Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR ÞÓREY ÁSMUNDSDÓTTIR + Þórey Ásmunds- dóttir var fædd í Snartartungu Strandasýslu 18. nóvember 1930. Hún lést á Landspít- alanum 31. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru, Svava Jóns- dóttir, f. 1.7. 1908, d. 16. 2. 1996, frá Vatnshömrum _ í Borgarfirði, og Ás- mundur Sturlaugs- son, f. 5.8. 1896, d. 1.9. 1980, frá Snart- artungu í Stranda- sýslu. Systkini Þóreyjar eru, Sigurkarl, bóndi í Snartartungu, Ragnar, býr í Kópavogi, Jón Sturla, býr í Reykjavík, Hrefna Guðbjörg, býr í Reykjavík, Snorri, býr í Kanada, og Pálmi, býr í Reykjavík. Þórey ólst upp í foreldrahúsum. Sextán ára gömul fór hún á Reykjaskóla, síðan lá leið hennar til Reykja- víkur þar sem hún réð sig í vist til Fanneyjar Stefánsdóttur og Benedikts Sigurjónssonar sem bjijggu á Smáragötu 12 í Reykjavik. Hjá þeim dvaldist hún í nokkur ár. Árið 1952 giftist Þórey Stein- grími Benediktssyni, f. 3.8. 1929, d. 25.10. 1993, sjómanni. Þau stofnuðu heimili sitt á Hringbraut 47 í Reykjavík, þar sem þau bjuggu þar til þau slitu samvistum 1985. Saman eignuðust þau sjö dætur sem eru: 1) Sólveig, hús- móðir, maki hennar er Birgir Jensson, smiður, þau eiga þijú börn. 2) Svava Ásdís, húsmóðir, maki hennar er Ág- úst Már Sigurðsson, smiður, þau eiga þrjú börn. 3) Guð- rún, sjúkraliði, maki hennar er Sigurður Ásgeirsson, tækni- fræðingur, þau eiga tvö börn. 4) Edda Hrönn, skrifstofumaður, maki hennar er Ásgeir H. Ingvarsson, sölumaður, þau eiga tvö börn. 5) Alda, röntgentæknir, maki hennar er Oddur Eiríksson, slökkviliðsmaður, þau eiga þijú börn. 6) Kolbrún Lind, sjúkra- liði, maki hennar er Jóhannes Eiríksson, sölumaður, þau eiga þrjú börn. 7) Rósa, nemi, maki hennar er Guðmundur B. Jós- epsson, kerfisfræðingur, þau eiga eitt barn og misstu einn son á fyrsta ári. Þórey hóf störf á Landspítalan- um í kringum 1970. Hún starf- aði þar við þjónustustörf fram í október sl. eða þar til hún veiktist. Útför Þóreyjar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskulega móðir mín. í dag kveðj- um við þig, að þú skulir vera farin frá okkur þykir mér svo erfitt að trúa. Þú sem alltaf hefur verið til staðar fyrir mig og alla aðra. Eg minnist þess í vor er þú sagð- ir mér svo glöð og með mikilli til- hlökkun að þú ætlaðir að fara í sum- arfrí til Kanada með haustinu ásamt Hrefnu systur þinni og Gissuri mági þínum. Það leið að hausti og þið fóruð í ferðalagið og hittuð Snorra bróður þinn og Gunnvöru sem þar búa ásamt börnum sínum og allt var samkvæmt áætlun. Þú ljómaðir öll upp er þú sagðir mér ferðasöguna og sýndir mér allar myndirnar frá þeim fallegu stöðum sem þið heim- sóttuð, Manitoba, Saskatchewan, Banff, Edmonton en það var aðeins eitt sem skyggði á þessa yndislegu ferð, þú varst ekki alveg jafnspræk og þú varst vön að vera, eins og þú sagðir einhver smáflensa allan tím- ann. Síðar kom á daginn að þú varst orðin alvarlega veik. Engan óraði fyrir því að tíminn yrði svona naumur, að æviskeið þitt væri senn á enda. í byijun desember fórstu á spítalann, Landspítalann, þar sem þú sjálf hafðir unnið í svo mörg ár. Þú ætlaðir nú ekki að dvelj- ast þar lengi þar sem það voru að koma jól og fullt sem þú þurftir að gera fyrir þann