Morgunblaðið - 16.01.1997, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
Nýtt íþróttahús vígt 1 Mývatnssveit
Gjörbreytir
íþróttaaðstöðu
í sveitinni
Mývatnssveit - Nýtt og glæsi-
legt íþróttahús í Mývatnssveit var
vígt síðastliðinn laugardag, 11.
janúar. Leifur Hallgrímsson odd-
viti Skútustaðahrepps bauð gesti
velkomna en síðan tók nýráðinn
sveitarstjóri, Sigbjörn Gunnars-
son við stjórn samkomunnar og
kynnti jafnóðum dagskrárliði.
Ááætlaður kostnaður hússins er
á milli 60 og 70 milljónir.
Sóknarpresturinn, séra Örn
Friðriksson, fór með blessunarorð
og bæn. Sigurður Rúnar Ragnars-
son fyrrverandi sveitarstjóri rakti
byggingasögu hússins sem stað-
sett er við sundlaugarhúsið í
Reykjahlíð og samtengt þeirri
byggingu. Verktaki var Sniðill hf.
í Mývatnssveit. Kvaðst Sigurður
hafa átt mjög gott samstarf við
alla þá aðila sem unnið höfðu við
þetta íþróttahús og lofaði verk
þeirra, sem staðist hafði allar
áætlanir.
Smíði hússins hófst í maímán-
uði síðastliðnum og lauk 20 des-
ember. íþróttasalurinn er 19x28
metrar og vænta menn þess að
þetta íþróttahús muni gjörbreyta
aliri íþróttaaðstöðu í sveitinni.
Hópur nemenda grunnskólans
með fánabera gengu fylktu liði inn
í sal hússins og sýndu létta leiki,
dansa og íslenska glímu sem við-
staddir kunnu vel að meta.
Sigbjörn Gunnarsson afhenti
Guðmundi Baldurssyni forstöðu-
manni sundlaugar og nýja íþrótta-
hússins lykla að húsinu.
Kostnaður 60-70 milljónir
Ræðu fluttu Sigfríður Stein-
grímsdóttir, Guðmundur Bjarna-
son landbúnaðar- og umhverfis-
ráðherra og Ormar Þór arkitekt
sem í lok ræðu sinnar gaf húsinu
einn körfubolta. Síðast var al-
mennur söngur undir stjóm Jóns
Árna Sigfússonar en síðast var
sungið Blessuð sértu sveitin mín.
Öllum var frjálst að skoða húsið,
sem er að hluta á tveimur hæðum,
en í kjallara er búið að ganga frá
tækjasal. Tækin eru væntanleg á
næstunni. Öllum viðstöddum var
boðið upp á rausnarlegar veitingar
í grunnskólanum sem konur í
Kvenfélagi Mývatnssveitar sáu
um. Fjölmenni sótti þessa vígslu-
hátíð.
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
UNNIÐ við að taka niður gamla línu við Laugarbakka, sem ekki er notuð lengur.
Hvammstanga - Rafmagn-
sveita ríkisins hefur á liðnum
misserum stórbætt veitukerfi
sitt í Vestur-Húnavatnssýslu.
Nú í vikunni var tekin ný að-
veitustöð í notkun á Laugar-
bakka. Ný raflína hefur verið
lögð frá stóru spennuvirki við
Síká í Hrútafirði yfir í Vestur-
árdal um Brekkuíæk. Lokið var
við lagningu hennar á liðnu ári
að Laugarbakka. Línustefnan
er valin með tilliti til sem
minnstrar ísingarhættu og
vindálags.
Úr hinni nýju aðveitustöð,
sem stendur rétt ofan Laugar-
bakka, greinast línur til
Hvammstanga og Vatnsness,
RARIK
treystir
veitukerfið
Hrútafjarðar og yfir í Víðidal
um Múlalínu. Flutningsgetat
eykst verulega á veitukerfinu
og á að geta mætt aukinni raf-
orkunotkun í héraðinu. Stýri-
búnaður í veitustöðinni er fjar-
stýrður og skapa þessar fram-
kvæmdir mun betra rekstrarör-
yggi m.a. leiða af sér skemmra
rof á orku og á smærri svæðum,
ef til bilana kemur.
Þessar framkvæmdir voru
unnar af vinnuflokkum RARIK
á Norðurlandi vestra en bygg-
ingu húss fyrir aðveitustöðina
byggðu tveir smiðir á Hvamms-
tanga. Sverrir Hjaltason, raf-
veitustjóri á Hvammstanga,
segir þessar framkvæmdir hafa
gengið vonum framar enda
ágætisveður á liðnum vikum.
Nú eru starfsmenn RARIK á
Hvammstanga að taka niður
gamlar og óþarfar háspennulín-
ur sem liggja nánast í kringum
Laugarbakka og þykir það mik-
ið þarfamál.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
í GRENND við Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað hafa verið byggðar íbúðir fyrir aldraða og á
myndinni, sem tekin var fyrir rúmum fjórum árum, sést hvar unnið er að framkvæmdum við sex
nýjar íbúðir.
Víkurblað-
ið hluti af
Degi-Tím-
anum
UNDIRRITAÐUR hefur verið
samstarfssamningur milli
Dags-Tímans á Akureyri og
Víkurblaðsins á Húsavík um
að framvegis komi Víkurblað-
ið út sem hluti af Degi-Tíman-
um á hvetjum fimmtudegi.
