Morgunblaðið - 16.01.1997, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 49 -
Með þessum fáu orðum langar
mig að minnast elsku frænku
minnar og vinkonu, sem farin er
yfir móðuna miklu. Ég veit að hún
er í faðmi Frelsara okkar núna, hún
lagði allt sitt traust á hann og var
það henni til mikillar hjálpar í veik-
indum sínum. Ekki var hægt annað
en að dást að henni, hvemig hún
barðist við að haida sér á fótum
fyrir jólin, reyna að hafa allt sem
hátíðlegast. Hún hugsaði fyrir öllu.
Allir urðu að fá sínar jólagjafir, en
oft varð hún að leggja sig, hún var
ákveðin að eyðileggja ekki jólin fyr-
ir fólkinu sínu. Hún stóð sem hetja
þótt mjög sjúk væri fram á nýárs-
dag, þá var hún líka þrotin að kröft-
um.
Já, það er margs að minnast
þegar góður vinur kveður þennan
heim. Ekki datt mér í hug þegar
ég missti eiginmann minn fyrir
tveimur árum að hún ætti svona
stutt eftir, elsku Oddný var mér
svo góð, það var ekki til sá hlutur
sem hún vildi ekki gera fyrir mig
og hún gleymdi mér ekki þótt jarð-
arförin væri afstaðin. Hún hringdi
alltaf í mig eða kom til að fá mig
út með sér. Það vita allir sem misst
hafa ástvini sína hvemig einmana-
leikinn heltekur mann þegar allt
er afstaðið, þá þarf maður á vinum
að halda og hún var sá vinur. Mitt
þakklæti var það til hennar að vera
eins mikið hjá henni og ég gat til
að styðja hana í hennar veikindum
og núna eftir að hún er farin finnst
mér að ég hefði getað gert miklu
betur. Ég er þakklát Guði hvað við
gátum farið oft saman í sveitina,
því það var henni svo mikils virði
að hitta frændfólk sitt þar og fá
fyrirbænir. Þá fannst henni allt
verða bjartara í kringum sig. Ég
minnist þess hversu glöð hún var
í ágúst þegar hún gat verið einn
dag með okkur á kristilegu móti.
Hún talaði oft um hvað það hefði
verið yndislegt og hún fann þá
hvernig Guð snart hana þegar ljós
hans féll yfir hana. En hann ætlaði
ekki að lækna hana. Hann ætlaði
henni enn betra. Hann vildi taka
hana til sín því tími hennar hér var
útmnninn. Jesús er vegurinn, sann-
leikurinn og lífið, sá sem kemur til
hans mun hann alls ekki burt reka.
Þetta eru dásamleg fyrirheit.
Bagga systir mín þakkar þér allan
þinn kærleika sem þú sýndir henni
og hefði hún viljað fylgja þér til
þinnar hinstu hvílu hefði hún get-
að. Hún vottar aðstandendum sam-
úð sína.
Elsku Jón, böm og tengdabörn
og barnabörn, ég votta ykkur öllum
mína dýpstu samúð, megi Guð gefa
ykkur öllum styrk á þessari sorgar-
stund. Ég kveð þig, elsku frænka
mín, með sálmi Davíðs nr. 139:
„Hvort sem ég geng eða ligg þá athugar þú það
og alla vegu mína gjörþekkir þú
því að eigi er það orð á tungu minni að þú,
Drottinn, þekkir það eigi til fulls.
Þú umlykur mig á bak og bijóst
og hönd þína hefur þú lagt á mig.
Þekking þín er undursamlegri en svo
að ég fái skilið,
of háleit. Ég er henni eigi vaxinn."
Hafðu þökk fyrir allt. Blessuð
sé minning þín.
Oddný Guðnadóttir.