tíma. Þú varst samt búin að kaupa allar jólagjafirnar fyrir þín sautján barnabörn, það hafðir þú gert í fríinu í Kanada, munum við nú fá að njóta þess næstu mánuði að sjá börnin okkar skarta þeim fallegu fötum sem þú valdir svo vel, fyrir hvert og eitt. Hvar sem þú gast réttir þú hjálp- arhönd, þú hafðir mikla skipuiags- hæfileika og hjá þér var allt í röð og reglu. Það átti ekki við þig að biðja um hjálp frá öðrum, þú gerðir allt sjálf, fannst mér stundum að það hlytu að vera miklu fleiri klukku- stundir í sólahringnum hjá þér en hjá öllum öðum. Hvað sem þú tókst þér fyrir hendur vannst þú með mik- illi þolinmæði og natni. Á árum áður voru þær margar stundirnar sem þú eyddir við saumavélina, og voru þær margar flíkurnar sem þú saumaðir og hannaðir handa okkur. Bömin mín hafa svo oft sagt er gera þurfti við og lagfæra ýmsar flíkur, biðjum bara ömmu Þóreyju að gera við þetta. Og ófáir voru þeir mjúku og hlýju pakkarnir frá þér til allra barnabarnanna sem innihéldu nýja sokka og vettlinga sem þú varst svo lagin við að prjóna. Er sárasta sorg okkar mætir og söknuður huga vorn grætir. Þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum (Hallgr. J. Hallgr) Ég kveð nú elskulega móður mína og mun ég geyma minningu hennar í hjarta mínu um duglega og góða konu. Þín dóttir, Edda Hrönn. Nú þegar elskuleg móðir mín er skilin við okkur langar mig að kveðja hana með nokkrum orðum. Það var alltaf gott að leita til mömmu hver sem vandamálin voru. Alltaf var hún tilbúin að rétta hjálparhönd. Þegar hún veiktist spurði ég hana hvernig við systurnar færum að án hennar því hún var okkur mikil stoð í gegn- um tíðina. Á mínum bemskuárum var fjöl- mennt á heimili og oft ærið verk að vinna í kringum sjö dætur. Mamma vann þá oftast flest sín verk á nætum- ar og krafðist aldrei mikillar hjálpar frá okkur. Þar sem við bjuggum í ijölbýlishúsi var þvottadagur aðeins einu sinni í viku og var þá þvegið af öllum og hver flík straujuð. Mér er það minnisstætt að eftir að allt hafði verið straujað og flokkað átti hver systirin að taka sinn fatabunka og setja inn í skáp. Það gat oft reynst okkur erfítt að koma því í framkvæmd og gat tekið allt að þijá daga. Eins og segir í ljóði eftir Davíð Stefáns- son, „er öllum mönnum góð og vinnur verk sín hljóð“ fannst mér lýsandi fyrir hana mömmu. Eftir að við urðum eldri og fórum að búa var ekki þar með sagt að mamma væri búin að sleppa af okk- ur hendinni. Þegar einhver var að flytja var hún ávallt fyrst á staðinn til að skipuleggja verkið og sjá til þess að allt færi rétt fram. Ef gera þurfti við flík eða stytta fatnað var mamma búin að grípa hann og kom- in með hann innan skamms tíma aftur. Þáu voru ófá skiptin sem mamma var til staðar þegar við syst- umar vorum í sláturgerð og stjórn- aði hún þá verkinu af mikilli ákefð. Eftir að ég fór að búa sjálf og eignast börn var það mér mjög dýr- mætt hversu iðin mamma var að koma í heimsókn og gefa barnabörn- um sínum tíma. Þegar börnin mín voru nýfædd kom hún reglulega til að fá að fylgjast með þeim og talaði um hversu fljótt þau stækkuðu. Og eftir að þau fóru að stækka var það alltaf tilhlökkunarefni að fá Þóreyju ömmu í heimsókn. Eina barnabarnið sem mamma fékk aldrei að kynnast var