Morgunblaðið - 16.01.1997, Page 30

Morgunblaðið - 16.01.1997, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FRÁ æfingu á poppleiknum Óla. Leikfélag MH sýn- ir Poppleikinn Ola Fjórar stöð- urlausar í íslenskum menningar- stofnunum STAÐA forstjóra Norræna hússins í Reykjavík hefur verið auglýst laus til umsóknar frá og með 1. janúar 1998. Torben Rasmussen sem gegnt hefur starfinu undanfarin þijú ár mun ekki sækjast eftir starf- inu áfram. „Ég var ráðinn hingað til fjögurra ára en það er hinn venju- bundni ráðningartími og nú er hann að líða. Það er engin önnur ástæða fyrir því að ég er að hætta. Mér hefur liðið mjög vel hérna á íslandi og starfið er frábært og veitir manni mikið frelsi til að gera það sem maður hefur helst áhuga á.“ Staða forstöðumanns Listasafns ASÍ hefur einnig verið auglýst en það er laust nú þegar. Eins og kom- ið hefur fram hér í Morgunblaðinu munu stöður forstöðumanna Lista- safns íslands og Listasafns Reykja- víkur einnig losna á þessu ári en Bera Nordal og Gunnar Kvaran sem gegna nú þessum störfum munu halda til annarra starfa í Svíþjóð og Noregi í haust. JBorgunþIaþi& LEIKFÉLAG Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir Poppleikinn Óla 2. næstkomandi laugardag 18. janúar kl. 20.30. í Tjarnarbíói. Poppleikurinn Óli var upphaflega saminn og frumfluttur árið 1970 af Litla Leikfélaginu og tónlistin sem samin var af Óðmönnum var valin plata ársins 1970. Nú hafa meðlimir Leikfélags MH tekið gamla Poppleikinn til endur- skoðunar og með hjálp leikara, leik- stjóra og sérstakrar ritnefndar hef- ur hópurinn unnið í spunavinnu senur upp úr gamla leiknum, skap- að nýjar og haldið gömlum eftir og þar með mótað poppleikinn Óla 2. í kynningu segir: „Þar er tekist á við efni eins og viðtekin gildi í samfélaginu, eiturlyfjavandann, neytendasamfélagsáreiti, auglýs- ingafargan o.s. frv. Leikfélag MH hefur ennfremur stofnað hljómsveit í „Óðmannastíl" sem sér um tónlist- arflutning í verkinu og mun hún flytja bæði lög úr gamla Poppleikn- um og frumsamin lög undir stjórn Jóns Olafssonar. Leikstjóri er Kolbrún Halldórs- dóttir. ORÐABÆKURNAR íslensk íslensk þýsk orðnbók íslensk ífölsk orðabók íslensk íslensk orðnbók orðabók Ensk fslensk orðabók ■fSí-ENSK 5*-EHSk íslensk ensk orðöbók °ÖAJSK Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skólann, ó skrifstofuna og í ferðalagið ORÐABÓKAÚTGÁFAN <$> /C o/'i' ^StíOý Listaklúbbur Leikhúskjallarans Fjölbreytt tón- list og ljóða- perlur á táknmáli LISTAKLÚBBUR Leikhúskjallarans hef- ur hafið starfsemi sína eftir jólafrí. Að sögn Þórunnar Sigurðardótt- ur, framkvæmdastjóra klúbbsins, verður lögð áhersla á tónlist í dag- skrá klúbbsins fram á vor, engilsaxnesk tón- list, gyðingatónlist, sí- gaunatónlist og bar- okktónlist verða áber- andi. „Einnig verða verk kvenna áberandi. Kvenréttindafélag Is- lands verður 90 ára 27. janúar og verður glæsi- leg dagskrá í tilefni af því. Einnig verða á dagskránni leik- verk eftir konur, svo sem Nínu Björk Árnadóttur og Sigríður Ella Magn- úsdóttir heldur einsöngstónleika. Dagskrá þar sem ljóð verða bæði lesin upp og flutt með táknmáli er einsdæmi en verið er að vinna í því að þýða mestu ljóðaperlurnar okkar á táknmál. Einnig má nefna að í lok febrúar verður dagskrá helguð al- þjóðadegi flóttamanna á vegum Amnesty International." Tónlist Eins og áður sagði verður margt í boði á sviði tónlistar í Listaklúbbn- um fram á vor. A Capella sönghóp- urinn ríður á vaðið 20. janúar en hann skipa Emil og Anna Sigga. Á efnisskránni eru engilsaxnesk lög, þjóðlög, lög frá Viktoríutímanum og lög frá þessari öld. Tveir ungir tónlistarmenn frá Hol- landi koma við í Listaklúbbnum á leið til Bandaríkjanna 10. febrúar en þeir heita Jeroen den Herder, selló- leikari, og Folke Nauta, píanóleikari. Herder hefur leikið einleik með ýms- um hljómsveitum, meðal annars Sin- fóníuhljómsveitinni í St. Pétursborg en hann er nú prófessor við Tónlistar- skólann í Utrecht, aðeins 25 ára að aldri. Hann hefur hlotið ýmis verð- laun með