Morgunblaðið - 16.01.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.01.1997, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Póstur og sími hf. greiðir 10% lífeyris- iðgjald vegna nýrra starfsmanna Póst- og síma- menn fá forgang við ráðningar Nýir starfsmenn greiða í almenna líf- eyrissjóði, ekki sjóð ríkisstarfsmanna FÉLAG íslenskra símamanna og Póstmannafélag íslands annars vegar og Póstur og sími hf. hins vegar hafa gert með sér samning um að félagar FÍS og PFÍ skuli hafa forgang til ráðningar hjá fyrirtækinu. Jafnframt hefur Póst- ur og sími hf. ákveðið að nýir starfsmenn fyrirtækisins greiði iðgjöld í almenna lífeyrissjóði en ekki Lífeyrissjóð starfsmanna rík- isins. Inga Svava Ingólfsdóttir, starfsmannastjóri Pósts og síma hf., sagði að samkomulagið fæli í sér að þegar starf losnaði hjá Pósti og síma hf., sem félagi í FÍS eða PFÍ hefði gegnt, yrði nýr starfs- maður félagi í þessum félögum svo fremi sem ekki hefði verið gerð breyting á starfinu. Einar Gústafsson, formaður Félags íslenskra símamanna, sagðist fagna þessu samkomu- lagi. Þar með væri krafa FÍS og PFÍ um að nýir starfsmenn Pósts og síma hf. yrðu félagsmenn í félögunum viðurkennd. Hann þakkaði þessa niðurstöðu góðum samningsvilja beggja aðila. Einar sagði að þessi niðurstaða þýddi að Póstur og sími hf. myndi ekki gera samning við Verslunar- mannafélag Reykjavíkur, en fé- lagið hefur óskað eftir því að Póstur og sími hf. geri kjarasamn- ing við það og að félagið fái for- gang að störfum. hlyti sá samningur að gilda. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um þetta mál. Samhliða þessum samningi hefur verið tekin ákvörðun um að nýráðnir starfsmenn Pósts og síma hf. greiði iðgjöld í lífeyris- sjóði á almenna markaðinum, en ekki í LSR. Þetta þýðir að greidd verða 10% iðgjöld vegna þessara starfsmanna en ekki 15,5% eins og nýráðinna starfsmanna ríkis- ins. Lífeyrisréttindi þeirra verða þar af leiðandi verri en eldri starfsmanna Pósts og síma hf. Eldri starfsmenn, sem greiddu í LSR, greiða þangað áfram með sama hætti. Þeir verða í B-deild sjóðsins (gamla kerfinu) og eiga ekki kost á því að færa sig yfir í A-deildina. Einar Gústafsson neitaði því að FÍS og PFÍ hefðu samið um þessa breytingu á lífeyrisréttindum starfsmanna gegn því að félögin fengju forgang að störfum hjá Pósti og síma hf. Hér væri um sjálfstæða ákvörðun stjórnenda Pósts og síma hf. að ræða. Morgunblaðið/Golli VERIÐ er að undirbúa gerð bryggju í Örfirisey þar sem allt að 35 þúsund tonna olíuskip geta lagst að. Gerð nýrrar bryggju í Örfirisey undirbúin Dýpið verður 13 metrar VERIÐ er að undirbúa gerð nýrr- ar bryggju fyrir millilandaskip í olíuflutningum í Örfirisey. Við hana verður 13-13,40 metra dýpi. Framkvæmdin hefur verið í undirbúningi í nokkur ár. Reykjavíkurhöfn byggir mann- virkið. Þetta verður stórt mannvirki og áætlaður kostnaður er um 450 miHjónir króna. Núverandi gijót- garður í Örfirisey verður lengdur um 250 metra og byggð bryggja við garðinn fyrir stór millilanda- skip í olíuflutningum. Verið er að breikka eldri garð- inn núna og innan tíðar hefst vinna við gröft á svokölluðum efna- skiptaskurðum. Skipt er um