hann Andri litli sem lést tveggja daga gamall og trúi ég því að nú sé hún búin að taka hann í fangið og fái að kynnast honum. Mamma sagði við mig í veikindum sínum að það kæmi alltaf maður í manns stað, en í mínum huga kemur enginn í stað mömmu. Elsku mamma, megi Guð blessa þig og varðveita. Þín dóttir, Kolbrún Lind. Fyrir tæpu ári sátum við Þórey systir mín saman við banabeð móður okkar. Ekki grunaði okkur þá að við ættum ekki eftir fleiri samverustund- ir en raun varð á. Oft höfum við líka átt saman yndislegar stundir í sveit- inni okkar. Síðastliðið sumar vorum við báðar fyrir norðan og fengum okkur göngu í dalnum okkar. Á móts við Hrútagil settumst við niður og spjölluðum um gömlu góðu dag- ana og meðal annars um það að við fyndum fyrir nærveru þeirra pabba og mömmu sem bæði voru horfin okkur. Nú veit ég að næst þegar ég sest niður við gilið - einsömul - mun ég finna að þau eru þarna öll þijú með mér, mamma, pabbi og Þórey systir. Við Þórey ólumst upp í Snartar- tungu í Bitrufirði. Hún var elst okkar systkinanna - eina systir mín - en auk þess áttum við sex bræður, einn dó í bemsku. Það kom fljótt í hennar hlut að taka til hendinni enda mörg verk að vinna á stóru sveitaheimili á uppvaxtarárum hennar. Hún var heldur ekki há í loftinu þegar hún þurfti að gæta systkina sinna eða fara með baggahestana heim af engj- unum. En hún var alltaf jafnatorku- söm og mikil dugnaðarmanneskja. Þórey var sautján árum eldri en yngsti bróðir okkar og átta árum eldri en ég sjálf. Ég dáðist að henni og fannst hún svo fljót að öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Sjálfri fannst mér til dæmis svo vonlaust þegar okkur var ætlað að taka sam- an flekkina og hugsaði með mér: - Þetta verður aldrei búið, en þegar Þórey kom gekk allt eins og í sögu. Það var sama hvað hún gerði, allt gekk jafnfljótt og vel fyrir sig. Hún var bæði rösk og stjómsöm, já og hún stjórnaði okkur systkinunum svo sannarlega af mikilli röggsemi. Sextán ára gömul fór Þórey í Reykjaskóla og var þar í einn vetur. Eftir það hélt hún til Reykjavíkur í atvinnuleit. Hún var í vist á nokkrum stöðum og milli hennar og þeirra sem hún vann fyrir mynduðust mikil og sterk bönd. Sérstaklega átti það við um hjónin Fanneyju Stefánsdóttur og Benedikt Siguijónsson sem hún var hjá og þau áttu eftir að taka ekki aðeins vel á móti henni sjálfr heldur okkur öllum þegar við komum til Reykjavíkur á meðan þeim entist líf til. Tuttugu og tveggja ára gömul giftist Þórey Steingrími Benedikts- syni sem alinn var upp í Reykjavík. Mér er enn minnisstætt þegar hún kom í fyrsta skiptið með mannsefnið sitt heim í Snartartungu. Mér fannst hann svo fallegur og hann minnti mig helst á kvikmyndaleikarana sem við höfðum séð myndir af í blöðunum. Þórey og Steingrímur hófu búskap á Hringbraut 47, á heimili foreldra hans sem bæði voru látin, og eignuð- ust sjö dætur. Steingrímur var sjó- maður svo það kom algjörlega í henn- ar hlut að ala upp dæturnar. Á þess- um árum var lagt í hendur sjómanns- konunnar einnar að sjá um heimilið. Útivera sjómannanna varð oft býsna löng þá ekki síður en nú. Og ég held að þótt líf sjómannsijölskyldna sé erfitt í dag þá hafi það verið enn erfiðara á þeim tíma og konan varð að treysta á