Morgunblaðið - 16.01.1997, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
ísland sem
hreint land
ÍBÚAR íslands
státa sig oft af hrein-
leika landsins, auði
sem sífellt verður
sjaldgæfari í heimi hér
og vandfundnari. Upp-
bygging er hafin um
y land allt, bæði í ferða-
iðnaði og lífrænni
ræktun, sem byggist á
þeim þjóðarauði sem
við enn eigum, en
hvernig förum við með
þennan auð? Sem íbúi
við Hvalfjörð horfi ég
uppá verksmiðjuna við
Grundartanga spúa
reyk og eiturefnum
yfir þennan fallega
fjörð, sem fullur er af náttúrufeg-
urð og dýralífi og heyri í útvarpinu
fostjóra Járnblendisins segja lands-
mönnum að þetta sé bara meinlaus
gufa sem engan skaða geri. Við
höfum fengið það staðfest hjá Holl-
V ustuvemd að mengunarbúnaður sé
búinn að vera bilaður í tvö ár og á
borgarafundi, sem nýlega var hald-
in í Kjósinni, komu fram upplýs-
ingar sem leiddu það í ljós að verk-
smiðjan hleypir út fleiri hundruðum
tonna af eiturefnum á ári, en við-
miöið er ákveðinn staðall sem er
leyfilegur og það virðist vera að
þeir sem eru í forsvari fýrir stóriðju
telji sjálfum sér trú um að það sé
ekki mengun, í það minnsta reyna
þeir að telja almenningi trú um
i það. Sama dag og forstjóri járn-
blendisins kom með gufufréttirnar
var viðtal við iðnaðarráðherra og
fram kom í málflutningi hansað
Hvalijörðurinn væri þegar orðinn
mengað svæði. Síðan kemur blaða-
grein eftir ráðherra þar sem hann
segir að engin mengun verði af
verksmiðjunni sem koma skal. Get-
um við treyst einhveiju sem þessir
háu herrar segja? Nei því nú vitum
við betur. Fram kom á borgarafund-
inum að gert er ráð fyrir lóðum
undir sjö stóriðjuver inn fjörðinn
og á þetta að verða stóriðjusvæði
framtíðarinnar. Nú stendur til að
önnur verksmiðja komi og á hveiju
er von, meiri mengun, fábreyttara
dýralífi og við erum að eyðileggja
landið til framtíðar. Erum við ekki
að selja okkur og land okkar? Því
liggjum við flöt fyrir erlendum aðil-
um sem vilja nýta sér auðlindir
okkar fyrir sem minnst verð, en
verðið verðum við kæru íslendingar
að greiða sjálfir með því að horfa
á spúandi strompa og reyk sem
Berþóra
Andrésdóttir
liggur yfir okkar fal-
lega landi og eyðilegg-
ur lífríkið.
Þegar aðstoðarfor-
stjóri Columbia-álvers-
ins kom hér í fyrra var
honum boðið að velja
sér svæði undir verk-
smiðjuna, hann var
keyrður um Helguvík,
Straumsvík, Hvítanes í
Kjós og á Grundar-
tanga og þar leist hon-
um best á sig. Hvað
um okkur, ibúa fjarðar-
ins, við erum ekki einu
sinni spurðir hvort okk-
ur lítist á eina verk-
smiðjuna í viðbót eða
hvort hún skaði eitthvað okkar
hagsmuni. Þvílík mismunun, erum
Fram kom á borgara-
fundinum, segir Berg-
þóra Andrésdóttir, að
gert er ráð fyrir lóðum
undir sjö stóriðjuver inn
fjörðinn og á þetta að
verða stóriðjusvæði
framtíðarinnar.
við eitthvað minna virði, almenning-
ur, heldur er erlendir fjárfestar,
erum við ekki skattgreiðendur og
þegnar þessa lands sem ber að taka
tillit til? Það virðist ekki vera því
allar ákvarðanir eru teknar ofan frá
og fólk virðist vera réttindalaust
og komið fram við það af fullkom-
inni lítilsvirðingu.
Það er ekki hægt að bjóða erlend-
um ferðamönnum upp á að koma
sér til ánægju upp í sveit til að gista
í bændaþjónustu eða útivistarfólki
að njóta náttúrunnar með þetta fýr-
ir augunum og hvað þá að stunda
búskap og fyrir okkur sem búum
við þennan ósóma er illskiljanlegt
að óskað sé eftir frekari verksmiðj-
um. Þurfum við ekki, kæru landar,
að fara að láta okkur varða umhverf-
ismál og standa saman um þau mál
sem okkur varða og láta ekki allt
yfir okkur ganga, í það minsta erum
við íbúar hér í Kjósinni alveg harðá-
kveðnir í því að láta ekki valta yfir
okkur og bjóða okkur hvað sem er.
Höfundur er húsmóðir og bóndi.
Rikisabyrgð
afnumín
Steingrímur A.
