Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 19 ERLENT Tillögur Portúgals um „tveggja hraða Evrópu“ Tíu ríki geti farið fram úr hinum Brussel. The Daily Telegraph. TILLÖGUR Portúgals um „tveggja hraða Evrópu“ eða „sveigjanlegan samruna" eru nú til athugunar hjá ríkisstjórnum aðildarríkja Evrópu- sambandsins. í þeim er gert ráð fyr- ir að náist ekki samstaða um að halda áfram á braut samruna eða samstarfs í einhveiju máli, megi tíu ríki mynda „kjarnahóp", sem hafi með sér „nánara samstarf". Þau ríki, sem stæðu utan slíks hóps, yrðu þó að samþykkja myndun hans. Wim Kok, forsætisráðherra Hol- lands, sem fer nú með forsæti ráð- herraráðs ESB, hefur lokið lofsorði á tillögur Portúgals. Þeir Kok og John Major, forsætisráðherra Bret- lands, sögðu fyrr í vikunni að „sveigj- Helsinki. Reuter. MEIRIHLUTI þeirra, sem afstöðu taka í nýrri finnskri skoðanakönnun, segist andvígur aðild Finnlands að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Af öllum svarendum segjast 45% andvígir aðild, 36% hlynntir og 19% óákveðnir. Könnunin var gerð í nóvember og desember á síðasta ári að beiðni finnsku Evrópuhreyfingarinnar. Úr- takið var um 2.000 manns. Sam- kvæmt niðurstöðum skoðanakönnun- anlegur samruni" gæti verið lausnin á deilum Breta og ESB. Erfitt í framkvæmd Talið er að fyrirkomulag af þessu tagi verði erfitt í framkvæmd. Lík- legustu málaflokkarnir, þar sem hóp- ur ríkja kynni að vilja skilja efa- semdaríki á borð við Bretland eftir, eru landamæragæzla og málefni inn- arfyrirtækisins Taloustukimus eru íbúar Suður-Finnlands mun hlynntari EMU en íbúar norðurhéraða lands- ins. Þá er meirihluti atvinnurekenda og stjórnenda hiynntur EMU. Skrif- stofufólk er einnig fremur hliðhollt aðild að myntbandalaginu, en það er verkafólk ekki. Meirihluti atvinnulausra og lífeyr- isþega er á móti EMU-aðild. Hins vegar er yngra fólk og námsfólk fremur hlynnt sameiginlegri mynt. flytjenda og utanríkis- og varnarmál. Tillögur Portúgala verða ræddar á ráðherraráðsfundi 20. janúar. Á meðal efnisatriða tillagnanna eru: • Kjarnahópurinn verður að saman- standa af tíu ríkjum eða fleirum. • Kjarnahópurinn getur notað stofnanir og starfslið ESB. • Beinn og augljós kostnaður af stefnu, sem kjarnahópurinn mótar, verður greiddur af aðildarríkjum hópsins. • Ríki, sem ekki er með í kjarna- hópnum í upphafi getur gengið í hann síðar. • „Nánara samstarf" kjarnahóps getur ekki átt sér stað innan svokall- aðra sameiginlegra stefna ESB, t.d. sameiginlegu stefnunnar um innri markað eða landbúnaðarstefnunnar. • Tillögur um nánara samstarf kjarnahóps skulu lagðar fram af framkvæmdastjórninni og álits Evr- ópuþingsins leitað. Framkvæmdastjórnin áhyggjufull Framkvæmdastjórn ESB lýsti á miðvikudag miklum áhyggjum af auknum áhuga aðildarríkjanna á „tveggja hraða“ kerfi. Fram- kvæmdastjórnin óttast að „Evrópa á la carte", þar sem aðildarríkin geti valið og hafnað, muni grafa undan samheldni Evrópusambandsins og sameiginlegum markmiðum þess. Finnar á móti EMU Prinsaverðlaun fyrir umhverfismál Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EVRÓPSKA umhverfisstofnunin í Kaupmannahöfn mun í vor veita verðlaun, svokölluð prinsaverð- laun, fyrir fjölmiðlaefni er lýtur að umhverfismálum. Vigdís Finn- bogadóttir er í heiðursnefnd verð- launanna ásamt fleiri frammá- mönnum, en verðlaunin verða af- hent við hátíðlega athöfn í Kaup- mannahöfn 5. júní. Verðlaunin eru kennd við krón- prinsa Dana og Spánverja, þá Friðrik og Felipe, sem eru vernd- arar verðlaunanna. Þau verða veitt fyrir hvers konar útgefið efni, kvikmyndir, heimildarmynd- ir, greinar, netefni eða á geisla- diskum, þar sem stutt er við sjálf- bæra þróun og umhverfismál í Evrópu. Með Vigdísi Finnbogadóttur eru í heiðursnefndinni Jacques Del- ors, fyrrum formaður fram- k væmdastj órnar Evrópusam- bandsins, Míkhaíl Gorbasjov, fyrr- um leiðtogi Sov- étríkjanna, Vaclav Havel, forseti Tékk- lands, og Mario Soares, fyrrum forseti Portúgals. Formaður dóm- nefndarinnar er Ritt Bjerregaard, sem fer með umhverfismál í fram- kvæmdastjórn ESB. Efninu þarf að skila fyrir 1. maí. Verðlaunin eru stytta og við- urkenningarskjal og leyfi til að nota tákn verðlaunanna. Nánari upplýsingar er að fá á heimasíðu Evrópsku umhverfisstofnunarinn- ar: http://www.eea.dk/. Vigdís Finnboga- dóttir Sjóvá-Almennra Velkomin á nýja sloð i tryggingum: www.sjal.is rj, SIÓVÁupAIMFNNAR Traustur þáttur í tilverunni Rízæ 'flut. Pizza Hut býður ostafýlltar pizzur í fyrsta sinn á íslandi. Kanturinn á pizzunum er fylltur með osti og kryddaður með hvítlauk sem gerir hann einstaklega Ijúffengan og bragðgóðan. Komdu á Pizza Hut og fáðu þér gómsæta pizzu með ostafyllingu í kantinum. Eftir það borðar þú pizzur á altt annan hátt en áður. Pizza Hut Hótel Esju Sími 533 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.