sjálfa sig í einu og öllu. Á þessum árum var líka erfitt að ná endum saman með stórt heimili. Heimili Þóreyjar var ekki aðeins stórt heldur stóð það auk þess ævinlega opið fyrir okkur systkinin þegar við fórum að koma úr sveitinni. Alltaf var pláss. Þótt rými væri ekki mikið var hjartarýmið nóg. Minningarnar um það þegar Þórey var að koma norður með telpurnar sínar á sumrin eru líka ljúfar. Alltaf bættist í hóp þessara fallegu, dökku telpna. Okkur heima í Snartartungu fannst mikil upplyfting í því þegar við sáum þær koma hveija af ann- arri út úr rútunni því ekki voru einka- bílarnir í þá daga. Þá var mikil hátíð heima. Sjálf fór ég til Reykjavíkur 17 ára gömul til þess að vinna fyrir mér. Ég fékk auðvitað að búa hjá Þóreyju. Um þessar mundir voru dætur hennar orðnar fimm og vinnudagur móður- innar oft langur. Því var það að þeg- ar við vinkonurnar komum heim af böllunum þá logaði alltaf ljós. Þórey sat og saumaði eða gerði við en þetta voru oft einu stundirnar sem hún hafði til þeirra hluta - eftir að telp- urnar voru sofnaðar. Við vinkonurnar komum þá við hjá Þóreyju, fengum okkur kaffísopa og röbbuðum við hana.. Hún mátti ævinlega vera að því að leggja frá sér saumana og spjalla við okkur. Minningarnar um þessar stundir eru mér ljúfar. Síðastliðið haust tókum við hjónin og Þórey okkur ferð á hendur til bróður okkar sem býr á Gimli í Kanada. Þetta varð stórkostleg skemmtun. Saman fórum við í tólf daga ferðalag í góðum ferðabíl þvert yfir Kanada allt vestur í Klettafjöll. Ferðin var skemmtileg og við munum eiga eftir að njóta minninganna um hana lengi. Þórey var orðin veik þeg- ar hér var komið þó að við vissum + Guðrún Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 27. októ- ber 1913. Hún lést á Elliheimilinu Grund 2. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Gíslason, f. 11.5. 1877, d. 29.1. 1955, og Margrét Sigríð- ur Brynjólfsdóttir, f. 11.1. 1882, d. 7.1. 1919. Guðrún var fimm ára, þegar móðir hennar lést og fór hún þá í fóst- ur til hjónanna Jóns Eyvinds- sonar verslunarstjóra, f. 4.4. 1874, d. 4.11. 1944, og Lovísu ísleifsdóttur, f. 23.9. 1876, d. 3.3.1965. Fósturbróðir Guðrún- ar var Isleifur Jónsson kaup- maður. Alsystkini Guðrúnar voru fimm, en þau voru Guð- laug, Brynjólfur Gísli, Jón Sveinberg, Árnheiður Jóna og Rósa María Þóra, og ein hálf- systir, Þorbjörg Jónsdóttir. Öll eru Iátin nema Rósa, sem búsett er á Akranesi. Guðrún giftist 16. maí 1936 Marinó Ólafssyni versl- unarmanni, f. 16.6. 1912, d. 26.5. 1985. Hann var sonur hjónanna Ólafs Þórðarsonar verka- manns í Reykjavík og Sigborgar Hall- dórsdóttur. Börn Guðrúnar og Marin- ós eru: 1) Lovísa Margrét, f. 4.9. 1937, gift Njáli Þorsteins- syni og eiga þau fjóra syni: Olaf Sturlu, Þorstein, Marinó Gunnar og Helga. 2) Sigrún Ólöf, f. 6.2. 1941, var gift Guð- laugi Gauta Jónssyni og eiga þau tvo syni: Jón Gauta og Kára. 3) Jón Örn, f. 8.12. 