jarð- efni undir bryggjustæðinu og voru þau verkefni boðin út síðastliðið sumar og framkvæmdir að heQ- ast. Kostnaður við efnaskiptin og dýpkanir er um 80 milljónir króna. Dýpið við bryggjuna verður 13-13,40 metrar sem er mesta dýpi við bryggju í eigu Reykjavík- urhafnar. Miðað er við að um og yfir 35 þúsund tonna olíuskip geti lagst þar við bryggju. Engin stór skip í olíuflutningum hafa getað lagst við bryggju í Reylga- vík en hafa legið fyrir ankerum og verið losuð með neðansjávar- leiðslum. Stefnt er að því að fram- kvæmdum verði að fullu lokið sumarið 1999. Á næstu mánuðum verður bygging gijótgarðsins boðin út. Eigendur Amarneslands höfða mál til ógildingar eignarnáms Vilja 984 milljónir kr. í bætur VR gerði samning við VSÍ Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagði að VSÍ og VR hefðu gert með sér samning um forgang félagsmanna að skrifstofu- og af- greiðslustörfum á almenna markaðinum. Póstur og sími hf. hefði gengið í VSÍ og þess vegna EIGENDUR Amarneslands í Garðabæ hafa höfðað mál til ógildingar á eignarnámi bæjarins á landinu. Verði eignarnámið samþykkt gera þeir kröfu um 984 milljóna króna bætur, eða 2.801 krónu á hvern fermetra og era þá hafðir til hliðsjónar aðrir samn- ingar um sölu lands til íbúðar- húsabygginga á Reykjavíkur- svæðinu. Meðan á viðræðum stóð um kaup bæjarins á landinu lagði bæjarstjóri óformlega til að greiddar yrðu 540 krónur á fer- metra, eða um 190 milljónir króna fyrir allt landið en það er um 35 hektarar að stærð. Eigendurnir, sem era ellefu ein- staklingar, vilja sjálfir skipta land- inu í byggingarlóðir og ráðstafa því til íbúðarbyggðar en því hafna bæjaryfirvöld. Stefnendur telja að eignamámið sé ólögmætt, því al- mannaþörf sé ekki fyrir hendi og að samningaleið hafi ekki verið reynd til þrautar. Eignarnámið var ákveðið í bæjarstjórn Garðabæjar 18. apríl 1996. Eigendurnir skutu málinu til umhverfisráðherra með stjómsýslukæru en hann úrskurð- aði að eignamámið skyldi standa. Amameslandið er eitt stærsta samfellda og ónýtta byggingar- land innan höfuðborgarsvæðisins sem enn er í einkaeigu. Rekstur gjaldþrota fyrirtækja seldur öðrum fyrirtækjum, sem einnig eru gjaldþrota Yfir 100 millj. glat- ast í gjaldþrotunum FYRIR gjaldþrot fjögurra fyrir- tækja í Reykjavík fyrir tveimur áram var rekstur þriggja þeirra seldur tveimur fyrirtækjum. Þau era nú einnig gjaldþrota, en rekst- ur þeirra hafði líka verið seldur áður en til gjaldþrots þeirra kom. Nú þegar hafa yfir 100 milljónir glatast í gjaldþrotunum. Meint undanskot eigna fyrir gjaldþrot hefur verið kært til Rannsóknar- lögreglu ríkisins, en að auki munu fyrirtækin ekki hafa staðið skil á vörslusköttum og öðram gjöldum. í stærsta gjaldþrotinu, hjá Hnoðra hf., vora lýstar kröfur tæpar 94,7 milljónir króna, en engar eignir fundust í búinu, sem var heildsala með fatnað. Stærsti kröfuhafínn var Búnaðarbankinn, með 50 milljónir króna. Sömu eigendur voru að Gulls- kónum hf., sem rak tvær skóversl- anir, Sterkum herramönnum hf., sem rak fataverslun, og Breiða- bliki hf., sem flutti inn skó. Kröfur í Gullskóinn hf. námu um 27 millj- ónum króna og engar eignir fund- ust í búinu. Búnaðarbankinn