Arason
ÞEGAR samkomu-
lag var gert um ný líf-
eyrissjóðslög fyrir
starfsmenn ríkisins
voru menn ekki að
smíða kerfi frá grunni,
né kerfi sem ætlast er
til að standi óbreytt
um aldur og ævi. Þvert
á móti var verið að
leysa af hólmi löngu
úrelt regluverk, kerfi
sem sumir hafa líkt við
tímasprengju. Með
samkomulaginu var
verið að koma málum
í ákveðinn farveg
þannig að breytingar
væru mögulegar á
næstu árum án uppstokkunar eða
bráðabirgðalausna.
Fyrir lagabreytinguna var ríkis-
ábyrgð á öllum lífeyrisskuldbind-
ingum Lífeyrissjóðs starfsmanna
ríkisins. Um það var ekki deilt, en
skiptar skoðanir um inntak ábyrgð-
arinnar, t.d. um svigrúm stjóm-
valda til að breyta gildandi rétt-
indaákvæðum gagnvart þeim sem
áttu aðild að sjóðnum. Þó að inntak
ábyrgðarinnar væri þannig ekki
óumdeilt mátu starfsmenn ríkisins
ábyrgðina mikils. Hana hefði því
aldrei verið hægt að afnema ein-
hliða án átaka eða án þess að eitt-
hvað annað kæmi í staðinn.
Sú leið sem farin var fól í sér
samkomulag um nýtt kerfi án rík-
isábyrgðar. I staðinn kemur al-
menn launagreiðendaábyrgð. A
þessu tvennu er reginmunur, sem
margir hafa ekki áttað sig á, að
því er virðist.
Ábyrgð takmörkuð við iðgjald
Nýja kerfið gerir ríkisábyrgð
óþarfa þar sem iðgjöld til sjóðsins
verða á grundvelli tryggingafræði-
legrar úttektar árlega endurskoðuð
og ákveðin þannig að þau standi
undir þeim skuldbindingum sem
stofnað er til. Hvorki sjóðfélagar
né launagreiðendur bera ábyrgð á
skuldbindingum sjóðsins með öðru
en iðgjöldum sínum.
Kæmi til þess að nýja kerfinu
yrði lokað einhverntíma í framtíð-
inni og frekari iðgjaldagreiðslum
hætt bæru launagreiðendur enga
ábyrgð á skuldbindingum kerfis-
ins. Ef eignir sjóðsins dygðu ekki
fyrir skuldbindingum eftir slíka
lokun yrði að laga réttindi sjóðfé-
laga að eignunum. Á sama hátt
gætu launagreiðendur eftir slíka
I
* ,dfa*"a4ur
íþróttaskór
m ' nar - surv
u dW, sv^90 *
',e,s «v m/binO.-- */
r: sníóbrett1 m
í úrvaV*
. Sní°’
uhf 90°
,ngusKor.«
.90
Körtubó
,\tasKór’<
NÝTT KORTATÍMABIL!
Póstsendum samdægurs.
I
I
lokun ekki gert tilkall
til eigna deildarinnar
þó svo að þær reynd-
ust, vegna breyttra
forsendna, meiri en
nauðsynlegt væri til
þess að standa undir
skuldbindingum.
Rétt er að vekja
sérstaka athygli á því
að við mat á iðgjalda-
þörf til sjóðsins er mið-
að við að sjóðfélagar
eigi aðild að sjóðnum
til starfsloka. Það þýð-
ir að árleg iðgjalda-
þörf vegna tiltekins
starfsmanns er metin
óbreytt alla starfs-
ævina. Ef aðeins væri miðað við
eitt ár í senn væri iðgjaldaþörf
Nýtt lífeyriskerfí ríkis-
starfsmanna tryggir
eins og kostur er, segir
Steingrímur A. Ara-
son í þessari síðustu
grein sinni af fjórum,
stöðugt jafnvægi milli
eigna og skuldbindinga.
vegna tiltekins starfsmanns hins
vegar lítil í upphafi og mikil í lok
starfsævinnar. Ástæðan er sú að
réttindaávinnslan er óháð aldri, en
eftir því sem iðgjald er greitt til
sjóðsins fyrr á starfsævi hvers og
eins þeim mun meiri vaxtatekjur
fást af innborguðu iðgjaldi.
Framangreind útreikningsað-
ferð hefur mikla þýðingu fyrir
starfsmenn og launagreiðendur.
Hún tryggir nokkurs konar „vara-
sjóð“ hjá lífeyrissjóðnum, ef til lok-
unar hans kæmi, þar sem iðgjald
vegna hvers og eins starfsmanns
er jafnaðariðgjald. „Varasjóður-
inn“ væri hins vegar ekki til stað-
ar, ef árleg iðgjaldaþörf væri met-
in á grundvelli aðildar að sjóðnum
eitt ár fram í tímann.
Breytingar á iðgjaldi og
launum samtvinnaðar
Ábyrgð ríkisins sem launagreið-
anda í nýja kerfinu er allt önnur
en áður og í raun sambærileg þeirri
ábyrgð sem er til staðar hjá al-
mennu sjóðunum. Launagreiðend-
ur opinberra starfsmanna gangast
hins vegar undir breytilegt iðgjald
á meðan hjá almennu lífeyrissjóð-
unum er gert ráð fyrir aðlögun
réttinda að eignum og tekjum. Á
þessu er auðvitað mikill munur,
en þó ekki eins mikill og af er látið.
