Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 51 BRIPS Umsjón (luðmundur Páll Arnnrson ÚTSPILIN eru afdrifarík - það þekkja allir spilarar. Þess vegna er mikilvægt að aðstoða makker eftir föng- um til að finna hið eina rétta, eða a.m.k. vara við því eina ranga. Nokkra næstu daga verða skoðuð spil úr Reykja- víkurmótinu í sveitakeppni, þar sem útspilin hefðu getað lánast betur. Til að bytja með hér misheppnað útskot gegn slemmu: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ Á10 V ÁD10 ♦ 974 ♦ ÁG1062 Vestur Austur ♦ G6 ♦ D9874 V K654 |||!|| * 932 ♦ 106532 111111 ♦ ÁG8 ♦ 95 * D4 Suður ♦ K532 V G87 ♦ KD ♦ K873 Sagnir voru misskilningi markaðar: Vestur Norður Austur Suður Pass 1 lauf Pass 2 lauf Pass 2 grönd Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass Pass 6 lauf Pass Pass Kerfið er Standard og hækkun norðurs í tvö lauf var krafa. Tvö grönd suðurs sýndu 12-14 punkta og jafna skiptingu. Norður meinti stökk sitt í íjögur grönd sem almenna slemmuáskorun, en suður tók sögnina sem ásaspurn- ingu og sýndi samvisku- samlega eitt lykilspil - þ.e. laufkónginn. Þar með varð ekki aftur snúið. Vestur spurði út í sagnir og misskilningurinn kom í ljós. Á meðan NS skegg- ræddu sín á milli hvort væri rétt að nota fjögur grönd sem áskorun eða ása- spurningu, íhugaði vestur útspilið af kostgæfni. Svo virtist sem skiptingin væri jöfn og því var mikilvægt að finna hlutlaust útspil, sem ekki gæfi slag. En allir litir voru hættuiegir og eftir nokkar yfirferðir í huganum ákvað vestur að trompa út. Þar með var eini vandi sagnhafa leystur og eftir spennandi hjartasvíningu gat hann lagt upp. Austur kunni makker sínum engar þakkir fyrir útspilið, en vestur hafði svar á reiðum höndum: „Þú áttir að dobla, þá hefði ég aldrei trompað út!“ Alltént hugmynd. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót o.fl. lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmælistilkynning- um og eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329 eða sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavik. I DAG Arnaö heilla Í*/\ÁRA afmæli. Á Ov/morgun, laugardag- inn 11. janúar, verður sex- tug Sigríður G. Sigurðar- dóttir, (Silla), Álfhólsvegi 133A, Kópavogi. Hún og eiginmaður hennar Halldór Jónsson taka á móti frænd- fólki, vinum og venslafólki á morgun, afmælisdaginn, milli kl. 17-20, í félagsheim- ili Kiwanismanna, Smiðju- vegi 13A, Kópavogi (ekið inn fyrir neðan Axishúsið). BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. ágúst í Alta kirkju, Alta, Noregi, Elisa- beth Andersen og Árni Huxley Olafsson. Þau eru búsett í Noregi. COSPER 't 1^763. . COSPER. JÆJA, við ættum kannski að drífa okkur í land, áður en fiskbúðinni verður lokað. HÖGNIHREKKVÍSI 8-21 C1995 Farcus Cartoons/dist. by Universal Press Syndicate LJAlSbt-ACS/CöÚCTUfitP-T STJÖRNUSPÁ cftir Frtnces Drake STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þér semur vel við aðra og þú nýtur trausts í viðskiptum. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Varastu dagdrauma og reyndu að einbeita þér að því sem gera þarf í dag. Þú þarft tíma útaf fyrir þig heima í kvöid. Naut (20. apríl - 20. maí) Flýttu þér hægt í vinnunni í dag og láttu ekki smá mót- byr á þig fá. Með einbeitingu tekst þér það sem þú ætlaðir þér. Tvíburar (21.maí-20.júni) Þú færð góðar upplýsingar, sem þú getur nýtt þér í við- skiptum dagsins. Á næstu mánuðum tekst þér að bæta fjárhaginn til muna. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Gættu þess að reita ekki hörundsáran starfsfélaga til reiði í dag. Skilningur og góð samskipti geta skilað ykkur árangri. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Fjármálin geta valdið alvar- iegum ágreiningi milli vina í dag. Þeir, sem eru á far- aldsfæti, verða fyrir óvænt- um útgjöldum. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú átt auðvelt með að ein- beita þér og finnur leið til að bæta stöðuna í fjármál- um. Vinir hafa heppnina með sér í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Töf getur orðið á því að þér berist áríðandi fréttir, sem þú bíður eftir. En hæfileikar þín- ir njóta sin vel í viðskiptum. