Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.01.1997, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson LEIKENDUM verksins fagnað í leikslok. í leit að liðinni tíð LEIKLIST Lcikfclag Rcykjavíkur á litla sviöi Borgarlcikhússins DÓMÍNÓ Höfundur: Jökull Jakobsson. Leikstjóri: Kristin Jóhannesdóttir. LeikmjTid og búningar: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Ogmundur Þór Jóhann- esson. Leikhjjóð: Ólafur Orn Thoroddsen. Leik- aran Eggert Þorleifsson, EgUl Ólafsson, Guð- rún Ásmundsdóttir, HaUdóra Geirliarðsdóttir, Hanna María Karlsdóttir og Margrét Ólafsdótt- ir. Fimmtudagur 9. janúar. ÞETTA LEIKRIT Jökuls Jakobssonar er það verka hans sem hefur helst burði til að teljast sígilt. Það var því mál til komið að eitthvert atvinnuleikhúsanna setti það aftur á svið og stóð það engu þeirra nær en Leikfélagi Reykja- víkur sem átti heiðurinn af frumuppfærslu verksins fyrir nær aldarfjórðungi. Persónur verksins eiga það sameiginlegt að fortíðin sækir á þær. Verkið snýst um þijár konur hveija af sinni kynslóð: dóttur, móður, ömmu. Þær reyna allar að notfæra sér vímu- gjafa til að skapa mótvægi við veruleikann. Amman sökkvir sér í fjarlæga fortíð í áfengis- vímu, dóttirin byggir upp draumalönd ljóð- rænnar paradísar með hjálp hasspípunnar en fortíð móðurinnar hefur glatast á „spítalan- um“ og við pilluát. Faðirinn stendur á skjön við þessa þrenn- ingu. Hann þjáist af óendanlegri minnimáttar- kennd í garð Ijölskyldunnar sem hann mægð- ist og sjálfsmynd hans ber skaða af. Inn á þetta heimili er boðinn gestur sem segist vera æskuvinur húsfreyjunnar. Hann leitar hinna gömlu góðu daga í minningum hennar en gríp- ur í tómt; hún kannast ekki við fortíð hans. Um miðbik leiksins þiggur móðirin úr hendi gestsins endurminningar og þau byggja upp sameiginlega fortíð. Dóttirin lýsir fyrir gest- inum draumaheimi sínum og amman hverfur aftur til fjarlægrar fortíðar. Eiginmaðurinn leitar liðinna ánægjustunda með konu sinni en hún afþakkar afturlitið. I lokaþættinum bendir höfundur á ný sjón- arhorn. Frúin hafnar þeirri fortíð sem gestur- inn bauð henni, hann afþakkar draumsýnir dótturinnar. Faðirinn gengur inn í hlutverk gestsins og gestinum er þröngvað inn í hlut- verk ímyndar _ fortíðarinnar: persónu sjálfs- morðingjans. í leikslok eru hjónin örþreytt eftir vel heppnaða veislu, hann býður henni að ganga inn í upprifjun fyrri tíma en hún streitist við. Leiknum lýkur á sömu nótum og hann hófst: ekkert hefur breyst. Það er erfitt að henda reiður á fléttu leiks- ins og kannski ástæðulaust að rifja hana upp en líta má á þetta sem tilraun til að varpa ljósi á kynngi þessa verks og hvers vegna það er jafn lífseigt og raun ber vitni. Fortíðin skýtur upp kollinum í öllum sínum margbreytileika. Minningamar eru hentar á lofti, þeim kastað milli persónanna uns einhver færist undan að grípa og þær verða að engu. Með sífelldum endurtekningum textabrota og hlutverkaskipt- um; með nákvæmum fyrirmælum um sviðsbún- að og hegðun persónanna dregur höfundur upp viðkvæma mynd sem þolir ekki annað en að farið sé með hana af fullri virðingu. Kristínu