Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Kaup Samhcrja ,á frystitogaranum Guöbjörgu ÍS:
Kvótalögin gera
atvinnuöryggi
fólksaðengu /'
segir Pétur Sigurðsson
^tgkunjd
SÍÐASTI vagninn í krummaskuðinu . . .
Þjónustusamningum LIN við námsmannahreyfinguna
breytt vegna niðurskurðar
Iðn- og sérskólanemar
mótmæla með kakóboði
Morgunblaðið/J6n Stefánsson
ELFA Hlín Pétursdóttir, Hulda Vilhjálmsdóttir og Drífa Snæ-
dal, formaður Iðnnemasambands Islands.
BANDALAG íslenskra sérskóla-
nema og Iðnnemasamband íslands
hafa boðið félagsmönnum sínum
upp á kakó í anddyri afgreiðslu
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
við Laugaveg undanfarna daga til
þess að vekja athygli á því að sam-
tökin veiti liðsmönnum þeirra ekki
lengur þjónustu vegna námslána.
Undanfarin þijú ár hafa verið í
gildi þjónustusamningar milli LÍN
og námsmannahreyfinganna um
þjónustu tengda Lánasjóðnum á
skrifstofum þeirra en vegna niður-
skurðar var ákveðið að framlengja
samningum við Stúdentaráð HÍ og
námsmenn erlendis og draga sam-
an seglin hjá iðn- og sérskólanem-
um.
Þjónustusamningarnir hafa ver-
ið gerðir undanfarin þrjú ár við
samtök iðnnema, sérskólanema,
háskólastúdenta og námsmanna
erlendis. Rafn Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Iðnnemasambands
íslands, INSÍ, segir að LÍN hafi
greitt fyrir þjónustuna með ein-
greiðslu upp á þijár milljónir fyrsta
árið og fjórar næstu tvö ár á eftir,
síðan hafí stjórn sjóðsins ákveðið
að skera framlagið niður um helm-
ing og láta samtök námsmanna
koma sér saman um hvernig ætti
að skipta því fé. Skrifstofur náms-
mannahreyfinganna eru með
tölvutengingu við Lánasjóðinn og
veita upplýsingar um úthlutunar-
reglur, afborganir af lánum og
þess háttar.
„Námsmannasamtökin vildu
ekki ákveða skiptingu fjárins og
gerðu sitt ýtrasta til þess að koma
í veg fyrir niðurskurð. Síðan var
rætt um að sameinast um þjón-
ustuna, til dæmis iðn- og sérskóla-
nemar fyrir sína félagsmenn og
að samtök á háskólastigi gerðu
slíkt hið sama en það strandaði á
námsmönnum erlendis. Þá neituð-
um við að gera tillögur um skipt-
ingu og létum stjórn LÍN um að
ákveða hana,“ segir Rafn.
Undarlegt að halda iðn- og
sérskólanemum utan við
Hann segir jafnframt aðspurður
að flestir lántakenda séu í Stúd-
entaráði HÍ, þá Samtökum ís-
lenskra námsmanna erlendis,
þvínæst Bandalagi íslenskra sér-
skólanema og að iðnnemar reki
lestina hvað það varðar. „Iðn- og
sérskólanemum finnst mjög undar-
legt að verið sé að halda þeim utan
við þessa þjónustu og því ákváðum
við þessi táknrænu mótmæli," seg-
ir hann.
Steingrímur Ari Arason, vara-
formaður stjórnar LÍN, segir að
þjónustusamningar við samtök
námsmanna hafi verið gerðir í til-
raunaskyni og þótt gefast vel.
„Engu að síður þótti ekki ástæða
til þess að veita þessa þjónustu á
fleiri stöðum en tveimur. Það
mælti ýmislegt með því að tak-
marka aðgang að upplýsingum
sjóðsins, þessi þjónusta kallar á
ákveðna sérþekkingu og færri
samningar minnka því hættu á
misræmi," segir Steingrímur Ari.