Ritstjóri Víkurblaðsins, Jó-
hannes Siguijónsson, mun
jafnframt starfa sem blaða-
maður Dags-Tímans á Húsa-
vík.
Samstarfið mun hefjast frá
og með 23. janúar en þá kem-
ur Víkurblaðið í fyrsta skipti
út með Degi-Tímanum.
Fjóröungssjúkraliúsið
í Neskaupstað 40 ára
FJÓRÐUNGSSJÚRKAHÚSIÐ í
Neskaupstað tók til starfa 18.
janúar 1957 og hefur því starfað
í 40 ár. Fyrsta árið semsjúkraþús-
ið starfaði vöru lagðir inn 262
sjúklingar en þeim fjölgaði fljótt
og hafa oftast verið á milli 7 og
8 hundruð. Á fyrstu árum sjúkra-
hússins var mikið um erlenda sjó-
menn en erlendir togarar voru þá
á veiðum við landið og slys al-
geng. Slysum á sjó hefur fækkað
en ennþá er hluti þeirra sem inn
eru lagðir sjómenn.
Fyrstu árin störfuðu við sjúkra-
húsið 2 læknar, skurðlæknir og
svæfingarlæknir, og gerðar voru
allar algengar aðgerðir. Sjúkra-
rúmin voru 24 í gamla sjúkrahús-
inu en það reyndist fljótt of lítið.
Ekki var óaigengt að 2 til 3 sjúkl-
inga yrði að vista á ganginum.
Árið 1967 var nýtt sjúkrahús
byggt við hlið hins gamla og hús-
in síðan tengd saman. Árið 1976
var fyrsti hluti nýja hússins tekinn
í notkun en það var tengiálman á
milli húsanna. Heilsugæslustöð
var vígð árið 1980 og í maí 1982
var endurhæfingarstöð vígð.
Seinna það sama ár voru tekin í
notkun 22 rúm á nýju sjúkradeild-
inni.
25 þúsund sjúkiingar
á 40 árum
Á þessum 40 árum hafa verið
lagðir inn 24.828 sjúklingar og
fæðst hafa 2.203 börn á sjúkra-
húsinu. Fjórðungssjúkrahúsið hef-
ur í gegnum árin notið mikillar
velvildar og því hafa borist marg-
ar góðar gjafir frá einstakiingum
og félagasamtökum á Austur-
landi.
Sú þjónusta sem er i boði á
fjórðungssjúkrahúsinu í dag er
sem fyrr bráðaþjónusta á sviði
handlækninga og lyflækninga.
Endurhæfingarstöð er rekin við
húsið með góðum tækjakosti og
sundlaug. Sérfræðingar í kven-
sjúkdómum og fæðingahjálp koma
annan hvern mánuð, sérfræðingar
í þvagfæraskurðlækningum koma
2-3 sinnum á ári, háls-, nef og
eyrnalæknir kemur tvisvar á ári,
barnalæknir kemur tvisvar á ári
og svona mætti lengi telja.
Síðastliðin tvö ár hefur verið
boðið upp á endurhæfingarnám-
skeið í samvinnu við Reykjaiúnd
ætluð hjarta- og lungnasjúkling-
um, 6-8 sjúklingar í senn, og
hafa 7 slík námskeið verið haldin.
Komið hefur til tals að koma á
fót við sjúkrahúsið lítilli lokaðri
deild fyrir sjúklinga með alzheim-
er og skylda sjúkdóma en ekkert
slíkt rými er til á Austurlandi.
Fjórðungssjúkrahúsið hefur séð
um starfsnám sjúkraliða í sam-
vinnu við Verkmenntaskóla Aust-
urlands og nú einnig tekið að sér
að taka við hjúkrunarnemum frá
Háskólanum á Akureyri.
Morgunblaðið/Guðmundur Þór
HÓLMFRÍÐUR Vala Svavars-
dóttir, unnusta Daníels Jak-
obssonar, tók við verðlaunum
hans en sjálfur er hann við
æfingar og keppni erlendis.
Daníel
Ólafsson
íþróttamaður
Olafsfjarðar
DANÍEL Jakobsson skíðamaður var
kjörinn íþróttamaður Ólafsfjarðar
fyrir árið 1996 en kjörið var til-
kynnt við hátíðlega athöfn nýlega.
Alls voru fimm menn tilnefndir,
en þeir voru Anton Konráðsson, til-
nefndur af Skotfélagi Ólafsfjarðar,
Ásgrímur Pálmason, tilnefndur af
íþróttadeild hestamannafélagsins
Gnýfara, Daníel Jakobsson, til-
nefndur af aðalstjórn Leifturs og
skíðadeild Leifturs, Gunnar Odds-
son tilnefndur af knattspyrnudeild
Leifturs og Sigmar Ólfjörð Kára-
son, tilnefndur af körfuboltaráði
Leifturs.
Daníel Jakobsson er landsliðs-
maður í skíðagöngu. Helsti árangur
Daníels, sem er Iangfremsti skíða-
göngumaður landsins, á síðasta ári
var sá að hann varð fjórfaldur Is-
landsmeistari, var í silfursveit Ás-
ana á sænska meistaramótinu auk
mjög góðs árangurs í öðrum grein-
um á því móti.