Morgunblaðið - 16.01.1997, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Söguleg
tímamót!
SAMSTARFS- og
sameiningarmál á
vinstri kanti íslenskra
stjórnmála verða án
vafa meðal áhugaverð-
ustu verkefna þeirra
sagnfræðinga og
-^stj órnm álafræð i nga
sem senn vaxa úr grasi
og leggja fyrir sig síð-
arihluta 20. aldarinnar
á íslandi. Á því sviði
er af nógu að taka og
t.d. vafasamt áð nokk-
urntíma fáist skynsam-
leg skýring á því hvers-
vegna vinstrimenn
kusu sér á þessum tíma
aukahlutverk íslenskra
stjórnmála þrátt fyrir gott fylgi
meðal þjóðarinnar.
Þær staðreyndir blasa nefnilega
við að forystumönnum íslenskra
jafnaðarmanna hefur á undanföm-
um áratugum mistekist að virkja
\j>. það afl sem býr í hreyfingu jafnað-
armanna og þess í stað haldið dauða-
haldi í þau úreltu og gagnslausu
baráttutæki sem gömlu flokkamir
hafa reynst. Hið úrelta flokkakerfí
jafnaðarmanna hefur þannig stíað
hreyfingunni í sundur og haldið
henni frá áhrifum, enda hefur fylgi
jafnaðarmanna ávallt verið mest
þegar flokkamir halda sig til hlés
eins og undanfamar forsetakosning-
ar og nýgerð skoðanakönnun Fé-
lagsvísindastofnunar undirstrika.
Það sem íslenska jafnaðarmenn
hefur vantað er sameiginlegur far-
vegur fyrir þá marglitu strauma sem
þar er að fínna. Það vantar farveg
Hrannar B.
Arnarsson
BÓKHALDSHUGBUNAQUR
fyrir WIMDOWS
Á annað þúsund
notendur
T\ KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
þar sem samherjar
geta tekist á um for-
gangsröðun málefna,
vegið og metið þær
leiðir sem liggja að
markmiðum hreyfmg-
arinnar og leitað svara
við þeim fjölmörgu
áleitnu spurningum
sem jafnaðarmenn
hafa ekki þorað að
ræða innan gömlu
flokkanna af ótta við
árásir hvor annars.
Krafan um slíkan
farveg hefur orðið æ
háværari á undanföm-
um ámm, ekki síst
meðal ungs fólks og
nú er svo komið að verkin verða
látin tala. Hinn 18. janúar verður
stigið mikilvægt skref í átt til aukins
samstarfs og sameiningar íslenskra
jafnaðarmanna þegar Gróska -
Samtök jafnaðarmanna boða til
Hinn 18. janúar verður
stigið mikilvægt skref,
segir Hrannar B. Arn-
arsson, í átt til aukins
samstarfs og samein-
ingar íslenskra jafnað-
armanna.
stofnfundar. Það er ungt fólk úr
öllum flokkum stjómarandstöðunnar
og utan flokka sem stendur að stofn-
un Grósku og meðal stofnaðila verða
starfandi ungliðahreyfingar Alþýðu-
bandalags og Alþýðuflokks.
Strax við stofnun Grósku verða
því söguleg tímamót í samstarfi
ungra jafnaðarmanna á íslandi og
er óskandi að þeir sem eldri eru
fylgi þessu fordæmi og gangi til
liðs við samtökin. Þannig gætu ís-
lenskir jafnaðarmenn eignast far-
veg sem með tíð og tima gæti sam-
einað jafnaðarmenn og tryggt þeim
aðalhlutverk íslenskra stjórnmála
þegar líður á næstu öld - öld jafnað-
armanna í íslenskum stjórnmálum.
Höfundur er framkvæm dastjóri.
Af jarðarsveppum og öðrum sveppum
Hugleiðingar að
baki hátíðum
MIKIÐ hljóta ráð-
herramir okkar og
fylgdarlið þeirra á
hinu háa Alþingi ís-
lendinga að hafa sest
glaðir að snæðingi á
nýliðnum hátíðum.
Að loknum löngum
og ströngum funda-
setum voru fjárlög í
höfn, og að þessu sinni
var hallinn réttu meg-
in við þyngdarpunkt-
inn. Þessi árangur
náðist með aðferðinni
sem smám saman hef-
ur verið að skila töl-
fræðilegum árangri í
búskap ríkisins, en í
þeim búskap skulu tölur ríkja ofar
öðrum kröfum. Þessi aðferð heitir
niðurskurðaraðferðin.
Hitt hefur líklega ekki spillt
bragðinu af hátíðamatnum, að á
sama tíma og verið var að réttá
af tölumar niðri í Alþingi, var, í
næsta húsi, að ósk biskupsins yfir
Islandi, verið að biðja fyrir þeim
sem kviðu fyrir jólunum.
Þess sér raunar víðar stað en í
jólakvíða, að niðurskurðaraðferðin
er farin að skila árangri.
Fyrir rúmu ári kallaði ríkis-
stjómin okkar hingað til lands,
konu eina, fv. forsætisráðherra
Nýja-Sjálands, en það hafði frést
að hún hefði náð meiri árangri í
þeirri jafnvægislist, að rétt af fjár-
lagahalla, en þekkst hafði áður á
byggðu bóli. Að vísu hafði konan
hrökklast fljótt frá völdum, vegna
óvinsælda meðal landa sinna, en
hefur nú af því nokkurt lifibrauð,
að kenna stjórnmálamönnum, helst
sem lengst í burtu, hvernig rétta
beri af fjárlagahalla með aðferð
Nýsjálendinga.