1946, kvæntur Sigríði Dagbjörtu Sæ- mundsdóttur og eiga þau þrjú börn: Melkorku, Brynjólf Borg- ar og Ragnhildi. Guðrún átti að auki orðið 15 langömmu- börn. Guðrún gekk í Kvennaskól- ann og vann að námi loknu nokkur ár við skrifstofustörf, en var heimavinnandi húsmóðir alla tíð eftir að hún gifti sig. Hún var einn af stofnendum kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík og starfaði með henni meðan heilsan leyfði. Útför Guðrúnar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elsku amma Gunna er farin fyr- ir fullt og allt úr þessu lífi. Hún fylgist þó með okkur, börnum sín- um, barnabörnum og barnabarna- börnum, sálnahóp sínum, áfram enn um stund. í eilífðinni beið afi Mar- inó í rúm 11 ár og nú eru þau sam- einuð í ást sinni, þangað til annað verður ætlað þeim. Þannig sá ég þau saman í yndislegri bænastund fyrir stuttu síðan, sveipuð birtu og hamingjusöm. Við, sem hér erum á jarðarsviði áfram, stöldrum aðeins við og lítum til baka. Tíminn rennur í.eitt eða er kannski enginn tími? Ég minnist þess, hvað það var gaman að koma í veislu til þín, amma. Strax sem lítill polli og al- veg fram á unglingsár. Fallegar jólaveislur, afmælisveislur og ég man bara ekki hvað tilefnin voru mörg. Þú hafðir heldur betur lag á að skapa stemmningu og drífa liðið áfram. Ekkert vantaði, alltaf var allt á sínum stað. Sama hvort það var veislumaturinn, borðhaldið eða hýbýlin þín öll. Alltaf var allt í góðu samræmi og fallegt. Þér brást aldr- ei smekkvísin og við afkomendur þínir njótum þess að hafa skólast ósjálfrátt hjá þér. Svona var þetta öll árin meðan heilsan leyfði og afi var trausti kletturinn á bak við at- hafnasemi þína. Síðustu árin dró heldur úr sam- skiptunum, enda allir uppteknir hver við sitt, en þú varst alltaf hin hressasta, þegar maður mátti vera að því að líta inn, þrátt fyrir ýmsan krankleika er hijáði þig síðustu árin. Það var alltaf mikill kraftur í þér og pjattið alltaf á sínum stað. Það vissu allir hver „Guðrún fína“ væri á Elliheimilinu Grund. Þú hafð- ir gott lag á að láta taka eftir þér og þannig vildirðu hafa það. Á jóla- dag sastu keik og hin fínasta í rúmi þínu, er ég og dætur mínar komum í stutta jólaheimsókn. Ekkert hafði breyst og allt var á sínum stað, jólaskapið og fjörleg framkoma þín. Við minnumst þessarar stuttu heim- sóknar með gleði. En örfáum dög- um seinna varstu farin eftir stutta baráttu, sem betur fór. Það var sérkennilegt að upplifa, þegar þú lást að hálfu lömuð eftir skyndilegt hjartaáfall, hve kraftur- inn var mikill í þér. Mér fannst þú alveg eins geta orðið frísk aftur og lömunin gengið til baka. Og ég fann vel að þú vildir það, þegar ég sat hjá þér eina kvöldstund, eina kveð- justund. Þú barðist við að lyfta þér og halda í hendi mína og gast að sjálfsögðu ómögulega látið vera að laga þig til með hendinni sem enn lét að stjórn. Það voru þung skref er ég gekk burt frá þér eftir þessa áhrifaríku kvöldstund. Ég bað þess í hljóði, að annaðhvort yrðir þú frísk hið snarasta eða fengir að fara strax til afa. Ef lífið er búið, þá á maður að fá að fara strax og ég hugsaði stíft til Drottins! Fimm sól- arhringum seinna varstu öll, mér til mikils léttis, okkur öllum vil ég segja, að þú þyrftir ekki að þjást meira. Nú ertu í góðum höndum afa, ættingja og vina og yfir því gleðst ég þó söknuðurinn eftir sitji. Ef Drottinn vill, liggja leiðir okkar aftur saman. Lifðu heil í eilífðinni og kærar þakkir fyrir alla hjarta- hlýjuna, sem þú gafst mér. Þinn dóttursonur, Ólafur Sturla. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.