Morgunblaðið - 10.01.1997, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 47
Lýst eftir bíl-
um og vitnum
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir bifreiðum sem stolið hefur verið
undanfarnar vikur og hafa ekki enn
komið fram.
Milli jóla og nýárs var bifreiðinni
R-16463 stolið frá Bílahöllinni-Bíla-
ryðvörn á Bíldshöfða 5. Um er að
ræða Saab 900 turbo, bláan að lit,
árgerð 1984.
Hinn 27. desember sl. var bifreið-
inni í-2049 stolið frá Bjargarstíg
5. Um er að ræða Toyota Carina
bifreið, árgerð 1988.
Hinn 4. janúar sl. var bifreiðinni
G-9704 stolið frá húsi við Barma-
hlíð. Um er að ræða Ford Sierra
bifreið, dökkbláa að lit, árgerð 1986.
Hinn 5. janúar sl. var snjósleðan-
um OG-089 stolið af palli vörubif-
reiðar við hús í Stórhöfða. Þetta
er sleði af gerðinni Ski Doo Safari,
grænn að lit.
Einnig er lýst eftir bifreiðinni
R-63197, sem er Nissan Cherry
árgerð 1985, grá að lit en svört að
neðan eftir bifreiðinni endilangri
beggja vegna og er vinstri fram-
hurð dælduð. Bifreið þessari var
stolið frá húsi við Reynimel 2. des-
ember síðastliðinn.
Ósammála um
stöðu Ijósa
Lögreglan lýsir einnig eftir vitn-
um að árekstri sem varð föstudag-
inn 3. janúar síðastliðinn og til-
kynntur lögreglu um korter fyrir
sjö um kvöldið. Þar var bifreiðinni
TZ-170, fólksbíll af gerðinni Ford,
ekið austur Bústaðaveg og Toyota
bifreið, A-1239, ekið norður aðrein
frá Kringlumýrarbraut til norðurs.
Ökumenn greinir á um stöðu ljós-
anna.
Athugasemd frá
sportköfurum
SPORTKAFARAFÉLAG íslands
vill koma eftirfarandi á framfæri
vegna fréttar blaðsins þriðjudaginn
7. janúar 1997 um köfunaróhappið
á Þingvöllum:
Rangt er að Silfra eða Silfurgjá
sé Nikulásargjá sem í daglegu máli
er kölluð Peningagjá. Silfurgjá er
önnur gjá er liggur út í Þingvalla-
vatn og er lítið eitt úr vegi al-
mennra vegfarenda og hefur verið
sú gjá sem köfurum hefur verið
bent á að æskilegt_ væri að kafa í
af Þingvallanefnd. Á þetta sérstak-
lega um yfir sumarmánuðina.
Sportkafarafélagi íslands hefur
LEIÐRÉTT
Röng dagsetning
í FORMÁLA minningargreinar um
Hönnu Stellu Sigurðardóttur á
blaðsíðu 52 í Morgunblaðinu í gær,
9. janúar, urðu þau mistök, að sagt
var að útför Stellu færi fram þann
sama dag. Það er rangt, því að
útförin fór fram 4. janúar. Hlutað-
eigendur eru innilega beðnir afsök-
unar á þessum mistökum.
ekki borist ábending eða tilmæli um
að köfun sé óheimil á Þingvöllum
yfir vetrarmánuðina. Aðeins er til
ein samþykkt Þingvallanefndar
staðfest af forsætisráðuneytinu sem
varðar köfun og fjallar hún einung-
is um köfunargjald á Þingvöllum.
Þjónustumiðstöðin á Þingvöllum er
lokuð yfir vetrarmánuðina og því
ekki hægt að inna af hendi köfunar-
gjaid þar nema yfir sumarmánuð-
ina, en benda má á að árskort voru
og hafa einnig verið seld. Gott sam-
starf hefur verið við Þingvallanefnd
hingað til og standa til úrbætur
fyrir aðstöðu til köfunar á Þingvöll-
um.
Köfun er ekki hættulegt sport
en benda verður á að köfun á Þing-
völlum krefst góðs búnaðar og
reynslu. Hitastig gjánna helst
óbreytt allt árið eða 2,8 gráður á
Celsíus og er heldur heitara en sjór-
inn verður í kringum landið um
köldustu vetrarmánuðina.
Fólk er hvatt til að kynna sér
köfun, en opið hús er í félagsheim-
ili Sportkafarafélags íslands öll
fimmtudagskvöld kl. 20-22 í Naut-
hólsvík, Flugvallarvegi 0.
FRETTIR
FRÁ afhendingu viðurkenningarinnar. Óskar H. Gunnarsson for-
stjóri, dr. Þorsteinn Karlsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs og
gæðastjóri, ásamt Rögnvaldi Ingólfssyni, fulltrúa Heilbrigðiseftir-
lits Reykjavíkur.
Alþjóðlegt gæðakerfi hjá
Osta- og smjörsölunni
HEILBRIGÐISEFTIRLIT
Reykjavíkur staðfesti 3. janúar sl.
að Osta- og smjörsalan sf. og
verslanir hennar á Bitruháisi og
Skólavörðustíg 8 uppfylltu ákvæði
3. og 4. gr. reglugerðar nr.