Það em margar myndir og minn-
ingar sem leita á hugann er ég
sest niður til þess að minnast
minnar elskulegu nágrannakonu
Oddnýjar. Það em um tuttugu og
fimm ár síðan þau fluttu hingað í
Austurgerði, Oddný og Jón, með
barnahópinn sinn. Þá höfðum við
búið hér í rúmt ár en við vorum
hér frumbyggjar ásamt því fólki
sem byggði þessa götu sem að
okkar dómi er besta og fallegasta
gatan í bænum, aðeins 12 hús og
lokuð í báða enda.
Það ómuðu hamarshögg og sög-
unarhljóð og gatan fylltist af börn-
um. En nú er þessi kafli í lífi okk-
ar löngu liðinn og börnin flogin úr
hreiðrinu og gatan svo til hljóðnuð
og við þessi gömlu sitjum eftir og
er Oddný annar af þessum fyrstu
íbúum sem hverfur á braut. Við
Oddný vomm fljótar að kynnast,
en mennirnir okkar þekktust, báðir
vélstjórar. Strax um vorið eftir að
þau fluttu fórum við að huga að
umhverfi húsanna og þar sem lóð-
irnar lágu saman var ákveðið að
láta teikna þær saman. Og nú hófst
ræktunartímabilið. Við Oddný vor-
um eins og moldvörpur í görðunum,
höfðum báðar áhuga og ánægju
af. Við erum oft búnar að hlæja
að og óska eftir að eiga kvikmynd
af okkur við ýmis tækifæri í görð-
unum, svo sem útlitinu á okkur
þegar við vorum að úða, en það
gerðum við fyrstu árin. Svo enduð-
um við í kaffi í öðrum hvorum
garðinum og oftar en ekki var far-
ið í pottinn hjá Oddnýju á eftir.
Oddný var mjög rösk til allra
verka og var alltaf tilbúin til að
rétta hjálparhönd ef með þurfti.
Einu sinni lenti ég á spítala og
mátti ekkert gera í mánuð. Þegar
ég svo staulaðist út í júníbyijun
og byijaði að bjástra við illgresið
birtist Oddný og fór eins og hvítur
stormsveipur um garðinn. Þannig
var hún. Tengdamóðir mín bjó hér
síðustu árin sín og myndaðist mjög
gott samband á milli þeirra og sagði
Oddný mér oft að hún minnti sig
svo á mömmu sína. Nonni, yngsta
barn Oddnýjar, kom oft til tengda-
mömmu og lék sér við sonardóttur
mína sem var í pössun hjá henni.
Hún spilaði við þau og sagði þeim
sögur. Oddný gerði alltaf innkaupin
fyrir hana og leit oft til hennar sem
tengdamóðir mín mat mikils.
Oddný átti veraldlegri velgengni
að fagna. Átti stórhuga dugnaðar-
mann og dugandi börn. Hún stóð
dyggilega við hlið Jóns í hans versl-
unarrekstri. Þau byijuðu með sína
fyrstu búð í smáhýsi við Samtún
fyrir um 30 árum en byggðu svo
fljótlega stórhýsi við Nóatún og
börnin hafa öll verið þátttakendur
í að byggja upp þessa stóru verslun-
arkeðju sem Nóatún nú er.
Oddný átti fallegt heimili og gat
veitt sér það sem hana langaði til,
t.d. ferðalög og annað, en hún of-
metnaðist aldrei, alltaf sama lát-
lausa og alúðlega Oddný. Það
myndaðist sú hefð að kíkja út til
þeirra eftir kl. 24 á gamlárskvöld
og áttum við margar góðar stundir
sem við erum þakklát fyrir. Við
Oddný vorum saman í Keðjunni,
félagi vélstjórakvenna, og höfum
við átt margar ánægjustundirnar.
Þetta er búinn að vera erfíður
tími hjá Jóni og fjölskyldu síðan
hún greindist með krabbamein í
sumar, en hún gat verið heima all-
an tímann sem var henni mikils
virði. Hún var umvafrn kærleik
þeirra til hinstu stundar og Jón vék
vart frá henni síðustu mánuðina.