Hann segir jafnframt að náms-
mannasamtökin hafi sent stjórn-
inni greinargerð um hvernig hefði
verið staðið að þjónustunni, fjölda
nemenda sem leitað hafi til þeirra
og svo framvegis og að meirihluti
stjórnarinnar hafi byggt afstöðu
sína á grundveili þeirra upplýsinga.
Slysavarnafélag Islands
Fylgst með hverju
skípi í beinni
útsendingu
Slysavarnafélag ís-
lands heldur í lok
þessa mánaðar sjó-
björgunaræfmgu líkt og
gert hefur verið á hveiju ári
með björgunarsveitum
ásamt Landhelgisgæslunni
og Loftskeytastöðinni í
Reykjavík. Páll Ægir Ell-
ertsson, deildarstjóri
björgunardeildar SVFÍ, hef-
ur séð um að skipuleggja
æfinguna
— Á hvað verður lögð
áhersla í æfmgunni?
Þetta verður venjuleg að-
gerðaræfmg, sem byggist á
leit og björgun. f henni taka
væntanlega þátt allar okkar
björgunarsveitir á Suð-
umesjum, eitt stórt björgun-
arskip, Hannes Þ. Hafstein,
ásamt minni björgunarbáti í
Grindavík, Oddi V. Gíslasyni, og
slöngubátum, sem allar okkar sveit-
ir á Suðumesjum hafa yfir að ráða.
Sennilega taka alls 100 til 150
björgunarmenn þátt í æfíngunnl
— Hvernig fer æfingin fram?
Hún er skipulögð í björgunar-
miðstöð Slysavamafélagsins.
Venjulega fara svona æfingar
þannig fram að eitthvað er sett á
rek. Síðan er notast við leitarkerf-
ið, sem við höfum í tölvunni í stjóm-
stöð. Við gefum tölvunni forsend-
ur, upplýsingar um strauma og
veður, hvað er á reki, hvort það
er maður eða gúmmíbátur, hvort
farist hafí flugvél eða skip, svo eitt-
hvað sé nefnt. Tölvan reiknar því
næst út punkta, sem settir eru út
á sjókort, og þá er komið áætlað
leitarsvæði.
Leitarsvæðið er kembt eftir
ákveðinni aðferðarfræði. Venjulega
látum við hlutinn vera á reki ein-
hvem ákveðinn tíma. Tölvan reikn-
ar út staðsetningu miðað við það
hvenær hluturinn fór á rek.
— Hve mikilvæg er tilkynninga-
skyldan í þessu sambandi?
Hún skipar gríðarlega stóran
sess við leit og björgun í hafínu
við ísland og hefur gert það frá
því hún var sett á stofn 1968. í
huga íslenskra sjómanna era Slysa-
varnafélagið og Tilkynningaskyld-
an óaðskiljanieg þegar öryggi
þeirra er annars vegar. Nú er verið
að þróa svokallaða sjálfvirka til-
kynningaskyldu. Fyrirtækin DNG
Sjóvélar hf., Steija ehf. og Racals-
urvey USA Inc. byijuðu að setja
hana upp í júní 1996. Við höfum
leitað eftir samvinnu við sam-
gönguráðuneyti og Póst og síma,
sem hefur stutt uyppsetningu kerf-
isins og verið innan handar með
símalínur. Við höfum VHF-kerfí á
húsi Slysavarnafélagsins, á fjallinu
Þorbimi á Reykjanesi og í Vest-
mannaeyjum. I framhaldi var settur
VHF-búnaður í 14 skip
á svæðinu, þar á meðal
í þtjú björgunarskip
SVFÍ. Þar við bætist
sérstakt skjákerfí í
stjómstöð björgunar-
deildar, sem tekur við
gögnum frá þessum skipum ásamt
því að taka við upplýsingum frá
nokkrum skipum sem búin era
INMARSAT-C gervihnattabúnaði.