Jóhannesdóttur hefur verið falið að setja upp þessa sýningu. Hún hefur tekið þann kost að vera höfundinum og texta hans eins trú og auðið er án þess þó að fastnjörva sig við smáatriði. Hinn prentaði texti verksins birtist hér allur, enda áhættusamt að draga eitthvert spilið út úr, því spilaborgin gæti hrun- ið. Samt skapar Kristín sér ákveðið svigrúm og nýtir það til fullnustu. Það er aðdáunar- vert hve sýningin verður ný og fersk í meðför- um hennar. Hér er lögð mun meiri áhersla á kómíkina í verkinu en í upphaflegu uppfærsl- unni. Þar naut kímni höfundar sín að sjálf- sögðu en hér hefur fjarlægðin við ritunartíma verksins undirstrikað tilsvör sem upphaflega gegndu öðrum tilgangi. Leikarar eru valdir með þetta í huga. Sviðið er að mestu eins og höfundur sagði fyrir um en hér gefst líka færi á að undir- strika skuggana utan hinnar skjannahvítu leikmyndar sem er frosin í fortíðinni. Hún er Iýst upp óvægið og Ijósin aðeins deyfð ef skroppið er til draumalandsins. Búningar und- irbyggja vel persónusköpun leikaranna í svart- hvítri sýn. Tónlistin gefur vissum atriðum svip annars heims og tíma. Það er greinilegt að leikstjóranum hefur verið gefinn tími og tækifæri til að vanda verk sitt. Kristín er þekkt fyrir yfirburða form- skyn eins og sjá má í kvikmyndum hennar og hér fær það notið sín í hófstilltum hreyfing- um leikaranna. Leikurinn er nær fullkominn, hvert textabrot kemst til skila og nostrað er við tónfallið. Hanna María Karlsdóttir slær í gegn í hlut- verki Margrétar, eiginkonu og móður. Hún skapar skýra mynd sem er undarleg blanda af ótrúlegu óöryggi _og sjálfstæðisþörf þess sem ekkert á. Egill Ólafsson fellur mjög vel að hlutverki gestsins og forðast að falla í þá gryfju að leika á gamalkunna takta; besti leik- ur hans á sviði til þessa. Eggerti Þorleifssyni tekst að sýna tvær skyldar hliðar eiginmanns- ins Kristjáns: hina djúpu minnimáttarkennd og sorg og hið hárbeitta skop. Halldóra Geir- harðsdóttir fer með erfiðasta hlutverkið: ungl- inginn Sif. Tímans tönn hefur farið illa með hippastelpuna en Halldóru og leikstjóranum tekst með áherslu á napurt háð og hyldjúp hjartasár að sigla milli skers og báru._ Enn ein rós í hnappagat Halldóru. Margrét Ólafs- dóttir er einstaklega skemmtileg í hlutverki ömmunnar sem lifir föst í liðinni tíð og Guð- rún Ásmundsdóttir slær á létta strengi í hlut- verki Soffíu, gestsins sem er boðið í allar veisl- ur af gömlum vana. Leikfélagi Reykjavíkur tekst með þessari uppsetningu að seilast aftur í tímann og taka sterkasta verk okkar sérstæðasta leikritahöf- undar og vekja það úr aldarfjórðungslöngum dvala. Verk verða ekki sígild nema þau eigi erindi á fjalirnar aftur. Með þessari vönduðu uppfærslu er sköpuð íslensk klassík. Sveinn Haraldsson ÓLAFUR Árni, Rannveig Fríða og Páll P. Pálsson að loknum tónleikum. TÓNPST Háskólabíó VÍNARTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit íslands, Rannveig Fríða Bragadóttir, Ólafur Arni Bjarnason, undir stjórn Páls P. Pálssonar fluttu skemmtitónlist frá Vínarborg. Fimmtudagurinn 9. janúar, 1997. ÞAÐ munu vera 25 ár síðan svonefndir Vínartónleikar voru