Morgunblaðið - 16.01.1997, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Umhverfisslys í Hvalfirði
IBUAR Hvalfjarðar
eru að vakna upp við
vondan draum. Fyrir-
huguð bygging álvers
er komin svo langt á
veg að búið er að veita
leyfi fyrir byrjunar-
framkvæmdum og til
stendur að veita starfs-
leyfi fyrir hinu nýja
álveri. Allt þetta er
gert áður en nokkur
^jaunveruleg umræða
hefur farið fram um
það hver sé skynsam-
legasta nýting Hval-
fjarðar í framtíðinni.
Hættuleg
Hollustuvernd
Það var nú rétt fyrir jólin að einn
embættismaður Hollustuverndar
ríkisins lét svo lítið að mæta á al-
mennan borgarafund í Kjósinni og
kynna íbúum þar það sem hann og
aðrir höfðu ákveðið og samþykkt.
Aður hafði ekkert samráð verið
haft við íbúa við sunnanverðan
Hvalfjörð og beiðni um að þeir
fengju að vera umsagnaraðilar um
^gtarfsleyfi væntanlegs álvers verið
hafnað. Hollustuverndarmaðurinn
upplýsti að ekki einasta væri búið
að samþykkja að flytja gamalt
þýskt álver í fjörðinn og búast
mætti við stækkun járnblendiverk-
smiðjunnar heldur væri búið að
ákveða að á Grundartanga yrði
framtíðar stóriðju-
svæði íslands og þar
væri búið að sam-
þykkja 200 hektara
landsvæði þar sem rísa
eigi sjö stóriðjuverk-
smiðjur á komandi
árum. { máli hans kom
fram að umtalsverð
mengun yrði af þessu
álveri, m.a. 107 tonn
af flúori og annað eins
af brennisteini á ári en
allt þetta væri innan
þeirra marka sem Holl-
ustuvernd ríkisins
Þorkell leyfði en auk þessa
Hjaltason væri koltvísýrings-
mengun gríðarleg eða
sem svarar til útblásturs frá 20
þúsund bílum. En koltvísýringurinn
væri að mati Hollustuvemdar ekki
álitinn vera mengun. Hann vitnaði
í þau rök umhverfisráðuneytisins
að íslendingar væru ekki að bijóta
nýgerðan alþjóðasáttmála með því
að auka koltvísýringsmengun því
hún minnkaði að sama skapi í
Þýskalandi þaðan sem álverið
kæmi. Hann sýndi sérkennileg veð-
urkort um það hvemig mengunin
ætti að dreifast eftir vindáttum og
vakti athygli heimamanna á að ríkj-
andi vindátt, suðvestanátt, virtist
ekki vera til í veðurathugunum
Hollustuverndar. Ekki voru gögnin
trúverðugri um spá um dreifingu
mengunar. Þar höfðu embættis-
FÓTHVÍLA
Ef þú vilt iáta þér liða
virkilega vei.
Einföld lausn á
flóknum málum
g) KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
Málið hefur verið keyrt
áfram, segir Þorkell
Hjaltason, án þess að
tekið hafi verið minnsta
tillit til athugasemda.
mennirnir afmarkað hana innan
fjögurra kílómetra radíusar frá
verksmiðjunni; fjórir kílómetrar
reyndist tala út í loftið, enginn veit
hvort mengunin nær fimm eða sex
kílómetra eða skemur. Þá kom í
ljós að mengunarmælingar eru í
höndum þeirra sem menga, það er
verksmiðjueigendanna. Engar mæl-
ingar hafi verið gerðar frá því að
Jámblendiverksmiðjan á Grundar-
tanga hafí verið reist þrátt fyrir að
kveðið væri á um slíkt í starfsleyfi.
Engin viðurlög væru við því að
bijóta annars mjög rúmar reglur
um mengun. Heimilt væri að sleppa
öllum sora frá verksmiðjunni út í
andrúmsloftið ef Hollustuvemd
væri látin vita ef það færi yfir þijár
klukkustundir í senn, en ef verk-
smiðjan passaði upp á að gera 5
mínútna hlé á þriggja klukkustunda
fresti gæti hún óáreitt sleppt út
sínu eiturbrasi dögum, vikum, mán-
uðum og árum saman með fullu
samþykki og blessun Hollustu-
verndar ríkisins. Þar heggur sá er
hlífa skyldi.
íbúar Hvalfjarðar, sem hafa
verksmiðjuna stöðugt fyrir augum,
hafa ekki komist hjá að sjá þegar
tappað er af verksmiðjunni beint út
i andrúmsloftið oft í skjóli nætur
en seinni misserin blygðunarlaust
einnig í dagsbirtu.
Forstjórinn og æðarungarnir
Það er undarlegt að íbúar Borg-
arfjarðar og sérstaklega íbúar
Akraness, Leirár- og Melasveitar
skuli ekki láta til sín heyra í þessu
máli, en oddvitar Skilmanna- og
Hvalfjarðarstrandarhreppa virðast
vera ofurseldir því fé sem þeir fá
frá verksmiðjunni í aðstöðugjöld og
skatta og þora ekki eða vilja ekki
segja neitt. En það er aðeins for-
stjóri Járnblendisins sem kemur út
úr kófinu grár og gugginn þegar
mengunin keyrir úr hófi fram og
menn segjast vera orðnir þreyttir á
gömlu loforði hans um að láta laga
hreinsibúnað sem alltaf er bilaður.