Hjá almennu lífeyrissjóðunum er
það grundvallaratriði að bæði ið-
gjaldagreiðslur og lífeyrisréttindi
séu hluti umsaminna kjara og við-
-II
2 5010 6152 0008
Verslunar-
nienn!
sjálfvirk skráning
RAFHÖNNUN VBH
Ármúla 17 - Slmi 588 3600
Fax 588 3611 - vbh@centmm.is
fangsefni kjarasamninga hveiju
sinni. Þannig er 10% iðgjald til
þeirra lágmarksiðgjald og ekkert
sem útilokar að samið sé um hærra
iðgjald til að auka lífeyrisréttindi
eða til að varðveita og koma í veg
fyrir skerðingu á umsömdum rétt-
indum.
Þó að breytingar á lífeyrisið-
gjöldum geti borið að með ólíkum
hætti er Ijóst að hækkun eða lækk-
un þeirra mun ætíð hafa áhrif á
svigrúm til launabreytinga. Að
öðru óbreyttu verður t.d. svigrúm
til launahækkunar óhjákvæmilega
minna en ella ef iðgjaldagreiðslur
launagreiðenda hækka. Hvenær
samið er um hækkunina og hvort
hún er byggð á sérstöku eða al-
mennu samkomulagi hefur engin
áhrif á þá staðreynd.
Við afnám ríkisábyrgðarinnar
var hún ekki metin til fjár, né
gerðar sérstakar ráðstafanir til að
bæta starfsmönnum afnám henn-
ar. í stað kerfis þar sem ríkis-
ábyrgð gegndi lykilhlutverki var
komið á kerfi sem grundvallaðist
á sjóðsöfnun og árlegri úttekt á
nauðsynlegu iðgjaldi. Báðir aðilar
voru meðvitaðir um að breyttar
forsendur gætu kallað á hækkun
eða lækkun iðgjaldsins er hefði
áhrif á það sem til skiptanna væri
í kjarasamningum.
Góð ávöxtun sameiginlegt
hagsmunamál
Hvernig sem á málið er litið er
rétt út reiknað iðgjald sameiginlegt
hagsmunamál bæði sjóðfélaga og
launagreiðenda. Jafnframt má full-
yrða að báðir aðilar munu kapp-
kosta að ávaxta fé sjóðsins eftir
bestu getu og tryggja með þeim
hætti eins lágt iðgjald og kostur
er. Þegar kostnaður við lífeyris-
réttindi er orðinn sýnilegur og
staðið er undir lífeyrisréttindum
með samtímagreiðslu er komið á
beint samband milli iðgjalda og
launa. Hvort sem mönnum líkar
það betur eða verr hafa breytingar
á iðgjaldi óhjákvæmilega áhrif á
svigrúm til launabreytinga.
Víðtæk samstaða var um mikil-
vægi þess að tryggja góða og ör-
ugga ávöxtun á því fé sem Lífeyris-
sjóður starfsmanna ríkisins mun fá
til varðveislu. Vegna umfangs
starfseminnar væru ótvíræð rekstr-
armarkmið mikilvæg og góð ávöxt-
un sameiginlegt kappsmál bæði
sjóðfélaga og launagreiðenda. í
meðförum Alþingis var þetta undir-
strikað og skýrt kveðið á um það
í lögum sjóðsins að stjórn hans
skuli móta íjárfestingarstefnu og
ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af
þeim kjörum sem best eru boðin á
hveijum tíma með tilliti til ávöxtun-
ar og áhættu. Þessi markmiðssetn-
ing er sambærileg þeirri sem að-
standendur almennu lífeyrissjóð-
anna hafa náð samkomulagi um.
Með hliðsjón af því ástandi sem
ríkt hefur verður það engu að síður
að teljast markverður áfangi að rík-
ið sem launagreiðandi og stéttarfé-
lög opinberra starfsmanna skuli ná
hliðstæðu samkomulagi.
Nýtt lagaákvæði
Um ríkisábyrgðina í gamla kerf-
inu segir svo í lögum: „Ríkissjóður
ábyrgist greiðslu lífeyris samkvæmt
lögum þessum, og greiðist hann
með 1/12 árslífeyrisins fyrirfram á
hveijum mánuði." I lögum um nýja
kerfíð segir hins vegar orðrétt:
„Sjóðfélagar og launagreiðendur
þeirra bera eigi ábyrgð á skuldbind-
ingum deildarinnar nema með ið-
gjöldum sínum.“ Á þessu tvennu
er grundvallarmunur. Einnig skiptir
miklu máli að ekki er lengur gerður
greinarmunur á ábyrgð ríkisins og
ábyrgð annarra launagreiðenda.
Mikilvægi þessa sést ef til vill best
á því að eftir flutning grunnskólans
til sveitarfélaga og breytingu Pósts
og síma í hlutafélag bera aðrir
launagreiðendur en ríkið ábyrgð á
tæplega helmingi allra iðgjalda-
greiðslna til sjóðsins.
Höfundur er aðstoðarmaður
fjármáiaráðherra.