og án félaga síns, Nauta, sem hlaut fyrstu verðlaun sín tólf ára gamall. Nauta er 23 ára og hefur tvívegis verið valinn efnilegasti tón- listarmaður Hollands. Rússíbanar nefnist hljómsveit sem kemur fram í Listaklúbbnum 3. mars ásamt Invari E. Sigurðssyni, leikara. Flutt verður tónlist með austurevrópskum Klez- mer- og sígaunaáhrif- um og sambaívafi. Einsöngstónleikar Sigríðar Ellu verða 10. mars og nefnast þeir Ljóð úr hjörtum kvenna. Fjölþjóðlegi barokk- hópurinn Icarus frá Hollandi treður upp 24. mars og flytur barokk- tónlist frá Italíu, Þýska- landi og Englandi. Bazaar nefnist svo dagskrá 28. apríl þar sem danski tónlistarmaðurinn Peter Bastian, fagott- og klarinettuleikari, leikur. Með honum spila Anders Koppel á hammondorgel og Flemm- ing Quist á slagverk. Leiklist og bókmenntir Að vanda verða bókmenntum og leiklist gerð skil í dagskrá Lista- klúbbsins á þessu vormisseri. Auk þeirra dagskrárliða sem þegar hafa verið nefndir í þessum flokki má geta þess að 17. febrúar flytur ungt leikhúsfólk dagskrá helgaða leikrit- um eftir konur sem lítið eða ekki hafa verið leikin hér á landi. Flutt verður meðal annars í íslenskri þýð- ingu úr víðfrægu verki Pam Gems, Queen Christina og Cloud Nine eftir Caryl Churchill. Einnig skal getið dagskrár sem nefnist Ef ég væri ríkur og er sýnd 7. apríl í tilefni af því að Fiðlarinn á þakinu verður frumsýndur í Þjóð- leikhúsinu í vor. Sýnd verða brot úr leiknum og rætt um hann. Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri verksins hefur umsjón með dagskránni. Að endingu má benda á danska dagskrá um listamannahjónin Carl Nielsen tónskáld og myndhöggvar- ann Anne Marie 14. apríl. Dagskrá- in fjallar um stormasama sambúð þeirra hjóna í orðum og tónum, byggð á bréfum þeirra og dagbók- arbrotum. Flytjendur eru leikkonan Fritze Hedemann, Claus Lembak, sem er óperusöngvari við Konung- lega ieikhúsið í Kaupmannahöfn, og píanóleikarinn Mogens Dalsgaard. Þórunn Sigurðardóttir Islendingar í frönsk um spurningaþætti Á stöð 3, sem er ríkissjónvarps- stöð í Frakklandi, hefur um árabil verið mjög vinsæll þáttur sem nefn- ist Spurningar fyrir meistara. Horfa á hann um 5 milljónir manna. Einu sinni á ári er þátturinn helgaður franskri tungu og skyldum greinum. Þetta er keppni fyrir frönsku- mælandi útlendinga. Þá er í hvert sinn boðið þátttakendum frá 10 þjóð- um. Og í ár eru íslendingar í þessum tíu manna hópi. Eru íjórir frá hveiju landi og þátttakendur 40 talsins. Þeir eru boðnir til Parísar, allt greitt og verðlaun í boði. Keppnin stendur yfir nokkra daga í aprílmánuði. Er hún í þremur liðum. Fyrst keppt í því sem tengist tungu- málinu, frönskunni. Þá velja kepp- endur sér viðfangsefni og í þriðju atrennu eru stigvaxandi spurningar sem leiða hver af annarri og fram- vindu þáttarins. En I hverri atrennu kemst ákveðinn fjöldi áfram. Þátttak- endur þurfa því að vera vel að sér í frönsku máli og hafa góða almenna þekkingu. Og þeir þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Skilyrði í landskvótanum er að þeir séu alíslenskir. Þeir sem hugsa til þáttöku geta sótt um beint eða gegnum Alliance Francaise í Reykjavík, sem hefur aðsetur í Austurstræti 3 í Reykjavík, pósthólf 921 og sími 552 3870. Liggja umsóknareyðublöð þar frammi og Madame Colette Fayard, forstöðumaður Alliance, getur veitt allar upplýsingar og aðstoð. Verða gögnin send til France 3 í París og í febrúarmánuði munu tveir starfs- menn þáttarins koma til Islands, ræða við umsækjendur, leggja fyrir þá samræmdar spurningar og velja þá sem boðið verður til þátttöku. Löndin sem taka þátt í sam- keppninni í ár eru Þýskaland, Burk- ina Fasko í Vestur-Afríku, Kamer- ún, Comores, Egyptaland, Guadalo- upe (fyrir Frakka, ísland, Ítalía, Laos, Vanuatu eyjar í nánd við Ástralíu. Þátturinn „Questions pour un Champion" varð til hjá sjónvarp- inu FRANCE 3 í nóvember 1988 og næstu 8 ár hefur hann verið einn vinsælasti þátturinn í sjónvarpi. Stjórnandi er Julian Lepers.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.