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) HlfS Þér gengur vel að koma skoðunum þínum á framfæri í vinnunni í dag. Þegar kvöldar sinnir þú málefnum fjölskyldunnar. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Varastu óþolinmæði í sam- skiptum við aðra í dag og farðu að öllu með gát. Láttu skynsemina vísa þér veginn. Steingeit (22. des. - lð.janúar) Þú átt góðar viðræður við ráðamenn í vinnunni í dag, en ættir að varast deilur um fjármál. Slakaðu á heima í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Nú er ekki heppilegt að íhuga viðskipti með fasteign- ir, því þú þarft að kanna málið betur. Hafðu ástvin með í ráðum. Fiskar (19. febrúar- 20. mars) Þú átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni og ættir ekki að taka að þér nýtt verkefni í dag. Þér berast góðar fréttir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Velkomin á vornámskeíð Biblíusl€ÓI««ns: • ALFA - námskeiðið Fjaliað um gnmdvallaratriði kristinnar trúar. • Frá Lúther til upplýsingar Stiklað verður á stóru i kirkjusógu seinni alda, frá Lúther til loka 18. aldar. • Samskipti hjóna og sambandið við Guð Fjallað um styrkingu sambandsins og eflingu trúarlega þáttarins í hjónabandinu. • Boðun trúar með hjálp sjónhverfinga Fjaliað um hvemig nota má sjónhverfingar til að ná athygli bama og unglinga. • Boðun trúar og töflumálun Hvemig nýta má töfiu og málningu við boðun trúarinnar. • Samkynhneigð og kristin trú Textar Bibliunnar, ábyrgð kirkjunnar, sálgæsla samkjmhneigðra, fyrirspumir og umræður. Getur breyting orðið á kynhneigð fólks? • Leiðtogi í mótun Fjallað um hlutverk leiðtoga og forsvarsfólks í kristilegu starfi. • Fjallræðan Á námskeiðinu verður heildarbygging og áhersluatriði Fjallræðunnar skoðuð. LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSIMG/V! FÁIÐ SENT FRÉTTABRÉF BIBLÍUSKÓLANS! Eöa finnið okkur ó netinu: www.speedo.is/Bibliuskolinn.htmi ^ Biblíuskólinn við Holtaveg Holtavegi 28, Reykjavík, sími 588 8899, fax 588 8840 • Kvennakór • Vox feminae • Léttsveit' • Senjoritur • Kórskóli • Vorstarf kórsins hefst nú senn: I Kvennakór Reykjavíkur MBH Kórfélagar mæti miðvikudaginn I5.janúar kl. 20:30. Kórinn getur bætt við sig nokkrum félögum og geta áhugasamar konur mætt í inntökupróf sem haldin verða mánudaginn 13. janúar Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir og undirleikari Svana Víkingsdóttir. Æfingar hefjast miðvikudaginn I5.janúar ki. 18:30. Hópurinn er fullskipaður. Stjórnandi Vox feminae er Margrét J. Pálmadóttir. Félagar í Léttsveit Kvennakórsins mæti þriðjudaginn 2l.janúar kl. 20:00. Léttsveitin getur bætt við sig nokkrum félögum og áhugasamar konur geta þreytt inntökupróf sem haidin verða þriðjudaginn 21. janúar. Stjórnandi Léttsveitarinnar er Jóhanna Þórhallsdóttir og undirleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Æfingar hefjast mánudaginn 13. janúar kl. 16:00. Hópurinn er fyrir siungar eldri konur og eru áhugasamir nýir félagar boðnir velkomnir. Stjórnandi Senjoritanna er Rut Magnússon. Kórskólinn er ætlaður áhugasömum konum sem hafa litla eða enga reynslu af söngstarfi. Kennd verður raddbeiting, tónfræði og samsöngur. Námskeiðið er 12 skipti og fer kennsla fram á mánudögum frá kl. 18:30-20:30. Námskeiðið hefst mánudaginn 20. janúar. Leiðbeinandi er Margrét J. Pálmadóttir. Athyeli er vakin á að nokkur stéttarfélög, svo sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, hafa veitt félagsmönnum sínum styrk til námsins. í Inntökupróf og skráning Skráning í inntökupróf, kórskóla og Senjorítur fer fram í síma 562 6460 föstudaginn I O.janúar kl. 17:00-19:00 og laugardaginn I l.janúar kl. 11:00-14:00 Inntökupróf verða sem hér segir: Kvennakór Reykjavíkur: mánudaginn 13. janúar kl. 17:00-20:00 Léttsveit Kvennakórsins: þriðjudaginn 21. janúar kl. 17:00-20:00 I Nýi söngskólinn „Hjartans mál” WSm Söngskólinn er starfræktur í húsi Kvennakórs Reykjavíkur og býður upp á einsöngsdeild og undirbúningsdeild og fjölbreytt tónlistarstarf fyrir börn. Allar æfingar fara fram í húsnæði Kvennakórs Reykjavíkur að Ægisgötu 7. Kvennakór Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.