552/1994 um matvælaeftirlit og
hollustuhætti við framleiðslu og
dreifingu matvæla varðandi innra
eftirlit í matvælafyrirtækjum.
Árið 1994 tók fyrirtækið upp
alþjóðlega gæðakerfið ISTISO
9002 og varð fyrst íslenskra mat-
vælafyrirtækja í landbúnað-
argeiranum til að taka upp slíkt
alþjóðlegt vottað gæðakerfi, að
því er segir í fréttatilkynningu frá
Osta- og smjörsölunni.
Músíktil-
raunir Tóna-
bæjar 1997
FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Tónabær
mun í mars nk. standa fyrir Músíkt-
ilraunum 1997 og er þetta í 15.
skiptið sem þær eru haldnar. Þá
gefst ungum tónlistarmönnum
tækifæri til að koma á framfæri
frumsömdu efni og ef vel tekst til
að vinna með efni sitt í hljóðveri,
segir í tilkynningu frá Tónabæ.
Jafnframt segir: „Músíktilraunir
eru opnar öllum upprennandi
hljómsveitum alls staðar af landinu
og veitir innanlandsflug Flugleiða
40% afslátt á flugfari fyrir kepp-
endur utan af landi.
Tilraunakvöldin verða fjögur
eins og undanfarin ár. Það fyrsta
verður 6. mars, annað tilrauna-
kvöldið verður 13. mars, þriðja 14.
mars, fjórða tilraunakvöldið verð-
ur 20. mars og úrslitakvöldið verð-
ur svo föstudaginn 21. mars.
Margvísleg verðlaun eru í boði
fyrir sigursveitirnar en þau veg-
legustu eru hljóðverstímar frá
nokkrum bestu hljóðverum lands-
ins.“
Þær hljómsveitir sem hyggja á
þátttöku í Músíktilraunum 1997
geta skráð sig í síma Félagsmið-
stöðvar Tónabæjar frá 10. janúar
til 1. mars alla virka daga frá kl.
10-22.
Skákmót til minningar
um Arnold J. Eikrem
SKÁKMÓT til minningar um Arn-
old J. Eikrem verður haldið laug-
ardaginn 11. janúarkl. 14. Tefldar
verða 9 umferðir með 7 mínútna
umhugsunartíma. Mótið er haldið
af Taflfélaginu Helli fyrir tilstuðlan
Skáksambands íslands og munu
þátttökugjöld renna í minningar-
sjóð um Eikrem.
„Fjölmargirt íslenskir skákmenn
hafa lagt leið sína til Gausdal í
Noregi undanfarna áratugi en þar
hafa verið haldnir margir tugir
alþjóðlegra skákmóta. Mót þessi
hafa verið haldin að frumkvæði og
fyrir dugnað eins mans, Arnolds
J. Eikrem. Hann bauð alla_ skák-
menn velkomna og fengu íslend-
ingar svo sannarlega góðan skerf
af gestrisni hans. M.a. náðu ís-
lenskir skákmenn mörgum áföng-
um að alþjóðlegum meistaratitlum
á Gausdal-mótunum. Eikrem var
mikill íslandsvinur og kom iðulega
til landsins sem skákdómari þegar
stórmót voru haldin.
Arnold J. Eikrem lést snemma
á árinu 1996. íslenskir skákmenn
eiga honum mikið að þakka. Því
hefur verið ákveðið að halda minn-
ingarmót um Eikrem.
Mótið verður hraðskákmót og
mótsstaðurinn er óvenjulegur en
teflt verður í göngugötunni í
Mjódd. Allir skákmenn og velunn-
arar skáklistarinnar eru hvattir til
að mæta og taka þátt í mótinu eða
njóta þess einfaldlega að fylgjast
með. Þátttökugjöld munu öll renna
í sérstakan Minningarsjóð Arnolds
J. Eikrems, sem m.a. er ætlaður
til a_ð styrkja skáksamstarf Noregs
og íslands,“ segir í fréttatilkynn-
ingu frá Taflfélaginu Helli.
Verðlaun fyrir 1. sæti eru
15.000 kr., 2. sæti 12.000 kr. og
3. sæti 8.000 kr. Ennfremur verða
veittar 5.000 kr. fyrir bestan
árangur í eftirgreindum flokkum:
Flokki undir 2.200 stigum, flokki
undir 2.000 stigum og flokki undir
1.800 stigum. Þá verða veittar
bækur í verðlaun fyrir bestan
árangur undir 1.600 stigumj 1.400
stigum og stigalausra. Visa íslands
og Skákprent leggja til verðlaunin.
Þátttökugjald er 1.000 krónur.
Allt að 70% afsláttur á meðan birgðir endast!
Innan skamms lokar verslun Habitat viö Laugaveg og
nýja glæsiverslun Habitat í Kringlunni tekur alfarið við.
Þess vegna er nú haldin óvenjuleg rýmingarsala í Habitat
við Laugaveg og má með sanni segja að betra tækifæri gefist
líklega aldrei til að gera frábær kaup á gæðavörum Habitat.
Afslátturinn er almennt 35-40% og allt að 70%!
habitat