haldnir af Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Að þessu sinni voru söng- gestimir og stjómandinn heima- menn og hófust tónleikamir á for- leiknum að Skáldinu og bóndanum, eftir Suppé, vinsælu verki sem lifað hefur sjálfa óperuna, enda þar margt að heyra sem hægt er að leika mjög fallega, t.d. upphafstón- ar lúðranna og sellóeinleikurinn, sem Talkowsky lék mjög vel. For- leikurinn í heild var hressilega leik- inn, sérstaklega þegar túlkaður var kraftur bóndans og á móti ljóðræn túlkun á skáldinu. Rannveig Fríða söng Im Prater bluhn wieder die Báume, eftir Stolz (1880-1975). Hann var með þeim síðustu er fékkst við gerð þeirrar skemmtitónlistar sem kennd er við Vín. Ekki var mikið bragð að þessu söngverki, sem Rannveig Fríða söng mjög fallega. A eftir „Trisch, Trasch", polk- anum fræga eftir Johann Strauss sem er fullur af skemmtilegum hljóðfæratilþrifum söng Ólafur Árni „Dein ist mein ganzes Herz“, úr Brosandi land eftir Lehár og gerði það nokkuð vel, enda er hon- um gefín frábær rödd. Það er ótrú- legt að nokkuð komi á óvart, þeg- ar um er að ræða vínartónlist, en svo var að þessu sinni, er Aquarel- len-vals, eftir Josef Strauss, var leikinn. Þrátt fyrir að Jósef hafi ekki á vaidi sínu eins smellnar tónl- ínur og bróðir hans Jóhann, er valsinn mjög vel gerður og var skemmtilega fluttur. Fyrir hlé lauk söngþættinum með tvísöng „Wer hat die Liebe uns ins Herz gesc- henkt?“ úr Brosandi land eftir Le- hár, sem hófst á vel leiknum fiðlu- einleik Guðnýjar Guðmundsdóttur og söng Ólafur Árni þennan ástar- söng til bókarinnar sem hann hélt á og kom fyrir lítið, þótt Rannveig Fríða reyndi til við hann með brosi og blíðulátum. Tónleikunum fyrir hlé lauk með tveimur polkum, ágætlega fluttum en hins seinni er að engu getið í efnisskrá. Eftir hlé var Dónárvalsinn nokk- uð vel fluttur en stundum með óhóflegum hraðabreytingum. Rannveig Fríða söng mjög vel „Draussen in Sievering", eftir Jo- hann Strauss og þá brá svo við að söngur hennar var um of magn- aður sem ekki gætti í fyrri hlutan- um. Ef nota á magnara verður það að vera gert á smekklegri máta en hér átti sér stað. Ólafur Árni söng með nokkrum tilþrifum „Komm Zigany“ eftir Kálmán. Forleikurinn að Sígaunabaróninum eftir Johann Strauss er ekki sér- lega góð tónsmíð þrátt fyrir ein- staka snjallar tónlínur en í heild var forleikurinn vel fluttur. Dúett- inn, „Wer uns getraut", var að mörgu leyti vel fluttur og sama má segja um tvö síðustu sönglög- in, „Als flotter Geist“ úr Sígauna- baróninum sem Ólafur Árni söng hressilega og „Lied und Czardas", eftir Lehár, sem Rannveig Fríða söng af glæsibrag og var það besta söngatriði tónleikanna. Tónleikunum lauk með Rad- etzky marsinum eftir Johann Strauss eldri. í heild voru þetta daufir Vínartónleikar og hefðu valdið nokkrun vonbrigðum ef Rannveig Fríða hefði ekki slegið í gegn, bæði hvað varðar leik og söng í einu af aukalögunum. Þetta með mögnunina verður að taka til athugunar því hún spillti í stað þess að hjálpa söngvurunum sem luku tónleikunum með lofsöngnum til Vínarborgar. Jón Ásgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.