Við Guðmundur og börn sendum
Jóni og fjölskyldu innilegar samúð-
arkveðjur og þökkum Oddnýju
samfylgdina. Guð blessi hana.
Ingunn Erla Stefánsdóttir.
í dag er til moldar borin Oddný
Sigurðardóttir, vinkona mín, sem
er látin langt um aldur fram. Með
henni er gengin mikilhæf mann-
kostakona. Hún hafði veikst af
krabbameini fyrir rúmum þremur
árum og læknast að því er virtist.
Það var því þyngra en tárum tæki
er í sumar tók aftur að síga á
ógæfuhliðina.
Við kynntumst í Keðjunni (félagi
eiginkvenna vélstjóra) fyrir um það
bil aldarfjórðungi. Okkur varð fljótt
vel til vina og samskipti okkar urðu
enn meiri þegar Keðjukonur
ákváðu að reisa sér sumarbústað á
Laugarvatni. Þau hjónin urðu liðs-
menn í því ævintýri sem í upphafi
virtist einungis bjartsýni. En þetta
tókst nú allt saman og það var
stór og góður hópur fólks sem kom
saman fyrst í ágúst 1980 til vígslu-
hátíðar og gleðifundar, sem enn er
í minnum hafður. Síðar voru farnar
ótaldar ferðir, ýmist fáar konur
saman eða fleiri, ævinlega vinnu-
ferðir, þó við héldum alltaf gleði
hátt á loft. Og síðan fjölskylduferð-
ir um margar hvítasunnuhelgar til
gróðursetningar, hvort sem frost
var alveg farið úr jörðu eða ekki
þá er þarna nú hinn myndarlegasti
gróðurreitur. Sama máli gegndi um
grillveisluna að lokinni vinnu, hún
var haldin hvort sem snjóaði eða
sólin skein. Allar slíkar minningar
eru ómetanlegar þegar liðsmönnum
fækkar. Oddný var ötul Keðjukona
og gjaldkeri, nú síðast um nokk-
urra ára skeið. Það féll vel að skap-
gerð hennar að vinna í þeim anda
Keðjunnar sem segir að efla skuli
samúð og vináttu meðal vélstjóra-
fjölskyldna. Keðjukonur eiga henni
margt að þakka. Hún auðgaði til-
veruna með návist sinni og hennar
er saknað um leið og við þökkum
samveruna.
Allt virtist henni auðvelt og
áreynslulítið. Hið rólega og glað-
væra fas hennar laðaði að henni
marga vini og ekki síst virtist hún
staldra við þar sem einhver var
minnimáttar. Hún gaf af sjálfri sér
- og þau bæði hjónin - vinum sín-
um og fjölskyldum beggja. Raunar
er varla hægt að tala um Oddnýju
án þess að nefna Jón um leið, svo
samhent voru þau. í lífsbaráttunni
uppskáru þau ríkulega, nutu mik-
ils, ferðuðust innanlands og utan
og áttu gott líf með börnum sínum,
tengdabörnum og barnabörnum.
Samlíf Oddnýjar og Jóns var fag-
urt og samheldnin þeirra styrkur.
Ég mun sakna hennar mjög, en
er um leið þakklát að hafa átt hana
að traustum vini. Missir Jóns er
mikill. Börnin, tengdabörnin og
barnabörnin sjá nú á bak móður
og ömmu sem bar umhyggju fyrir
þeim og gladdist með þeim í vel-
gengni þeirra. Ég vona að minning-
in um Oddnýju, og allt sem hún
var þeim, hjálpi þeim í sorg þeirra.
Sigríður Smith.
Elsku tengdamóðir mín hefur
kvatt þennan heim, aðeins 62ja ára
að aldri. Allt hefur víst sinn tilgang
og vegir Guðs órannsakanlegir.