Ákveðið var að reka þetta tilrauna-
kerfí í sex mánuði eða út apríl á
þessu ári.
— Hvernig hefur kerfið reynst?
Það hefur reynst mjög vel og
gefíð góða mynd af því hvemig
heildarkerfíð getur notað ýmsar
fjarskiptaleiðir. Það er talað um að
við getum fengið staðsetningu
skipa á fimmtán mínútna fresti og
jafnvel minnkað þetta niður í 15
sekúndur. Við erum komnir með
nýja tölvu, svokallað MAX-C-kerfí,
þar sem við eram með sjókort af
ströndinni við ísland. Leitarkerfið
Páll Ægir Pétursson
► Páll Ægir Pétursson fæddist
16. júlí 1959. Hann lauk far-
manna- og varðskipaprófi frá
Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík, prófi í útvegsfræði frá
Tækniskóla íslands og UF-prófi
úr Kennaraháskóla íslands vor-
ið 1992. Hann hefur verið
rekstrarstjóri fyrir útgerð og
fiskvinnslu og stýrimaður og
skipstjóri á kaupskipaflotanum.
Páll Ægir kenndi í Stýrimanna-
skólanum í sex ár og hefur ver-
ið deildarstjóri björgunardeild-
ar SVFÍ í tvö og hálft ár. Hann
er kvæntur Helgu Báru Karls-
dóttur og eiga þau þrjú börn,
Sigríði Stephensen, Pétur Val-
garð og Aldísi Báru.
Tilkynninga-
skyldan skip
ar stóran
sess
verður sett inn í þá tölvu og sjálf-
virka tilkynningaskyldan gerir
kleift að fylgjast með hveiju skipi
í beinni útsendingu á skjánum.
Gert er ráð fyrir að kerfið verði
tekið endanlega í notkun árið 1999
samkvæmt lögum.
— En þetta kerfí dygði skammt
án björgunarsveitanna?
Já, við eram með þéttriðið net
90 björgunarsveita hringinn í kring
um landið og í þeim eru 2.500
mánns, allt sjálfboðaliðar. Sveitirn-
ar era blandaðar, sjó og landbjörg-
unarsveitir. Við eram komnir með
í björgunarmiðstöðina mjög ölfugt
útkallskerfí fyrir björgunarsveitir.
Við getum fengið mynd af öllum
björgunarskipum fram á skjáinn,
gert okkur grein fýrir ganghraða
báta, hvaða bátar eru á ferð og svo
framvegis. Sveitimar hafa nánast
allar yfír að ráða slöngubátum fyr-
ir utan það að við erum núna með
30 skip.
— Eruð þið að bæta við skipum?
Við eram að fá þijá báta frá
Hollandi og tvo frá Þýskalandi og
þeir munu breyta gríðarlega miklu
fyrir okkur í allri leit við
ströndina. Fyrsti bátur-
inn fór til Norðfjarðar í
desember og sá næsti
fer á Siglufjörð í vor.
Þriðji báturinn fer vænt-
anlega á Rif á Snæfells-
nesi og talað er um að sá fjórði
fari á Vestfirði.
— Eru þessi skip sambærileg við
þau, sem þið hafið þegar?
Þetta eru öflug björgunarskip
og vel búin tækjum. Þau era sam-
bærileg við Hannes Hafstein í
Sandgerði, sem má kalla flaggskip
Slysavarnafélagsins.
— Hvemig á endurnýjun sér
stað í björgunarsveitunum?
Um eitt þúsund unglingar tengj-
ast björgunarsveitunum og við
leggjum mikla áherslu á það að
hlúa að unglingasveitunum okkar.
Unglingasveitirnar fylgjast alltaf
með svona æfingum og eru á vett-
vangi að einhveiju leyti, en þær fá
sérþjálfun.