Onnur kona, frá því sama landi,
lagði leið sína hingað, nú rétt fyrir
jólin, en hún taldi þann árangur
af starfi kynsystur sinnar helstan,
að þeir sem fátækir voru fyrir í
landinu, væm nú enn fátækari, en
hinir ríku enn ríkari. Okkar ást-
sæla ríkisstjórn hefur reynst nám-
fús, og nú verður ekki betur séð
en að nokkur teikn séu
á lofti um að umsögn
seinni konunnar um
ástandið heima sé að
rætast hér hjá okkur.
í könnun fjölmiðla á
því hvað matvöra-
verslanir hefðu að
bjóða sælkerum fyrir
jólahátíðina, kom í ljós
að ein matvöruverslun
hafði á boðstólum, sér-
deilis lostæta sveppi,
sem heita jarðarsvepp-
ir. Verðið var mjög við
hæfi sælkera, eða 250
þús. krónur kílóið, og
minnsti skammtur
kostaði 2.500 kr. Ekki
var þess getið í hvaða verðflokki
sú ódáinsfæða og þær guðaveigar
væru, sem hæfðu slíku kryddi, en
Það er skylda þeirra
sem stjórna þjóðfélag-
inu, segir Arni Björns-
son, að leita fyllsta rétt-
lætis þegnunum til
handa.
varla hefur sá matur, ratað í
matarböggla hjálparstofnananna,
sem trauðla náðu að anna eftir-
spurn, sem var meiri nú en nokkru
sinni fyrr.
Trúlega hefur sá matur heldur
ekki verið á borðum ellilífeyrisþeg-
anna með skerta lífeyrinn eða ungu
fjölskyldnanna með jaðarskattana,
hvað þá atvinnuleysingjanna.
Nei! þegar tölurnar passa er
ekki ástæða til að láta það á sig
fá þó skólarnir okkar sendi frá sér
undirmálsnemendur, sjúkrastofn-
anir séu lokaðar og biðlistar eftir
aðgerðum lengist. Ekki er heldur
vert að sýta það þó eitthvað af lítt
sjálfbjarga gamalmennum vanti
hæli og að kostnaður þeirra sem
leita læknishjálpar og þurfa lyf,
vaxi jafnt og þétt. Það er alltaf
hægt að yrkja eitthvað gott, ef
samviskuna fer að klæja.
I hefðbundnum nýársávörpum
til þjóðarinnar, kvað við dálítið
ólíkan tón hjá forseta landsins og
forsætisráðherra. Forsetinn taldi
fátækt smánarblett á íslensku
þjóðinni, en forsætisráðherrann
taldi raunvera- lega fátækt ekki
vera til á íslandi. Niðurstaða okkar
hlustenda hlýtur að vera sú að
skilgreining þessara tveggja æðstu
embættismanna þjóðarinnar á fá-
tækt, sé mismunandi. Má það telj-
ast með nokkrum ólíkindum, þar
sem báðir þessir heiðursmenn
hljóta að hafa svipaðar forsendur
til að meta þetta þjóðfélagslega
fyrirbæri, t.d. hljóta þeir báðir að
hafa kynnt sér könnun Félagsvís-
indastofnunar Háskóla íslands, en
hún leiðir í ljós, að 27 þús. íslend-
ingar lifa innan fræðilega viður-
kenndra fátækramarka. Fræðileg-
ar forsendur þessara talna eru jú
véfengjanlegar, ef grannt er skoð-
að. Hugsanlega eru fátæklingarnir
fleiri.
Það er smánarblettur á þjóð
með jafn háar þjóðartekjur og
meðaltekjur og íslenska þjóðin,
að meðal hennar skuli finnast svo
margt fólk, sem ekki fær nýtt þau
tækifæri sem lífið býður, vegna
fátæktar. Það er enn meiri smán,
að verulegur hluti af þessu sama
fólki skuli þurfa að þiggja ölmusu.
Fullkominn jöfnuður er óraunhæft
markmið, en það er skylda þeirra
sem taka á sig þá ábyrgð, að
stjórna þjóðfélaginu að leita
fyllsta réttlætis þegnunum til
handa, skv. forskrift þjóðskálds-
ins, Einars Benediktssonar, frá
síðustu aldamótum, „hvern skerf
sinn og skammt á hvert skaparans
barn allt frá vöggu að gröf“.
Þeir sem líta á fátækt sem eðli-
legt ástand hjá ríkri þjóð, sem
vill heita menningarþjóð, verða
varla kenndir við annað en „al-
gera sveppi“, þó þeir verði aldrei
jafn verðmætir og jarðarsveppirn-
ir.
Höfundur er læknir.
Árni
Björnsson
ArJ
30-40 % AFSLATTUR AF BETRI FATNAÐI
/, X /-VT
eecehettupeysur / barna tvílitar VERÐ ÁÐUR • w W \M " VERÐ NÚ 3.690- ÚTSALa|
fleecebuxur barna VERÐ ÁÐUR srSeb- VERÐ NÚ 1.490- ÚTSALA|
herra skyrtur VERÐ ÁÐUR 4ríS<L VERÐ NÚ 2.590- ÚTSALA
dömupeysur VERÐ ÁÐUR VERÐ NÚ 3.190- ÚTSALA|