Ég kynntist Oddnýju fýrir rúm-
um 10 árum þegar leiðir okkar
Einars lágu saman. Hún var félags-
lynd, ákveðin, dugleg og drífandi.
Hennar heimili er hlýlegt og endur-
speglar smekklega, snyrtilega og
góða konu. Þar er líka að finna
stóra og samhenta fjölskyldu. Hún
var konan á bak við manninn.
Barnabörnunum var hún mjög
skemmtileg amma, gerði mikið fyr-
ir þau og með þeim. Séð var til
þess að þau færu alltaf heim glöð
og mett.
Garðurinn var hennar yndi, og
bar hann þess glöggt merki. Hún
ræktaði þar m.a. grænmeti og
höfðu bamabömin mikla ánægju
af að taka upp kartöflur með henni
og sulta rifsber.
Hún hafði gaman af ferðalögum,
og urðum við þess aðnjótandi að
hitta þau erlendis nokkmm sinnum.
Eftir á skilur maður hversu mikil
forréttindi það vom, eftir em sælar
minningar.
Hennar er sárt saknað og skarð-
ið eftir hana stórt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Oddný, þó þú sért horfín
á braut, munt þú ávallt lifa í hjört-
um okkar allra og vera með okkur
áfram. Guð geymi þig og takk fyr-
ir allt.
Guðný.
11 itxxxxxx;
ccm
tb-fí
Erfidrykkjur
*
PERLAN
51 mi 562 0200
iumuxi
t
Elskuleg tengdamóðir mín, amma okkar og langamma,
MAGNHILDUR VILBORG JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis á Vesturgötu 93,
Akranesi,
lést á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, hinn 15. janúar síðastliðinn.
Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda,
Elísabet Karlsdóttir.
t
Elskulegur bróðir minn,
JÓN RAGNAR ÁSBERG KJARTANSSON
(Beggi),
elliheimilinu Hlévangi,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 17. janúar
kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
María Kjartansdóttir.
t
Ástkœr konan mín, móðir okkar,
tengdamóðir, systir og amma,
MARÍA F. KRISTJÁNSDÓTTIR
fóstra,
Dunhaga 23,
sem lést 11. þessa mánaðar, verður
jarðsungin frá kapellunni f Fossvogi
föstudaginn 17. janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim, sem vildu minnast henn-
ar, er bent á Krabbameinsfélagið.
Lárus Þ. Valdimarsson,
Birgir Hrafnsson, Oddný I. Jónsdóttir,
Finnur Lárusson, Helga K. Hallgrímsdóttir,
Hafliði K. Lárusson, Marie Catherine Alaguiry,
Ingibjörg Kristjánsdóttir
og barnabörn.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SVANÞÓRJÓNSSON
múrarameistari,
Hraunbæ 103,
áður Rauðarárstíg 28,
Reykjavik,
sem lést miðvikudaginn 8. janúar, verð-
ur jarðsunginn frá Árbæjarkirkju mánu-
daginn 20. janúar kl. 13.30.
Jarðsett verður að Lágafelli í Mosfellsbæ.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Sigrfður Þorsteinsdóttir.
#
Lokað
Afgreiðslur Sparisjóðs vélstjóra í Borgartúni 18
og Rofabæ 39 verða lokaðar í dag milli kl. 13.00
og 15.00 vegna jarðarfarar
ODDNÝJAR SIGURÐARDÓTTUR.
Sparisjóður vélstjóra.
Lokað
Vegna jarðarfarar ODDNÝJAR SIGURÐARDÓTTUR
verða verslanir Nóatúns lokaðar frá kl. 13.00 -15.00
í dag fimmtudaginn 16. janúar.
NÓATÚN
NÓATÚN117 - ROFABÆ 39 - LAUGAVEG1116 - HAMRABORG14, KÓP.
FURUGRUND 3, KÓP.- ÞVERHOLTI 6, MOS.
JL-HÚSIVESTUR í BÆ - KLEIFARSEL118
AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68