengjutilræðin hefðu á viðræður ísraela og Palestínu- manna en talið er, að Dennis Ross, sáttasemjari Bandaríkja- stjórnar, muni snúa heim í dag ef einkafundir hans með Benjam- in Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, bera engan árangur. Krefst trygginga fyrir áframhaldandi brottflutningi Meðalganga hans hefur engu skilað til þessa en Arafat, sem treystir ekki Netanyahu,_ krefst trygginga fyrir því, að ísraelar fari ekki aðeins frá Hebron, held- ur einnig frá öðrum hlutum Vest- urbakkans á ákveðnum tíma. Palestínumenn hafa hafnað til- lögu ísraela um að þeir verði farn- ir frá Vesturbakkanum fyrir árslok 1999 og þeir höfnuðu einnig til- lögu Ross um, að miðað yrði við mitt ár 1998. Segjast þeir ekki geta gefið meira eftir, enda séu tillögurnar brot á samningum ísra- ela og Palestínumanna, sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafi sjálfur undirritað. Andstaða í Israelsstjórn Allt að sjö ráðherrar af 18 í ríkisstjórn Israels hóta Netanya- hu hörðu verði borgin Hebron lát- in af hendi en hann vill fresta brottflutningnum til að styrkja stöðu sína í lokaviðræðunum um frið við Palestínumenn. Arafat krefst þess aftur á móti, að þá verði 90% Vesturbakkans í hönd- um heimastjórnar Palestínu- manna eins og kveðið sé á í Ósló- arsamningunum. Washingfton. Reuter. ÞRJÁTÍU manns fórust þegar áætlunarflugvél frá bandaríska flugfélaginu ComAir hrapaði til jarðar skömmu fyrir lendingu í Detroit í gær. Vélin, sem var tveggja hreyfla af gerðinni Embraer-120, kom nið- ur í skóglendi skammt frá bóndabæ, um 40 km fyrir sunnan Detroit. Fórust allir, sem um borð voru, 25 farþegar, tveir flugmenn og þrír flugliðar. Ömurleg aðkoma ComAir-flugfélagið er með aðal- stöðvar sínar í Cincinnati og flýgur á stuttum flugleiðum fyrir flugfé- lagið Delta Airlines. Roger Weber, talsmaður flug- hafnarinnar í Detroit, sagði, að aðkoman á slysstað hefði verið skelfileg og strax augljóst, að eng- inn hefði átt sér lífsvon. Maður, sem býr skammt frá slysstaðnum, segir, að gífurleg sprenging hafi orðið þegar vélin kom niður. Rússar hóta þvingunum Moskvu. Reuter. JEVGENÍ Prímakov, utanríkis- ráðherra Rússlands, sagði í gær, að Rússar ættu að beita þau ríki efnahagslegum refsiaðgerðum, sem træðu á rétti fólks af rúss- neskum uppruna. Að sögn Itar- Tass-fréttastofunnar nefndi hann sérstaklega Eistland. Prímakov lýsti yfir þessu á ríkisstjórnarfundi í gær og hvatti til að beitt yrði efnahagslegum þvingunum gagnvart Eistlandi. „Við höfum lagt hart að Eist- lendingum í þessu efni og gerum þá lágmarkskröfu, að þeir fari að tillögum ÖSE, Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, um mannréttindi rússneskumælandi fólks í Eistlandi," sagði Prím- akov. Reuter * I snjónum á Spáni MIKIÐ vetrarríki er nú á Norð- ur-Spáni og allt að 250 þorp og bæir eru einangruð, ýmist vegna fannfergis eða flóða. Hafa þau valdið miklum skaða á uppskeru í suðurhluta landsins og er hann metinn á rúmlega 73 milljarða ísl. kr. Þessi öldungur í bænum Castrillo de Polvaranes átti í erfiðleikum með að komast leið- ar sinnar í ófærðinni í gær en veðurfræðingar spá ögn skárra veðri á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.