í kísilrykinu er mikið af þungmálm-
um m.a. kadmíum sem er stór-
hættulegt umhverfinu og veldur
meðal annars ófijósemi og krabba-
meini. Forstjórinn hefur reynt að
bæta ímynd sína með því að fóðra
æðarunga við verksmiðjuna og ala
silunga í tjörnum. Hann bregst
ávallt hinn versti við og segir ekk-
ert vera að. Rykið frá verksmiðj-
unni sé ekki mengun heldur nánast
heilsusamlegur útblástur, og Holl-
ustuvernd ríkisins þegir þunnu
hljóði og segist vera hlutlaus og
gæta hagsmuna beggja aðila en
algerlega eftir forskrift umhverfis-
ráðherra sem ekkert tillit tekur til
kvartana íbúa Hvalfjarðar.
Umhverfisráðherra á
villigötum
Umhverfisráðherrann sem sinnir
umhverfisráðuneytinu sem auka-
getu með öðru virðist tilbúinn til
þess að gera flest sem orðið geti
til þess að eyðileggja það fjöregg
þjóðarinnar sem óspillt náttúra er.
Hann virðist fús að hlaupa eftir
hveijum og einum duttlungum
Landsvirkjunar. Hann er fús að
fórna öflugasta vaxtarbroddi ís-
lensks atvinnulífs í dreifbýli fyrir
minni hagsmuni. Hann virðist fús
að fórna Hvalfirði, og eyðileggja
framtíðarmöguleika þar á útivist
og ferðamennsku og troða á lífræn-
um landbúnaði sem þar er hafinn.
Þó er ráðherrann einnig landbúnað-
arráðherra. í Hvalfjarðarmálinu
fara umhverfishagsmunir saman
við hagsmuni landbúnaðarins og því
ætti val ráðherrans að vera auð-
velt. Hann velur þó framtíð fyrir
umhverfi og landbúnað sem virðist
hönnuð á borði hálaunaðra en verk-
lítilla forstjóra Landsvirkjunar.
Framtíðar útivistar- og
byggingarsvæði fórnað
Ekkert hefur heyrst frá Akur-
nesingum, en drykkjarvatnsból og
ferskt vatn til fiskvinnslu kann að
vera í hættu vegna fyrirsjáanlegrar
mengunar frá boðuðum stóriðju-
verum á Grundartanga. íbúar
Kjósarsvæðisins hafa fram til
þessa séð í gegnum fingur með
starfsemi Járnblendiverksmiðjunn-
ar en hafa bent á að þröngur fjörð-
ur í miðju landbúnaðarsvæði og
vaxandi ferðamanna- og útivistar-
svæði sé mjög óheppilegur staður
fyrir samansafnaðar stóriðjur
landsins eða allt að 7 stóriðjuver
eins og fyrirhugað er að risi þar.
Bent hefur verið á heppilegri staði
eins og Keilisnes. íbúar Kjósar-
svæðisins hafa lýst yfir mikilli
óánægju með mengun frá Grund-
artangaverksmiðjunni og hafa
mótmælt harðlega fyrirhuguðum
framkvæmdum þar í uppbyggingu
stóriðju og þeir vænta stuðnings
fleiri sveitarfélaga og þó sérstak-
lega Reykjavíkurborgar sem er
orðin stærsti einstaki jarðareigandi
í Kjós með kaupum á Hvammi og
Hvammsvík en fyrir á Reykjavíkur-
borg Þorláksstaði. Líklegt má telj-
ast að í framtíðinni sameinist
Reykjavík, Kjalarnes og Kjós, því
á Kjalarnesi og í Kjós verða fram-
tíðar byggingarsvæði og útivistar-
svæði höfuðborgarsvæðisins. Þessi
svæði eru í mikilli hættu vegna
mengunar frá fyrirhuguðu álveri
og núverandi Járnblendi og fleiri
ruslakistuverksmiðjum sem aðrar
þjóðir eru að loka og losa sig við
en núverandi iðnaðarráðherra vill
reisa sama hvað það kostar og
umhverfisráðherra samþykkir án
þess að taka tillit til þeirra sem
ættu að hafa um málið að segja
en hafa ekki verið hafðir með í
ráðum eins og íbúar sunnan Hval-
fjarðar, í Kjós, á Kjalarnesi og íbú-
ar Reykjavíkur.
Ég vil hvetja alla íbúa þessara
svæða og aðra sem skynja hversu
málið er alvarlegt að láta í sér heyra
því tíminn er að renna út. Ef fer
fram sem horfir og þessi mikla
uppbygging mengandi iðnaðar
verður að veruleika verður einn af
fallegustu fjörðum landsins eyði-
lagður og framtíðarland höfuðborg-
arsvæðisins eyðilagt sem íjölbreytt
útivistar- og ferðamannasvæði og
ónýtt til landbúnaðar og íbúðar-
byggðar um alla framtíð.
Höfundur er sumarbústaða-
eigandi í Hvalfirði.
LÉTTOSTAR
þrír góðir á léttu nótunum
MUNDU EFTIR OSTINUM