átti stærstu kröfuna, um 18 milljónir króna. Bókhald fyrirtækisins fannst ekki og samkvæmt upplýs- ingum skiptastjóra gáfu eigend- urnir þá skýringu, að bókhaldið hefði verið í húsnæði, sem Búnað- arbankinn keypti á nauðungarapp- boði. Bankinn hefði því í raun glat- að pappíranum. Sterkir herramenn hf., sem áður hét Sannir herramenn hf., var smæsta þrotabúið og námu kröfur nokkrum milljónum. Engar eignir voru í búinu. Gjaldþrot Breiðabliks hf. var nokkuð stórt, fór yfír milljónatug- inn og sem fyrr var engar eignir að fínna. Óverðtryggð bréf til 15 ára með 5% vöxtum Áður en til gjaldþrots Hnoðra hf. kom höfðu rekstur og innrétt- ingar fyrirtækisins verið seld Mið- steini hf., sem einnig keypti Sterka herramenn, en Búnaðarbankinn Meint undanskot eigna til rann- sóknar hjá RLR hafði gert fjárnám í lagemum og selt hann. Annar eigenda Mið- steins hafði séð um bókhald fyrir gjaldþrota fyrirtækin fjögur. Þá átti bókarinn einnig Skóverslun Reykjavíkur hf., sem keypti Gullskóinn. Þannig vora þijú fýrir- tækjanna seld tveimur fyrirtækj- um bókarans, en Breiðablik hf. var gert upp og segir ekki meira af því. Skiptastjórar þrotabúa Hnoðra, Gullskósins og Sterkra herra- manna gerðu athugasemdir við sölu á rekstri fyrirtækjanna, því Miðsteinn og Skóverslun Reykja- víkur greiddu með skuldabréfum til fímmtán ára. Skuldabréfín báru fasta 5% vexti og engar trygging- ar lágu að baki. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins hafnaði verðbréfafyrirtæki, sem bauðst að kaupa eitt skuldabréfanna með afföllum, tilboðinu og sagði bréfíð einskis virði. Þá telja skiptastjórar kaupverðið allt of lágt og til mála- mynda. Fyrirtækin vora einnig í vanskilum með virðisaukaskatt, lífeyrisiðgjöld og staðgreiðslu skatta. Kært í maí 1995 Kæra skiptastjóranna, Amar Höskuldssonar, Sveins Sveinsson- ar og Magnúsar Guðlaugssonar, var send embætti ríkissaksóknara í maí 1995, en rannsókn málsins stendur yfír hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Frá þeim tíma hefur Skóverslun Reykjavíkur verið tek- in til gjaldþrotaskipta og Mið- steinn einnig. Skiptum er ekki lok- ið. Frestur til að lýsa kröfum ' þrotabú Miðsteins rennur út 18- febrúar nk. og hafa þegar borist kröfur upp á 2,7 milljónir, en yfíf' leitt berast kröfur þegar langt er liðið á frest, svo búast má við að sú upphæð hækki töluvert, að sögn Jóhanns Halldórssonar skipta- stjóra. Engar eignir eru í búinu. Rekstur Miðsteins hf. og Skóversl- unar Reykjavíkur, eða SR-heild- verslunar hf. sem rak skóversl- unina, var seldur á síðasta ári og var kaupandi beggja fyrirtækj- anna Örgögn hf. Kaupverð Mið- steins var 15 milljónir króna og var greitt með yfírtöku viðskipta- skulda og húsaleiguskulda. Jó- hann sagði mál þetta mikla enda- leysu og sér þætti slæmt að sjá hve margir einstaklingar hafí tap- að á viðskiptum við fyrirtækin. Kristinn Bjarnason, skiptastjóri SR-heildverslunar, sagði kröfulýs- ingarfrest ekki liðinn, en kannað yrði hvort hægt væri að rifta kaup' samningum við Örgögn. Kristinn sagði að samkvæmt kaupsamn- ingnum ætti að greiða kaupverð með yfirtöku skulda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.